Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Nítján hross drápust í eldsvoða í Mosfellsbæ Flest hross- anna voru ótryggð FRETTIR Morgunblaðið/Júh'us Það tók slökkvilið Reykjavíkur þijá tíma að ráða niðurlögum eldsins í hesthúsunum í Mosfellsbæ. Morgunblaðið/Valdimar Váli frá Nýjabæ, sem komst í úrslit í A-flokki gæðinga á landsmötinu á Melgerðismelum, drapst í brunanum í gær, en hann var metinn á 1,5 milljónir króna fyrir tveimur árum. Hæstiréttur dæmir um yfírvinnugreiðslur verslunarmanna Yfírborgun er utan sviðs kjarasamninga HÆSTIRÉTTUR segir, að með yfir- borgun sé farið út fyrir svið kjara- samninga, þar sem ákveðin eru lág- markskjör launþega. í samræmi við þetta álit réttarins kemst hann að þeirri niðurstöðu, að tímakaup vegna yfirvinnu verslunarmanns þurfi ekki að ná 1,0358% af mánaðarlaunum fyr- ir dagvinnu, ef þau mánaðarlaun eru hærri en lágmarkslaunin. Hæstiréttur dæmdi á fimmtudag í tveimur samkynja prófmálum um þetta efni. í málunum kom fram, að yfirvinna verslunarmannanna tveggja hefði ekki náð hlutfallinu 1,0358% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Mánaðarlaunin voru nokk- uð yfir lágmarkslaunum, en verslun- armennimir töldu sig eiga rétt á sama yfirvinnuhlutfalli og kveðið var á um í kjarasamningum. Höfðuðu þeir því mál á hendur vinnuveitanda sínum og vildu fá greitt það sem upp á vantaði. Rýrði ekki rétt mannanna í dómi Hæstaréttar kemur fram, að svigrúm einstakra vinnuveitenda og launþega til að semja um laun og önnur starfskjör takmarkist við að þau séu launþegum jafn hagstæð eða betri en kveðið er á um í kjarasamn- ingi viðkomandi stéttarfélags. Hins vegar hefðu vinnusamningar ver- slunarmannanna tveggja ekki rýrt rétt þeirra í heild samkvæmt kjara- samningi, þar sem laun þeirra fyrir hveija klukkustund í yfirvinnu hefðu verið lítillega umfram 1,0358% af lágmarkslaunum samkvæmt kjara- samningum. Hæstiréttur sagði, að með yfir- borgun væri komið út fyrir svið kjara- samnings, þar sem ákveðin væru lágmarkskjör launþega í viðkomandi starfsgrein. Hæstiréttur féllst ekki á það með verslunarmönnunum, að í kjarasamningnum fælist, að samn- ingur um yfirborgun fyrir dagvinnu leiddi sjálfkrafa til þess að semja yrði jafnframt um sambærilega yfirborg- un fyrir yfirvinnu. Var vinnuveita- ndinn því sýknaður af kröfum versl- unarmannanna um vangoldin laun fyrir yfirvinnu. Sorpa eykur endur- vinnsluhlutfall um 100% NÍTJÁN hross drápust í eldsvoða í hesthúsinu í Blíðubakka í Mosfells- bæ í gærmorgun og á meðal þeirra var gæðingurinn Váli frá Nýjabæ, en hann var metinn á 1,5 milljónir króna fyrir tveimur árum. Það tók Slökkvilið Reykjavíkur þrjár klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins, en tilkynnt var um brunann klukkan sex. Elías Þórhallsson, eig- andi flestra hrossanna, sagðist telja að flest þeirra væru ótryggð, þótt búfjártryggingar kynnu að bæta skaða einhverra eigenda. Húsið væri hins vegar tryggt. „Ég er bara ekki búinn að átta mig á þessu ennþá,“ sagði Elías. „Ég frétti af þessu strax í morgun (gærmorgun) en treysti mér ekki til að fara upp í hesthús fyrr en síðdeg- is. Þetta er alveg rosalegt áfall.