Morgunblaðið - 05.02.2000, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samherjaskipið Akureyrin EA fékk svokallaðan skipstjórakvQta við upphaf kvótakerfísins 1984
Munurinn á aflareynslu og
skipstjórakvóta 2.200 tonn
Þau voru mörg handtökin um borð í Guðsteini áður en hann hélt til veiða sem Akureyrin EA
undir merkjum Samherja. Þorsteinn Vilhelmsson létt sitt ekki eftir liggja við ])á vinnu.
Samherji ræður nú yfír afla-
heimildum við ísland að verð-
mæti 15,7 milljarðar króna.
Hjörtur Gíslason rekur hér
sögu Samherja. Hefði fyrsta
skip fyrirtækisins, Akureyrin,
aðeins notið eigin aflareynslu
í upphafi hefði hún fengið
úthlutað 1,380 þorskígildis-
tonnum að núvirði 966
milljónir. Þess í stað fékk
hún skipstjórakvóta, 3.577
þorskígildistonn að verðmæti
2,5 milljarðar á núvirði.
SAMHERJI hf. er það fyrirtæki, sem
mestar aflaheimildir hefur við ís-
land. Samkvæmt úthlutun Fiski-
stofu í upphafi þessa fiskveiðiárs eru
aflaheimildirnar í þorskígildum talið
um 22.525 tonn innan lögsögu Islands. Miðað við
síðustu hreyfingar á sölu aflahlutdeildar gæti
verðmæti þessara heimilda verið nálægt 15,7
milljörðum króna, miðað við að meðalverð á
þorskígildiskílói sé 700 krónur.
Upphafleg úthlutun til Akureyrarinnar,
fyrsta skips Samherja, miðað við aflareynslu
Guðsteins eins og skipið hét áður, var 1.380
þorskígildi sem er á verðlagi í dag virði 966
milljóna króna. Akureyrin fékk hins vegar að
njóta aflareynslu Þorsteins Vilhelmssonar og
áhafnar hans á Kaldbaki EA, þar sem hann
hafði flutt sig yfir á Akureyrina ásamt meiri-
hluta áhafnar sinnar, árið áður en kvótakerfið
kom á. Um nokkur slík tilfelh var að ræða. Fyrir
vikið fékk Akureyrin úthlutað 3.577 þorskígild-
istonnum, sem miðað við fyrri forsendur er á nú-
virði um 2,5 milijarðar króna.
Miðað við úthlutaðan kvóta 1984 og á á yfir-
standandi fiskveiðiári, má áætla að þorskígild-
istonnin 3.577 hefðu verið eitthvað færri nú
vegna minni úthlutunar. Engu að síður má þó
áætla að af núverandi heimildum sínum hafi
Samherji keypt eða náð til sín með sameiningu
við önnur íyrirtæki um 19.000 þorskígildistonn-
um. Það fer svo eftir því á hvaða tíma aflaheim-
ildimar eru keyptar hve mikið hefur bætzt við
þær vegna aukins heildarkvóta. Ljóst er að á
síðustu þremur árum hafa heimildir í þorski
aukizt verulega, en á hinn bóginn er rétt að hafa
það í huga að heildarkvóti í þorski hefur mestur
verið innan kvótakerfisins um 350.000 tonn,
lægstur um 155.000 tonn og er nú um 250.000
tonn.
Mikið er rætt um Samherja um þessar mund-
ir eftir að slitnað hefur uppúr samstarfi Þor-
steins Vilhelmssonar við þá Kristján bróður
sinn og frænda sinn Þorstein Má Baldvinsson í
stærsta sjávarútvegsíyrirtæki landsins eftir
verulegan og vaxandi ágreining um stjómunar-
hætti. Sala hans á hlut sínum í Samheija fyrir
rúmar 3.000 milljónir króna vekur marga til um-
hugsunar, en hann hefur auk þessa fest veruleg-
ar fjárhæðir í gegnum eignarhaldsfyrirtæki sitt,
Ránarborg, i Hraðfrystihúsinu Gunnvöm, SH
og Fiskeldi Eyjafjarðar, svo dæmi séu tekin.
