Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 34
34 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Eins og fugl-
inn Fönix
Nýlistasafnið er orðið tvítugt og tveimur
árum betur. Margrét Sveinbjörnsdóttir
fékk tvo af félagsmönnum Nýlistasafnsins
til að ganga með sér um sali safnsins og
velta vöngum yfír fortíð, nútíð og framtíð.
Morgunblaðið/Kristinn
Pétur Örn Friðriksson og Rúrí rýna í röntgenmyndir Ingarafns Steinarssonar af
nokkrum merkum verkum í eigu Nýlistasafnsins.
RÚRÍ hefur tekið þátt í starfi Ný-
listasafnsins frá upphafi. Hún var í
undirbúningshóp að stofnun safns-
ins og í fyrstu stjórn þess 1978 og
sat í stjórn samfellt fram á níunda
áratuginn. Pétur Örn Friðriksson,
núverandi formaður stjórnar, kom
inn í stjórnina árið 1994 og hefur
verið formaður í þrjú ár. Sjálfum
finnst honum það eiginlega allt of
langur tími en bæði leggja þau Pét-
ur og Rúrí áherslu á mikilvægi end-
urnýjunarinnar. Safnið hafi við-
haldið ferskleika sínum með því að
fá sífellt nýtt fólk inn í stjórn og
með því nýjar hugmyndir og nýja
strauma. I Félagi Nýlistasafnsins
eru nú tæplega 190 félagar, bæði
innlendir og erlendir listamenn.
Rúrí tók þátt í ráðstefnu í Stokk-
hólmi síðastliðið vor á vegum ungra
listamanna sem reka eigin gallerí
og verkstæði og miðlaði þar af
reynslu Nýlistasafnsins. „Ráðstefn-
an var kölluð First European Sem-
inar for Artist Run Centers og þar
voru tæplega 70 manns frá 32 lista-
miðstöðvum sem listamenn reka
sjálfir. Þegar ég sagði þeim að Ný-
listasafnið hefði verið stofnað af
listamönnum, væri orðið þetta gam-
alt og væri enn aðalmiðstöð og sýn-
ingarvettvangur ungra listamanna
fannst þeim það hreint ótrúlegt - að
ein stofnun skuli geta lifað og verið
það sem kallað er dýnamísk, stöð-
ugt í endurnýjun og stöðugt spenn-
andi. Venjulega eiga svona stofnan-
ir sér einhvern ákveðinn endingar-
tíma, hámark kannski tíu ár, svo er
það búið og eitthvað annað tekur
við. En þessari stofnun hefur tekist
að haldast lifandi allan þennan
tíma. Hér kemur stöðugt inn nýtt
fólk með nýjar hugmyndir og nýtt
þrek. Rótgrónari stofnunum hættir
til að staðna og annaðhvort lognast
út af eða sofna þyrnirósarsvefni,“
segir hún.
Listpólitískt ástand
„Það sem aðgreinir Nýlistasafnið
frá öðrum listamannareknum stofn-
unum er að hér eru ekki eingöngu
reknir sýningarsalir heldur líka
safn,“ segir Rúrí og rifjar upp það
listpólitíska ástand sem leiddi til
stofnunar Nýlistasafnsins seint á
áttunda áratugnum. „Hér voru bara
Listasafn Islands og Listasafn al-
þýðu, Kjarvalsstaðir voru ekki
orðnir að opinberu safni. Vanda-
málið var að Listasafn íslands safn-
aði ekki nútímalist og hafði ekki
gert það nokkuð lengi. Menn sáu að
ef ekki yrði að gert ættum við á
hættu að það myndaðist gríðarlega
stórt gat í íslenskri listasögu. Það
þótti okkur ekki viðunandi ástand.
Og eins og venjulega hjá okkur
listamönnum var viðkvæðið: Ef aðr-
ir gera það ekki, þá verðum við að
gera það sjálf.“ Hópur listamanna
tók sig saman og hóf að undirbúa
stofnun Nýlistasafnsins, í upphafi
örfáir einstaklingar en svo stækk-
aði hópurinn smátt og smátt.
Við stofnun safnsins voru sett í
lög skilyrði um að félagar gæfu
safninu verk við inngöngu og á
nokkurra ára fresti. Ekki hefur þó
verið gengið hart eftir þessum skil-
yrðum, þar sem fljótlega varð ljóst
að rými og fjármagn skorti til varð-
veislu og viðhalds listaverkaeignar-
innar. „Það var líka ákveðið að
reyna að koma upp sýningarað-
stöðu og gefa ungum og framsækn-
um listamönnum kost á að sýna,“
segir Rúrí. Önnur mikilvæg sér-
staða Nýlistasafnsins er svo sú að
öll verk í eigu þess eru valin af
listamönnunum sjálfum en ekki
sérfræðingum listastofnana.
