Morgunblaðið - 07.01.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 33
«-4
Alþjóðleg úttekt á nuddi
BYLTING hefur átt
sér stað í nuddmálum
og sjúkranuddmálum
hér á landi á undan-
fömum áratug. Árið
1987 voru nuddarar
löggiltir undir starfs-
heitinu sjúkranuddar-
ar. Árið 1989 var Nudd-
skóli Rafns (síðar
Nuddskóli Guðmund-
ar) stofnaður. Árið
1992 voru gerð drög að
starfsleyfi fyrir sjúkra-
nuddara og ákveðið að
námið skyldi vera á há-
skólastigi. Árið 1993
gerði menntamálaráðu-
neytið samkomulag við
Félag íslenskra nuddara um náms-
braut fyrir nuddara við Fjölbrauta-
skólann Armúla. Árið 1996 fór af stað
starfshópur í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu um reglugerð-
arsmíð um nuddara. I honum sitja
fulltrúar frá því ráðuneyti, mennta-
málaráðuneytinu, Fjölbrautaskólan-
um við Armúla, Félagi íslenskra
nuddara/Nuddskóla Islands og
Nuddskóla Guðmundar/Félagi ís-
lenskra nuddfræðinga. Þar hefur
verið rætt um hvort löggilda eigi
nuddara/nuddfræðinga rétt eins og
sjúkranuddara áður.
Ýmislegt mælir með og á móti
löggildingu. Það sem mælir með er
að ýmsum þykir akkur í að starfandi
nuddari sé löggiltur. Það auki virð-
ingu fyrir starfi hans. Það auki
traust neytenda á stéttinni. Það auki
aðgengi nuddara að hinu opinbera og
ýmsum möguleikum sem í því fælust.
Einnig gæfist hinu opinbera með
þessu tækifæri til að hafa aukna
stjóm á þessari starfsstétt, hverjir
ættu að teljast til hennar og hverjir
íyrir utan.
Það sem mælir á móti er að fleirl
heilbrigðisstéttir hafa verið löggiltar
hér á landi en í nokkru öðru þjóð-
landi. Sérstök nefnd skipuð heil-
brigðisstarfsfólki var stofnuð í kring-
um árið 1990 sem benti á þessa ríku
tilhneigingu til oflöggildingar. Því
hefur heilbrigðis- og tryggingamál-
aráðuneytið ekki löggilt neina heil-
brigðisstétt allt frá árinu 1991. í öðru
lagi er til stétt löggiltra sjúkra-
nuddara eins og áður var getið.
Margir sjúkranuddarar eru fyrrum
nuddarar en fengu löggildingu vegna
fyrri starfsreynslu. Reynt hefur ver-
ið að auka virðingu fyrir þeirri stétt
með því að ákveða að hafa nám henn-
ar á háskólastigi, eins og kom fram
hér að framan. Er þar verið að miða
við að námið sé talið vera á háskól-
astigi í Þýskalandi og Kanada. í raun
leikur vafi á því á hvaða menntunar-
stigi sjúkranuddnám er, ef nákvæm-
ur samanburður ætti sér stað á milli
þjóðlanda. Sjúkranuddnám er ein-
göngu kennt erlendis og er á því sem
kallað er, junior college“ stigi og tek-
ur um 2-3 ár. Það þýðir seinni 1-2 ár-
in á framhaldsskólastigi og fyrstu 1-2
árin á háskólastigi hérlendis. Nudd-
nám hérlendis, í tveimur viðamestu
skólunum, er um 90% af námi til stú-
dentsprófs. Hér er því um skörun að
ræða á nuddnámi hérlendis og sjúkr-
anuddnámi erlendis. Kennsla í heil-
brigðisgreinum er um margt svipuð
en þó mun umfangsmeiri í sjúkran-
uddnámi. Kennsla í nuddgreinum er
síðan sambærileg, að því er best er
vitað um þessar mundir.