Spilað vel úr sínu
Ljóst er að þeir Samheija-frænd-
ur hafa spilað vel úr sínu frá upphafi
kvótakerfisins. Ekkert sjávarút-
vegsfyrirtæki á íslandi er meira
virði í dag. Ekkert sjávarútvegsfyr-
irtæki hefur aflað sér meiri aflaheimilda utan
lögsögu okkar. Ekkert slíkt fyrirtæki er með
meiri umsvif erlendis. Og þó' var byrjað anzi
smátt. Þorsteinn Vilhelmsson lýsir upphafinu
svona í viðtalsbókinni Aflakóngar og athafna-
menn, sem kom út árið 1987:
„Mig dreymdi nú ekki um það á þessum ár-
um, að ég yrði útgerðarmaður og eignaðist tog-
ara. Við Þorsteinn Már, frændi minn, höfðum
reyndar gantast með þá hugmynd í æsku. Um
þessar mundir var hann orðinn skipaverkfræð-
ingur í Njarðvík og bjó í Reykjavík og keyrði
nær daglega fram hjá togaranum Guðsteini,
sem lá í Hafnarfirði og var að grotna niður. Eng-
inn vildi kaupa skipið. Um haustið 1982 fór það
að hvarfla að mér að skella mér út í ævintýrið og
það varð að raunveruleika vorið 1983.
Við Kristján bróðir og Þorsteinn Már fórum
að kanna á hvaða verði við gætum fengið Guð-
stein og hvaða möguleika við hefðum til að gera
hann út á ísfisk og sigla með aflann. Úttekt
sýndi að það var vonlaust og það hefur kannski
verið þess vegna, sem enginn vildi kaupa hann.
Við vildum þó ekki gefast upp og svo vildi til að
frystitogarinn Örvar var þá byijaður veiðar og
gekkvel.
Þorsteinn Már var einn af þeim, sem hvatti til
þess, að hann yrði gerður að frystitogara, þegar
verið var að smíða hann í Slippstöðinni og í Ijós
kom að hann færi beint undir hamarinn að öðr-
um kosti eins og raunin varð um önnur skip á
þeim tíma.
Höfðum trú á útgerð frystiskipa
Fáir höfðu trú á því, að útgerð frystitogara
væri möguleg, nema Þorsteinn og þeir Skag-
strendingar. Við fórum því að athuga möguleik-
ana á því að gera Guðstein út sem frystitogara.
Kristján bróðir er lærður vélstjóri. Við fengum
hann tO þess að fara eftir áramótin 1983 til að
skoða vélina í skipinu og athuga hvemig hún
væri á sig komin og hvemig skipið liti út undir
skítnum. Við ákváðum að fóma einhveijum pen-
ingum í þetta þó að við ættum ekki beint gras af
seðlunum. Við fengum lánaðar 200.000 krónur
hjá Tryggingamiðstöðinni til þess að við gætum
skoðað skipið og launað Kristján, en þeir hafa
alltaf reynzt okkur vel. Yrði ekkert úr þessu,
ætluðum við að taka þetta á okkur, okkur fannst
það þess virði. Kristján fór suður og vann í skip-
inu og við reyndum að láta fara leynt með það,
hvemig okkur leist á þetta. Við fómm líka yfir
það, sem þyrfti að gera fyrir skipið og hvað það
kostaði. Eftir þetta allt saman sáum við, að þetta
gæti staðið undir sér, og keyrðum á kaupin.
Þegar við vomm að útvega okkur fé, fómm
við í Landsbankann í Reykjavík. Við gátum auð-
vitað ekki keypt skipið nema fá lán og á fundi
með Jónasi Haralz, bankastjóra, og Einari
Ingvarssyni, kom okkur eiginlega á óvart hve
jákvæðir þeir vom, en þeir hafa báðir reynst
okkur vel. Án hjálpar Landsbankans hefði þetta
auðvitað aldrei tekist. En bankinn átti miklar
skuldakröfur á Guðstein og hefur því líklega
verið í mun að koma honum í rekstur að nýju.
Einhveija trú hafði hann á okkur.
Þegar við keyptum Guðstein átti
fjöldi aðila mikið fé inni hjá útgerð-
inni og við kaupin sömdum við um
frið meðan við værum að komast af
stað.
Við keyptum því hlutafélagið Samheija með
húð og hári, skuldum og öllu saman og greidd-
um meira að segja vangoldin mannalaun fyrsta
sumarið. Akureyrin kostaði tilbúin á veiðar um
149 milljónir króna.
Þarna var sem sagt ákveðið í lok apríl að af
þessu yrði. Við höfðum fengið loforð frá Akur-
eyrarbæ um ábyrgð fyrir 30 milljóna króna láni,
láni en ekki gjöf, eins og margir misskildu, sum-
ir villandi. Það var fordæmi fyrir því að bærinn
gengi í ábyrgðir fyrir fyrirtæki, sem sköpuðu at-
vinnu, og á þessum tíma var atvinnuástandið
hreint ekki gott. Bærinn hefur því einhvem
ávinning í því að aðstoða okkur með þessum
hætti og því tóku stjómendur bæjarins okkur
mjög vel. Þeir hljóta alla vega að vera sælir með
þetta í dag. Þetta var ein leiðin til að tryggja
okkur nægilegt fjármagn til kaupanna.
