Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 14

Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 14
14 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landsnet býður ódýr símtöl til útlanda með tilkomu nýrrar tækni Odýrara að hringja út en í GSM-síma innanlands Landsnet ehf. býður nú viðskiptavinum sín- um millilandasímtöl, þar sem samnýtt er nýjasta nettækni og hefðbundin leið í flutn- ingum símatala. Talsmaður fyrirtækisins segir verð símtala að meðaltali 40-50% lægra en hjá Landssímanum. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Stefán Snorri Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsnets ehf. STEFÁN Snorri Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Landsnets, segir samkeppnisaðilana hafa lækkað sín gjöld eftir að Landsnet kom á markaðinn. Stefán Snorri telur að símtalsflutningar muni í framtíðinni að mestu fara gégnum netkerfi og að þessi nýja tækni verði til þess að símagjöld í heiminum muni lækka verulega. Landsnet ehf. er netþjónustufyr- irtæki sem stofnað var árið 1995 og sérhæfir sig í alhliða ráðgjöf við uppbyggingu og rekstur tölvunet- kerfa. Starfsmenn eru þrír. Hinn 16. desember hóf fyrirtækið að bjóða símaþjónustu til útlanda. Að sögn Stefáns Snorra er kerfi þeirra er einfalt, aðeins þarf að slá inn 1080 í stað 00 þegar hringt er til út- landa. Ekki þarf sérstakan lykil eða annan aukabúnað við símana og hægt er að hringja úr hvaða síma sem er. Mikilvægt að gera hlutina á réttan hátt Stefán Snorri segir að sl. haust hafi hann farið að hugleiða að hasla sér völl á símamarkaðnum og telur það áhugaverðan viðauka við aðra starfsemi fyrirtækisins, þar sem þessi net- og símatækni sé mikið til að renna saman. Honum fannst einnig verð á símtölum til útlanda vera allt of hátt og taldi að með til- komu nýrrar tækni og frelsi í síma- þjónustu, væri hægt að lækka þessi gjöld á umtalsverðan hátt. Sú þróun á sér nú stað í heimin- um að hin hefðbundna 25 ára gamla PBX símtækni er að víkja fyrir hinni nýju tækni sem kallast PCX (IP Telephony Private Commun- ication Exchange). Talinu er breytt í stafrænt form og fært yfír IP burðarlag, en IP er nú þegar notað í allflestum netkerfum fyrirtækja hér heima og erlendis. Að sögn Stefáns Snorra hafa menn haldið að sér höndum hér heima varðandi þessa nýju tækni, að sumu leyti vegna frétta um slæman árangur þar sem hlutirnir hafa ekki verið framkvæmdir á rétt- an hátt. Hann segir tækninni hafa fleygt mikið fram en sú regla skiptir miklu máli að gera hlutina á réttan hátt. Með tilkomu þessarar nýju tækni þarf hvert símtal minni band- breidd en í hefðbundnum símtals- flutningum og þar með lækkar verð á símtölum til notenda. Ennfremur er sveigjanleikinn meiri þar sem hægt er að senda símtölin innan netkerfa fyrirtækja. Viðskiptavinir eru mjög ánægðir Veruleg aukning er í notkun þessarar tækni hjá bæði stórum og smáum símafyrirtækjum erlendis. „Þetta er tækni sem ég hef haft mikla trú á. Ég ákvað því að setja þennan búnað upp og útkoman varð framar mínum björtustu vonum. Skýrleiki símtalanna er mikill, suð minnkar og bergmál er fáheyrt. Enda heyrum við að viðskiptavin- irnir eru mjög ánægðir," segir Ste- fán Snorri. Símtölin hjá Landsneti fara þó ekki eingöngu eftir netkerfum. Ste- fán