Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vísir. Lau. 29. jan. 19:17 Mwr fnrmnAnr Klrin/ornrlarráAc \fill halHa - ^T&tAU ND- Já, ráðherra, já, já, ráðherra, já, já, já, ráðherra. Opið í dag frá kl. 13-15 Einbýlishús HEIÐARGERÐI - Einbýli Fallegt og mikiö endurnýjað einbýli á þessum vinsæla stað. Parket og flísar á gólfum. Fallegur garður, garðskáli og rúmgóður bflskúr. Áhv. 3,0 m. V. 19,8 m. LANGHOLTSVEGUR Lftið snoturt 148 fm einbýlishús ó tveimur hæðum ásamt 40 fm bfl- skúr. Húsið stendur á hornlóð og er með 4 svefnherb. o.fl. ÞINGHÓLSBRAUT Fallegt 190 fm einbýli á einni hæð. Húsiö er 140 fm með 50 fm viöbyggingu sem vel má nota sem aukaíbúö. Hús og lóö ( góðu standi. Áhv. 8.0 V. 16,7 m. Raðhús-Parhús FHSTEIGNA Síbumúla 11,2. hæö • 108 Reykjavík Sími: 575 8500 • Fax: 575 8505 Verið wlbnmivt f Veffang: www.fastmidl.is vciKurnin. Netfang: sverrir@fastmidl.is Sverrír Mrtetfáneeon lógg. faetrígnoealí tf Stóreignir Atvinnuhúsnæbi LINDIR - KOP. I smíðum og til afhendingar í vor mjög fallegt ca 3x600 fm verslunar-, skrifstofu eða iönaðarhúsnæöi með lyftu. Húsiö er einangrað og klætt að utan, viðhaldslétt. Góð fjöl- nota eign. Traustur byggingaraðili. Uppl. gefa Sverrir eða Þór. GRENSASVEGUR - VERSLANIR/- SKRIFST. Til sölu tvö bil ca 300 fm hvort. Mjög góðir gluggar. Bjart og vel innréttaö húsnæði. Annað er laust strax, en hitt er í leitu til opinberra aðila í tvö ár. Hentugt fyrir fjárfesta. Uppl. gefa Sverrir eða Þór. LINDARBYGGÐ - MOSF. Glæsilegt 164 fm parhús ásamt 22 fm bllskúr I fallegu umhverfi f Mosf. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Verð 16,3 m. 4ra herbergja FÍFULIND Falleg 110 fm íbúö á annari hæö með sórinngangi. Fallegt eldhús, þrjú góö svefnherb., suður-svalir og þvottahús í íbúö. Áhv. 7,2 m. V. 12,8 A HALSUM - LYFTA Til sölu mjög gott iðnaöar- eða skrifstofuhúsnæði með útsýni. Tvær lyftur. Góðar innkeyrslu- hurðir, mikil lofthæð ( hluta. Húsnæðið er á tveimur hæðum sem má skipta í fjóra eignarhluta ca 550-600 fm hvem. Afhending í apríl/maí nk. Uppl. gefa Sverrir eða Þór. SUÐURHRAUN - GARÐABÆR tíi söiu í byggingu þrjú hús ca 2.000 fm hvert að grunnfleti með ca 5-600 fm millilofti hvert. Hægt er að stækka eitt húsið um ca 400 fm. Hægt er að skipta húsinu'niður í 528 fm bil. Mikið af innkeyrsludyrum. Húsin verða afhent í maí/jún(, júlí/ágúst og sept./nóv. nk. fullfrágengin með malbikaðri lóð og bílastæöum. Teikningar og uppl. á skrifstofu gefa Sverrir og Þór. íw 3ja herbergja VESTURBÆR 3ja herb. Ibúð á 4. hæð 79 fm I viröulegu fjölbýli ( vesturbænum. Þarf smá frágang á gólfefnum. Suöursvalir. Áhv. 3,6 m. V. 8,0 m. ______ 2ja herbergja BERGSTAÐASTRÆTI Risíbúð á fjórðu hæð 2ja herb. 60,6 fm. 5} Parket á stofu. Þvottahús og geymsla á hæðinni. V. 6,5 m Islendingur formaður ETC Starfíð góð auglýsing fyrir Island Einar Gústavsson Nýlega var íslend- ingurinn Einar Gústavsson, for- stöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs Islands í Ameríku, kosinn formaður European Travel Comm- ission (ETC), sem eru að sögn Einars markaðs- og hagsmunasamtök 29 Evrópulanda hvað við- kemur ferðaiðnaði í Bandaríkjunum. „Þetta eru fimmtíu ára gömul samtök og þau reka skrifstofu í Brussel og aðra í Rockefeller Center í New York, með tíu manna starfsliði. Aðalverkefni þessara samtaka er sam- eiginleg markaðssetning á Evrópu í Bandaríkjunum. Þessi markaðssetning fer fram með ýmsum hætti, með aðaláherslum á auglýsingum í tímaritum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi." - Er aukning á ferðum til Evrópu frá Bandaríkjunum núna? „Það er mikill uppgangur í Evrópuferðum á Bandaríkja- markaði og reiknað með að ellefu og hálf milljón Bandaríkjamanna hafi heimsótt Evrópu, sem er 7% aukning frá árinu áður.