Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 8
8 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vísir. Lau. 29. jan. 19:17
Mwr fnrmnAnr Klrin/ornrlarráAc \fill halHa
- ^T&tAU ND-
Já, ráðherra, já, já, ráðherra, já, já, já, ráðherra.
Opið í dag frá
kl. 13-15
Einbýlishús
HEIÐARGERÐI - Einbýli
Fallegt og mikiö endurnýjað einbýli á
þessum vinsæla stað. Parket og flísar á
gólfum. Fallegur garður, garðskáli og
rúmgóður bflskúr. Áhv. 3,0 m. V. 19,8
m.
LANGHOLTSVEGUR Lftið
snoturt 148 fm einbýlishús ó
tveimur hæðum ásamt 40 fm bfl-
skúr. Húsið stendur á hornlóð og
er með 4 svefnherb. o.fl.
ÞINGHÓLSBRAUT Fallegt
190 fm einbýli á einni hæð. Húsiö
er 140 fm með 50 fm viöbyggingu
sem vel má nota sem aukaíbúö.
Hús og lóö ( góðu standi. Áhv.
8.0 V. 16,7 m.
Raðhús-Parhús
FHSTEIGNA
Síbumúla 11,2. hæö • 108 Reykjavík
Sími: 575 8500 • Fax: 575 8505
Verið
wlbnmivt f Veffang: www.fastmidl.is
vciKurnin. Netfang: sverrir@fastmidl.is
Sverrír Mrtetfáneeon lógg. faetrígnoealí
tf
Stóreignir
Atvinnuhúsnæbi
LINDIR - KOP. I smíðum og til afhendingar í vor mjög
fallegt ca 3x600 fm verslunar-, skrifstofu eða iönaðarhúsnæöi með
lyftu. Húsiö er einangrað og klætt að utan, viðhaldslétt. Góð fjöl-
nota eign. Traustur byggingaraðili. Uppl. gefa Sverrir eða Þór.
GRENSASVEGUR - VERSLANIR/-
SKRIFST. Til sölu tvö bil ca 300 fm hvort. Mjög góðir
gluggar. Bjart og vel innréttaö húsnæði. Annað er laust strax, en
hitt er í leitu til opinberra aðila í tvö ár. Hentugt fyrir fjárfesta. Uppl.
gefa Sverrir eða Þór.
LINDARBYGGÐ - MOSF.
Glæsilegt 164 fm parhús ásamt 22
fm bllskúr I fallegu umhverfi f
Mosf. Vandaðar innréttingar og
gólfefni. Verð 16,3 m.
4ra herbergja
FÍFULIND
Falleg 110 fm íbúö á annari hæö með
sórinngangi. Fallegt eldhús, þrjú góö
svefnherb., suður-svalir og þvottahús í
íbúö. Áhv. 7,2 m. V. 12,8
A HALSUM - LYFTA Til sölu mjög gott iðnaöar-
eða skrifstofuhúsnæði með útsýni. Tvær lyftur. Góðar innkeyrslu-
hurðir, mikil lofthæð ( hluta. Húsnæðið er á tveimur hæðum sem
má skipta í fjóra eignarhluta ca 550-600 fm hvem. Afhending í
apríl/maí nk. Uppl. gefa Sverrir eða Þór.
SUÐURHRAUN - GARÐABÆR tíi söiu í
byggingu þrjú hús ca 2.000 fm hvert að grunnfleti með ca 5-600 fm
millilofti hvert. Hægt er að stækka eitt húsið um ca 400 fm. Hægt er
að skipta húsinu'niður í 528 fm bil. Mikið af innkeyrsludyrum. Húsin
verða afhent í maí/jún(, júlí/ágúst og sept./nóv. nk. fullfrágengin
með malbikaðri lóð og bílastæöum. Teikningar og uppl. á skrifstofu
gefa Sverrir og Þór.
íw
3ja herbergja
VESTURBÆR 3ja herb. Ibúð á
4. hæð 79 fm I viröulegu fjölbýli (
vesturbænum. Þarf smá frágang á
gólfefnum. Suöursvalir. Áhv. 3,6
m. V. 8,0 m.
______
2ja herbergja
BERGSTAÐASTRÆTI Risíbúð
á fjórðu hæð 2ja herb. 60,6 fm. 5}
Parket á stofu. Þvottahús og
geymsla á hæðinni. V. 6,5 m
Islendingur formaður ETC
Starfíð góð
auglýsing
fyrir Island
Einar Gústavsson
Nýlega var íslend-
ingurinn Einar
Gústavsson, for-
stöðumaður skrifstofu
Ferðamálaráðs Islands í
Ameríku, kosinn formaður
European Travel Comm-
ission (ETC), sem eru að
sögn Einars markaðs- og
hagsmunasamtök 29
Evrópulanda hvað við-
kemur ferðaiðnaði í
Bandaríkjunum.
„Þetta eru fimmtíu ára
gömul samtök og þau reka
skrifstofu í Brussel og
aðra í Rockefeller Center í
New York, með tíu manna
starfsliði. Aðalverkefni
þessara samtaka er sam-
eiginleg markaðssetning á
Evrópu í Bandaríkjunum.
Þessi markaðssetning fer
fram með ýmsum hætti,
með aðaláherslum á auglýsingum
í tímaritum, dagblöðum, útvarpi
og sjónvarpi."
