Morgunblaðið - 05.02.2000, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIP
LISTIR
Morgunblaðið/Jim Smart
Yfírlitsmynd af sýningu Stefáns Geirs Karlssonar á Mokka
Kammertónleikar í Garðabæ
Fimm
fj ölbreyttir
tónleikar
Fyndið
föndur?
MYJVDLIST
Mokka,
Skólavörðustíg
lágmyndir stefán
GEIR KARLSSON
Til 7. febrúar. Opið daglega frá kl.
10 - 23:30, nema sunnudaga, frá kl.
14-23:30
LÁGMYNDIR Stefáns Geirs
Karlssonar eru ekki merkileg smíð
ef satt skal segja. Réttara væri að
tala um föndur en list því Stefán
Geir ýtir undir föndurbraginn með
hugmyndarýrð sem hljómar eins
og síendurtekinn brandari. Mynd-
efni hans eru konubrjóst í öllum
stærðum og gerðum, úr bambus-
vafningum og öðrum föndurviði,
sem hann skírir nöfnum á borð við
„Rósa frænka“, eða „Fatafellan".
Það er erfitt að geta sér til um
hvað fyrir Stefáni vakir með þess-
um verkum. Ef það er að skemmta
gestum kaffihússins þá hefði verið
betra að trimma sýninguna niður í
fáein verk og segja sama „djókinn"
í nokkur vel valin skipti. Þannig
hefði hann varðveitt eilítið af
ferskleik yrkisefnisins og þegið
hjartanlegan hlátur að launum. En
svo virðist sem vonin um að selja
gripina hafi orðið húmornum og
smekkvísinni yfirsterkari.
Fyrir vikið eru veggir kaffihúss-
ins alsettir röðum af föndruðum
brjóstum í alls kyns mögulegum
og ómögulegum útgáfum og leggur
Stefán Geir greinilega á sig tölu-
verðar pælingar til að finna ný
sérkenni á viðfangsefninu.
Sennilega hugsar hann eitthvað
á þessa leið: „Allir vilja eiga svona
brjóst eftir mig, en enginn vill eiga
alveg eins brjóst og náunginn."
Þörfin fyrir að gera hvert brjóst
einstakt ýtir undir raðir af hall-
ærislegum nafngiftum eins og
þeim sem áður voru nefndar og
auðvitað er vænn verðmiði við
hvert nafn. Þannig verður útkom-
an eins og brandari sem sögumað-
ur ímyndar sér að hljómi nýr og
ferskur bara af því orðalaginu er
breytt lítilsháttar í hvert sinn sem
hann er endurtekinn.
Með fima fingur sína gæti
Stefán Geir gert mun betur en
hann gerir ef hann nennti að beita
ímyndunaraflinu í staðinn fyrir að
rembast við sama þemað út í hið
óendanlega. En auðvitað er valið
hans og ef til vill er það einmitt
svona sem hann vill tjá sig.
Halldór Björn Runólfsson
MENNINGARMÁLANEFND
Garðabæjar efnir nú fjórða árið í röð
til kammertónleika í Garðabæ og
verða fyrstu tónleikarnir laugardag-
inn 11. mars nk. Ráðgerðir eru alls
fimm tónleikar á þessu ári og verða
þeir haldnir líkt og verið hefur í
Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vída-
línsldrkju. Tónleikarnir verða á
laugardögum og hefjast allir kl. 17,
utan þeir fjórðu í röðinni, sem ráð-
gerðir eru miðvikudaginn 11. okt-
óber kl. 20.
Listrænn stjórnandi kammertón-
leika í Garðabæ hefur verið til þessa
Gerrit Schuil en við starfi hans tekur
nú Sigurður Bjömsson.
Á efnisskrá fyrstu tónleikanna eru
verk eftir J.S. Bach, W.A. Mozart, G.
Verdi og J. Brahms. Þar kemur fram
í fyrsta sinn á tónleikum Hljómkór-
inn undir stjórn Gerrit Schuil og flyt-
ur m.a. verk fyrir kammerkór og
fjórhentan píanóleik. Píanóleikarar
verða þeir Gerrit Schuil og Richard
Simm.