“ - Hvað veldur þessu? „Fyrst og fremst langvarandi góðæri í Bandaríkjunum. Sam- tökin hafa það á stefnuskrá sinni að nota þetta tækifæri og auglýsa sig upp og eru ætlaðar í verkefnið milli þrjú og fimm hundruð mil- Ijónir króna á þessu ári til þess að örva Bandaríkjamenn til Evrópu- ferða.“ -Fyrir hvaða Evrópulandi er mestur áhugi í Bandaríkjunum ? „Langmestur áhugi er á Bret- landi, þangað fara þrjár og hálf milljón manna árlega, síðan kem- ur Frakkland, svo Ítalía, þá Þýskaland." - Hvar er ísland í röðinni? „ísland er ekki ofarlega. Til ís- lands komu á síðasta ári tæplega 50 þúsund Bandaríkjamenn.“ - Er hægt er að gera meira til að laða Bandaríkjamenn að Is- landi? „Mjög vel hefur gengið að laða Bandaríkjamenn til Islands á undanförnum árum og hefur náðst markviss aukning átta ár í röð í þeim efnum. Þeir Banda- ríkjamenn sem sækja Island heim eru mjög æskilegir ferðamenn íýrir Islendinga. Tveir þriðju Bandaríkjamanna koma hingað utan háannatíma en einn þriðji kemur yfir hásumarið." - Hvað eru þeir að sækja hing- að? „Það eru tvenns konar munstur í því. Annars vegar eru sumar- gestir sem eru að leita að náttúru - ævintýr- um og menningu, í þessari röð. Þeir eru gjaman 55 til 62 ára gamlir, dvelja hér sex til tíu daga og eyða um 260 dollurum á sólarhring meðan á dvöl stendur, að frátöldu far- gjaldi. Hins vegar er svo hópur sem kemur hingað til að leita eftir menningu - ævintýrum og nátt- úru, í þessari röð. Þeir Banda- ríkjamenn sem eru í síðari hópn- um dvelja hér þrjá til fimm daga, kaupa ferðina með mjög stuttum fyrirvara, eru á aldrinum 26 til 45 ► Einar Gústavsson fæddist 1943 á Siglufirði. Hann lauk prófí frá Verslunarskóla íslands 1963 og prófi frá verslunar- háskóla í Bretlandi 1965. Hann starfaði hjá Flugleiðum frá 1965 og þar til 1990, þar af starfaði hann í Bandaríkjunum við ýmis störf fyrir félagið, m.a. var hann sölu- og markaðssljóri 1978 til 1988. Eftir það vann hann hjá Flugleiðum sem forstöðumaður á markaðssviði en nú er Einar for- stöðumaður skrifstofu Ferða- málaráðs íslands í Ameríku. Ein- ar er kvæntur Grímu Gísladóttur skólastjórafulltrúa og eiga þau þijár dætur. ára og eyða líka um 260 dollurum á sólarhring. Til samaburðar má geta þess að dæmigerður Þjóð- verji sem heimsækir ísland eyðir um 85 dollurum á sólarhring." - Er mikil sa mkeppni á þessum ferðamarkaði í Bandaríkjunum ? „Já, samkeppni er gífurleg á þessum markaði og grimmt barist um viðskiptavinina. Breytingar hafa orðið á Bandaríkjamarkaði hvað viðvíkur markaðssetningu, ekki er einungis keppt um pen- inga ferðafólksins heldur er bar- ist um að fá tíma þess. Tíminn er að verða verðmætari en peningar fyrir Bandaríkjamenn, þeir hafa svo stutt frí. Þess vegna eru þeir mjög kröfuharðir á að þeir staðir sem þeir velja til eyða frítíma sín- um á séu góðir og skemmtilegir - þar sé gott að versla, góð hótel og gott að borða. Það skiptir ekki mestu máli núna hvort hlutimir eru dýrir eða ódýrir ef þeir aðeins fullnægja kröfunum. Þetta tæki- færi er ísland að nýta sér og öll landkynning og markaðssetning gengur út á bjóða gott atlæti. Þess má geta að Bandaríkjamenn sem hingað koma eru mjög ánægðir með dvöl sína hér.“ -Er mikil vinna að vera formaður Europ- ean Travel Commis- sion? „Já, það fylgir því töluverð vinna en þetta er skemmtilegt verkefni og það er góð auglýsing fyrir Island að ég sé þarna, því fyrir samtökin kem ég oft fram í fjölmiðlum. Þess má geta að hver formaður er kosinn til tveggja ára í senn og hingað til hafa stóru löndin átt formennina í samtök- unum.“ Banda- rlkjamenn æskilegir ferðamenn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.