- Er aukning á ferðum til
Evrópu frá Bandaríkjunum
núna?
„Það er mikill uppgangur í
Evrópuferðum á Bandaríkja-
markaði og reiknað með að ellefu
og hálf milljón Bandaríkjamanna
hafi heimsótt Evrópu, sem er 7%
aukning frá árinu áður.“
- Hvað veldur þessu?
„Fyrst og fremst langvarandi
góðæri í Bandaríkjunum. Sam-
tökin hafa það á stefnuskrá sinni
að nota þetta tækifæri og auglýsa
sig upp og eru ætlaðar í verkefnið
milli þrjú og fimm hundruð mil-
Ijónir króna á þessu ári til þess að
örva Bandaríkjamenn til Evrópu-
ferða.“
-Fyrir hvaða Evrópulandi er
mestur áhugi í Bandaríkjunum ?
„Langmestur áhugi er á Bret-
landi, þangað fara þrjár og hálf
milljón manna árlega, síðan kem-
ur Frakkland, svo Ítalía, þá
Þýskaland."
- Hvar er ísland í röðinni?
„ísland er ekki ofarlega. Til ís-
lands komu á síðasta ári tæplega
50 þúsund Bandaríkjamenn.“
- Er hægt er að gera meira til
að laða Bandaríkjamenn að Is-
landi?
„Mjög vel hefur gengið að laða
Bandaríkjamenn til Islands á
undanförnum árum og hefur
náðst markviss aukning átta ár í
röð í þeim efnum. Þeir Banda-
ríkjamenn sem sækja Island heim
eru mjög æskilegir ferðamenn
íýrir Islendinga. Tveir þriðju
Bandaríkjamanna koma hingað
utan háannatíma en einn þriðji
kemur yfir hásumarið."
- Hvað eru þeir að sækja hing-
að?
„Það eru tvenns konar munstur
í því. Annars vegar eru sumar-
gestir sem eru að leita
að náttúru - ævintýr-
um og menningu, í
þessari röð. Þeir eru
gjaman 55 til 62 ára
gamlir, dvelja hér sex
til tíu daga og eyða um
260 dollurum á sólarhring meðan
á dvöl stendur, að frátöldu far-
gjaldi. Hins vegar er svo hópur
sem kemur hingað til að leita eftir
menningu - ævintýrum og nátt-
úru, í þessari röð. Þeir Banda-
ríkjamenn sem eru í síðari hópn-
um dvelja hér þrjá til fimm daga,
kaupa ferðina með mjög stuttum
fyrirvara, eru á aldrinum 26 til 45
► Einar Gústavsson fæddist
1943 á Siglufirði. Hann lauk
prófí frá Verslunarskóla íslands
1963 og prófi frá verslunar-
háskóla í Bretlandi 1965. Hann
starfaði hjá Flugleiðum frá 1965
og þar til 1990, þar af starfaði
hann í Bandaríkjunum við ýmis
störf fyrir félagið, m.a. var hann
sölu- og markaðssljóri 1978 til
1988. Eftir það vann hann hjá
Flugleiðum sem forstöðumaður á
markaðssviði en nú er Einar for-
stöðumaður skrifstofu Ferða-
málaráðs íslands í Ameríku. Ein-
ar er kvæntur Grímu Gísladóttur
skólastjórafulltrúa og eiga þau
þijár dætur.
ára og eyða líka um 260 dollurum
á sólarhring. Til samaburðar má
geta þess að dæmigerður Þjóð-
verji sem heimsækir ísland eyðir
um 85 dollurum á sólarhring."
- Er mikil sa mkeppni á þessum
ferðamarkaði í Bandaríkjunum ?
„Já, samkeppni er gífurleg á
þessum markaði og grimmt barist
um viðskiptavinina. Breytingar
hafa orðið á Bandaríkjamarkaði
hvað viðvíkur markaðssetningu,
ekki er einungis keppt um pen-
inga ferðafólksins heldur er bar-
ist um að fá tíma þess. Tíminn er
að verða verðmætari en peningar
fyrir Bandaríkjamenn, þeir hafa
svo stutt frí. Þess vegna eru þeir
mjög kröfuharðir á að þeir staðir
sem þeir velja til eyða frítíma sín-
um á séu góðir og skemmtilegir -
þar sé gott að versla, góð hótel og
gott að borða. Það skiptir ekki
mestu máli núna hvort hlutimir
eru dýrir eða ódýrir ef þeir aðeins
fullnægja kröfunum. Þetta tæki-
færi er ísland að nýta sér og öll
landkynning og markaðssetning
gengur út á bjóða gott atlæti.
Þess má geta að Bandaríkjamenn
sem hingað koma eru
mjög ánægðir með dvöl
sína hér.“
-Er mikil vinna að
vera formaður Europ-
ean Travel Commis-
sion?
„Já, það fylgir því töluverð
vinna en þetta er skemmtilegt
verkefni og það er góð auglýsing
fyrir Island að ég sé þarna, því
fyrir samtökin kem ég oft fram í
fjölmiðlum. Þess má geta að hver
formaður er kosinn til tveggja ára
í senn og hingað til hafa stóru
löndin átt formennina í samtök-
unum.“
Banda-
rlkjamenn
æskilegir
ferðamenn