Morgunblaðið - 05.02.2000, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 05.02.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 63 v UMRÆÐAN Seldi „sægreifí“ fyrir slikk? UM FÁTT er meira rætt þessa dagana en sölu Þorsteins Vil- helmssonar á 21,6% hlutafjár í Samherja hf. fyrir um 3 milljarða króna. Venjulegt fólk með þetta 1-3 milijónir í árstekjur og óvissa inneign í lífeyrissjóði spyr eðlilega hvemig svona auðsöfnun sé möguleg á 17 árum. Enn aðrir velta fyrir sér hvað það var sem Þor- steinn seldi og hvað það er sem Kaupþing keypti? Margir hafa bent á að saga Sam- herja sé samofin sögu kvótakerfisins og setja fram þá fullyrðingu að Þor- steini hafi tekist að selja það sem í orði kveðnu jafnt sem í lagatextum frá Alþingi er kallað sameign þjóðar- innar, fisk í efnahagslögsögu lýðveld- isins. I framhaldinu koma gjaman vangaveltur um siðfræði þessara við- skipta. Loks eru þeir sem era miklu jarðbundnari og velta fyrir sér hvem- ig Kaupþing og Þorsteinn komust að þeirri niðurstöðu að verðmæti 21,6% af hlutabréfum Samherja væri rúmir 3 milljarðar króna. Það er þessi síðasta spuming sem ég vil reyna að kasta nokkra ljósi á nú. Kaupandi og seljandi hlutabréfa þurfa að komast að sameiginlegri nið- urstöðu um hvers virði fyrirtæki sem höndlað er með sé. Margar leiðir er hægt að fara við að verðmeta fyrirtæki. Ein aðferð er að skoða svo- kallað upplausnarverð fyrirtækis. Upplausn- arverð fyrirtækis er sú fjárhæð sem fengist við það að loka fyrirtækinu, selja eigur þess og greiða allar skuldir. Hægt er að fá grófa mynd af upplausnar- verði Samherja. Eignir Samherj asamstæðunn- ar umfram skuldir era um 4,5 milijarðar skv. efnahagsreikningi (sjá http://www.samherji.is/ adalfiykiltolur.htm). Skv. ársreikningi Samherja fyrir árið 1998 vora 2,7 milljarðar la-óna í eign- færðum veiðiheimildum. Hrein eign í skipum, vélum, tækjum, húseignum og öðrum búnaði vora því um 2 mill- jarðar. Skv. upplýsingum á heimasíðu Samheija námu veiðiheimildir fyrir- tækisins ríflega 40 þúsund þorskí- gildistonnum á síðasta fiskveiðiári. Nú er kílóið af þorski í varanlegum heimildum selt á 950 krónur á mark- aði. Reiknað á því verði er verðmæti þessara heimilda um 38 milljarðar króna og upplausnarvirði Samheija um 40 milljarðar króna. En þetta er ofinat m.a. vegna þess að þorskígild- iskíló af ýsu og ufsa selst ekki á 950 krónur. Sé stuðst við raunhæfara verðmætamat á kvótanum fæst sú niðurstaða að upplausnarvirði Sam- Kvótakerfið Viðskipti Kaupþings og Þorsteins benda til þess að á hlutafjármarkaði séu aðilar orðnir sam- mála um að gjald verði tekið fyrir not af sjáv- arauðlindinni, segir Þórólfur Matthíasson. Þegar gjaldtakan verð- ur auglýst mun verð hlutabréfa í útgerðar- fyrirtækjum sem eru á markaði tæpast breyt- ast svo teljandi sé. heija sé á bilinu 22 til 30 miHjarðar króna. Sé litið til þess verðs sem Þorsteinn Vilhelmsson fékk fyrir hlutabréf sín hjá Kaupþingi þá var sameiginlegt álit þessara tveggja aðila að verðmæti Samheija sé um 14 milljarðar króha. Þessi upphæð er að stærðargráðu til helmingi lægri en svari til upplausn- arverðs fyrirtækisins. Hvað er hér á Þórólfur Matthfasson seyði? Tókst Kaupþingi að plata Þor- stein til aðselja hlutabréf sín á 2 millj- arða króna undir upplausnarvirði? Seldi „sægreifinn" fýrir slikk? Svarið við þeirri spumingu er neikvætt. Bæði Þorsteinn, ráðgjafar hans