Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 35
Myndir sem
enginn mátti sjá
Ekki lýgur ljósmyndin var einu sinni sagt.
En það er bara hálfur sannleikurínn og
stundum argasta lygi. Dæmi þessa má nú
sjá í Proud Galleries í London. Þar eru m.a.
til sýnis ljósmyndir, sem máttu ekki koma
fyrir augu almennings af því þær sögðu
sannleikann, og svo aðrar, sem voru lagaðar
til þess að ljúga að almenningi. Freysteinn
Jóhannsson skoðaði sýninguna.
Hitler æfir sig. Einræðisherrann taldi myndina skemma ímynd sína og
skipaði opinberum ljðsmyndara sínum að eyðileggja filmuna.
SÝNINGIN í Proud Galleries dreg-
ur nafn af þeim ljósmyndum, sem við
áttum ekki að fá að sjá á 20. öldinni,
en sumar þeirra hafa ekki sézt opin-
berlega fyrr en nú.
I hópi bönnuðu myndanna er ein
af Adolf Hitler, tekin 1925, þar sem
hann æfir látbragðið undir gamalli
ræðu. Hitler óttaðist að myndin
kynni að eyðileggja ímynd hans sem
ræðumanns og skipaði opinberum
ljósmyndara sínum, Heinrich
Hoffman, að eyðileggja filmuna.
Hoffman óhlýðnaðist Hitler og nú er
mynd hans talandi tákn um þá hlið
ÁÆTLUNIN kallast Veg(g)ir og er
henni ætlað að veita sex listamönn-
um tækifæri til að tjá sig beint á
langvegginn á gangi Kjarvalsstaða.
Það var Hlynur Hallsson sem reið á
vaðið, en þegar þessi greinarstúfur
birtist mun Daði Guðbjömsson þeg-
ar vera kominn í gang með sína út-
gáfu. Hans þáttur mun standa fram
til 24. febrúar. Þá tekur Ráðhildur
Ingadóttir við og eftir henni Katrín
Sigurðardóttir. Lestina munu svo
reka þau Gunnar Örn og Ragnheiður
Jónsdóttir.
Svona sýningamynstur er gjaman
kallað „Work in Progress" eða Verk í
mótun. Það er þó sérstaða Veg(g)ja
að þar tekur hver listamaðurinn við
af öðram og byrjar þá á hvítum
granni, því verk fyrri listamannsins
hefur þá verið fjarlægt. Þannig er
ekkert lát á mótuninni meðan lista-
mennimir sex glíma við langvegginn
M-2000
Laugardagur 5. febrúar
Martino Tirimo
Kýpverski píanóleikarinn
Martino Tirimo heldur eina
tónleika í íslensku óperanni.
Miðasala fer fram í Islensku
óperanni en tónleikarnir hefj-
ast kl. 14:30.
Rokk í Reykjavík
Ný og óritskoðuð útgáfa af
Rokki í Reykjavík með enskum
texta sýnd í Háskólabíói kl.
23.00.
foringjans, sem ekki mátti sjást.
Ekki tókst yfirvöldum í Teheran
heldur að koma í veg fyrir það 1989,
að ljósmynd frá útför Khomeinis
erkiklerks kæmist úr landi. Stjóm-
völd gerðu upptækar og eyðilögðu
allar aðrar filmur með myndum af
því, er æst fólkið raddist að líkböran-
um og tætti sundur líkklæðin í leit að
minjagripum. Á myndinni, sem rat-
aði frá íran, er lík erkiklerksins hálf-
nakið og hálfdregið af líkbörunum.
En það era ekki bara stjómvöld,
sem vilja halda ljósmyndum frá al-
menningi. Fjölmiðlar era fæstir því
urinn leið sína á Kjarvalsstaði til
þess að bæta einu dagbókarbroti við
hin fyrri og svara spurningum for-
vitins skólafólks. Auk textans, sem
ritaður er beint á vegginn með
filtpenna, fylgir fjölbreytilegt safn af
ljósmyndum hverjum degi. Þar má
sjá hvað þau feðginin höfðust að frá
því þau vöknuðu eldsnemma á
morgnana uns þau vora aftur kom-
inn inn í draumaland næstu nætm-.
Neðst, eftir veggnum endilöngum,
fékk Lóa litla að athafna sig með liti
sína og leikandi teiknistíl.
Ef til vill er það ekki merkilegur
hlutur að halda dagbók á veggjum
Kjarvalsstaða, en þetta er þó eitt af
þeim skrásetningarformum sem
Hlynur hefur tileinkað sér með eftir-
tektarverðum árangri á nokkurra
ára veru sinni í Hannover í Þýska-
landi. Þar er hann búsettur ásamt
fjölskyldunni, en sér sér fært að
koma öðra hvoru heim á Frónið til að
taka þátt í sýningum.
Ef til vill skýrir útlegðin þá merki-
legu og fjölskrúðugu tilveru sem þau
Hlynur og Lóa upplifa hér í land-
legu. Þótt þau nái ekki alveg Tinna
og litla hundinum hans er líf þeirra
fullt af ævintýrum hversdagsins.
