Morgunblaðið - 05.02.2000, Side 46

Morgunblaðið - 05.02.2000, Side 46
v, 46 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Klofín þjóðarsál Þjóðsögumar okkar eru dœmi um sál- klofníng þjóðar á tímaþegarhún erkom- in að niðurföllum og útsloknun: uppúr móðuharðindum skrimtu hérkríngum tuttugu þúsund hræður í torjbíngjum. Ilandinu býr lítil þjóð sem hefur í ellefuhundruð ár eytt orku sinni í tvennt: A) Að þreyja þorrann í slagviðri, súld og stórhríð. B) Að koma á framfæri rödd sinni í fímmund og falsettu svo eftir sé tekið í samsöngþjóðanna. Hvort tveggja hefur litlu þjóð- inni tekist, stundum með herkjum, stundum bærilega en sjaldnast með glæsibrag. Það er nefnilega ekki auðvelt að þurfa að skipta sér milli tveggja viðfangsefna, beita helmingi kraftanna hér og helm- ingi þar. Samt hefur það með tím- anum orðið eins konar sérgrein ís- lendinga - að kljúfa huga sinn, orkuoghjörtu. Nú er það svo að leysa má úr læðingi mikinn VIÐHORF kraft með ------ klofningi af Eftir ýmsum toga. Sigurbjörgu Ágætt dæmi Þrastardóttur eru kjama- kljúfar sem losa um kraftinn ógur- lega, kjamorkuna. Annað dæmi eru flekamót jarðskorpunnar þar sem fjallgarðar hlaðast upp eða gjár opnast með kraumandi kviku. A sambærilegan hátt má halda því fram að litla þjóðin finni og hafi jafnan fundið lífskraft sinn í þeim margháttaða klofhingi sem setur mark sitt á þjóðarsálina. Úr dæmasafninu skal fyrst til- taka togstreituna milli þéttbýlis og dreifbýlis. Allt frá því þorp og kauptún tóku að myndast á Islandi hafa þegnamir annaðhvort tekið ástfóstri við fjölbýlið eða fómað sér fyrir fábýlið. Átök fylkinganna tveggja hafa tekið á sig ýmsar myndir og ber orðræðan því vitni með hugtökum á borð við borgar- böm, borgarsoll, byggðavanda, byggðastefnu, sveitasælu og sveitalýð. Af svipuðum toga er árekstur iðnvæðingar og náttúravemdar sem nú er í algleymingi. Þjóðin virðist sundrað í afstöðu sinni til jarðrasks á ákveðnum stöðum í óbyggðum - eða þannig er staðan alla vega teiknuð upp. Klofningur er lykilhugtak og hann skal vera sem skýrastur. Menn skulu annað- hvort vera með eða á móti. Helst ekki á báðum áttum. Þá er það sambúð skáldskapar og veruleika. Allt frá þeirri stundu sem fyrstu fleytuna rak hingað á land á 9. öld hafa menn drepið tímann með því að segja hver öðrum sögur. Sög- ur um hetjur, hörmungar, ástir, æv- intýr, þijóska kotbændur, betri tíð og blóm í haga. Sumar sögumar hafa orðið að veruleikapg sumt úr verunni ratað í sögur. Á löngum köflum hefur þjóðin ekki einu sinni greint hvað er satt og hvað logið og af því hefur skapast undarleg blanda fantasíu og raunsæis í orði og æði landsmanna. Sumir gerast goðsagnir í lifanda lífi, aðrir rekja ættir sínar til uppspunninna pers- óna og svo eru það þeir sem halda að allt bjaigist að lokum því það gerir það alltaf í bókunum. Angi af þessari blöndu skáld- skapar og veruleika er eilíft líf ís- lenskra þjóðsagna, en þær vitna út af fyrir sig um enn annað rof: „Þjóðsögumar okkar era dæmi um sálklofníng þjóðar á tíma þegar hún er komin að niðurfollum og út- Halldór Laxness sloknun: uppúr móðuharðindum skrimtu hér kríngum tuttugu þús- und hræður í torfbíngjum," skrif- aði Halldór Laxness í afmælisrit Sigurðar