Lifandi listasafn
Nafn Nýlistasafnsins útskýrir
hún á þessa leið: „Það kemur þann-
ig til að við vorum að leita að ein-
hverju sem gæfi til kynna að hér
væri ekki verið að safna ákveðnu
tímabili, heldur því sem er nýtt á
hverjum tíma. Enska þýðingin The
Living Art Museum virkaði svo
mun betur en The Modern Art
Museum - það hefði ekki gengið
upp. Mér finnst líka mjög gaman að
sjá að The Living Art Museum virð-
ist hafa verið sannnefni. Það hefur
alltaf verið leitast við að halda því
lifandi og fersku,“ segir Rúrí og
þakkar það meðal annars örum
mannaskiptum í forystusveit safns-
ins. „Bæði forstöðumaður Norrænu
myndlistarstofnunarinnar og fleiri
hafa haft orð á því við mig hvað það
sé makalaust að eftir 22 ár sé Nýl-
istasafnið ennþá starfandi og mikil
miðstöð listamanna, bæði sem safn
og sýningarstaður. Safnið er þekkt
meðal myndlistarmanna út um all-
an heim. Erlendir listamenn bera
mikla virðingu fyrir þessum stað og
það er mikil eftirspurn eftir að sýna
hérna. Húsnæðið er líka mjög að
skapi listamanna, vegna þess að hér
má negla í veggi og mála og frjáls-
ræðið mikið hvað það snertir. Þetta
vill stundum brenna við þegar opin-
berir aðilar reisa söfn - það er engu
líkara en gleymst hafi að þar eigi að
sýna annað en málverk sem geta
hangið á fyrirfram ákveðnum stöð-
um,“ segir hún. „Hér eru mjög
sjaldan málverkasýningar og það
hefur meira að segja vakið hörð við-
brögð, þá sjaldan að það hefur verið
gert,“ segir Pétur Örn. Rúrí tekur
undir: „Það má segja að hefðbundin
málverk, hefðbundinn skúlptúr og
grafík sé það sem kemur minnst
hingað inn. Safnið hefur einfaldlega
einbeitt sér að öðrum hlutum frek-
ar.“
Myndlistarmenn algerir
vitleysingar í íjármáluni
Stjórn Nýlistasafnsins hefur að
undanförnu unnið að endurskipu-
lagningu á rekstri þess. „Við erum
myndlistarmenn, þannig að við er-
um algerir vitleysingar í sambandi
við rekstur og fjármál," viðurkennir
formaðurinn Pétur Örn.
„Vegna þess hve fjárhagurinn er
naumur höfum við ekki getað verið
með nægjanlegt starfslið, svo vinn-
an lendir mikið á stjórninni," segir
Rúrí. Framan af var allt unnið í
sjálfboðavinnu en frá árinu 1993
hefur safnið haft einn launaðan
starfskraft, framkvæmdastjóra,
sem sér um allan daglegan rekstur
safnsins. Ragnheiður Ragnarsdótt-
ir hefur gegnt starfi framkvæmda-
stjóra frá upphafi en hefur nú látið
af störfum og er nú unnið að því að
fá nýjan framkvæmdastjóra til
safnsins.
Bæði eru þau Rúrí og Pétur Örn
bjartsýn á framtíð Nýlistasafnsins.
„Ég sé ekki ástæðu til annars en að
þetta safn haldi áfram að dafna, það
er ekki komin nein þreyta í það,“
segir Rúrí. Á ýmsu hefur þó gengið
á þeim rúmu tveimur áratugum
sem það hefur starfað og húsnæðis-
og peningamálin ekki alltaf verið
upp á það besta. „í rauninni ættum
við að gera fuglinn Fönix að tákni
safnsins, því á hverju sem gengur,
þá endurfæðist það eftir erfiðleik-
ana - Nýló rís alltaf upp úr ösk-
unni,“ segir Rúrí og ekki er annað á
Pétri að heyra en honum þyki það
afbragðsgóð hugmynd.
endurgerð frumverksins. Færa
safninu að gjöf...“
f SÚM-sal ræður ríkjum Alda
Sigurðardóttir, sem gerði sér lítið
fyrir og hafði samband við 29 ein-
staklinga sem tekið höfðu þátt í að
stofna Nýlistasafnið eða komu að
starfsemi þess á fyrsta árinu og
bað þá um að velja til sýningar
eldri verk úr safneigninni eða gefa
eða lána önnur verka sinna. Lista-
mennirnir brugðust vel við kalli
Öldu, sem að auki gaf safninu tvö
verk eftir sjálfa sig í tilefni sýning-
arinnar.
Verk sem listamenn hafa
sjálfir valið til varðveislu
í yfirlýsingu Öldu segir m.a.:
„Að mínu mati er sérstaða safn-
eignar Nýlistasafnsins fyrst og
fremst sú að þar eru verk sem
listamenn hafa sjálfir valið til varð-
veislu. Með þessu hafa þeir lagt
sitt að máli við listasöguna því að í
framtíðinni mun æ meira verða
leitað eftir heimildum í þetta safn
og saga listarinnar færð í form
með því að dusta rykið af hlutum
sem þar leynast, þeir dregnir fram
í dagsljósið til þess að segja þessa
sögu. Mér finnst þetta mikilvægt
til mótvægis við þá listasögu sem
geymd er í öðrum söfnum og ég
held að þótt önnur listasöfn kaupi
nú í nokkrum mæli verk af starf-
andi myndlistarmönnum sé það
ekki síður mikilvægt að þeir haldi
áfram að gefa verk sín Nýlista-
safninu. Með þessari sýningu vil
ég hvetja þá til þess.“
Sýningin stendur til 13. febrúar
nk. og er opin kl. 14-18 alla daga
nema mánudaga.
