Morgunblaðið - 07.01.2000, Page 34

Morgunblaðið - 07.01.2000, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Skýrsla þýskrar skipasmíðastöðvar um Esl Niðurstöður ve' fj ölmargar spurni DÓMUR HÉRAÐS- DÓMS VESTFJARÐA DÓMUR Héraðsdóms Vestfjarða í hinu svonefnda Vatn- eyrarmáli hefur að vonum vakið mikla athygli. Sumir hafa haft uppi stóryrði af þessu tilefni og jafnvel talað um að efnahagslegt hrun væri framundan. Af þeim sökum er mikil- vægt að undirstrika, að hér er um undirréttardóm að ræða. Hæstiréttur hefur síðasta orðið en gera má ráð fyrir, að mál- inu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Engu að síður er dómur Héraðsdóms Vestfjarða mikilvæg- ur vegna þess, að röksemdafærsla hans byggist algerlega á hinum sögulega dómi Hæstaréttar, sem féll síðla árs 1998. Hæstiréttur fjallaði um 5. grein laganna frá 1990 um stjórn fiskveiða en Héraðsdómur Vestfjarða kemst að þeirri niður- stöðu, að rök Hæstaréttar eigi líka við um 7. greinina. í dómi Héraðsdóms Vestfjarða segir m.a.: „Eins og áður greinir var sú regla sett í 2. mgr. 7. gr. að veiðiheimildum á þeim tegundum, sem heildarafli væri takmarkaður af, yrði varanlega úthlutað til einstakra skipa. Veiðiheimildir skv. 7. gr. laganna voru með þessum hætti varanlega bundnar við skip, jafnt og veiðiheimildir skv. upphaflegri 5. gr. þeirra. I úthlutun varanlegra aflahlutdeilda við gildistöku laga nr. 38/ 1990 fólst því sama mismunun tengd fyrra eignarhaldi á skip- um og rakin er í forsendum Hæstaréttar hér að ofan. Ekki verður séð að rökbundin nauðsyn hnígi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mismunun við úthlutun aflamarks, sem hér af leiðir, enda verður að telja, að löggjafanum eigi að vera fært að móta reglur, sem til lengri tíma litið afnemi hana, jafn- framt því að ná ofangreindu markmiði að vernda fiskistofna. Þessa hefur löggjafinn hins vegar ekki gætt. Eftir þessu verð- ur ekki hjá því komizt að líta svo á, að regla 2. mgr. 7. gr. laga nr. 38/1990 sé í andstöðu við jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar og þau sjónarmið um jafnræði, sem gæta þarf við takmörkun á atvinnufrelsi samkvæmt 1. mgr. 75. grein hennar, séu þessi stjórnarskrárákvæði túlkuð með sama hætti og gert er í ofangreindum Hæstaréttardómi. Af því leiðir, að ákærðu voru í umræddri veiðiferð ekki bundnir af aflatakmörkunum samkvæmt nefndri 2. mgr. 7. gr. laga nr. 38/1990 og verður þeim því ekki refsað samkvæmt ákvæðum þeirra laga og ekki heldur fyrir brot gegn 2. mgr. 3. gr. laga nr. 57/1996. Verður því að sýkna ákærðu af kröfum ákæru- valdsins..." Þessi dómur er mjög skýr. Hann byggist algerlega á for- sendum Hæstaréttar varðandi 5. greinina. Þegar sá dómur féll töldu sumir lögmenn hugsanlegt að lesa út úr honum vís- bendingar um afstöðu Hæstaréttar til 7. greinarinnar. Um það sagði Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. m.a. í samtali við Morgunblaðið hinn 11. desember árið 1998: „... það kunni að vera í forsendum dómsins einhver ráðagerð um það, að ef ein- hver slík álitaefni yrðu borin undir dóminn og um þau dæmt, kynni dómur að ganga á hliðstæðan hátt um það eins og um 5. greinar veiðileyfið.