Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 38

Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 38
38 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ F E RÐAF ÉLAG ÍSLANDS N orðlensk- ar fj alla- slóðir Gönguleiðir um fjalllendið milli Skaga- fjarðar og Austur-Húnavatnssýslu ✓ I þessari grein fjallar Páll Sigurðsson um áhugaverðar gönguleiðir um skörð og dali Norðanlands, á slóðum sem fáir þekkja aðrir en þeir, sem í námunda búa, en fleiri ættu að kynnast af eigin raun. Ljóamynd/Páll Sigurðsson í Tröllabotnum. Til hægri er Tröllakirkja, en um skarðið við hana liggur gönguleið vestur í Laxárdal fremri. VIÐA um land bjóðast göng- umönnum góðir kostir varðandi ferðaleiðir um eyðibyggðir, um foma fjall- vegi milli byggða eða um fjalllendi í jöðrum byggðanna. Margar eru þessar óbyggðaslóðir, sem eigi liggja alltaf ýkja fjarri byggðum bólum, grösugar og hlýlegar. Oft má þar finna djúpa dali með kliðmjúkum bergvatnsám (þó úrillum í vorleysingum), bröttum fjallshlíðum og fögrum tindum, sem hvetja hina brattgengari til dáða. Sjóndeildarhringurinn er oftar en ekki fremur þröngur á þessum dala- slóðum, en umhverfið býður ferða- manninum þess í stað annað sjónar- hom, sem oft er ekki síður áhugavert en víðsýnið. Göngumaðurinn lítur sér nær og finnur margt, sem gleður hugann: Grónar tóttir í innanverðum dal, þar sem byggð er sögð hafa lagst af í Svartadauða, ískyggilegar kinda- slóðir í hengibröttum hlíðum, sporða- köst silunga í veiðilegum hyljum, stóð á beit - vært úr fjarska en fælið og spretthart þegar ferðamaðurinn nálgast það - og forvitnilegt blóm- skrúð við hvert skref að kalla má. Landsvæðið í fjalllendinu milli Skagafjarðar- héraðs og Langadals og Svartárdals í Austur-Húnavatnssýslu má finna fjölmargar leiðir, sem hafa flest það sér til ágætis, er ferðalangurinn sæk- ist eftir á gönguferðum, og sama er að segja um hestamenn - einkum þó að sumri og fram á haust, því að vetr- arríki er mikið á þessum slóðum og illviðrasamt í skörðum og dölum. A vetuma er þó víða í fjallaklasa þess- um kjörlendi vélsleðamanna og leiðir, er þeim henta, óteljandi og gefandi sé varlega farið. Fyrrum var víða búið í þessum fjalldölum, þótt þar væri misjafnlega gott - eða iUt - undir bú, en víst er að allir bjuggu þeir afdalamenn við vetr- arhörkur, oft með jarðbönnum fyrir búfé talsverðan hluta árs, og þrot- laust erfiði og áhyggjur um afkom- una, að nokkru umiram stéttarbræð- ur þeirra og -systur í hinum búsældarlegri byggðum lágsveit- anna. í fjallaklasa þeim, sem hér um ræðir, má enn víða finna ummerki gamaUa býla, fombýla jafnt sem ann- arra, er fyrst lögðust af fyrir fáum . áratugum, og víst er að sums staðar má þeim ferðamanni, sem aðeins fer um dalina að sumarlagi en hefur aldrei verið þegn Vetrar konungs á þessum slóðum, virðast álitlegt undir bú. Sumardýrðinni einni er hins vegar ekki treystandi. Um Gönguskörðin, dalaþyrpingu Skagafjarðarmegin í fjalllendinu, segir í kunnri vísu: Dal í þröngum drífa stíf dynur á svöngum hjörðum. Mun þvi öngum of gott líf uppiíGönguskörðum. Um þessar slóðir, Gönguskörðin, jafnt sem ýmsa aðra hluta þessa fjall- lendis, sem skUur að Húnvetninga og Skagfirðinga, hef ég oftsinnis rölt og á mér minningar um „landkönnun" þar allt frá unglingsárum mínum austan megin fjallgarðsins. Fleiri eru þó þær leiðimar um þessa fjalldaU, sem ég á enn ógengnar, en hinar, sem ég þekki vel af eigin raun. Fljótlega fór ég að lesa mér til um sögu þessara gömlu byggða, sem nú eru að mestu eyddar, og jók það stórum ánægjuna af gönguferðunum. Um þetta land- svæði í heUd og einstaka hluta þess má víða finna fróðleik, m.a. í ágætum árbókum Ferðafélags íslands, sem fjalla um Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslur, en jafnframt í aUoinnum þjóðsagnasöfnum og frásagnaþáttum eða æviminningum nokkurra þeirra manna, sem þar þreyðu þorrann og góuna, a.m.k. um eitthvert skeið ævi sinnar. Mun ég nú lýsa í fáum orðum þremur áhugaverðum gönguleiðum á þessum slóðum, sem ég hefi farið um, mér tíl mikUIar ánægju, en vissulega hefði hæglega mátt benda tU viðbótar á nokkra göngukosti um dalagötur og skarðaleiðir þar nærlendis, sem einn- ig er óhætt að mæla með. Gönguleiðin um Strjúgsskarð, Litla-Vatnsskarð og Gyltuskarð Fyrst skal sagt frá gamalli alfara- leið milli Langadals og Sæmundar- hlíðar í Skagafirði. Skulum við þá hugsa okkur, að farið sé úr bifreið við bæinn Móberg, sem stendur nærri þjóðveginum, er Uggur um Langadal. Er þá förinni heitið austur yfir