“ Stóðhestar undan Hrynjanda og Orra frá Þúfu Auk Vála, sem var í úrslitum í A- flokki gæðinga á landsmótinu á Melgerðismelum 1998, drápust mörg tamningahross, þar á meðal ungur efnilegur reiðhestur, sem nýlega voru boðnar 1,2 milljónir króna í. Þá var þarna stóðhestur undan Hrynjanda, sem metinn var á um 3 milljónir og ungur og óreynd- Bæjarstjórastaðan áHöfn Rætt við Albert Eymunds- son FORYSTUMENN framboða sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Hornafjarðar hafa óskað eftir viðræðum við Albert Eymunds- son, skólastjóra Hafnarskóla, um að hann taki að sér starf bæjarstjóra Homafjarðar. Er stefnt að því að staðfesta ráðn- ingu Alberts á næsta fundi bæj- arstjómarinnar, sem er 10. febrúar. Garðar Jónsson bæjarstjóri sagði nýlega starfi sínu lausu. Albert hefur setið í bæjarstjóm á Homafirði og var formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um tíma. Þá er hann varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Austurlands- kjördæmi. Tekinn með hálft kíló af hassi TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli stöðvaði á miðvikudag 24 ára ís- lenskan karlmann, sém var að koma frá Kaupmannahöfn, fyrir að smygla hálíú kflói af hassi til landsins. Maðurinn faldi efnið innan á sér og viðurkenndi við yfirheyrslur að vera eigandi efnisins. Maðurinn var handtekinn og flutt- ur til yfirheyrslu hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Hann hef- ur aldrei áður komið við sögu fíkni- efnamála. ur stóðhestur undan Orra frá Þúfu. Elías sagði að nánast ógjömingur væri að meta fjárhagslegt tjón branans en þó mætti gera ráð fyrir því að verðmæti hrossanna hefði verið um 15 milljónir króna. Hesthúsið er tvískipt og kom eld- urinn upp í austurhlutanum, þar sem 20 hestar vora geymdir. Þegar komið var að vora þrír hestar enn á lífi en aðeins tókst að bjarga einum þeirra og vora hinir tveir aflífaðir. í vesturhluta hússins voru 12 hestar og tókst að bjarga þeim öllum. Mildi þykir að tekist hafi að bjarga þess- um 13 hrossum, þar sem mikill reykur var í húsunum þannig að það sá ekki handaskil. Hesthús, sem stendur nálægt því sem brann, var tæmt til öryggis, en þar sem vindátt var fremur hag- stæð var ekki talin hætta á að eldur eða reykur næði til fleiri húsa á svæðinu. Brunahaninn í hesthúsa- hverfínu var bilaður Eins og áður sagði var tilkynnt um branann klukkan sex, en þegar slökkviliðsmenn áttuðu sig á um- fangi eldsins var kallað út aukalið. Mikill reykur stóð út úr húsinu í byrjun og því gekk illa að ráða við SORPA stefnir að því að auka endur- vinnsluhlutfall úrgangs um rúmlega 100% á næstu 5 til 6 áram eða úr 34% í 78%. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Ögmund Ein- arsson, framkvæmdastjóra Sorpu, en í gær var fundur hjá heilbrigðis- og umhverfisnefndum aðildarsveit- arfélaga Sorpu þar sem farið var yfir stöðu mála. Ögmundur sagði að ætlunin væri að ná þessu takmarki með því að nýta úrgang til jarðgerðar. Heimilis- sorpi yrði safnað á sama hátt og nú og fólk yrði hvatt til að að flokka í óbreytt flokkunarkerfi með viðbót- aráherslu á flokkun ólífrænna efna, sem tekin yrðu til sérstakrar með- höndlunar, s.s. plast, málmar, gler, hjólbarðar og fleira. Að sögn Ögmunds verður heimilis- sorpið tætt og baggað og hlaðið í sér- staka orkuhleifa, þar sem það verður lokað inni