Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEB RÚAR 2000 1 7 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu vdfuH. Almenn Reykjavík M gjöld (kr.) 8 klst. með mat "J 19.400 4 klst. með hressinqu 8.400 gæsluvellir, eitt skipti 100 Kópavogur 8 klst. með mat 21.200 4 klst. með hressinqu 9.200 qæsluvellir, eitt skipti 100 Garðabær 8 klst. með mat 23.280 4 klst. með hressinqu 9.240 qæsluvellir, eitt skipti 50 Hafnarfjörður 8 klst. með mat 19.000 4 klst. með hressinqu 8.400 gæsluvellir, eitt skipti 100 Bessastaðahreppur 8 klst. með mat 22.400 4 klst. með hressinqu 9.800 qæsluvellir, eitt skipti 100 Seltjarnarnes 8 klst. með mat 23.232 4 klst. með hressinqu 10.200 gæsluvellir. eitt skipti 70 Mosfellsbær 8 klst. með mat 19.000 4 klst. með hressinqu 8.300 qæsluvellir, eitt skipti 100 Ódýrast í Hafnarfirði og Mos- fellsbæ Höfuðborgarsvæðið ÁTTA klukkustunda vistun á leikskóla fyrir þá, sem ekki tilheyra forgangshópi, er dýr- ust í Garðabæ og á Seltjarnar- nesi en ódýrust í Hafnarfírði og Mosfellsbæ. Vistunin í Hafnarfirði og Garðabæ kostar 19.000 krón- ur en í Garðabæ 23.280 kr. Á Seltjarnamesi er gjaldið 23.232 kr. Hádegisverður er innifalinn, auk hressinga ár- degis og síðdegis. Kortið hér að ofan birtir samanburð á gjaldtöku sveit- arfélaganna á höfuðborgar- svæðinu vegna almennrar vistunar á leikskóla í 4 og 8 klstog gjöldum vegna komu á gæsluvelli. Eingöngu er fjallað um al- menna gjaldskrá, en ASI gerði nýlega úttekt á gjald- skrám, forgangshópar og voru þær birtar í Morgun- blaðinu 19. janúar sl. Ekki er tekið mið af hugs- anlegum afsláttarkjörum sem bjóðast á gæsluvöllum í sum- um sveitarfélaganna. Hafnfirska flotkvíin var áður í eigu breska hersins Þjónustaði kjarnorku- kafbáta Morgunblaðið/Golli Um 50 til 60 starfsmenn Vélsmiðju Orms og Víglundar vinna í kvínni. Bræðumir Guðmundur (t.v.) og Eiríkur Ormur Víglunds- synir, eigendur flotkvíarinnar, fyrir framan portúgalska skipið, Santa Isabel, sem nú er f slipp. Til að átta sig betur á stærðarhlutföllum má sjá vörubíl hægra megin. Hafnarfjöröur PORTÚGALSKA skipið Santa Isabel er nú í slipp í flot- kvínni í ytri höfn Hafnarfjarð- ar, en flotkvíin, sem nokkuð hefur verið í fréttum síðan hún komst við illan leik til íslands fyrir tveimur árum, á sér nokkuð merka sögu, því hún var í eigu breska hersins áður en hún kom hingað til lands og þjónaði þá nær eingöngu kjarnorkukafbátum. Fólk áttar sig kannski ekki almennt á því, en flotkvíin er mikið mannvirki og til marks um það getur hún þjónað öll- um skipum íslenska fiskveiði- flotans, ekkert þeirra er of stórt. Kvfin var smíðuð 1968 Santa Isabel vegur 4.000 tonn en kvíin getur lyft rúm- lega þrefalt meiri þyngd eða um 13.500 tonnum. Það er Vélsmiðja Orms og Víglundar sf. sem á og rekur kvína og þar eru fremstir í flokki þeir bræður Guðmund- ur og Eiríkur Ormur Víg- lundssynir. Eiríkur Ormur sagði að kví- in hefði verið smíðuð árið 1968 og hefði verið í eigu breska hersins. Hann sagði að þar sem hún hefði nær eingöngu þjónað kjamorkukafbátum, hefði allt viðhald verið mjög gott og að með kvínni fylgdi m.a. spjaldskrá, sem hefði að geyma alla sögu hennar og gíf- urlegt magn af varahlutum. Þegar gengið er um kvína má sjá ýmis ummerki fortíðar, t.d. skilti sem benda mönnum á útgönguleiðir ef kjamorku- slys verður og myndir á veggj- um sem sýna viðgerðarmenn fást við skrúfur á kafbátum og Víða má sjá ummerki um fortíð flotkvíarinnar. Ut um þcnnan hlera átti að flýja ef kjarnorkuslys yrði um borð í henni. freigátum hennar hátignar. Kvíin er ekki bara einn stór gámur fyrir skip til að koma til viðgerða, því í báðum hliðum hennar er ýmiss konar aðstaða á tveimur hæðum. Eiríkur Ormur sagði að líklega væm um 30 herbergi eða káetur í kvínni en þau væra ekkert not- uð. Hann sagði að þegar kvíin hefði verið í Skotlandi, þar sem hún var þegar hún var í eigu breska hersins, hefði þessi aðstaða verið notuð niikið, bæði fyrir áhafnir kafbátanna, þegar þeir komu í viðgerð og einnig fyrir starfsmenn kvíar- innar. Eldhús, baðherbergi og verkstæði í kvínni era einnig nokkur eldhús og baðherbergi. Að sögn Eiríks Orms er aðeins lít- ill hluti af þessari aðstöðu nýtt- ur fyrir starfsmenn Vélsmið- junnar, en um 50 til 60 manns vinna í kvínni. