Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 13 FRÉTTIR Námskrá til almennra ökuréttinda komin út á veffum Umferðarráðs Nýjar forsend- ur til að styrkja ökukennslu NÁMSKRÁ til almennra ökurétt- inda er komin út á vegum Umferð- aiTáðs og er hún unnin í náinni samvinnu við Ökukennarafélag Is- lands. Námskráin er til leiðbein- ingar fyrir ökunema, ökukennara, ökuskóla og prófdómara og á að segja til um hvað nemandinn á að kunna, skilja og þekkja til að fá út- gefið ökuskírteini. Sólveig Péturs- dóttir dómsmálaráðherra sagðist vænta þess að með námskránni sköpuðust nýjar forsendur til að styrkja ökukennslu í landinu og bæta umferðarmenningu. „Tilgangurinn með námskrá er að fá betri ökumenn út í umferð- ina, en eins og allir vita er það unga fólkið sem veldur slysum,“ sagði Þórhallur Ólafsson, formað- ur Umferðarráðs. Nýjar áherslur eru í nám- skránni, en hún lýsir ferli ökun- áms frá fyrstu skrefum hjá ökuk- ennara og þar til námi er lokið með ökuprófi. Gert er ráð fyrir að bók- legt og verklegt nám sé samtvinn- að. Gefnar eru leiðbeiningar um fjölda kennslustunda í ökunámi og er miðað við að bóklegar stundir séu minnst 24 stundir í ökuskóla og verklegt nám 16-24 stundir. Nýnæmi í náminu er ökunámsbók sem ætlað er að vera samskipta- miðill ökunema, ökukennara, öku- skóla, foreldra og opinberra aðila. Enn betri ökukennsla Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagðist binda vonir við að námskráin ætti eftir að stuðla að markvissri og enn betri öku- kennslu. „Það er engum blöðum um það að fletta að umferðarslys valda óbætanlegu tjóni á hverju ári,“ sagði ráðherra. „Mikil fjár- hagsleg verðmæti eyðast og, það sem meiru skiptir, umferðarslys valda oft miklum harmleik. Því er brýnt að vel sé staðið að ökunámi, ekki síst þar sem ungir ökumenn eru í hve mestri áhættu varðandi umferðarslys." Fram kom hjá ráðherra að nýja námskráin fæli í sér nýjar áhersl- ur við sjálft ökunámið og gæfi heil- steyptan ramma um námið. Nám- skráin væri sett fram í þrepum, þar sem akstursþjálfun og fræði- legt nám væru fléttuð saman. Ráð- herra sagði að brýnt væri að nem- andi fengi þjálfun í akstri við erfið skilyrði en ekki væri sjálfgefið að það tækist meðan á ökunámi stæði. Sérstök áhersla væri lögð á að þjálfa bæri ökumenn og kynna þeim hættur þær sem fælust t.d. í einbreiðum brúm, blindhæðum og í beygjum, á vegum þar sem búfé væri nærri, um flókin umferðar- mannvirki og í mikilli umferð. 90% nýta sér æfingaakstur „Má ætla að æfingaakstur með leiðbeinanda geti hjálpað verulega upp á að nemandi fái sem víðtæk- asta reynslu af akstri," sagði Sól- veig. „Æfingatíminn getur staðið í um eitt ár og ætti nemandinn því örugglega að geta komist í tæri við vetraraðstæður sem reyna á hæfni hans í hálku og snjó. Æfingaakstri með leiðbeinanda var komið á um vorið 1994 og nýta nú um 90% öku- nema sér þennan kost. Reynslan af þessum breytingum er góð og eru þær festar í sessi með nýrri námskrá.“ Upplýsingafulltrtíi Landssímans Rekstur DCS-1800- kerfis hófst 1997 „LANDSSÍMINN hefur frá árinu 1997 rekið DCS-1800-farsímakerfi í miðborg Reykjavíkur til að létta á álaginu og við ráðgerum að bæta við það á næstunni," sagði Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýs- inga- og kynningarmála hjá Lands- síma íslands hf., í samtali við Morg- unblaðið í gær og segir hann því ekki rétt sem fram kom í frétt um DCS-1800-kerfið í blaðinu í gær að það tíðnisvið sé enn ónotað. Ólafur Stephensen bendir á að flestir nýir farsímar noti bæði 900- og 1800-tíðnisviðin. Landssíminn hafi árið 1997 hafið rekstur DCS-1800-kerfis í miðborg Reykja- víkur og sé ætlunin að auka talsvert við það í borginni á næstunni. Kerf- ið sé notað til að létta á GSM-900- kerfinu og segir Ólafur 1800-kerfið ekki rekið sem sérstakt kerfi. ÖRYGGI KRAFTUR - Grjóthálsi 1 • Stmi söludeildar 575 1210 www.bl.is ÞÆGINDI - ABS • Tveir loftpúðar • Þriggja punkta belti í öllum sætum 5 höfuðpúðar • Styrktarbitar í hliðum • 4X4 sídrif 120 hestafla 4 strokka vél / 97 hestafla 2000 cc dísilvél Vökva- og veltistýri • Fjarstýrð samlæsing og afturrúða Topplúga • HDC (hallaviöhald) • Þjófavörn • Sjálfstæð fjöðrun FREELANDER
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.