Á öðrum tónleikum, sem verða 8.
apríl, er homleikarinn Hermann
Baumann í aðalhlutverki en með
honum leika Sigrún Eðvaldsdóttir á
fiðlu og Gerrit Schuil á píanó. Efnis-
skráin samanstendur af verkum eftir
Mendelssohn-Bartholdy, W.A.
Mozart, J. Brahms o.fl.
Þriðju tónleikamir verða 16. sept-
ember en þar kemur fram strengja-
kvartett frá Miinchen, Cuvillés--
kvartettinn, sem leikur verk eftir J.
Haydn, W.A. Mozart og L.v. Beet-
hoven. Meðleikari á klarínett með
þeim félögum frá Munchen verður
Sigurður Ingvi Snorrason.
Fjórðu tónleikamir, sem verða 11.
október, em ljóðatónleikar. Ópem-
söngvarinn Andreas Schmidt mun
syngja ljóðasöngva eftir L.v. Beet-
hoven, C. Löwe og H. Wolf. Píanó-
leikari á tónleikunum verður Rudolf
Jansen.
Fimmtu og síðustu tónleikarnir í
þessari tónleikaröð verða 14. nóv-
ember og em það ljóða- og aríu-
tónleikar. Elín Ósk Óskarsdóttir
syngur ljóð við lög eftir F. Schubert,
J. Brahms og R. Wagner og ennfrem-
ur aríu eftir R. Wagner, C.M. Weber,
G. Puccini og G. Verdi. P’íanóleikari
með Elínu Ósk verður Gerrit Schuil.
Carsten Greife
sýnir í GUK
SÝNING á verkum Car-
sten Greife í GUK
(Garður, Udhus, Kiiche)
verður opnuð sunnu-
daginn 6. febrúar.
Carsten er fæddur í
Bielefeld í Þýskalandi
árið 1968 og lauk námi í
myndlist frá Kunst
Hochschule í Hannover
árið 1997. Hann vinnur
gjaman teikningar út
frá „reglum skapalóns-
ins“.
Eftirfarandi orðsend-
ing barst frá Carsten:
„Mig langar til að senda
fax-teikningar til ykk-
ar. Mig vantar faxnúm-
erin ykkar. Það þarf að
vera gamaldags faxtæki
með pappír á rúllu. í
garðinn (Garður) langar mig til að
senda fax af siðasta jólatrénu okk-
ar. Vinsamlegast finnið góðan stað
svo það geti aftur skotið rótum.
ígarðhýsið (Udhus)
langar mig til að senda
fax af hesti nágrann-
ans. Hann þarf þurran
stað og glugga til að
horfa út um. f eldhúsið
(Kttche) langar mig til
að senda fax af geymsl-
unni okkar. Eg held þið
þurfið stærra eldhús.“
Sýningin verður
opnuð sunnudagjnn 6.
febrúar kl. 14 á Islandi
ogkl. 16 íDanmörku
og Þýskalandi.
Sunnudagana 5. og
19. mars verður opið
milli kl. 16 og 18 að
staðartfma en að auki
er sýningin opin á öðr-
um tímum eftir sam-
komulagi.
Hægt verður að fylgjast með sýn-
ingunni á http://www.simnet.is/
guk. Þar er einnig hægt að skoða
myndir af fyrri sýningum í GUK.
Fax teikning af borði
eftir Carsten Greife
Hljómkórinn kemur í fyrsta sinn fram opinberlega á opnunartónleikum Kammertónleika í Garðabæ.
Háskólanemi
snýr heim
ERLEIVDAR
RÆKUR
Spennusaga
SKJÓL„SHELTER"
eftir Chaz Brenchley. Hodder & Stoughton
1999. 295 síður.
BRESKI spennusagnahöfundurinn Chaz
Benchley hefur sent frá sér næstum tug bóka
en sú nýjasta sem kemur út í vasabroti eftir
hann heitir Skjól eða „Shelter" og er útgefin
af Hodder og Stoughton. Þetta er sálfræði-
legur tryllir um ungan háskólanema sem
sendur er heim til sín eftir að félagi hans
finnst myrtur á skólalóðinni. Hann er hálfveg-
is grunaður um tíma en ekkert kemur út úr
því. Hins vegar virðist fylgja honum einhver
óáran því þegar heim kemur taka undarlegir
og á endanum hroðalegir atburðir að gerast.