Snorri segir að viðskiptavinir hringi inn í gegnum kerfi Lands- símans eða annarra símafélaga hér heima og þurfí því að greiða þeim innanlandsgjald fyrir afnot af þeirra kerfum. Að sögn Stefáns Snorra hefur Landssíminn gefið út þá yfirlýsingu að þau gjöld muni lækka á næstunni.' Frá Landsneti fari símtölin eftir neti til Bandaríkjanna. Þaðan er hringt í gegnum hefðbundin símafé- lög ytra, þannig að nettækni er fyrst og fremst notuð til að komast út fyrir landsteinana. Þótt talgæði hjá símafélögunum ytra séu yfir- leitt góð gera allflest símafyrirtæki samninga sín á milli um símtals- flutninga um kerfi hvers annars. Þau símafélög sem enn nota gömlu tæknina senda í sumum tilfellum í gegnum gervihnattasamband til fjarlægra staða og þá rýrna gæðin. Éftir því sem nettækninni fleygir fram minnkar hættan á slíku, m.a. vegna þessa að nettækni hentar illa í gervihnattasamböndum. Ætla að hasla sér völl erlendis „Stóru erlendu símafélögin eru að færa sér þessa nýju tækni sífellt meira í nyt, t.d. milli heimsálfa, ann- ars verða þau ekki samkeppnisfær. Þetta verður til þess að símagjöld í heiminum hafa farið lækkandi og eiga eftir að lækka enn frekar." Erlend stórfyrirtæki, m.a. Cisco Systems sem er eitt stærsta net- búnaðarfyrirtæki í heiminum, nota þessa tækni í sínum eigin símkerf- um. Uppgangur fyrirtækja sem framleiða netbúnað sem þessi tækni byggist á er mjög hraður. Fyrir sjóði og aðra sem fjárfesta í erlend- um hlutabréfum eru þessi fyrirtæki einkar áhugaverð. Stefán Snorri segir að tækifærin séu mikil á þessum vettvangi og Landsnet sé nú að huga að því að hasla sér völl á erlendum mörkuð- um með hliðstæðan búnað og þann sem notaður er hér heima. Stjórnendur BUGL leggja áherslu á að bráðaþjomista verði efld við deildina Helgaropnun er ekki forgangsmál STJÓRNENDUR barna- og ungl- ingageðdeildarinnar segja að það sé forgangsmál að opna bráðamóttöku- deild fyrir mikið veik börn og ung- linga sem þurfa tafarlaust á heil- brigðisþjónustu að halda. Þeir telja hins vegar ekki forgangsmál að hafa barnadeild opna um helgar, en hún hefur verið rekin sem fimm daga göngudeild síðan 1995. Eydís Sveinbjamardóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri á bama- og unglingageðdeild Landspítalans, sagði að á sínum tíma hefði verið tekin ákvörðun um að hafa deildina lokaða um helgar í ljósi þess fjár- magns sem veitt væri til deildarinn- ar. Það væri mjög dýrt að hafa deild- ina opna um helgar og það hefði verið mat stjómendar BUGL að fjármunirnir væra betur nýttir með því að verja þeim í önnur verkefni. Eydís sagði að þetta fyrirkomulag hefði í stóram dráttum gengið upp. Reynt hefði verið að bregðast við til- vikum þegar heilbrigðisstarfsfólk hefði metið ástand sjúklings þannig að hann þyrfti á innlögn að halda yf- ir helgi. Hún sagði að það kynni að vera að í einhverjum tilvikum væra foreldrar ekki ánægðir með þetta. Á BUGL væri starfrækt unglingadeild um helgar og reynt hefði verið að leysa mál veikra bama í samvinnu við starfsfólk hennar. Það hefði gengið upp, en auk þess væra hjúkr- unarfræðingar gjaman settir á bak- vakt í þeim tilfellum þegar foreldrar mjög veikra bama þurfa á aðstoð um helgar á barnadeild sem þeir gætu leitað til. Eydís sagði að þessi lokun um helgar bitnaði mest á hópi barna sem væra mest veik og stundum færi það saman'að fjölskyldur við- komandi barna væra veikar fyrir. Þessi hópur væri u.