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir því að þessi aðstaða yrði nýtt mikið í fram- tíðinni og bætti því við að mjög auðvelt væri að týnast þama inni, þar sem mikið væri um hlera eða hurðir. Allir hleram- ir era vatnsheldir, þannig að kvíin á ekki að geta sokkið, að hans sögn. Það á alltaf að vera nægilegt loft í henni til að halda henni á floti. I kvínni era einnig smíða- og raftnagnsverkstæði og eru þau mikið notuð, enda algengt að smíða þurfi varahluti í skipin, sem koma til viðgerðar. Eiríkur Ormur sagði að síð- an starfsemin í kvínni hefði hafist fyrir alvöru, fyrir nokkr- um vikum, hefði verið nóg að gera. Fyrst hefði Mælifellið verið tekið upp og nú væri portúgalska skipið þar í við- gerð, en hann sagði að verið væri að taka það allt í gegn, málaoggeravið. Þegar portúgalska skipið, sem er 90 metra langt og 14,4 metrar á breidd, var tekið upp, var kvínni sökkt um 6,5 metra og því síðan siglt inn. Eiríkur Ormur sagði að hægt væri að sökkva kvínni mun dýpra eða um 12 metra og þá er hún 140 metra löng og 19 metra breið. Hann sagði að mjög öflugur dælubúnaður væri í kvínni, þar sem hægt væri að dæla um 300 tonnum af vatni á mínútu. Sagan þyrnum stráð Þeir bræður Eiríkur Ormur og Guðmundur sögðust horfa með bjartsýni fram á veginn, þar sem útlitið væri mjög gott, t.d. væri meira að gera í stóra kvínni núna, en í þeirri litlu, sem staðsett er í innri höfn- inni, en til samanburðar má geta þess að hún lyftir 3.000 tonnum. Guðmundur sagði það einnig vera jákvætt að þeir Góð aðstaða er inni í kvínni, en þar eru um 30 herbergi, eldhús, baðher- bergi og verkstæði. væra í auknum mæli að þjóna erlendum skipum og sagði hann aukninguna vera um 20% á milli ára. Saga flotkvíarinnar er þym- um stráð, ef svo má að orði komast, því þegar hún var flutt hingað, í apríl 1998, lenti hún í miklum hrakningum er drátt- artaug slitnaði og var hún mánuð á leiðinni í stað viku. Kvíin laskaðist mikið og m.a. brotnaði um 350 tonna krani af henni. Kvíin lá við Norður- bakka Hafnarfjarðarhafnar allt þar til í nóvember í fyrra er hún var flutt út í ytri höfhina. Eiríkur Ormur sagði að þeg- ar kvíin hefði verið við Norður- bakkann hefði verið gert við hana og m.a. skipt um 100 tonn af stáli og keyptur nýr krani. Grafarholtshverfí teygir sig inn á umráðasvæði Skotfélags Reykjavíkur í Leirdal Skyttur biðja borgaryf- irvöld um nýja aðstöðu Grafarholt SKOTFÉLAG Reykjavíkur hefur óskað eftir því við borg- aryfirvöld að félaginu verði fundin framtíðaraðstaða til æfinga og keppni í stað Leir- dals, þar sem uppbygging í tengslum við Grafarholts- hverfi stendur fyrir dyram. Þrjár jarðir í nágrenni borgar- innar eru til skoðunar, að sögn Guðmundar Gíslasonar, gjald- kera Skotfélagsins. Uppbygging í Grafarholti mun skerða umráðasvæði fé- lagsins í Leirdal. Að sögn Guð- mundar er áætlað að verktak- ar fari að sækja efni inn á skotsvæðið í vor auk þess sem skipulags Grafarholts geri ráð fyrir að vegur verði lagður um þveran æfingavöll á svæði Skotfélagsins. Guðmundur segir að Skot- félag Reykjavíkur sé elsta íþróttafélag landsins, stofnað 1867, þótt starfsemin hafi leg- ið niðri um hríð á þessari öld. í Leirdal frá 1950 Árið 1950 fengu borgaryfir- völd félaginu Leirdal til um- ráða og frá þeim tíma hafa fé- lagsmenn staðið fyrir mikilli uppbyggingu á svæðinu. í Leirdal hafa félagsmenn byggt upp þrjá ólympíska „skeet“-velli, þ.e. velli fyrir leirdúfuskotfimi, og era tveir þeirra enn í notkun. Þar hafa einnig verið