Húsin veðsett
Skipið var sem sagt falt, enda lítill áhugi hjá
öðram á því að kaupa það og þá varð ekki snúið
aftur. Konumar studdu okkur, enda þurftum
við að tefla á tvær hættur og meðal annars að
veðsetja húsin okkar. Ég var þá kominn með
fjögur böm og það fimmta á leiðinni, þannig að
áhættan var talsverð. Síðan kom að því að segja
foreldranum frá þessu. Við Kristján töluðum
saman við pabba og mömmu og þá var amma
hjá þeim líka. Við sögðum þeim sem sagt að við
ætluðum að kaupa togara. Pabba leist ekkert á
það og varð eiginlega hinn versti og hélt að við
færum á hausinn, misstum allt sem við ættum.
Þessi afstaða hans breyttist fljótlega og síðan
hafa hann og Baldvin bróðir hans, faðir Þor-
steins Más, reynst okkur mjög hjálplegir. Pabbi
þekkti erfiðleikana í venjulegri útgerð en ekki til
frystiskipa og var því sennilega svartsýnni en
ástæða var tdl. Þetta var auðvitað ekki illa meint,
hann var bara að hugsa um hag okkar og fram-
tíð. Amma og mamma tóku þessu hins vegar vel.
Ég stökk sem sagt í land af Kaldbaki með leyfi
útgerðarinnar og síðan tók vinna við dag og nótt
í Hafnarfirði í Guðsteini og kaupin vora undir-
rituð í lok apríl.“
Aflareynsla Þorsteins og
áhafnar hans réð miklu
Farið var í breytingamar á Akureyrinni árið
1983, áður en nokkram varð ljóst að fiskveiðum
við Island yrði stjómað með kvótakerfi frá og
með næsta ári. Kvóta var úthlutað á skip í
rekstri miðað við aflareynslu þeirra árin 1981 til
1983. Guðsteinn hafði lítið sem ekkert verið
gerður út á þessum áram og því hefði hlutur
hans orðið afar lítill, eða 1.380 þorskígildistonn
auk takmarkaðra möguleika til aukningar í
sóknarmarki. Þá kom Samheija til góða, eins og
fleiram, regla þess efnis að hefði skipstjóri og
meirihluti áhafnar farið af skipi með mikla afla-
reynslu yfir á skip með litla aflareynslu áður en
kvótakerfið var sett á, mætti hið lakara skip fá
sömu reynslu og áhöfnin og skipstjórinn hefðu
aflað hinu fyrra skipi. Skip sem mjög litla afla-
reynslu höfðu fengu úthlutað ákveðnu hámarki
og gátu síðan spreytt sig í sóknar-
markinu til að auka hlut sinn. Ljóst
er að sá kostur, 1.390 tonnin, hefði
sennilega riðið útgerð Akureyrar-
innar að fullu, en með því að fá sömu
viðmiðun og Þorsteinn og áhöfn hans
hafði tryggt Kaldbaki EA, um 3.577 tonn, var
útgerðin tryggð, en Kaldbakur var með þeim
skipum, sem mesta aflareynslu höfðu.
Bæjarútgerð og fleiri skip keypt
Útgerð Akureyrinnar gekk mjög vel og skipið
skilaði hæsta aflaverðmæti íslenzkra skipa ár
eftir ár. En boltinn var byijaður að rúlla.
Nokkru eftir að Akureyrin var farin að draga
björg í bú, keyptu Samherjafrændumir 40% í
Bæjarútgerð Hafnarijarðar, sem átti í miklum
rekstrarerfiðleikum og var stofnað um hana
hlutafélagið Hvaleyri. Upp úr því keypti Sam-
heiji svo bátinn Helga S. frá Keflavík og skipti á
honum og togaranum Maí við Hvaleyri. Maí var
síðan breytt í frystiskip og hóf veiðar fyrir Sam-
heija í lok desember 1986 undir nafninu Mai’-
grét EA. Við uppskipti á Hvaleyri skömmu síðar
kom togarinn Víðir í hlut Samheija.
Á svipuðum tíma hóf Samheiji samstarf við
Kristján Jónsson og Co. um kaup og útgerð á
raðsmíðaskipi, sem var í smíðum hjá Slippstöð-
inni og var það meðai annars gert fyrir atbeina
Akureyrarbæjar. Útgerð þess skips, Oddeyrar-
innar, hófst í desember 1986 og síðar tók Sam-
heiji yfir rekstur niðursuðuverksmiðju K. Jóns-
sonar eftir gjaldþrot hennar ásamt KEA og
Akureyrarbæ. Samheiji tók allan reksturinn yf-
ir síðar og er þar nú unnin rækja undir merkjum
Strýtu hf.
