Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 40

Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 40
10 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Þunglyndi Umdeild rannsókn hafin í Bandaríkjunum Drykkjusýki Stökkbreytt gen veitir ekki örugga vernd Lyf íslenskir læknar reyna lyf við áfallastreitu Krabbamein Sagt frá blöðruháls- krabba og getuleysi Associated Press Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn Bob Dole greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli 1990. Veikind- in stöðvuðu hann ekki og Dole bauð sig fram gegn Bill Clinton í kosn- ingunum 1996. Hér bendir Dole á frímerki sem gefið var út til að vekja athygli á þessari tegund krabbameins sem leggst á karlmenn. Krabbamein í blöðruhálskirtli Getuleysi al- gengt í kjölfar uppskurðar Chicago. AP. HÁTT í sextíu af hundraði manna sem skornir hafa verið upp vegna krabbameins í blöðruhálskirtli eru getulausir einu og hálfu ári eftir aðgerð- ina, samkvæmt fyrstu niður- stöðum umfangsmestu rannsókn- ar sem gerð hefur verið á þessu. Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að rúmlega átta prósent þeirra sem höfðu gengist undir svonefnt róttækt blöðru- hálskirtilsbrottnám áttu erfitt með að hafa stjórn á þvagláti. „Þetta hefur greinilega mikil áhrif á lifsgæði manna, og ég tel mikilvægt að þeir viti það áður en til uppskurðar kemur,“ sagði Janet Stanford, við Fred Hutch- inson krabbameinsrannsóknar- miðstöðina í Seattle í Banda- ríkjunum, og aðalhöfundur rannsóknarinnar. Greint er frá niðurstöðunum í Journal of the American Medical Association. Hjálp í Viagra? Rannsakendurnir fylgjast enn með mönnunum sem tóku þátt í rannsókninni og reyna að kom- ast að því hvort getuleysi hrjái þá enn fimm árum eftir aðgerð, og hvort lyfið Viagra geti hjálp- að þeim. Tæplega 1.300 menn tóku þátt í rannsókninni, sem hófst fyrir sex árum, og hafði blöðruháls- kirtillinn verið fjarlægður úr þeim innan hálfs árs frá því krabbamein greindist. í rannsókninni kom 1 ljós að þeir sjúklingar, sem gengust undir aðgerð, þar sem eitt eða tvö taugaknippi í grennd við kirtilinn voru látin ósnert, voru síður líklegir til að vera getu- lausir. Læknar segja að taugam- ar geti vaxið aftur, en það geti tekið allt að tvö ár. Nýrra aðferða þörf Dr. William Catalona, við læknadeild Washingtonháskóla í St. Louis í Bandaríkjunum, kveðst hafa náð betri árangri. Segir hann að 86% manna undir fimmtugu hafi náð fullri kyn- getu eftir aðgerð þegar sem fæstar taugar hafa verið skemmdar. Hlutfallið minnki eft- ir því sem aldurinn hækki, og fari niður í 42% hjá mönnum yf- ir sjötugu. Dr. Charles Brendler, við læknamiðstöð Háskólans í Chic- ago, segir einnig að ungir menn séu líklegri til að halda kyngetu. Læknar sem sérhæfi sig í blöðruhálskirtilsaðgerðum þurfi að læra nýjar aðferðir til að koma í veg fyrir getuleysi í kjölfar uppskurðar. Rannsóknir á áfengissýki á Taívan Genavernd ekki algild Medical PressCorps News Service. SUMT fólk, einkum af asískum uppruna, virðist hafa stökkbreytt gen sem kemur í veg fyrir að það verði að áfengissjúklingum, jafnvel þótt það drekki áfengi að staðaldri. En nú hefur rannsókn á Taívan leitt í ljós fyrsta tilfellið þar sem maður, er hefur tvö slík stökkbreytt gen, er einnig áfengissjúklingur. „Þetta tilfelli kennir okkur að verndin er ekki alger,“ sagði dr. Ting-Kai Li, prófessor við lækna- deild Indiana-háskóla, og einn höf- unda rannsóknarinnar. „Þetta er einstaklingur sem hefði ekki undir nokkrum kringumstæðum átt að geta orðið áfengissjúklingur," sagði annar höfundur, Matt McGue, við sálfræðideild Háskólans í Minne- sota. McGue sagði ennfremur að mjög mikilvægt væri að komast að því hvernig maður, sem hefði „erft alla þessa vernd fyrir alkóhólisma" hefði engu að síður orðið fyrir barð- inu á sýkinni. Lifrarensímið aldehyde dehydro- genase (ALDH) er nauðsynlegt fyr- ir niðurbrot alkóhóls. Arfbundin