fjall- þyrpinguna, um skörð og dali, niður í Skagafjörð. Fyrst er haldið upp brekkur, er Uggja að Stijúgsskarði, en um það lá fom almannavegur gegnum fjallgarðinn milU Langadals og Laxárdals „fremri“, er svo var al- mennt nefndur til aðgreiningar frá nafna hans, „ytri“, sem liggur vestan fjaUsins Tindastóls við Skagafjörð. Strjúgsskarð er víðast grösugt og hlýlegt. Þar Uggur vel troðin gata, sem hestamenn nota m.a. talsvert nú á dögum. Leiðin er auðveld göngu- manni en hins vegar nokkuð spor- dijúg. Við eystra skarðsmynnið opn- ast sýn yfir mikinn og fagran dal, mjög gróinn í botni og upp eftir hUð- um en krýndan bröttum fjöllum, sumum hvassbrýndum, og víða með flughömrum hið efra. Laxárdalur var löngum þéttbyggð- ur og fór meginhluti hans ekki í eyði fyrr en komið var nær miðbiki þess- arar aldar. Nú er einungis búið í nyrsta hluta hans, auk eins bæjar, Gautsdals, sem er mun sunnar þess- um útsýnisstað okkar og sést ekki Ljósmynd/Páll Sigurðsson Móbergsselstjörn í Litla-Vatnsskarði. Á myndinni er horft til vesturs. Ljósmynd/Páll Sigurðsson Hinn fomfrægi Móbergsselsbrunnur í Litla-Vatnsskarði sem sagnaljóma stafar af. þaðan, en vart er þess að vænta að í Gautsdal verði byggt til fram- búðar. Má héðan sjá ummerki (að vísu mis- glögg) eftir nokkur býl- anna um miðbik dals- ins, sem er einmitt hvað víðastur á þessum slóð- um. Mjög er votlent í dalbotninum en þó er unnt með lagni að feta sig þar yfir, sjónhend- ingu frá Stajúgsskarði, en vilji menn einungis fara um þurrlendi er nauðsynlegt að fara yf- ir dalinn mun sunnar. Upptakalindir Laxár- innar, sem rennur í Húnaflóa, eru skammt frá útsýnisstað okkar en lítt ber á ánni héðan, enda er hún vatnslítil í fyrstu. Þegar komið er framhjá rústum býlis- ins Litla-Vatnsskarðs, í austurhhð dalsins, opn- ast samnefnt skarð út úr dalnum í austurátt og hggur botn þess skarðs reyndar ekki miklu ofar sléttlendinu í botni Laxárdals, þar sem við gengum um áð- an. Auðveld verður okkur gangan um Litla-Vatnsskarð og brátt fáum við útsýn úr skarðinu austur til Víðidals og Staðarfjalla handan hans. Nálægt austurmynni skarðsins má enn greina um- merki eyðibýlisins Mó- bergssels, harðbala- kots sem kennt er við fyrmefnt Móberg í Langadal. Þess er sannarlega vert að minnast, að árið 1889 fæddist hér Sveinn Hannesson, er löngum kenndi sig við Elivoga á Langholti þótt lengst af byggi hann í Laxárdal fremri, síðast á eignaijörð sinni Refs- stöðum. Sveinn var þjóðkunnur ha- gyrðingur á sinni tíð, snjallorður en oft bitur - og öllum þeim ærið minnis- stæður, er kynni höfðu af honum eða kveðskap hans. Hið næsta bæjar- stæðinu er snotur og allstór tjöm í skarðinu, sem það dregur nafh sitt af, en tjömin er nú kennd við Móbergs- sel. Nokkrum sagnaljóma stafar af uppsprettulind, svoköhuðum Mó- bergsselsbmnni (eða Móbergsbr- unni), eigi langt frá austurbakka tjamarinnar, en þar var fyrram svo mikil silungsveiði að furðu mátti gegna, allt fram yfir síðustu aldamót, er brunninum var spillt með steink- asti, sem lokaði neðanjarðarleiðum silungsins inn í vatnsbóhð. Á þessum slóðum hggja umdæmamörk og við tekur Skagafjarðarhérað. Víðidalur í Staðarfjöllum, sem við nú komum í, er svipfríður dalur, er hggur frá norðri til suðurs eins og granni hans, Laxárdalurinn, en er bæði styttri og jafnframt þrengri, víðast hvar. Dalurinn er vfða vel gró- inn, ekki síst hér um miðbikið, þar sem Litla-Vatnsskarð liggur vestur úr honum. Hér vora áður nokkrir bæir, sem sumir hveijir lögðust í eyði í Plágunni miklu, ef trúa má gömlum munnmælasögnum, en önnur býli þraukuðu lengur þótt nú sé allt löngu komið í auðn. Flestar munu jarðimar hafa verið í eigu Reynistaðarklaust- urs í Skagafirði og ábúendur þeirra því átt þangað landsskuld að gjalda, sjálfsagt stundum trauðgoldna eða jafnvel vangoldna í harðindaáram. Austan árinnar, sem rennur um Víðidal, móts við minni Litla-Vatns- skarðs, stóð fombýhð Þúfnavehir og þar í grennd hefur Ferðafélag Skag- firðinga nýlega reist einkar snotran gönguskála, kenndan við býhð sem nú sér hth merki um. Ekki er úr vegi fyrir göngumanninn að eiga góða næturhvhd í Þúfnavahaskála en halda síðan, næsta morgun, áfram norður og upp austurhhð dalsins, en þar hggja skýrir götuslóðar, um svo- kallaða Hrossastalla, upp á heiðar- brún - leifar hins gamla alfaravegar austur yfir Staðarfjölhn. Eftir að dal- brún er náð, við Gyltuskarð, íylgjum við bugðóttum slóðanum úr skarðinu í austurátt, um velgróin og einkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.