“ Það er ljóst, að ef Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms Vestfjarða er fiskveiðistjórnarkerfið í uppnámi á þeirri stundu. Er ástæða til að bíða eftir því? Er ekki skynsamlegra fyrir Alþingi og ríkisstjórn að horfast í augu við það, sem lík- legt má telja að verði niðurstaða Hæstaréttar og breyta fisk- veiðistjórnarkerfinu á þann veg að það samrýmist stjórnar- skrá landsins? Rökin fyrir því að bíða niðurstöðu Hæstaréttar blasa ekki við. Skynsamlegra er að grípa til aðgerða á næstu vikum. í forystugrein Morgunblaðsins 11. desember 1998 sagði m.a.: „Frumvarp ríkisstjórnarinnar leysir ekki þann vanda, sem upp er kominn eftir dóm Hæstaréttar, af þeirri einföldu ástæðu, að það munu falla fleiri dómar og þá beint um afla- heimildirnar og Hæstirétttur hefur gefið löggjafanum skýra vísbendingu um í hvaða átt þeir dómar muni falla. Þótt frum- varp ríkisstjórnarinnar dragi úr óvissu til skemmri tíma er al- veg ljóst, að það dregur ekki úr óvissu í málefnum sjávar- útvegsins, þegar til lengri tíma er litið, vegna þess, að nýir dómar Hæstaréttar vofa yfír.“ Þessar röksemdir eiga enn frekar við eftir dóm Héraðs- dóms Vestfjarða. Það er tímabært fyrir ríkisstjórnina og meirihluta Alþingis að horfast í augu við þessar staðreyndir og mæta þeim með nauðsynlegum, sanngjörnum og eðlilegum breytingum á fiskveiðikerfinu. Sjávarútvegurinn þarf á því að halda að festa og öryggi ríki í málefnum hans. Það er líka ákaflega mikilvægt fyrir fjár- málamarkaðirin og eigendur hlutabréfa í sjávarútvegsfyrir- tækjum að allri óvissu sé eytt. Hvernig bregst markaðurinn við vaxandi líkum á því, að staða sjávarútvegsfyrirtækjanna gjörbreytist í kjölfarið á hugsanlegum Hæstaréttardómi í Vatneyrarmálinu? Hvaða áhrif hefur það á fjármálakerfí þjóðarinnar? Obreytt fiskveiðistjórnarkerfí hefur runnið sitt skeið á enda. Það er að verða yfírgnæfandi hagsmunamál fyrir sjáv- arútveginn sjálfan að leysa þær hörðu deilur, sem staðið hafa um fiskveiðistjórnarkerfíð í meira en áratug. Skýrsla sjóslysanefndar fyrir tveimur árum átti endanlega að upplýsa Estóníu-slysið þegar 852 fórust. Ný þýsk skýrsla sýnir þó að margt er enn á huldu og spurt er hvort sænska stjórnin hafi eitthvað að fela, skrifar Sigrún Davíðsdóttir. IKJÖLFAR stórslysa fylgja gjaman samsæriskenningar. Það virðist einfaldlega eriitt að sætta sig við að slys geti orðið upp úr þurru, eins og þó er einmitt ein- kenni slysa. Þegar hvítbláa eistneska ferjan Estónía fórst aðfaranótt 28. september 1994 komu fljótlega upp at- riði og vísbendingar, sem ekki féllu að opinberum skýringum. Spurningarnar þögnuðu ekki með alþjóðlegri sjóslysa- nefnd á vegum Finna, Svía og Eist- lendinga er átti að skýra slysið endan- lega. I þýska tímaritinu Der Spiegel er í vikunni látið liggja að því að í nefndinni hafi menn haft hagsmuni af að láta sök- ina lenda á þeim, sem ekki átti þama fulltrúa, Meyer-skipasmíðastöðinni, þar sem ferjan var smíðuð 1980. Stöðin fói síðan sérfræðingum að fara yfir allt ferlið og þegar niðurstaða þeirra lá fyr- ir um áramótin komu fram veigamiklar vísbendingar um að enn væri mörgum spurningum ósvarað. Þær óþægileg- ustu em hvort sænski herinn hafi á einhvern hátt reynt að fela það sem raunverulega gerðist. Niðurstaða blaðamanna Der Spiegel er að annaðhvort