þ.b. 10% af þeim sem nytu þjónustu deildarinnar. Reynt væri að vinna með fjölskyldur þessara barna á þann hátt að þau væra send heim með ákveðin verk- efni um helgar, sem væri síðan unn- ið úr þegar þau mættu aftur. Það væri því reynt að hafa samfellu í vinnunni. Eydís sagðist gera sér grein fyrir að þessi lokun um helgar fæli í sér ákveðið gat í þjónustunni, sem reynt hefði verið að leysa með ódýrari lausnum. M.a. væri BUGL með vísir að heimaþjónustu þar sem markm- iðið væri að veita meiri þjónustu við veik böm heima í upphafi og í lok innlagnar og einnig íyrir börn og unglinga sem era á dagdeild. Með þessu móti væri hægt að stytta inn- lögn og spara í rekstri, en það væri nauðsynlegt að festa þessa starf- semi í sessi. Fjármunum betur varið í annað Eydís sagði að teknar hefðu verið saman upplýsingar um þörf fyrir helgarþjónustu á barnadeild. Niður- staðan hefði íyrir sú að á árinu 1998 hefði verið þörf fyrir þessa þjónustu í um 40% af helgum á því ári. Þessar tölur sýndu að það gætu komið upp tímabil þar sem reyndi á þjónustu um helgar, en síðan kæmu tímabil inn á milli þar sem ekkert væri leit- að eftir henni. M.a. þess vegna hefðu stjómendur BUGL metið það svo að fjármunir sem færa í að hafa deild- ina opna um helgar væra betur nýtt- ir í annað. Eydís sagði að ef hún þyrfti að forgangsraða í þjónustu BUGL myndi hún ekki setja opnun um helgar í fyrsta, annað eða þriðja sæti, nema því aðeins að nægir fjár- munir hefðu fengist til málaflokks- ins. Það sem væri forgangsmál nú væri að koma upp betri bráðaþjón- ustu við deildina. Unnið væri að því þessa stundina að útbúa pláss fyrir bráðveik börn og unglinga. Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir á BUGL, tók undir með Eydísi og sagðist ekki telja það forgangsmál að hafa barnadeildina opna um helg- ar. í flestum tilvikum hefði gengið vel að stunda meðferðarstarfið á fimm daga deild. Því væri þó ekki að leyna að það kæmu upp tilvik þar sem þörf væri fyrir þjónustu deild- arinnar um helgar. „Þetta er ekki það vandamál sem brennur brýnast á okkur. Það er annað sem við vildum setja í forgang að leysa. I því sambandi vil ég nefna bráðamóttökudeild. Nú er verið að útbúa tvö herbergi á unglingadeild- inni sem gefur okkur aukið færi á að taka við unglingum í bráðainnlögn. Þarna er verið að stíga skref í átt að því að bæta bráðaþjónustu, en reyndar þyrftum við að fá bráðamót- tökudeild sem væri mönnuð fagfólki allan sólarhringinn. Þessi nýju rúm fela ekki í sér breytingar á bráða- þjónustunni. Hún verður áfram rek- in í dagvinnutíma og sameiginleg með fullorðinsdeildum um kvöld og helgar. Við getum ekki veitt meiri bráðaþjónustu á BUGL nema að fá meira húsnæði og fleira starfsfólk." Ólafur sagði að það vantaði einnig tilfinnanlega langtímameðferðarúr- ræði fyrir unglinga, sem tæki við af meðferð á unglingadeild. í dag væri engin framhaldsmeðferðardeild rek- in fyrir unglinga á vegum heilbrigð- iskerfisins. Barnavemdarstofa, sem heyrir undir félagsmálaráðuneytið, væri með úrræði, en það væri fyrst og fremst ætlað fyrir unglinga í vímuefna- og hegðunarvanda. Ung- lingar sem nytu þjónustu