Nýlega tók starfsmaður innan
hins opinbera eftir að í rauninni væri
þörf á heildarendurskoðun á nudd-
námi af óháðum fagaðila og það yrði
síðan grundvöllur að endurskoðun á
námskrá yfir nudd. Tók ég undir
þetta sem skólastjóri nuddskóla. Við
nánari umhugsun taldi ég þetta
bestu lausnina fyrir stéttina í heild
og gæti jafnvel varpað skýrara ljósi á
hvort og hvernig nuddnám og
sjúkranuddnám skarist. Akvað ég
því að skrifa bréf til menntamála-
ráðuneytisins dagsett þann 31. ágúst
síðastliðinn, sem formaður Félags ís-
lenskra nuddfræðinga, þar sem ég
sagði meðal annars: „Eg tel að fyrst
verði að taka það skref að gera heild-
arúttekt á nuddnámi og sjúkranudd-
námi á alþjóðlegum vettvangi líkt og
ég benti á í nýlegu bréfi til ráðuneyt-
Guðmundur
Rafn Geirdal
anna og fagfélaga á
þessum sviðum sem
skólastjóri Nuddskóla
Guðmundar ... Eg leyfi
mér að leggja fram þá
tilgátu að líkleg niðurs-
taða af faglegri úttekt
byggðri á fullnægjandi
gögnum yrði sú að
nuddnám hérlendis og
sjúkranuddnám er-
lendis skaraðist veru-
lega, bæði hvað varðar
menntunarstig, tíma-
lengd, námsgreinar,
starfsþjálfunarstaði og
framtíðar starfsvettv-
ang. Ef það myndi
Nudd
Brýnt er, segir Guð-
mundur Rafn Geirdal,
að fram fari heildarend-
urskoðun á menntunar-
skilyrðum í nuddi.
reynast rétt finndist mér að eðlilegar
ályktanir ættu að vera í þá áttina að
hér væri um mjög sviplíkar stéttir að
ræða, jafnvel þá sömu. í framhaldi af
því gæti verið eðlilegt að álykta sem
svo að skoða þyrfti nuddnám hér á
landi og núverandi drög að staðli um
starfsleyfi sem sjúkranuddari í veru-
legu samhengi við hvort annað.“
Sambærilegt bréf var sent til heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
isins, landlæknisembættisins, Fjöl-
brautaskólans við Armúla, Félags
íslenskra nuddara, Félags íslenskra
sjúkranuddara og Sjúkranuddarafé-
lags íslands til að erindið kæmist til
allra helstu aðilanna á þessu sviði.
Menntamálaráðuneytið svaraði með
bréfi dagsettu þann 30. september
1999 þar sem það þakkaði ábending-
arnar og sagðist ætla að senda það
ákveðnum aðilum til fróðleiks og um-
fjöllunar. Eg hef síðan bent á hvem-
ig megi útfæra þetta nánar.
Nú hafa málin þróast á þann veg
að lagt verður fram frumvarp til laga
um réttindi og skyldur heilbrigðis-
starfsmanna á Alþingi á aldamóta-
vorinu. í því eru lagagreinar um að
hægt sé að viðurkenna heilbrigðis-
stéttir án þess að löggilding fylgi í
kjölfarið. Mest yrði þá miðað við
menntunarskilyrði í viðkomandi
starfsgrein. Þetta opnar leið fyrir
nuddara/nuddfræðinga til að geta
orðið viðurkennd heilbrigðisstétt án
þess að hætta sé á oflöggildingu og
nánast tví-löggildingu á mjög sam-
bærilegum stéttum. Því er brýnt að
fram fari heildarendurskoðun á
menntunarskilyrðum í nuddi, og
reyndar einnig sjúkranuddi, með al-
þjóðlegum samanburði. Með því ykj-
ust líkur á sem bestri þróun fyrir
þessar stéttir á nýju árþúsundi.
Höfundur er skólastjóri og formaður
Félags íslenskra nuddfræðinga.
hilips ryksug
Philips myndbandstæki
stereo
H%B ■ Aður 44.900
kr. Áður 59.900
0 kr. Áður 119
_
59.990 kr. ^,7«..
kr. Áður 59.900
) kr. Áður 57.401
190 kr. Áður 59.900
kr. Áður 14.990
Ikr. Áður 2.990
Philips rakvél
Philco þvottavél
1200 snumnga
mlips hárblása
Philips sjónvarp
100 riða
23
ABC kaffivél
Supertech vekjaraklukka
Philco
með
vottavél
urrkara
Philco þurrkari,
barkalaus
Philips útvarpsvekjari
Philco kæliskápur
□
hirlpool uppþvottavél
með geislaspilara
Philips hljómt.samstæða
micro
Sanyo örbylgjuofn r
Philips gufustraujárn
Philips geislaspila
■:■■■■ ' - >■ V
Galaxy stafrænn slmi 7r
með númerabirti
.1« Áður 3.990
uL uiú eldavélar,
gufustraujárn, örbylgjuofna, þurrkara,
heimabíómagnara, geislaspilara,
hraðsuðukönnur, útvarpstæki, kaffivélar
Halló, halló!
fleira
'SmM
.... 'v
Allt að
afsláttur af símum
50% afsláttur af skrautsímum
25% afsláttur af þráðlausum
Samsung símum
Tilboðsverð á Bosch GSM símum