Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 53

Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 53 BJORGVIN MAGNÚSSON + Björgvin Magn- ússon var fæddur á Þúroddsstöðum í V estur-Húnavatns- sýslu 31. maí 1920. Hann lést á heimiii sínu á Hellissandi 25. janúar síðastliðinn. Múðir hans var Maria Kristrún Ketilsdútt- ir, f. 3. júní 1897, d. 17. júlí 1932, frá Stakkabergi á Hellis- sandi, og faðir hans var Magnús Árnason, f. 15. september 1890, d. 26. febrúar 1978 frá Kúvíkum á Ströndum, síðar á Gjögri og í Reykjarfirði. María múðir Björgvins giftist nokkru síðar Eiríki Kúld Andrés- syni, frá Bjamarhöfn í Helgafells- sveit, f. 3. júlí 1903, d. 3. desember 1932. Þau áttu fjögur börn, Hin- rik, f. 30. september 1921, d. 15. oktúber 1992, Jún Þorstein, f. 4. júlí 1927, Kristin BreiðQörð, f. 21. oktúber 1928, og Súlveigu Guðbjörgu, f. 28. ágúst 1930. Hálfsystir Björgvins, samfeðra er Kristín Herdís, f. 13. maí 1933, hún á nú heima á Húlmavík, en áður í Reykjarfirði á Ströndum. Björgvin úlst upp hjá ömmu sinni og afa, þeim Kristínu Þorvarðardúttur og Katli Björnssyni á Stakkabergi á Hell- issandi. Á heimilinu voru einnig múðurbræður hans, þeir Böðvar og Gísli. Eftir fráfall Ketils og síðar Kristínar héldu þeir Böðvar, Gísli og Björgvin heimili saman. Nú er Gisli einn eftirlifandi. Útför Björgvins fer fram frá Ingjaldshúlskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég vil minnast Begga bróður með nokkrum orðum og draga fram nokkrar minningar úr lífi okkar syst- kinanna. Eftir að faðir okkar Eiríkur andaðist 1931 og móðir okkar María 1932 var okkur systkinum komið í fóstur nema Begga sem var áfram hjá Kristínu ömmu. Hinrik fór að Skjaldartröð, Jón var fyrst í Rifi og síðan á Hólum í Helgafellssveit. Kristinn fór til móðursystur sinnar, Jóhönnu Ketilsdóttur í Reykjavík, og Sólveig fór að Hofstöðum í Helga- fellssveit. Mér auðnaðist að halda góðu sam- bandi við Begga bróður, því ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fara í sveit til ömmu á Stakkabergi, en þar voru auk ömmu og Begga móður- bræður mínir, þeir Gísli og Böðvar. Þaðan á ég margar dýrmætar minn- ingar. Beggi stundaði sjómennsku sem aðalstarf og lenti oft í kröppum sjó. Hann var alla tíð eftirsóttur dugnað- armaður. Síðast á starfsferli sínum vann hann í fiskvinnu í Jökli hjá Skúla Alexanderssyni, en þeir voru bræðrasynir. Böðvar móðurbróðir Begga stundaði líka sjóinn, en var jafnan eitthvað með kindur líka, eins og algengt var í sjávarplássum. Gísli móðurbróðir vann lengi í Kaupfélag- inu, síðan sem vörubílstjóri og í 23 ár rak hann Essostöðina á Sandi og naut hann mikillar virðingar vegna þess rekstrar svo og annarra starfa sem hann annaðist. Árið 1940 byggðu þeir nýtt hús sem kallað var Þórsberg, en bærinn á Stakkabergi var rifinn. Það eru því 60 ár sem þeir eru búnir að halda heimili þar saman. Amma dó 1947 og lengi eftir það höfðu þeir ráðskonu, en svo sáu þeir um heimilið alveg sjálfir. Síðustu 10 árin hafa þeir fengið aðstoð með þvott og þrif og ýmislegt annað tilfallandi. Þar hafa þau Fjalar og Silla reynst þeim mjög vel og eiga miklar þakkir skildar, svo og margir aðrir sem hafa sýnt þeim vináttu og hjálpsemi. Eitt er það sem ekki má sleppa að segja frá þegar talað er um Begga bróður, það er hversu innilega gam- an honum þótti að spila. Svo lengi sem ég man var það aðalskemmtiefni