og forráðamenn Kaupþings hafa lesið blöð og fylgst með útvarpi og sjón- varpi á íslandi undanfama tvo ára- tugi. Allir þessir aðOar vita að stór meirihluti þjóðarinnar er andvígur gj afakvótafyrirkomulaginu sem svo er nefnt. Þeir hafa lesið dóm Hæsta- réttar í svokölluðu Valdimarsmáli. Þeir hafa lesið dómsorð úr Hérað- sdómi Vestfjarða í svokölluðu Vatn- eyrarmáli. Þeir vita að ekki minna en tvær nefndir era starfandi á vegum stjómvalda með það verkefni að gera tillögur um tOhögun greiðslna fyrir aðgang að auðlindum í sameign þjóð- arinnar. Þeir hafa fylgst með fram- göngu Péturs Blöndals og Guðjóns A. Kristinssonar og annarra á Álþingi. Og hugsanlega hafa þeir lesið hug- myndir áhugahóps um auðlindir í al- mannaþágu. Hugmynd áhugahóps um auðlindir í almannaþágu er að út- gerðarmenn skili úthlutuðum kvóta í áföngum og borgi svo markaðsleigu fyrir afnot af auðlindum sjávar í framtíðinni. Sé gengið útfrá því að gjafakvótinn verði afnuminn á ein- hveiju árabili minnka þau verðmæti sem falin era í kvótaúthlutun Sam- herja. Þar með er Ijóst að Kaupþing hefði haldið Ola á sínum hagsmunum hefði fyrirtækið keypt hluta Þor- steins VOhelmssonar í Samheija á 5 milljarða króna. Óbeint verðleggja Þorsteinn og Kaupþing úthlutað þorskígildiskfló á einhveijar 300 krónur eða um 1/3 af verðmati þessa sama kflós á kvóta- markaði. Þetta verðmat Þorsteins og Kaupþings stenst ágætlega sé gengið útfrá 10% ávöxtunarkröfu og því að Alþingi lögfesti hugmyndir áhuga- hóps um auðlindir í almannaþágu frá og með næsta fiskveiðiári! Ég vfl enda þetta mál á að draga fram tvær ályktanir. Sú fyrri er að á hlutafjármarkaði virðist sem menn séu orðnir nokkuð sammála um að tO þess muni koma mjög fljótlega að gjald verði tekið fyrir not af sjávar- auðlindinni. Af þessu leiðir að þegar gjaldtakan verður auglýst mun verð hlutabréfa í útgerðarfyrirtækjum sem era á markaði tæpast breytast mikið. Seinni ályktunin varðar þá spumingu hvað það var sem Þor- steinn Vilhelmsson var að selja. Það er ekki einfalt mál að gefa tæmandi svar við þeirri spumingu. En stór hluti þeirra verðmæta sem hann var að selja felast í þeirri staðreynd að Al- þingi hefur verið svifasveint við að koma á gjaldtöku fyrir afnot af sjáv- arauðlindinni. Þessi vanrækslusynd Alþingis kallar á að útgerðarmenn fái allnokkum tíma tíl að laga sig að nýju kerfi. Á þeim aðlögunartíma njóta þeir áfram ókeypis afnota af hluta af auðlindinni. Það vora þessi ókeypis afnot, gjöf Alþingis og stjómvalda, sem Þorsteinn Viihelmsson var að selja. Höfundur er dósent (hagfræði við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands. TILBOÐSDAGAR GLERAUGNABÚDIN ítlmouiKreillcr Laugavegl 36 5) Umgjarðir, gler og snertilinsur oi Mazda kostar frá kr. 1.490.000 sknrar fram rrr Mt/aiS rtorír oinn Kíl nJSmm hotri? RóH camcnil akctl ircpÍninlpiUa ^ Hvab gerir einn bfl öbrum betri? Rétt samspil aksturseiginleika, öryggis og búnabar er lykillinn ab góbrí útkomu í samanburbl bíla af svipabri gerb. Komdu og gerbu raunhæfan samanburb. Opib virka daga 9-18 og laugardaga 12-16. Skúlagötu 59, slmi 540 5400 www.raesir.is ísafjöröur: Bllatangi chf. Akurcyri: BSA hf. Egilsstaöir: Bllasalan Fell Selfoss: Betri bilasalan Vestmannaeyjar: Bifreiöaverkstaeöi Muggs Akranes: Bflás Kcflavík: Bílasala Keflavlkur Hornafjöröur: Vélsmiöja Hornafjaröa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.