stökkbreyting ALDH, sem er að finna í mörgu fólki af asískum upp- runa, hefur tvenns konar afleiðing- ar. Annars vegar verður þetta fólk mjög sjaldan að áfengissjúklingum, en hins vegar getur breytingin líka leitt til harkalegra viðbragða við áfengi, m.a. hjarta- og æðasjúk- dóma, lækkun líkamshita, ógleði, astma og roða í andliti. Fimmtíu prósent einstaklinga frá Kína og Japan - en einungis tvö prósent kínverskra og japanskra áfengissjúklinga - hafa erft þetta breytta gen. Aftur á móti er sjaldgæft að fólk af evrópskum eða afrískum upp- runa hafi breytinguna. í saman- burði við aðra kynþætti er tíðni alkóhólisma lægri meðal fólks af as- ískum uppruna og algengara er að það neyti ekki áfengis. McGue sagði að í 30 ár hefði fólk frá Austur-Asíu, sem hafði eitt ein- tak af þessu breytta geni, verið tal- ið í lítilli hættu á að verða áfengis- sýki að bráð. Þetta væri í fyrsta sinn sem fundist hafi einstaklingur með tvö eintök af umræddri stökk- breytingu. Greint er frá niður- stöðum rannsóknarinnar í tímarit- inu Alcoholism: Clinical & Experimental Research (www.alc- oholism-cer.com). Associated Press Fátt um varnir gegn Bakkusi. Umdeild rannsókn á byrjunareinkennum geðklofa Unglingum gefín geðlyf að þarflausu? ÞEGAR geðlæknar greina geð- klofa eru einkennin yfirleitt orðin alvarleg en vísindamenn hafa lengi haft grun um að sjúkdómurinn hefjist miklu fyrr. Vísindamenn hafa því hafið markvissar rann- sóknir á fyrstu stigum sjúkdóms- ins í von um að geta séð það fyrir hvaða börn og unglingar verði geð- klofar síðar á ævinni. Einkennalausir fá lyf Að sögn The New York Times hafa tveir hópar vísindamanna gengið enn lengra og hafið um- deildar rannsóknir, sem byggjast á því að ungu fólki, sem talið er lík- legt til að fá sjúkdóminn, er gefinn lítill skammtur af geðlyfjum, jafn- vel þótt það hafi ekki óyggjandi einkenni geðklofa. Með því að bera þennan hóp saman við annað ungt fólk, sem er talið í hættu en tekur ekki inn lyf- in, vonast vísindamennirnir til að komast að því hvort slík fyrir- byggjandi meðferð geti haldið sjúkdómnum í skefjum og til að afla sér meiri þekkingar á þeim þáttum sem taldir eru vísbending- ar um geðklofa. Vísindamennirnir, sem starfa við Yale-háskóla í Bandaríkjunum og Melbourne-háskóla í Ástralíu, nota nýjustu geðlyfin, sem eru ekki eins líkleg til að valda aukaverkunum og þau sem eldri eru. I rannsókn Yale eru þátttakendurnir 12-45 ára en í áströlsku rannsókninni eru yngstu þátttakendurnir 15 ára og þeir elstu á fertugsaldri. Dr. Thomas McGlashan, sem stjórnar rannsókn Yale-háskóla, kveðst hafa ákveðið að hefja hana eftir að hafa sannfærst um að sjúk- dómurinn hafi þegar gert „80% skaðans eða meira þegar hann kemur í ljós“. Hann segir rúmlega tíu rannsóknir benda til þess að því fyrr sem meðferðin við geðklofa hefjist þeim mun meiri séu líkurn- ar á því að sjúklingurinn fái bata. Tímabærar rannsóknir? Vísindamennirnir hafa þó ekki farið varhluta af gagnrýni og margir telja að slíkar rannsóknir séu ekki tímabærar vegna þess að enn sé ekki vitað með vissu hver byrjunareinkenni sjúkdómsins eru og hversu margir þeirra, sem eru taldir í hættu, fá sjúkdóminn. Hætta sé því á að nokkrir ungl- inganna taki inn geðlyf að þarf- lausu þar sem í ljós kunni að koma að þeir eigi við önnur vandamál að stríða. Atferli, sem vísindamenn- irnir telji vísbendingu um geðklofa, geti einnig verið merki um eðlileg vandamál á gelgjuskeiðinu eða tímabundið þunglyndi sem krefjist ekki geðlyfja. Nokkrir vísindamenn hafa einn- ig bent á að erfitt verði að meta hvort lyfin hafi tilætluð áhrif í ein- stökum tilvikum. „Ef fólk sem hef- ur ekki tvímælalaus einkenni geð- klofa tekur inn lyfin og fær aldrei sjúkdóminn, við hvaða aðstæður væri þá siðferðilega réttlætanlegt að hætta lyfjagjöfinni?“ spyr Steven Hyman, framkvæmdastjóri Bandarísku geðheilbrigðisstofnun- arinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.