Áhugaverður höfundur
Chaz Benchley er áhugaverður höfundur
sem leyfir sögunni að ráða för og hafnar
endalokum sem róað geta lesandann. Engar
málamiðlanir þar og jafnvel lausir endar fá að
vera lausir og skilja lesandann eftir með
óráðnar gátur í kollinum. Benchley er nokkuð
sjóaður höfundur. Af öðrum bókum hans má
nefna „Dispossession“ og fyrstu söguna um
uppáhalds sögupersónu höfundarins, Ben
Macalley, „Dead of Light“, en Ben má finna í
nokkrum bókum. Einnig má nefna söguna
„Light Errant“.
Þessi nýjasta saga er haganlega samsett,
kannski þungmelt stundum, en á endanum
harkalegt ævintýri af drungalegri lands-
byggðinni þar sem leynast hættur í dimmum
skógum og varasamt er að fara um fjöll og
dali. Skjól er metnaðarfyllra verk en gengur
og gerist í spennusagnageiranum, djúpköfun í
hugsanir manns um tvítugt, sem lesandinn
veit ekki nákvæmlega hvað hann á að halda
um.
Frásögnin er sögð að mestu í fyrstu pers-
ónu út frá sjónarhóli unga mannsins en skipt-
ir stundum um sjónarhom þannig að lesand-
inn verður alsjáandi og stundum er lesandinn
sendur í skáletraða ævintýraveröld utan við
sjálfa söguna.
Aðalpersónan heitir Rowan Coffey, nítján
ára og mjög vel greindur og hann veit vel af
hæfileikum sínum. Þegar sagan hefst snýr
hann til baka frá háskólanámi til heimabæjar
síns sendur í ársfrí. Tilefnið: Ungur vinur
hans finnst stunginn til bana skammt frá
hýbýlum þeirra. Ekki er talin ástæða til þess
að gruna drenginn.
Tvíræðni
Heimafyrir bíður móðir hans, einhleyp, vin-
ir hans frá því í æsku, kennslukona sem hann
sefur hjá en hún er því sem næst helmingi
eldri en hann, bróðir hennar, sem á við
vandamál að stríða, og hópur af flökkufólki
sem áð hefur við skógarjaðarinn og vill ekki
fara, m.a. faðir með tveimur börnum sínum.
Innan um þetta fólk er morðingi og barnaníð-
ingur sem eirir engu.
Chaz Brenchley býr til úr byggðinni, ónota-
legu veðrinu og fólkinu á staðnum einskonar
ævintýraland. Það afmarkast af dalverpi,
miklum skógi og hæðum og fjöllum þar sem
hætturnar leynast. I miðju þess er lítið þorp
þar sem finna má þrjár ölkrár er bjóða upp á
misgott öl. Og fólkið sem landið byggir á
hvert sína fortíð. Spennan felst ekki síst í af-
stöðu lesandans tii sögumannsins, hins unga
Rowans. Hann hefur eftir móður sinni að all-
ar sögur feli í sér tvíræðan endi og það á
sannarlega við um sögu hans sjálfs; hver
myrti skólafélaga hans? Hvers vegna hvarf
bróðir kennslukonunnar í skóginum?
Reyndar er Skjól ekki sakamálasaga nema
að takmörkuðu leyti. Hún er kannski fyrst og
fremst lýsing á fólkinu í sveitinni, fólkinu sem
Rowan umgengst, sambandi hans við
kennslukonuna, æskuvini sína, móður og
flökkufólkið sem tekur að búa í húsi hans, um
sveitina sem hann býr í. Þetta er saga um það
sem er yfirvofandi og jafnvel saga um sögu (á
einum stað tekur Rowan völdin af sögu-
manni). Allt er það trúverðugt nokkuð og sag-
an öll hin athyglisverðasta.
Arnaldur Indriðason