Samræður
við safneign
Morgunblaðið/Kristinn
Það er einna líkast því að forvörðurinn hafi
brugðið sér frú rétt sem allra snöggvast. Á borð-
inu má sjá áhöld og efni Benedikts Kristþórsson-
ar og á veggnum fyrstu pensildrættina í endur-
gerð hans á verki eftir Dieter Roth.
í TILEFNI afmælis og aldahvarfa
bauð stjórn Nýlistasafnsins fimm
ungum listamönnum að gramsa í
geymslum þess og draga fram í
dagsljósið nokkur af þeim mikla
fjölda verka sem þar leynast. Sýn-
ingin Samræður við safneign er af-
rakstur þessa stefnumóts sýning-
arstjóranna við listaverkaeign
Nýlistasafnsins og er henni ætlað
að vísa í senn á nútíð og fortíð,
jafnt til fornar samdrykkju sem
spjallrása samtímans.
Mikilvægið
Iiggur í loftinu
Verkin sem Einar Garibaldi Eir-
íksson sýnir í forsal sjást ekki
sjálf, þar sem þau hafa ekki verið
tekin úr umbúðunum sem þau voru
flutt í til safnsins. Þau eru lokuð
inni í rammgerðum trékössum eða
pappahólkum og titlar verkanna
eru: Verk nr. 57, Verk nr. 3881,
verk nr. 626, óskráð o.s.frv. Enda
segir svo í yfirlýsingu sem Einar
Garibaldi hefur sett upp á vegg:
„Þegar ég hugsa um Nýlistasafnið
er listaverkaeignin það síðasta sem
mér dettur í hug. Mikilvægi safns-
ins er ekki falið í geymslunni. Ég
hef engan sérstakan áhuga á að
vita hvað er í kössunum. Mikilvægi
Nýlistasafnsins ... liggur í loftinu."
Til sýningar í Gryfju hefur Sig-
urbjörg Eiðsdóttir valið fimm verk
fjögurra listakvenna. í hennar yf-
irlýsingu segir: „Hver er lifandi
líkami safns og hvert er raunveru-
legt umfang hans? Verk nr S-141
fannst ekki í geymslunni. í því var,
meðal annars, ostur. Ég velti fyrir
mér verkum sem vöktu kenndir
um nálægð eða hverfulleika eða
hversdagleika og fólk. Úr því varð
eins konar tilfinningaleg og óná-
kvæm skráning í ljósmyndum af
fimm verkum í eigu Nýlistasafns-
ins.“
Hvort ljósið leiðir
eitthvað nýtt í ljós
Á ljósaborði í setustofu liggja
staflar af röntgenmyndum sem
Ingirafn Steinarsson hefur látið
taka af nokkrum þekktum og
minna þekktum verkum í eigu
safnsins. Með því að rýna í þær
geta gestir skoðað innri byggingu
listaverkanna. Þannig hljóðar yfir-
lýsing Ingarafns til skýringar upp-
átækinu: „Ég vildi gera tilraun til
að varpa nýju ljósi á verk í eigu
Nýlistasafnsins. Líklega hefur
aldrei verið varpað röntgen „ljósi“
á verkin áður en ég gerði það. Að
sýningu lokinni kem
ég til með að gefa
safninu þessar film-
ur sem hér eru til
sýnis. Það kemur
síðan í Ijós hvort
þetta ljós leiðir eitt-
hvað nýtt í ljós.“
Grafíkmynd
endurgerð
í Bjarta sal sýnir
Benedikt Kristþórs-
son ekki grafík-
mynd sem safnið á
eftir Dieter Roth,
heldur varpar hann
mynd af verkinu
upp á vegg með
hjálp litskyggnuvél-
ar og endurgerir
það, bæði framhlið
þess og bakhlið. Allt
efni sem hann notar
til endurgerðarinn-
ar liggur þar
frammi á borði, auk
þess sem það er tal-
ið upp í smáatriðum
á lista sem hangir á
veggnum ásamt yf-
irlýsingu Benedikts:
„... að endurgera
verk, „recto verso“
framhlið, bakhlið.
Úr safngeymslu yfir
í sýningarsal þ.e.
frumverk úr safna-
eign sem þolir ekki dagsljós. Ljós-
fælnir litir, óburðugur pappír, litur
á lit ofan, krosssprungið yfirborð.
Eigum við að grípa inn í, stöðva
eða hægja á eyðingu verksins,
hver gefur okkur það leyfi, hver
tekur þá ákvörðun? Er það höf-
undur verksins, eigandi þess, sýn-
ingarstjóri eða forvörðurinn? Tutt-
ugu og þrír dagar, tuttugu og tveir
litir. Skrá, taka upp á myndband,
festa á filmu og mála síðan yfir