reistir þrír upp- hitaðir tumar utan um vélam- ar, sem skjóta leirdúfum út á skotvellina. Þá stendur á svæðinu þriggja ára gamalt 100 fermetra félagsheimili og annað nýlegt 55 fermetra heilsárshús. Þá eru skotmenn með um 20 fermetra hús þar sem félagsmenn hlaða riffil- skot sín og loks er skamm- byssuhúsið þaðan sem skotið er með rifflum eða skamm- byssum út á skotmörk í 25- 500 metra færi. Síðasttalda byggingin er sú eina, að sögn Guðmundar, sem félagið myndi ekki flytja með sér fengi það nýja aðstöðu. Félagið var lengi með inni- aðstöðu í Baldurshaga á Laug- ardalsvelli en var, að sögn Guðmundar, vísað þar út þeg- ar KSÍ tók við rekstri vallar- ins og æfingaaðstöðu vegna loftbyssuskotfimi í Laugar- dalshöll missti félagið í að- draganda HM í handknattleik 1995. Guðmundur segir að erindum félagsins um framtíðarsvæði hafi ítrekað verið vísað tQ borgar- verkfræðings. Á fundi hjá borg- arverkfræðingi í ágúst sL hafi verið rætt um land á Kjalamesi en við athugun hafi komið í (jós að það hentaði ekki því þá yrði skotið yfir Vesturlandsveginn. Félagið sendi borgarráði bréf í framhaldi af fundinum í ágúst og fól borgarráð framkvæmda- stjóra íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar að vinna að máli Skotfélagsins. Guðmundur segir að forsvarsmenn félagsins hafi gengið á fund framkvæmda- stjóransívikunni. Þijár jarðir í sigtinu Til skoðunar er hvort mögu- legt sé að félagið fái innan- hússaðstöðu fyrir loftriffils- og skammbyssuæfingar í kjallara nýs knattspymuhúss við Vík- urveg. Ennfremur er til um- ræðu hvort einhver þriggja jarða í nágrenni borgarinnar geti hentað sem æfingasvæði. Þar er um að ræða land milli Rauðavatns og Fjárborgar- innar og jarðimar Sólheima- kot og Elliðakot. Félagsmönn- um líst best á Elliðakot en sú jörð er í einkaeigu. í Sól- heimakoti hefur borgin látið félagi hundaræktenda aðstöðu í té og Guðmundur segir að e.t.v. þyki svæðið við Fjár- borgina of nálægt hesthúsun- umþar. Guðmundur segir hins veg- ar að hinum 750 félagsmönn- um Skotfélagsins þyki að borgin eigi að taka tillit til þeirra og þess öíluga starfs sem félagið heldur uppi. Eftir lagabreytingu 1998 er það m.a. farið að þjálfa ungmenni frá 16 ára aldri í skotfimi og meðferð skotvopna. Fjöldi þeirra sem æfir skot- fimi hefur farið hraðvaxandi undanfarin 2-3 ár. Á sama tíma verði sífellt erfiðara að fá aðgang að landi til að skjóta gæs og ijúpu meðan þær ver- tíðir standa yfir. Guðmundur segir að í Leirdal komi menn bæði til að æfa sig fyrir fugla- veiðina og einnig sé vaxandi hópur sem æfi haglabyssu- skotfimi sem keppnisíþrótt af miklum áhuga. Einn félags- maður, Alfreð Karl Alfreðs- son, stefnir á þátttöku á Ól- ympíuleikunum í Sidney. Áuk svæðisins í Leirdal er eitt skotsvæði á höfuðborgar- svæðinu, að sögn Guðmundar. Það er nýlegt en lítið svæði Hafnfirðinga í Kapelluhrauni. Guðmundur segist telja ljóst að mikið hreinsunarstarf bíði á skotsvæðinu í Leirdal áður en farið verður að reisa þar íbúð- arhverfi. Undanfama hálfa öld hafi talsvert af blýi saftiast í jarðveginn og líklega þurfi að flytja efstu jarðvegslögin burt eða hreinsa þau. Meðal þess sem takmarkar möguleika skotmanna á nýju félagssvæði era vatnsvemdarsvæðin í ná- grenni borgarinnar en blým- engun frá skotsvæði þykir ekki æskileg í grennd við vatnsból. Það var fyrir daga þeirrar þekkingar að svæðið í Leirdal, steinsnar frá vatnsbólum Reyk- vfldnga, var fengið skotmönn- umtilumráða. Guðmundur segir að á nýju æfingasvæði verði sjálfsagt settur jarðvegsdúkur undir jarðveg í grennd við skotmörk og gildrur og efstu jarðvegs- lög fjarlægð eða hreinsuð reglulega. Guðmundur segir að víða erlendis séu högl úr stáli að leysa blýhögl af hólmi og að margir íslenskir skotmenn hafi þegar tekið upp hjá sjálf- um sér að skipta úr blýi í stál, jafnt við æfingar sem veiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.