með mold og torfi. í orku- hleifunum verður niðurbroti lífræna úrgangsins stjórnað með hita og raka, þannig að eftir 5 til 6 ár verður búið að umbreyta sorpinu í gas og jarðefni. Ögmundur sagði að gasinu yrði tappað á geyma og nýtt sem orkugjafi í rafmangsframleiðslu fyr- ir Sorpu. Það yrði einnig nýtt á gas- bfla sem gert væri ráð fyrir að yrðu komnir á götuna eftir 3 til 4 vikur. Þegar búið verður að ná þessu markmiði verður endurvinnsluhlut- fallið komið í 78%. Ögmundur sagði að brýn þörf væri á því að sveitar- félögin samræmdu markmið sín í umhverfismálum. Hann sagði of litla áherslu hafa verið lagða á endur- vinnslu í atvinnulífinu, en að um helmingur úrgangs kæmi þaðan. Hann sagði að endurvinnsla fyrir- tækja væri nánast alfarið í þeirra höndum og að það færi eftir fjár- hagslegri hagkvæmni hvað fyrirtæk- in gerðu mikið í þessum efnum. eldinn. Þá var branahaninn í hest- húsahverfinu bilaður og því þurfti að sækja vatn upp að Hlégarði. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins er ekki enn ljóst hver upptök elds- ins voru, en sá sem tilkynnti um hann sagði að logað hefði útfrá raf- magnstöflu, sem lá utan á húsinu. Elías sagði að hann og mágur hans hefðu byggt hesthúsin á sínum tíma og að þau væra nú búin að taka sinn toll. Því auk þess að missa öll þessi hross nú hefði mágur hans misst fótinn þegar þeir voru að byggja húsin, en keyrt var á hann. Nokkrir vinir Elíasar hafa þegar opnað bankareikning í Búnaðar- bankanum í Mosfellsbæ, sem nefn- ist „söfnun vegna hesthúsanna". Fyrir þá sem vilja leggja Elíasi lið er bankanúmerið 315, höfuðbók 13 og reikningsnúmerið 10000. Vaka birtir fram- boðslista sinn Stúlkur skipa Qögur efstu sætin VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta við Háskóla Islands, kynnti í gær framboðslista sinn vegna stúd- entaráðskosninganna í mánuðinum. Stúlkur skipa fjögur efstu sæti list- ans. Að sögn Þórlinds Kjartanssonar, formanns Vöku, er það einskær til- vfljun að fjórar stúlkur skipi efstu sætin. Leitað hafi verið að hæfileika- ríku fólki til að fara fyrir listanum og þetta hafi verið niðurstaðan. Telur Þórlindur þessa skipan einsdæmi í ís- lenskri póUtík. Listinn verður þannig: Stúdentaráð: Inga Lind Karlsdóttir, íslenska, Hulda Bima Baldursdóttir, við- skiptafræði, Þorbjörg S. Gunnlaugs- dóttir, lögfræði, Borghildur Sverris- dóttir, sálfræði/fjölmiðlaíræði, Þórarinn Óli Ólafsson, viðskipta- fræði, Benedikt Ingi Tómasson, um- hverfis- og byggingarverkfræði, Þor- geir Gestsson, læknisfræði, María Björk Ólafsdóttir, líffræði, Gústav Sigurðsson, hagfræði, Jón Andrés Valberg, landafræði, Jesse Francis Ledger, stjómmálafræði/viðskipta- fræði, Rán Jósepsdóttir, hjúkranar- fræði, Gunnar Stefánsson, tölvunar- fræði, Karl Óttar Geirsson, bókmenntafræði, Jóna Guðný Eyj- ólfsdóttir, félagsfræði, Bóas Valdórs- son, sálfræði, Magnús Þór Gylfason, hagfræði, og Andri Óttarsson, lög- fræði. Háskólaráð: Baldvin Þór Bergsson, stjórnmála- fræði, Margrét Einarsdóttir, lög- fræði, Armann Guðmundsson, við- skiptafræði, Ólafur Rúnar Ólafsson, lögfræði, Kári Guðjón Hallgrímsson, iðnaðar- og vélaverkfræði, og Brynj- ólfur Ægir Sævarsson, viðskipta- fræði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.