Mörg skip keypt og seld
Um þessar mundir gerast hlutimir hratt,
mörg skip era keypt og seld, fyrst og fremst til
að afla sér aflahlutdeildar og rúmmetra til að
leggja á móti nýsmíði á Baldvin Þorsteinssyni,
þegar að henni kom.
Fljótlega er keyptur ísfisktogari frá Djúpa-
vogi og honum gefið nafnið Hjalteyrin. Hún er
síðan seld og togarinn Arinbjöm RÉ keyptur og
fær nafnið Hjalteyrin. í kringum 1987 eru
Sveinborg og Þorlákur helgi keypt. Síðamefnda
skipið var selt fljótlega en Sveinborg hlaut nafn-
ið Þorsteinn. Það laskaðist í ís og sökk síðan er
verið var að draga það til útlanda í brotajám.
1989 er Söltunarfélag Dalvíkur keypt og því
fylgdu skipin Dalborg og Náttfari. Síðan var
Heiðrún keypt og seld fljótlega aftur og Dal-
borg og Náttfari vora seld síðar. Samheiji
stundaði rækjuvinnslu í Söltunarfélaginu þar til
á síðasta ári. Á þessu tímabili vora ýmsir
smærri bátar keyptir og seldir.
Nýsmíði 1992
Árið 1992 kom nýsmíðin Baldvin Þorsteins-
son til landsins, glæsilegasta fiskiskip flotans.
Þorsteinn Vilhelmsson hættir sem skipstjóri ár-
ið 1994 og tekur til starfa hjá fyrirtækinu í landi.
Á næstu árum er Oddeyrin seld til Stykkis-
hólms, nótaskipið Helga RE keypt og fær nafnið
Þorsteinn, togarinn Akraberg keyptur í Fær-
eyjum og gerður út þaðan, þýzka útgerðarfyrir-
tækið DFU er keypt, en það gerir nú út fjögur
skip og loks er Onward Fishing í Skotlandi
keypt 1997. Það á eitt skip, sem áður var Hjalt-
eyrin og leigir togarann Snæfugl frá Reyðar-
firði, en Samheiji á 20% í þeirri útgerð.
1997 sameinast Hrönn hf. á ísafirði, útgerð
Guðbjargar ÍS, Samheija og Fiskimjöl og lýsi í
Grindavík á sama ári. Guðbjörgin var svo seld til
DFU í fyrra og heitir nú Hanover. Þá hafa bæði
fyrram skip F & L verið seld, Jón Sigurðsson til
dótturfyrirtækis Samheija í Færeyjum og Há-
berg tii Þorbjamarins í Grindavík.
Um þessar mundir er nótaskipið Aibert keypt
frá Grindavík og heitir það nú Oddeyrin, Hrís-
eyjan keypt og Stokksnes, sem selt var fljótlega,
og loks var Amamúpur, nú Seley, keyptur.
Einnig er verið að smíða nýjan frystitogara fyrir
Samheija í Noregi. Eftir að hafa selt um 40%
hlut sinn í Skagstrendingi í janúar síðastliðnum,
keypti Samheiji 30% í Hraðfrystistöð Þórshafn-
ar, sem gerir út nótasldpin Neptúnus og Júpít-
er. Auk þessa á Samheiji hlut í hlutafélaginu
Úthafssjávarfangi með eignarhaldsfélagi Ai-
þýðubankans, SR-mjöli og Sfldarvinnslunni.
Það rekur fiskvinnslu í New Bedford í Banda-
ríkjunum og gerir út eitt skip.
Skip Samheija era í dag Akureyrin, Baldvin
Þorsteinsson, Víðir, Margrét, Þorsteinn, Odd-
eyrin, Seley og Hríseyjan. Auk þess eiga dóttur-
félög Samheija fjögur skip í Þýzka-
landi, tvö í Færeyjum, tvö í
Skotlandi og eitt í Bandarflyunum.
Beinar aflaheimildir Samheija við
upphaf þessa fiskveiðiárs hér við
land era 22.525 þorskígildistonn eða
6,14% heildarinnar. Fyrir utan þetta standa
heimildir dótturfélaganna, en þær nema þús-
undum tonna. Ljóst er að Samheiji hefur marg-
faldað aflaheimildir sínar á 17 áram. Það hefur
verið gert með áunninni aflareynslu utan lög-
sögu svo sem á Reykjaneshrygg, í Barenthafi, á
norsk-íslenzku sfldinni og kolmunna. Það hefur
einnig verið gert með kaupum á bátum og skip-
um með aflaheimildum og með sameiningu við
önnur félög. Ljóst er að þessar aflaheimildir
hafa hækkað verulega í verði frá því þær voru
keyptar, enda hefur markaðsverð aflahlutdeild-
ar hækkað með ólfldndum síðustu árin.
Aflaheimild-
irnar hafa
hækkað í verði
Skipstjóra-
kvótinn
skipti miklu