Reyndar er merkilegt að sjá hinn
mikla mun sem er á textanum á
veggnum - og gestir geta lesið línu
fyrir línu - og ljósmyndunum sem
ramma hvert dagbókarbrot með
frjálslegum og ókerfisbundnum
hætti. Það er eins og miklu meira og
markverðara gerist í ljósmyndunum
en textanum þó að báðir miðlar fylgi
hverjum degi eftir af mikilli natni og
nákvæmni.
Frásagnarstíll Hlyns er hlutlæg-
ur, svo sumum finnst sem hann haldi
markinu brenndir að birta hvað sem
er, en oft hefur sjálfskipuð ritskoðun
þeirra tekið ómakið af stjómvöldum.
I marz 1944 var tekin mynd í Farr-
ingdon í London af eftirleik loftárás-
ar Þjóðverja. Picture Post birti ekki
myndirnar, því þar á ritstjórninni
töldu menn, að þær myndu draga
kjarkinn úr stríðshrjáðum Lundúna-
búum. Myndimar vora fyrst birtar
1948. Árið 1950 urðu aftur átök á
Picture Post vegna ljósmynda, sem
teknar vora í S-Kóreu af norðurkór-
eskum stríðsföngum. Ritstjórinn,
Tom Hopkinson, vildi birta myndirn-
ar, en eigendur blaðsins töldu þær
andstæðar vestrænum hagsmunum
og Hopkinson varð að taka pokann
sinn.
Áröður og blekking
Ljósmyndinni hefur löngum verið
beitt í áróðursskyni. Fagurgljándi
dráttarvélamar við sovézka sam-
yrkjubúið 1933 vora uppstilling, sem
átti að leyna hungursneyð og millj-
ónum mannslífa. Einræðisherrar á
borð við Stalín og Hitler létu taka
myndir af sér með litlum börnum til
að fólk mætti sjá, að þeir hefðu sínar
mjúku hliðar. Tony Blair, forsætis-
ráðherra Breta, er sagður snillingur
í að búa til ljósmyndatækifæri til
þess að koma málum sínum til fólks.
Hlynur Hallsson við hluta af
dagbókum sínum.
sig til hlés að yfirlögðu ráði. Það er
mesti misskilningur, enda hefur
hann ekkert að fela eftir þvl sem
næst verður komist. Þessi hlutlægi
stíll hans fellur prýðilega að Ijós-
myndunum því þær era þrátt fyrir
nákvæmni miðilsins mun óraunsærri
en textinn. Þar koma til öll veislu-
höldin út af sýningunni og alls kyns
kaffiboð sem ekki falla beinlínis að
hugmyndum okkar um raunsæi og
hlutlæga dagfarslýsingu. Getur ver-
ið að ævintýrin hendi okkur hvers-
dagslega í ríkari mæli en við viljum
vera láta, en penninn hafi tilhneig-
ingu til að breiða yfir þá staðreynd?
Svo furðulega sem það kann að
hljóma lýsir veggur Hlyns hlutlægri
upplifun sem mannfagnaði og veislu-
höldum, meðan huglæga tilverustig-
ið gengur gegnum miklu hversdags-
legri reynslu. Einhvern tímann var
þessu öfugt varið. Menn hurfu á vit
ævintýrisins, langt burt frá grá-
myglulegum hversdagsleikanum.
Nú upplifir hinn áþreifanlegi nú-
tímamaður veislu nær daglega með
vinum, kunningjum og vandamönn-
um. Á meðan verður hugur hans að
gera sér rútínuna í einangrun að
góðu. Það er svona óvenjuleg upp-
götvun sem gerir veggverk á borð
við Hlyns að svo spennandi tjáning-
arformi. Enginn veit fyrirfram
hvaða ályktanir má draga af því og
trúlega koma þær listamanninum
jafnskemmtilega á óvart og okkur
aðnjótendum.
Halldór Björn Runólfsson
Og 1999 birtist mynd af Elísabetu
Englandsdrottningu að tedrykkju
hjá Susan McCarron í Glasgow, en
eftir lát Díönu prinsessu hafa drottn-
ingin og fjölskylda hennar gert í því
að bæta úr fjarlægri ímynd sinni í
augum almennings.
Og svo era það ljósmyndirnar,
sem vora lagaðar að pólitískum þörf-
um hvers tfma.
Árið 1919 var tekin mynd í
Moskvu af tuttugu fulltrúum á átt-
unda þingi kommúnista. Þessi mynd
hefur ekki sézt opinberlega fyrr, en á
valdatima sínum lét Stalín taka ell-
efu þingfulltrúanna af lífi og þrír aðr-
ir sviptu sig lífi til að mótmæla
stefnu hans. Opinberlega birtist að-
eins lítill hluti myndarinnar, þrenn-
ingin Stalín, Lenín og Kalinin. Síðan
var Kalinin fjarlægður úr myndinni
og 1938 var Lenín horfinn líka. Önn-
ur mynd var tekin á Torgi hins himn-
eska friðar, Tiananmentorgi í Kína
1976, þar sem Jiang Qing, ekkja
Mao, og vinir hennar; fjórmenninga-
klíkan, var viðstödd útför Mao. Síðar
vora þau svo fjarlægð úr ljósmynd-
um og þar á meðal þessari, sem var
bætt með blómapottum og mynda-
styttum!
