Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 39

Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ hlýleg dalverpi milli ávalra fjalla, um hin fomu afréttarlönd Reynistaðar- manna, þar sem nú er upprekstrar- land margra bænda. Liggur þá leið okkar m.a. nálægt rústum Staðarsels, en þar hafði Jleynistaðarklaustur íyrrum í seli og síðar stórbændur á Stað allt fram á síðai-i hluta 19. aldar. Má enn sjá glögg ummerki eftir byggingar í grænu túni (kýr voru hér einnig að sumarlagi auk annars bú- smala). Af varðveittum heimildum má ráða, að forðum daga hafi forráða- menn á Reynistað haft mikið umleik- is í selinu og mörg eru þau ömefnin, sem ennþá minna á selið eða þá á sauðabeit og fjárferð hér um slóðir. Undir lokin liggur leiðin fram á heiðarbrún sunnan undir fjallinu Staðaröxl í Skagafirði, og blasir þá við okkur meginhéraðið, svipfrítt og sögnum vafið. Af þessum áfangastað, og eftir 18 kílómetra göngu frá Þúfnavallaskála í Víðidal, höldum við eftir bröttum sneiðingi skáhallt niður fjallið og rakleiðis til byggðar í Sæ- mundarhlíð. Gengið um Tröllabotna, Laxár- dal, Víðidal og Skálarhnúksdal Önnur skemmtileg gönguleið, sem liggur eigi fjarri þeirri, er hér var lýst, og fellur reyndar saman við hana á stuttum kafla, liggur frá enda ak- vegar nálægt eyðibýlinu Kálfárdal, í samnefndum dal í Gönguskörðum, vestur yfir Skálarhnúksdal og um nokkurt deiglendi í dalbotninum, að „Trölla“, ágætum skála Ferðafélags Skagfirðinga framan undir Trölla- botnum vestan dalsins. Þaðan höld- um við upp í Tröllabotnana, áfram yf- ir hátt skarð, Vesturárskarð, sunnan íjallsins Tröllakirkju (hér er miðað við staðsetningu þess ömefnis sam- kvæmt Árbók Ferðafélags Islands 1964, bls. 41^13 með loftmynd; sumir vilja þó hafa Tröllakirkju-heitið um íjallið sunnan skarðsins en merking- ar á kortum hafa verið misvísandi). Farið er vestur úr því skarði, í fyrstu um fremur seinfamar slóðir, niður í Laxárdal fremri, sem við heimsóttum í fyrri ferðinni, sem lýst var. Síðan er förinni fram haldið suður þann dal og m.a. gengið um hlað eyðibýlisins Refsstaða, sem áður var getið um, en þar var fyrrum góðbýli sem hélst í byggð fram á fimmta tug þessarar al- dar. Standa Refsstaðir undir Refs- staðahnúk, svipmiklu og fríðu fjalli austan megin Laxárdals, þar sem dalurinn er hvað breiðastur og bú- sældarlegastur. Þar næst örkum við austur um Litla-Vatnsskarð og síðan áfram norður Víðidal, vestan megin dals, framhjá eyðibýlinu Gvendar- stöðum (með glöggum rústum), er liggur á sólríkum stað sunnan í Hryggjafjalli. Þaðan höldum við um sæmilegar og auðfamar götur upp allháan háls áður en komið er inn á fyrmefndan Skálarhnúksdal, sem liggur norðan Víðidals, en í vesturhlíð þess dals stendur einmitt okkar góði ferðafélagsskáli - og lokast þá eins konar hringur, sem göngumaðurinn hefur farið þann daginn. Verður að ætla sér dijúgan dag til göngu þess- arar - en leiðin er sums staðar nokk- uð seinfarin og á fótinn - og er ráð- legt að eiga næturstað í skálanum Trölla fyrir upphaf ferðar og eins að henni lokinni, áður en haldið er til byggðaáný. A þessari hringleið okkar, sem hér var lýst, ber margt fagurt og frásagn- arvert fyrir sjónir. Skálinn Trölli stendur nærri afar fríðum og skoðun- arverðum fossi, er nefnist nú Trölla- foss, en þaðan er ekki ýkja langt til upptaka Tröllár, sem fossinn er í (lík- legt er hins vegar að fyrrum hafi Tröllafoss verið heiti á fossi neðar í ánni). Tröllá fellur úr Tröllabotnum norður um Skálarhnúksdal og þaðan, undir heitinu Laxá, út í Laxárdal ytri og að lokum til sjávar í Sævarlands- vík, vestan Tindastóls. Á göngu okkar frá skálanum og upp í Tröllabotna höfum við m.a. gott útsýni yfir hluta Skálarhnúksdals og að nokkm niður um Gönguskörð auk þess sem við blasa svipmiklir fjallhnúkar yfir Botnunum. Gæta