hafi sjóslysanefndin unnið verk sitt hörmulega illa, eða ekki viljað komast til botns í málinu. Blaða- mennimir hallast að því síðamefnda, meðal annars af því að sænska stjórnin hafi viljað urða flakið með æmum til- kostnaði. „Það er eins og Svíar hafi eitthvað að fela,“ álykta blaðamennirn- ir. Ný rannsókn - nýjar niðurstöður Árið 1995 var ljóst að alþjóðlega nefndin áleit sökina liggja hjá Meyer- skipasmíðastöðinni. Stöðin fékk þá Peter Holtappels, 64 ára gamlan lög- fræðing frá Hamborg, og Werner Hummel, 65 ára gamlan sjóslysasér- fræðing, til að taka að sér aðra rann- sókn, sem þeir máttu sjálfir skipu- leggja án afskipta stöðvarinnar. Alþjóðlega nefndin ályktaði að vegna slæms veðurs hefði hinn opnan- legi stafn skipsins brotnað af á ferð án þess að skipstjórinn og áhöfnin tæki eftir, hlerinn undir honum, sem á að varna vatni að komast inn á bíladekkið hefði þá spmngið upp vegna hönnunar- galla, vatnið streymt inn og á skammri stundu sökkt skipinu. Þýska sérfræðinganefndin kemst að allt annarri niðurstöðu. Nefndarmenn benda á að skipinu hafi verið svo illa haldið við að það hafi ekki verið al- mennilega sjóhæft. Um þetta hafi ýms- ir vitað í útgerðinni, en þó hafi ekkert verið aðhafst. Við þessar aðstæður hafi það verið mistök og yfirsjón að láta skipið hafa haffæmisskírteini. Þjóð- veijarnir slá því föstu að stefnið hafi ekki brotnað af fyrr en skipið var kom- ið á hliðina, enda beri mörg vitni að þau hafi séð stefnið er skipið var að sökkva. í sérstökum kafla er ber heitið „Óút- skýranlegt tjón - Óútskýranlegar vís- bendingar" staðhæfir nefndin að þrjár sprengjur hafi sprangið við hlerann, undir hinum lausa stafni skipsins. Þær einar hefðu þó ekki getað haft þessar hörmulegu afleiðingar, ef ekki hefði komið til forkastanlegt viðhald. Einnig segja þeir vísbendingar um að stórt gat hafi komið á skipið undir sjávar- borði og það skýri hvers vegna skipið sökk svo hratt. Meyer-skipasmíðastöðin í Þýska- landi hefur á sér gott orð og hefur smíðað 1.795 skip. Ferjan Estónía var smíðuð 1980, gerð fyrir 2.000 farþega og 460 bíla, 155 metra löng með tíu dekk og var mörgu fyrstu árin í sigl- ingum fyrir finnskar útgerðir. Árið 1993 tók hið eistneska Estline við ferj- unni með nokkm stolti og hafði hana í siglingum milli Tallinn og Stokkhólms. Um borð var allt með munaðarbrag, spilavíti, bar og verslun með tollfrjáls- an vaming, svo ekki þurfti að væsa um farþega. Þegar ferjan sigldi út í nóttina klukkan 19.15, fimmtán mínútum of seint, kvöldið 27. september 1994 sat finnsk kona með syni sínum um borði í annarri feiju í höfninni í Tallinn og benti honum á hálfopinn stafn Estóníu. Einmitt þess vegna hefði ferja sokkið í Belgíu, sagði hún. Daginn eftir frétti hún af ferjuhvarfinu. Slysið í Belgíu varð 1987, þegar breska ferjan Herald of Free Enter- prise sökk og 193 manns létust. Þessi ferja var sömu gerðar og Estónía, einnig pólsk ferja, sem fórst 1993 er 55 manns fórust. Feijurnar eru umdeild- ar, en óumdeilanlegt að það þurfi að út- búa þær rétt og halda búnaði þeirra við. Estónía uppfyllti ekki kröfur um út- sjávarsiglingu eins og hún var notuð í, heldur aðeins um strandferðir. Hlerinn við stafninn var ekki vatnsheldur að mati þýsku