Þórarinssonar jarð- fræðings, Eldur er í norðri. Þama er á ferðinni rofið milli vonarinnar og óttans, lífs og dauða, gjáin milli búskipulags og óbeislaðra náttúra- afla sem sett hefur mark sitt á ís- lenskt þjóðlíf um aldir. Og aldimar leiða hugann að annarri tvennd, fortíð og framtíð. Á meðan við reynum að fóta okkur í nútíma og samtíð dvelur hugur okkar grunsamlega oft hjá fom- köppum á víkingaöld og stflsniU- ingum á söguöld. Til þess að sam- eina þessar ólíku tímablokkir höfum við reynt að sníða fom- sögumar á tölvutækt form og gefa rímur út á geisladiskum en það er samt alltaf einhver tímaskekkja í kollinum á okkur. Eitthvert mis- gengi. Af svipuðum meiði sprettur tvenndin kristni og heiðni. Þegn- amir játa kristni en þiggja þó leið- sögn stjömuspekinga, skíra böm og götur eftir norrænum guðum og trúa á Urði, Verðandi og Skuld. Svo búum við líka á mótum tveggja heimsálfa í jarðfræðilegu og menningarlegu tilliti. Ef íslend- ingur hallar sér aftur í hrauni er hægri helmingur hans amerískur en hinn vinstri evrópskur og ef það er ekki klofningur, þá veit ég ekki hvað. í beinu framhaldi má benda á tvenndina einangrun og samrana sem með reglulegu millibili hefur sett svip á þjóðmálaumræðu á ísl- andi. Eigum við að taka þátt í Nato, Efta, EES, EB? Eigum við að vera með í Evróvisjón eða láta Landslagið duga? Viljum við vera sér á báti eða í stórum flota? Um leið greinir okkur á um smæð og stærð í samræðunni við sjálf okkur. Eftir atvikum era ís- lendingar afreksmenn á heims- mælikvarða eða dvergþjóð sem ekki þarf að fara eftir sömu reglum og alvöralöndin. Við eram ýmist lítil þjóð á stórri eyju eða stórþjóð í litlu búri. Þannig era tvenndimar ótelj- andi og misjafnt hvemig lánast hefur að brúa bilin sem skilja á milli. En kemur allur þessi kiofn- ingur aldrei fram í háttum og hegðun þjóðarinnar sjálfrar? Vissulega. Lengi gerðu íslending- ar sér að leik að kljúfa fjandmenn sína í herðar niður og kljúfa sig út úr konungssamböndum. Klofning stofnsérhljóða er að auki eitt af megineinkennum íslenskrar tungu og með reglulegu millibili klofna stjómmálaflokkar, hags- munasamtök og stórfyrirtæki. Klofningur er auðsjáanlega eitt af helstu einkennum íslenskrar þjóðarsálar og kristallast í þeirri athyglisverðu staðreynd að í fyrsta sinn í langan tíma sem þjóðin er sammála og fylkir liði á einn stað, þá er það í bíóhús að horfa á kvik- mynd um geðklofa mann. Það hlýt- ur að vera vegna þess að í skáld- sagnapersónunni Páli finnur þjóðin vissan samhljóm; hún er heilbrigð og lasin, skálduð og sönn, ung og gömul, háfleyg og hnípin. Þjóð sem geymir kjamorkuna í kollinum. Heilbrigðiseftirlitin á höfuðborgarsvæðinu rannsaka gæði þorramatar Morgunblaðið/Jim Smart Af 26 sýnum reyndust öll nema eitt fullnægja þeim viðmiðunargildum sem stuðst er við um gæði súrmats. Stírmatur reynd- ist í góðu lagi Nýleg könnun heil- brigðiseftirlitanna á höfuðborgarsvæð- inu á þorramat leiddi í ljós að verkun súrmatar er í góðu lagi en takmörkuð sýnataka af ósýrð- um þorramat kom aftur á móti ekki nógu vel út. Súrmaturinn sem var rannsakaður var allur söluhæfur og aðeins eitt gallað sýni, bringukollar sem metnir vora gallaðir vegna of mikils ger- sveppafjölda. Að