verður þess, að harðfenni er oft í og við Vesturár- skarðið, en að sumarlagi er það þó vel fært gangandi mönnum sé varlega farið. Stutt er - en að vísu bratt - úr háskarðinu upp á Tröllakirkju, en þar uppi er gömul landmælingavarða og héraðamörkin liggja þar einnig um. Sé sæmilega bjart borgar sig sannar- lega að leggja þessa lykkju á leið sína, því af fjallinu er einkar víðsýnt í allar áttir og m.a. suður á miðhálendið þar sem glampar á jökulskalla að heiða- baki. Farið um Kiðaskarð Þriðja gönguleiðin, sem hér verður getið, liggur mun sunnar í fjallgarðin- um, er skilur að héruðin. Er það göm- ul alfaraleið milli Svartárdals í Húna- vatnssýslu og Skagafjarðar. Liggur þar nú reyndar allþokkalegur jeppa- slóði, sem jafnframt er ágætur reið- vegur. Getur göngumaðurinn vitan- lega notað þennan vegslóða telji hann það henta sér, en víða má einnig þræða gamlar hesta- og fjárgötur meðfram honum eða í námunda við bílslóðina. Leiðin liggur upp úr daln- um eigi fjarri hinni nafnkunnu Stafnsrétt, skilarétt margra hún- vetnskra og skagfirskra bænda, sem eiga upprekstur á Eyvindarstaða- heiði, en réttin stendur fram undir botni Svartárdals. Þaðan fetum við okkur rólega upp austurhlíð dalsins, en síðan er gengið yfir heiðaland um allnokkra hríð uns komið er að fjöll- unum, sem héraðamörkin fara um. Af þessum breiða hjalla er mikil útsýn í björtu veðri suður um heiðamar miklu, er liggja fram af húnvetnsku byggðunum, og allt til jöklanna á vestanverðu miðhálendinu. Brátt opnast djúpt skarð í fjall- garðinn og liggur leið okkar nú um það. Nefnist það Kiðaskarð. Um skarð þetta lá fyrrum allfjölfarin leið milli byggða. Ráku m.a. þeir bændur úr Skagafirði, er áttu fé í Stafnsrétt, fjársafn sitt austur um skarðið að réttum loknum - og er svo enn. Skarðið er þröngt en greiðfært. Á því eru stórar bugður, sem hamla sýn rakleiðis gegnum það. Leiðin um skarðið verður flestum eftirminnileg. Fjöllin beggja vegna eru myndarleg: Stafnsfell og Kárahnúkur að vestan en Reykjafjall og Selhnúkur að aust- anverðu. Nokkru austar en í miðju skarði gnæfir sérkennilegt fjaU yfir okkur, Kirkjuburst, með þverhnípt- um hamraþiljum, en þar um liggja héraðamörkin. Við austurmynni Kiðaskarðs blasir síðan við fremri hluti Skagafjarðar og skammt er til byggðar eftir að við höfum gengið yf- ir mynni Mælifellsdals. Öll er leið þessi auðfarin gangandi manni og ekki nema þægileg dagsganga byggða í millum. Höfundur er prófessor og fyrrver- andiforseti Ferðafélags fslands. VIKII M LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 39 Visindavefur Háskóla íslands Hvert er eitraðasta dýr í heimi? Vísindavefur Háskóla ís- VISINDI lands hefur hlotið afar góðar viðtökur. A fyrstu fimm dögunum bárust um 140 spurn- ingar. Starfsmenn Háskólans hafa strax haf- ist handa um að svara og hófðu birst 15 svör alls á fimmtudaginn. Vefurinn tekur stóðug- um breytingum á hverjum degi, ýmist með nýjum spurningum, nýjum svörum eða öðru nýju efni, svo sem myndefni. Mörgum þykir skemmtilegt að skoða spurningarnar sem berast. Flestar spurningar hafa borist um eðl- isfræði, hagfræði, líffræði, læknisfræði, sál- arfræði og stjarnvísindi. Spurningar um þessi svið eru velkomnar áfram, en þeir sem hafa spurningar á öðrum sviðum eru sérstaklega hvattir til að senda þær ínn. Hvert er eitraðasta dýr í heimi? SVAR: Eitraðasta dýr á jörðinni er talinn vera froskur á Choco-svæðinu í Kólumbíu sem nefna mætti „gullna eiturörvafroskinn“ á íslensku (Phyllobates terribilis á latínu en Golden Poison Dart Frog á ensku). Vitað er um nokkra tugi tegunda af eiturörvafroskum í Mið- og Suð- ur-Ameríku en sá gullni er tuttugu sinnum eitr- aðri en sá sem næstur kem- ur. Hann er mjög áberandi gulur á litinn og nokkuð stór, getur orð- ið meira en 30 sm langur. Gullni eitur- örvafroskurinn