okkar þegar Beggi kom í bæinn að spila og var sama hvers konar spil það var, það var allt gaman. Nú síð- ast þegar hann kom suður í október sl. var heilu dögunum eytt í spila- mennsku heima hjá Sollu systur. Ég stend í mikilli þakkarskuld við þetta heimili ömmu minnar, Böðvars og Gísla móðurbræðra og Begga bróður. Guð blessi minningu þeirra sem látnir eru og vaki yfir Gísla, sem lifir nú einn á Þórsbergi. Megi hann eiga gott ævikvöld við minningar um gott samferðafólk. Kristinn Breiðfjörð. Mér er það í barnsminni að Magn- ús Árnason föðurbróðir minn var að sýna foreldrum mínum mynd af dreng, rétt innan við fermingarald- ur, sem væri sonur hans. Þessi stund kom upp í huga minn um tuttugu ár- um síðar þegar ég var nýkominn sem starfsmaður kaupfélagsins hér á Hellissandi og einn viðskiptavinanna spyr mig um það hvort það sé rétt að ég komi norðan frá Árneshreppi á Ströndum og ef svo sé, hvort ég þekki þar mann að nafni Magnús Árnason. Þama var þá kominn drengurinn sem myndin var af sem áður er nefnd, var að leita eftir upplýsingum um föður sinn. Tengsl milli þeirra höfðu fallið niður, trúlega við fráfall móður drengsins, og sonurinn vissi Uklega ekki hvort faðir hans var lífs eða liðinn. Þessi maður var Björgvin Magnússon sem verður kvaddur frá Ingjaldshólskirkju á Hellissandi í dag. Björgvin var ávöxtur sumarkynna þeirra Maríu Ketilsdóttur og Magn- úsar frænda míns en bæði voru þau vinnufólk í Hrútafirði, María komin til sumarvinnu héðan að vestan en Magnús var á heimaslóð i Hrútafirði. Leiðir þeirra lágu síðan hvor í sína áttina - Maríu heim í foreldrahús og Magnúsar norður í Árneshrepp. Björgvin ólst upp hjá afa sínum og ömmu og móðursystkinum. Móðir hans dó aðeins 35 ára. María var þá gift kona og fjögurra barna móðir auk Björgvins sem þá var 12 ára. Eftir spjall okkar Björgvins í kaupfélaginu komst fljótlega á sam- band milli þeirra feðga en Magnús var þá ekkjumaður og hélt heimili með dóttur sinni. Það voru gleðistun- dir hjá þeim feðgum og hálfsystur- inni þegar Björgvin fór í heimsóknir til þeirra norður í Reykjarfjörð. Starfsferill Björgvins var hinn hefðbundni vettvangur erfiðismanna sem fæddir voru á fyrri hluta 20. ald- ar og hafa skilað þjóðinni afrakstri vinnu sinnar með því að færa hana frá fátækt til auðlegðar. Hann stund- aði sjóinn, vann í fiski og var með smábúskap. Björgvin var einn af þeim síðustu sem setti farkost sinn um Keflavíkurvör undir Jökli og hef- ur með því átt þátt í að marka kjal- förin þar í klappimar og vararhell- urnar. Hann var þátttakandi á fyrstu árum nýrrar útgerðarsögu Rifshafn- ar, m.a. sem skipverji hjá tveimur af fyrstu formönnunum sem réru frá hinni nýju Rifshöfn, Sigurði Krist- jónssyni á Armanni og Leifi Jóns- syni á Hólmkeli. Sjómannadagsráð á Hellissandi og Rifi sæmdi Björgvin heiðursmerki Sjómannadagsins árið 1990. Upp úr 1960 hætti Björgvin á sjónum og frá þeim tíma vann hann hjá okkur í Jökli hf. utan vor og sum- armánuði - þá var hann við sauðburð og heyskap. Hann hætti beinni dag- launavinnu um 1990. Á starfsárum hans í Jökli urðu kynni okkar nánari. Björgvin var traustur og áreiðanleg- ur starfsmaður og kunni vel til verka - sérstaklega góður flatningsmaður. Hann var léttur í lund - pínulítið góðhrekkjóttur - og naut þess að vera í góðum starfsmannahópi. Björgvin hélt heimili með móður- bræðrum sínum, þeim Böðvari og