BUGL ættu oft litla samleið með þessum hópi. Ólafur tók fram að þarna væri um tiltölulega lítinn hóp sjúklinga að ræða, en vandi hans væri mikill. Ólafur sagði í sambandi við helg- arþjónustu við börn og foreldra að félagsþjónusta sveitarfélaganna þyrfti að bjóða upp á úrræði á þess- um tíma því að foreldrar stæðu oft frammi fyrir miklum vanda sem eðlilegt væri að félagsþjónustan mætti. Áhugi fyrir auknu samstarfí í umræðum á Alþingi sl. miðviku- dag kom fram gagnrýni á að ekki væri gert ráð fyrir að böm og ung- lingar með geðræna sjúkdóma legð- ust inn á nýjan bamaspítala sem er í smíðum. Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum og forstöðulæknir á barnaspítala Hringsins, sagði að barna- og unglingageðdeildin heyrði rekstrarlega undir annað svið, þ.e.a.s. undir geðsvið en ekki barna- lækningasvið. „Það er áhugi fyrir því á Barna- spítala Hringsins að auka samstarf þessara deilda veralega. Hins vegar era skiptar skoðanir um það hvort nauðsynlegt sé að báðar stofnanir séu undir sama þaki,“ sagði Ásgeir. Hann sagði að þegar fyrstu áætl- anir hefðu verið gerðar um nýjan bamaspítala hefði ekki tekist að samræma áætlanir í þessum efnum, enda væri það víða svo að bama- og unglingageðdeildir væra ekki í sama húsnæði og barnadeildir. „Við vonumst hins vegar eftir meira og betra samstarfi við bama- og unglingageðdeildina á komandi árum,“ sagði Ásgeir ennfremur. Jenný Steingrímsdóttir, formaður Foreldrafélags geðsjúkra barna og unglinga, sagði að bamageðdeildin hefði ekki verið opin um helgar í mörg ár. Hins vegar ætti hún auð- vitað að vera opin þá jafnt sem aðra daga, því börnin væru veik um helg- ar eins og aðra daga vikunnar. Hún sagði jafnframt að einn af stærstu draumunum væri að komið yrði upp aðstöðu til hvíldarinnlagna og það væri afar brýnt að hafist yrði handa í þeim efnum. Hún sagði að hún hefði ekkert heyrt um hvernig bráðamóttaka vegna bamanna væri hugsuð, en samkvæmt því sem fram kæmi í Morgunblaðinu í frásögn af umræð- unum á Alþingi væri rætt um tvö rúm inn á barna- og unglingageð- deild. Það væri mjög jákvætt að fá bráðamóttöku því ástandið í þeim málum hefði verið alveg óþolandi. „Við eram bara svo langt á eftir í þessum málum í samanburði við aðra sjúklingahópa að við höfum voðalega litla þolinmæði til að bíða,“ sagði Jenný. Hún sagði að málefni geðsjúkra barna og unglinga hefðu frá upphafi setið á hakanum og það væri afskap- lega mikilvægt að átak yrði gert í þessum málum hið bráðasta. Það þyldi enga bið. „Þetta er orðið mjög knýjandi, að- allega hvað varðar þessi hvíldar- heimilismál. Það getur gengið illa að fá vistun fyrir þessi börn og fólk er bundið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Það era auðvitað fleiri syst- kini á heimilum í mörgum tilvikum og það verður að vera hægt að fá smá hvíld,“ sagði Jenný. Hún sagði spurð hvort henni fyndist að barna- og unglingageð- deild hefði átt að vera á nýjum barnaspítala að ef þau fengju góða þjónustu skipti kannski ekki máli hvar hún væri til húsa úr þessu. Að hennar áliti hefði hins vegar átt að gera ráð fyrir þessari þjónustu á nýjum barnaspítala, því báðir sjúk- lingahóparnir þyrftu í mörgum til- fellum að styðjast hvor við annan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.