sérfræðinganna. Juhani Luttunen, sem var bátsmaður á Estón- íu, komst af og hélt því fram í yfir- heyrslum eftir slysið að mikilvægur lás hefði verið bilaður. Gert hefði verið við hann og um leið bannað að eiga við hann, en annar bátsmaður, Christer Koiviston, hefði óhlýðnast því. Luttunen fékk það á heilann að slysið hefði verið Koiviston að kenna og skaut hann til bana í júní 1996. Luttonen er nú vistaður á geð- veikrahæli. Þetta er ein af mörgum smásögum, sem tengjast harmsögunni um Estóníu, en jafnframt dæmi um að stöðugt var verið að eiga við stafnhler- ann, svo sjálfvirki búnaður hans var að mestu óvirkur. Sprengjuhótanir og ummerki um sprengju Hálfu ári áður en ferjan fórst barst ferjuútgerðinni hótun um að ferjan yrði fyrir sprengjutilræði, ef ekki yrði greitt gjald fyrir. Þetta varð til þess að gerðar voru sprengjuæfingar á ferj- unni. Nú era svona hótanir til fyrir- tækja ekki óþekktar, en þessi vísbend- ing varð til þess að þýska nefndin fór sérstaklega í saumana á þessum mögu- leika. Til era um 40 klukkustunda mynd- bandsupptökur frá flakinu, sem teknar vora við kafanir þar eftir slysið, bæði af vélmennum og norsku kafarafyrir- tæki. Þegar Hummel skoðaði þær sá hann appelsínugulan kassa á stærð við vindlakassa rétt við þar sem stafnhler- inn hafði verið og ályktaði sem svo að þarna væri um aðskotahlut að ræða. Myndirnar era óskýrar en Hummel fékk breskan myndbandssérfræðing, sem reyndar er tengdasonur hans, til að skoða myndirnar. Með því að skoða myndbandið ramma fyrir ramma ályktaði tengdasonurinn að mynd- bandið væri ekki heilt, heldur hefði verið klippt úr því. Stafnhlera Estoniu lyft af hafsbotni nol 1994 þegar yfir 9C Guli kassinn og klippt myndbandið varð til þess að annar breskur sérfræð- ingur var kvaddur til, Brian Braidwood fyrrverandi sprengjusérfræðingur í breska hemum, nú kominn á eftirlaun og er ráðgjafi um allt er vai'ðar sprengjur og sprengjuefni. Braidwood benti á léleg myndgæði, en ályktaði sem svo að kassinn væri mjög líklega ósprangin sprengja, sem eftir stærð- inni að dæma gæti verið kíló af plast- sprengiefni, sem hefur sprengistyi-k á við tvö kíló af TNT. Brian fann einnig þrjú göt á flakinu, sem hann ályktaði að væra sprengjugöt. Niðurstöður sín- ar og röksemdir rakti hann í 120 blað- síðna skýrslu til þýsku nefndarinnar. Martin Volk, sprengjusérfræðingur hjá lögreglunni í Berlín, skoðaði einnig myndirnar og komst að sömu niður- stöðu og Braidwood. Hann undraðist reyndar að þetta hefði ekki verið at- hugað, þar sem kassinn væri gi'einileg- ur á myndunum og við kafanir hefði verið auðvelt að taka sýnishorn við göt- in til að kanna hvers eðlis þau væra. Herflutning-ar með Estóníu I skýrslu sinni forðum rakti alþjóða sjóslysanefndin hvernig síðasta ferð Estóníu hefði gengið fyrir sig. Þýska nefndin segir aðra sögu. Þegar verið var að ljúka við að hlaða Estóníu 27. september komu eistneskir hermenn að ferjuhöfninni og lokuðu henni af meðan tveimur Scania-flutningabílum var ekið um borð. Vitað er hvaða eistnesku hermenn komu með bílunum, sem vora ekki á hleðslulistanum, en var síðar bætt við. Með bílunum voru erlendir hermenn, sem ekki voru á farþegalistanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.