sögn Áma Davíðs- sonar, heilbrigðisfulltrúa hjá Heil- brigðiseftirliti Kjósarsvæðis, era niðurstöðumar góðar og segir hann að reyndar hafi verið búist við ágætri niðurstöðu miðað við niður- stöður könnunar sem gerð var árið 1998 þar sem niðurstaðan var svip- uð. Sýrastig í súrmatnum var í flest- um tilfellum mjög gott og í öllum til- fellum viðunandi. Hann segir að takmörkuð sýnataka af ósýrðum þorramat hafi ekki komið nógu vel út og benda niðurstöðumar til að gera þurfi stærri úttekt á honum. Tvö sýni vora í lagi en eitt af sviðasultu var metið ósöluhæft vegna of mikils gerlafjölda. „Heilbrigðiseftirlitið greip til viðeigandi ráðstafana í Könnun á þorramat janúar 2000 Súr- Ósýrður matur matur Söluhæft 25 2 Gallað 1 0 Ósöluhæft 0 1 Fjöldi sýna 26 3 framhaldi af þessum niðurstöðum. Soðin sviðasulta er á markaði allt ár- ið og við munum kanna þessa mat- vöra nánar á árinu. Það má ekki draga of miklar ályktanir af einu sýni því það þarf ekki endilega að endurspegla ástandið á markaðnum og þetta gæti því verið tilviljun." 26 sýni af súrmat í könnuninni voru tekin 26 sýni af súrmat, lundabaggar, bringukollar, sviðasulta, hrútspungar, ________ blóðmör, lifrarpylsa og svínasulta. Auk þess voru 3 sýni af ósýrðri sviða- sultu og svínasultu. Sýnin vora frá sex helstu framleiðendum þorramatar í hópi kjöt- vinnslna á landinu, sem fundust í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þá vora sýni einnig tekin frá einúm veitingastað og einni verslun sem fram- leiða súrmat. Sýni vora tekin frá Kaupfélagi Húnvetninga, KEA kjötiðnaðarstöð, Kjarnafæði, Kjötseli, Kjötumboðinu, Sláturfélagi Suðurlands, Múlakaffi og Þinni verslun-Miðbúðinni. í fréttatilkynningu frá heilbrigðis- eftirlitunum kemur fram að sjald- gæft sé orðið að súrmatur sé fram- leiddur í stóreldhúsum og verslunum eins og var um tíma. Megnið af súr- mat kemur frá ákveðnum framleið- endum og þekktum eldhúsum en Morgunblaðið/Golli svipuð þróun tO sérhæfingar hefur einnig átt sér stað í öðram þáttum matvælaframleiðsu. Súrsun er rotvörn Ami segir að rannsakaðir hafi ver- ið þættir sem ná yfir helstu atriði sem hafa áhrif á öryggi og gæði súr- matar. Hann segir að fjöldi örvera hafi verið kannaður en það gefur tO kynna lélegt hreinlæti eða getur valdið matarsýkingum ef magn sjúk- ___________ dómsvaldandi örvera verður of mikið í mat- vælum. Þá var sýrastig mælt og fjöldi mjólk- ursýrugerla en þeir gefa súrmatnum hina sérstöku eiginleika svo sem bragð og geymslu- þol. Árni segir að sýring- in sé í raun rotvörn þar sem örverum er illa við sýrur og sjúkdómsvald- andi örverar vaxa alls ekki fyrir neðan pH4 og lítið fyrir neðan pH5. Hann bendir á að svo framarlega sem hreinlæti sé við framleiðsluna og sýringin takist megi búast við góðum niðurstöðum. Súrmatur er eftir sem áður kælivara. Súrsun matvæla í skyrmysu er gömul íslensk geymsluaðferð sem Ami segir að hafi verið þýðingar- mikil þegar úrræði vora fá til geymslu matar. Nú á tímum er súr- matar mest neytt á þorra. Súrmatur er tal- inn auðmeltur sökum mikils innihalds virkra mjólkursýru- gerla. Hann get- ur verið hluti af hollu mataræði ef fituneysla er almennt í hófi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.