lifir á termítum og öðru góð- gæti á skógarbotninum og er á ferli að degi til enda þarf hann ekki að óttast áreitni rándýra. Eitrið er framleitt í húðinni og snerting ein og sér veldur mjög mikilli ertingu og jafnvel dauða. Þó er til ein tegund snáka sem hef- ur þróað ónæmi fyrir eitrinu og drepur þessa froskategund sér til matar. Aðeins þarf 2-10 míkrógrömm af eitrinu til að drepa fullorðinn mann, en eitt míkrógramm er einn milljónasti úr grammi. Eitrið í húðinni á einum froski getur nægt til að drepa allt að 1500 manns! Indíánar í Kólumbíu nota þetta eitur til þess að veiða apa og fleiri dýr sér til matar, auk þess sem þeir notuðu það áður fyrr í ófriði við óvini sína. Til þess að ná eitrinu, veiða þeir einn svona frosk en gæta þess vitanlega að snerta hann ekki. Síðan hengja þeir hann á afturfótunum yfir litlum eldi og þegar froskurinn tekur að hitna, fer hann að „svitna“ eitri. Þá nudda þeir örvaroddunum í eitrið. Ekki beinlínis mannúðleg aðferð! Gullni eiturörvafroskurinn og aðrir skyldir froskar www.opinnhaskoli2000.hi.is eru sérstakir að því leyti að þeir verpa ekki í vatn, held- ur á jörðina. Faðirinn gætir eggjanna. Þegar þau klekj- ast út, skríða lirfumar upp á bakið á föðumum sem flyt- ur þær síðan í nálægan poll, tjöm eða læk þar sem þær stækka og umbreytast að lokum í froska sem ganga á land. Páll Hersteinsson Hvert er minnsta spendýr í heimi? SVAR: Minnsta þekkta núlifandi spendýrið er leður- blökutegund sem hefur verið nefnd hunangsblaka á ís- lensku (Craseonycteris thonglongyai á latínu en Kitti’s Hog-nosed Bat og Bumblebee Bat á ensku). Massi henn- ar er aðeins um 2 g á þyngd; lengd frá trýni að afturenda (hún er skottlaus) er 29-33 mm en lengd framhandleggs er 22-26 mm. Hún hefur eingöngu fundist á litlu svæði, Sai Yoke í Kanchanaburi-sýslu í vestanverðu Taílandi. Aðeins fáein eintök af henni era til í söfnum og lítið er vitað um hana annað en að hún virðist fyrst og fremst lifa á skordýrum. Því er íslenska nafnið e.t.v. ekki sér- lega heppilegt. Hunangsblakan hefur tiltölulega stór eyru og lítil augu og nær hárbrúsk- ur yfir augun svo að þau .... ,, , sjást illa. Hún er á ferli á 4'' nóttunni og notar hátíðni- hljóð til þess að rata og finna bráð eins og al- gengt er meðal leðurblakna. Á nóttunni hefst hún við innarlega litlum kalksteins- hellum. Þá hangir Vitað eru um nokkra tugi tegunda af eitur- hún á afturfótunum örvafroskum í Mið- og Suður-Ameríku. ofarlega á veggjum hellis- ins. Hunangsblökur era ekki sérlega félagslyndar miðað við margar aðrar leður- blökutegundir því að einungis eru 19-15 einstaklingar saman í helli og þær halda góðu bili milli sín meðan þær sofa. Fyrir nokkrum árum fundust í Wyoming í Banda- ríkjunum steingerðar leifar spendýrs sem var líklega enn minna en hunangsblakan. Um er að ræða kjálka og tennur úr skordýraætu sem uppi var fyrir um það bil 65 milljónum ára og hefur verið gefið nafnið Batodonoides. Stærð kjálkans bendir til að dýrið hafi aðeins vegið 1,3 g. Páll Hersteinsson 9í^v/'Á\\k\ - Gœðavara Gjafdvara — inatar- oij kaffistell: Allir veróflokkar. t Heiiiisírægir liöiiniiðir rn.a. Gianni Versace. Í( \\\vv\ Yi-ifsLUNIN Lítitgdi'egi 52, s. 562 4244. 81 tíi ótlanda! ja 080 og síðan erlenda símanúmerið! Hafðu samband og byrjaðu straxað spara! Landsnet http://www.landsnet.is Hafnarstræti 15 Reykjavík Sími 562 5050 Fax 562 5066 IPURITAN’SI fPRIDE8 ÍÍNSPIRED BYNATVU" : SAW PAIMETTI 227 mg Dietary Supplement % 100 CAPSULES Freyspálmi styrkir blöðruhálskirtilinn Apfttókið SmératofQÍ * Apótbkió Spðnginni Apótekíó Krlnglunni • Apótckið Smiðjuvogi Apótokið Suðvirströnð • Apótokið Iðufelii Apótekió Hagkaup Skeifunni Apótekið Hagkaup Akuroyri Hafnarfjarðar Apótek Apótskið Nýkaupuin Mosfellsbæ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.