Moskva ’54 - New York ’99
En það er ekki bara að fólk sé látið
hverfi úr myndum af sögulegri nauð-
syn, heldur eru Ijósmyndir líka fals-
aðar til að sýna fólk í öðru Ijósi en
raunveraleikanum. Og þarf hvorki í
austurveg né langt aftur í tímann til
þess að rekast á dæmi þess. 1996
birti The London Evening Standard
mynd af John Prescott, aðstoðarfor-
sætisráðherra Verkamannaflokks-
ins, sem þá var í stjómarandstöðu.
Blaðið vildi sýna Prescott sem sósíal-
ista hins ljúfa lífs og fjarlægði bjór-
flösku hans úr myndinni þannig að
svo virtist sem Prescott væri að
drekka kampavín borðnautar síns.
Listin hefur löngum reynzt vald-
höfunum óþægur ljár í þúfu. Það er
ekki munurinn á milli Krashchevs í
Moskvu 1954 og Rudolph Giuhani í
New York 1999. En eðlismunur, að á
þessum tíma vora orð Krashchev lög
og hann lét loka nýlistarsýningu með
þeim ummælum að api hefði getað
gert betur. Giuliani reyndi að kúga
Brooklynlistasafnið til að úthýsa
Sensationsýningunni brezku, en lög-
in reyndust safnsins megin, þannig
að Giuliani hafði ekki erindi sem erf-
iði. En söm var gjörðin!
Það væri ástæða til þess að nefna
miklu fleiri ljósmyndir á þessari sýn-
ingu. En nú á það heldur betur við,
að sjón er sögu ríkari! Hér skal þó
enn ein mynd tínd til; mynd sem tek-
in var af nafnlausum Ijósmyndara í
Santiago, Chile 1973. Á myndinni
sést Salvador Allende forseti koma
út úr byggingu í valdaráni hersins
miðju. Myndin er tekin skömmu áð-
ur en hann var myrtur, en hún og
aðrar myndir á filmunni sönnuðu, að
hann var enn á lífi, þegar herinn
sagði hann hafa framið sjálfsmorð í
forsetahöllinni. Myndin barst New
York Times sex vikum síðar og eins
og í tilfelli ljósmyndarinnar frá
Teheran er ljósmyndarinn ókunnur.
Það er í það heila tekið skelfing
döpur veröld, sem blasir við okkur í
ljósmyndunum í Proud Galleries.
Undantekningamar eru teljandi á
fingram annarrar handar. Dauðinn
er víða nálægur, fangar og hermenn
og hörmungar á hverju strái. Enda
von; það era helzt skuggahliðar okk-
ar, sem við viljum leyna í lengstu lög.
Og umfram allt gleyma. En það er
eins og stöðug áminning sé okkur
nauðsynleg. Það era Ijósmyndir eins
og hauskúpuhaugurinn í Tuoi Sleng-
búðunum í Kambódíu, sem efla okk-
ur í þvl að vilja ekki láta slíkt henda
aftur. Þó ekki væri nema bara vegna
þess, er tímanum í Proud Galleries
vel varið.
Proud Galleris eru við Buckin-
hamstræti, steinsnar frá Charing
Cross-stöðinni. Sýningin stendur til
25. febrúar.
------------------
Tónleikar
Tirimos í dag
TÓNLEIKAR
píanóleikarans
Martinos Tirimos
verða í íslensku
óperanni í dag,
laugardag, kl.
14.30 en ekki á
sunnudag, eins og
ranghermt var í
blaðinu í gær.
Hann verður á ferð í Tónlistarskól-
anum í Reykjavík á morgun. Á efnis-
skrá Tirimos, sem þykir í fremstu
röð í heiminum, era verk eftir Chop-
in og Beethoven.
250 m2einbýlishús við Depluhóla í Reykjavík.
Séríbúð í kjallara. Yfirbyggður sólskáli.
Frábært útsýni. Eign í sérflokki.
Upplýsingar í síma 552 0730
Dagbókin um
veg(g)inn
MYJVDLIST
Kjarva1ssta ð i r
TEXTI & LJÓSMYNDIR
HLYNUR HALLSSON
Hlutur Hlyns; til 3. febrúar. Opið
daglega frá kl. 10 -18. Aðgangur
kr. 300.
milli sýningarsalanna. Hið eina sem
þeir hafa að leiðarljósi er frelsið til
að gera hvaðeina á vegginn og því
má búast við eins margbreytilegri
útkomu hjá hverjum og einum og
þeir eru margir listamennirnir.
Hlynur Hallsson kaus að gera
dagbók á vegginn og skrá upplifun
sína og Lóu, litlu dóttur sinnar, frá
degi til dags meðan hlutur hans
stæði yfir. Hvern dag lagði listamað-
Morgunblaðið/Kristinn
Martíno Tirimo