Gísla, að Keflavíkurgötu 18. Böðvar dó haustið 1992. Jafnframt því að þeir stunduðu vinnu út á við höfðu þeir nokkrar kindur sem þeir allir sinntu af sérstakri natni. Björgvini þótti vænt um kindurnar og var mik- ill dýravinur. Móðurfrændfólk Björgvins og hálfsystkini hafa síðustu ár fylgst með þeim frændum og látið sér annt um þá, hlúð að þeim og hjálpað. Þau eiga þökk fyrir þá aðstoð. Björgvin sýndi mér og minni fjöl- skyldu mikla vináttu sem við þökk- um nú að leiðarlokum. Það voru miklar ánægjustundir hvenær sem Beggi frændi birtist brosandi með gamanyrði á vörum. Mikið fannst frændsystkinunum gaman að koma til hans um sauðburðinn og sjá hjá honum litlu lömbin og hann sem lambafóstra í miðjum hópnum. Hálfsystkinum Björgvins og þeirra fólki vottum við samúð okkar svo og frændfólki hans. Við biðjum Gísla Ketilssyni góðra daga, vottum honum samúð og óskum þess að allar góðar vættir styðji hann og styrki. Ég og fjölskylda mín þökkum þér samfylgdina og óskum þér að lokum góðrar ferðar, Beggi frændi. Skúii Alexandersson. t Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR, Bólstaðarhlfð 41, óður Mávahlíð 39, Reykjavík, er látin. Karl Friðriksson, Sigríður Friðriksdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS S. GUÐMUNDSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður Rauðarárstíg 40, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins þriðjudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Sæmundur Gunnarsson, Þórunn Jónsdóttir, Sigrún Sæmundsdóttir, Jón Sæmundsson, L. Ýr Sigurðardóttir, Margrét Sæmundsdóttir og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS JÓNSSON, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á Sólvangi fimmtudaginn 3. febrúar. Dagný Pedersen, Jón Magnússon, Helen P. Brown, Halla Magnúsdóttir, Þórður Bragason, Anna Magnúsdóttir, Guðmundur Jóhannsson og barnabörn. Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JÓN ELLERT SIGURPÁLSSON fyrrverandi skipstjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku í Ólafs- firði fimmtudaginn 3. febrúar sl. Lárus Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Valdimar Á Steingrímsson, Þórleifur Jónsson, Elísabet F. Eiríksdóttir, afabörn og langafabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir, VALGERÐUR EINARSDÓTTIR, Silfurtúni 14c, Garði, lést á heimili sínu fimmtudaginn 3. febrúar. Einar Jónsson, Kristfn Richards, Benedikt Jónsson, Sigrún Halldórsdóttir, Eyþór Jónsson, Anna Marta Karlsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Einar Jóhannsson, Sigríður Benediktsdóttir og barnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÁGÚSTSDÓTTUR BLÖNDAL frá Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Héraðssjúkrahússins á Sauðárkróki. Gunnar Blöndal Flóventsson, Ingibjörg Ó. Gunnarsdóttir, Gyða Blöndal Flóventsdóttir, Bjarni A. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR J. STEFÁNSSON, Háaleitisbraut 56, Reykjavfk, lést á heimili sínu föstudaginn 4. febrúar. Vigdís Jónsdóttir, Stefán Hallgrfmsson, Jón Otti Ólafsson, Jónína M. Aðalsteinsdóttir, Ásgeir S. Hallgrímsson, Steinunn J. Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR MAGNÚSSON, Rauðumýri 20, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu- daginn 3. febrúar. Rut Ingimarsdóttir, Sigurður og Viktor Gestssynir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.