Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 13
FRÉTTIR
Námskrá til almennra ökuréttinda komin út á veffum Umferðarráðs
Nýjar forsend-
ur til að styrkja
ökukennslu
NÁMSKRÁ til almennra ökurétt-
inda er komin út á vegum Umferð-
aiTáðs og er hún unnin í náinni
samvinnu við Ökukennarafélag Is-
lands. Námskráin er til leiðbein-
ingar fyrir ökunema, ökukennara,
ökuskóla og prófdómara og á að
segja til um hvað nemandinn á að
kunna, skilja og þekkja til að fá út-
gefið ökuskírteini. Sólveig Péturs-
dóttir dómsmálaráðherra sagðist
vænta þess að með námskránni
sköpuðust nýjar forsendur til að
styrkja ökukennslu í landinu og
bæta umferðarmenningu.
„Tilgangurinn með námskrá er
að fá betri ökumenn út í umferð-
ina, en eins og allir vita er það
unga fólkið sem veldur slysum,“
sagði Þórhallur Ólafsson, formað-
ur Umferðarráðs.
Nýjar áherslur eru í nám-
skránni, en hún lýsir ferli ökun-
áms frá fyrstu skrefum hjá ökuk-
ennara og þar til námi er lokið með
ökuprófi. Gert er ráð fyrir að bók-
legt og verklegt nám sé samtvinn-
að. Gefnar eru leiðbeiningar um
fjölda kennslustunda í ökunámi og
er miðað við að bóklegar stundir
séu minnst 24 stundir í ökuskóla
og verklegt nám 16-24 stundir.
Nýnæmi í náminu er ökunámsbók
sem ætlað er að vera samskipta-
miðill ökunema, ökukennara, öku-
skóla, foreldra og opinberra aðila.
Enn betri
ökukennsla
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra sagðist binda vonir við að
námskráin ætti eftir að stuðla að
markvissri og enn betri öku-
kennslu. „Það er engum blöðum
um það að fletta að umferðarslys
valda óbætanlegu tjóni á hverju
ári,“ sagði ráðherra. „Mikil fjár-
hagsleg verðmæti eyðast og, það
sem meiru skiptir, umferðarslys
valda oft miklum harmleik. Því er
brýnt að vel sé staðið að ökunámi,
ekki síst þar sem ungir ökumenn
eru í hve mestri áhættu varðandi
umferðarslys."
Fram kom hjá ráðherra að nýja
námskráin fæli í sér nýjar áhersl-
ur við sjálft ökunámið og gæfi heil-
steyptan ramma um námið. Nám-
skráin væri sett fram í þrepum,
þar sem akstursþjálfun og fræði-
legt nám væru fléttuð saman. Ráð-
herra sagði að brýnt væri að nem-
andi fengi þjálfun í akstri við erfið
skilyrði en ekki væri sjálfgefið að
það tækist meðan á ökunámi
stæði. Sérstök áhersla væri lögð á
að þjálfa bæri ökumenn og kynna
þeim hættur þær sem fælust t.d. í
einbreiðum brúm, blindhæðum og
í beygjum, á vegum þar sem búfé
væri nærri, um flókin umferðar-
mannvirki og í mikilli umferð.
90% nýta sér
æfingaakstur
„Má ætla að æfingaakstur með
leiðbeinanda geti hjálpað verulega
upp á að nemandi fái sem víðtæk-
asta reynslu af akstri," sagði Sól-
veig. „Æfingatíminn getur staðið í
um eitt ár og ætti nemandinn því
örugglega að geta komist í tæri við
vetraraðstæður sem reyna á hæfni
hans í hálku og snjó. Æfingaakstri
með leiðbeinanda var komið á um
vorið 1994 og nýta nú um 90% öku-
nema sér þennan kost. Reynslan
af þessum breytingum er góð og
eru þær festar í sessi með nýrri
námskrá.“
Upplýsingafulltrtíi
Landssímans
Rekstur
DCS-1800-
kerfis hófst
1997
„LANDSSÍMINN hefur frá árinu
1997 rekið DCS-1800-farsímakerfi í
miðborg Reykjavíkur til að létta á
álaginu og við ráðgerum að bæta
við það á næstunni," sagði Ólafur
Stephensen, forstöðumaður upplýs-
inga- og kynningarmála hjá Lands-
síma íslands hf., í samtali við Morg-
unblaðið í gær og segir hann því
ekki rétt sem fram kom í frétt um
DCS-1800-kerfið í blaðinu í gær að
það tíðnisvið sé enn ónotað.
Ólafur Stephensen bendir á að
flestir nýir farsímar noti bæði 900-
og 1800-tíðnisviðin. Landssíminn
hafi árið 1997 hafið rekstur
DCS-1800-kerfis í miðborg Reykja-
víkur og sé ætlunin að auka talsvert
við það í borginni á næstunni. Kerf-
ið sé notað til að létta á GSM-900-
kerfinu og segir Ólafur 1800-kerfið
ekki rekið sem sérstakt kerfi.
ÖRYGGI
KRAFTUR -
Grjóthálsi 1 • Stmi söludeildar 575 1210
www.bl.is
ÞÆGINDI -
ABS • Tveir loftpúðar • Þriggja punkta belti í öllum sætum
5 höfuðpúðar • Styrktarbitar í hliðum • 4X4 sídrif
120 hestafla 4 strokka vél / 97 hestafla 2000 cc dísilvél
Vökva- og veltistýri • Fjarstýrð samlæsing og afturrúða
Topplúga • HDC (hallaviöhald) • Þjófavörn • Sjálfstæð fjöðrun
FREELANDER