Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 64
J54 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
GREINARGERÐ
MORGUNBLAÐIÐ
„Úr fjöreggi
í fúlegg“
„Skemmdarverk minnihluta bæjarstjórnar Húsavíkur
gagnvart uppbyggingu atvinnulífs staðarins“
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi greinargerð frá eig-
endum Ljósavíkur hf. um þátt
þeirra í fyrirhuguðum samruna við
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf.
„Mikið pólitískt moldviðri hefur
geisað á Húsavík undanfamar vikur
vegna fyrirhugaðrar sameiningar
Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. og
fyrirtækis okkar í Þorlákshöfn,
Ljósavíkur hf. Stormurinn náði há-
marki 11. janúar síðastliðinn, en þá
var ákveðið á stjórnarfundum í báð-
um félögum að falla frá samruna
þeirra. Þar með var heiðarleg tiiraun
til að skapa öflugt og arðvænlegt fyr-
irtæki runnin út í sandinn. Okkur
þykir afar miður að svona fór - ekki
' síst vegna þess að ástæðan virðist
fyrst og fremst vera stjómmálalegar
væringar á Húsavík, þar sem raun-
vemlegum hagsmunum kaupstaðar-
búa er fómað fyrir sjúkiega pólitíska
metorðagrind örfárra einstakinga.
Allnokkur æsileg blaðaskrif hafa
orðið í kringum þetta mál. í þeim
hefur mest farið fyrir sjónarmiðum
minnihlutans í bæjarstjóm Húsavík-
ur, andstæðingum samranans, og
fulltrúar meirihlutans svarað fyrir
sig eftir megni. Þannig hefur þetta
einkum verið pólitískt deilumál og
eins og svo oft gerist í slíkum þræt-
um hafa þær mikið einkennst af
rangfærslum, tilfinningasemi og
rógi, en lítið farið fyrir yfirvegun og
skynsemi.
Við Ljósavíkurmenn höfum ekki
blandað okkur í þann slag. Við eram
útgerðarmenn og höfum engan
áhuga á að standa í pólitískum rit-
deilum. Okkur finnst við samt ekki
geta horfið frá málinu án þess að
gera grein fyrir hvernig hlutdeild
okkar í því var háttað. Þetta hefur
verið afar óþægileg reynsla fyrir
okkur, kostnaðarsöm og tímafrek -
en sérstaklega hefur okkur mislíkað
að sitja undir óhróðri minnihluta-
;manna um að hafa ekki komið heið-
arlega fram og reynt að sölsa undir
okkur verðmæti í eigu Húsvíkinga á
folskum forsendum.
Hér á eftir verða rakin helstu at-
riði þessarar raunasögu - pólitískrar
raunasögu um hvemig ábyrgðar-
lausum bæjarstjómarminnihluta
tekst að bregða fæti fyrir uppbyggi-
legar aðgerðir í atvinnumálum eins
kaupstaðar og gera vonir íbúanna
um eflingu atvinnulífs að engu.
Af hveiju vildum við samruna?
Ljósavík er tiltölulega lítið fyrir-
tæki í eigu fjölskyldna okkar. Vegna
þeirra aðstæðna sem nú ríkja í sjáv-
arútvegi höfum við um nokkurt skeið
verið að leita vænlegra leiða til að
koma fyrirtækinu á hlutabréfamark-
að. Smæð fyrirtækisins gerir að
verkum að slíku verður einungis
komið til leiðar með því að sameinast
öðra eða öðram fyrirtækjum, en við
höfum þó haft að leiðarljósi að ef til
þess kæmi yrðum við að eiga það
stóran hlut að við hefðum umtals-
verð áhrif á stefnumörkunina.
Síðastliðið sumar var okkur bent á
að fysilegur kostur í þessu sambandi
væri Fiskiðjusamlag Húsavíkur
(FH). Það ætti að vísu brokkgengan
rekstrarferil að baki og núverandi
staða þess væri langt frá því góð, en
að umfang og uppbygging þess hent-
aði vel þeim atvinnutækjum sem við
höfum yfir að ráða.
Húsavíkurkaupstaður fór með
ráðandi hlut í FH, eða 47%, og því lá
beinast við að leita eftir viðræðum
við fulltrúa hans. Væra þeir and-
snúnir umleitan okkar næði málið
ekki lengra. Þeir tóku strax vel í að
hitta okkur og var fyrsti fundur
haldinn á Akureyri 15. ágúst. Þetta
vora almennar viðræður þar sem
menn kynntu hvort fyrirtæki um sig
og helstu óskir aðstandenda varð-
andi framtíðina. Fljótlega lá fyrir að
samstarf eða samrani FH og Ljósa-
víkur byði upp á ýmsa hagstæða
möguleika fyrir báða aðila, en eftir-
' talin atriði vógu þar þyngst:
• Samsetning og uppbygging
fyrirtækjanna fór sérlega vel saman.
Ljósavík á tvö rækjuskip með afla-
heimildum sem veiða á Islandsmið-
um og eitt sem gert er út frá Færeyj-
um og veitir því sóknarfæri utan
landhelginnar. FH á engin skip, en
^hefur hins vegar yfir þróaðri land-
vinnslu að ráða, bæði í rækju og bol-
fiski, og aflaheimildir í hvoram flokki
um sig.
Sameining væri leið fyrir bæði
fyrirtækin til stækkunar og aukinn-
ar hagræðingar.
• Bæði fyrirtæki hafa á að skipa
traustu og vönu starfsfólki.
í upphafi fundarins hafði sam-
vinna fyrirtækjanna verið útgangs-
punktur viðræðnanna, en eftir því
sem á leið fóra menn að velta mögu-
leikanum um samrana þeirra alvar-
legar fyrir sér.
Það var einkum tvennt sem við
lögðum ríka áherslu á í því sam-
bandi. Annars vegar töldum við að
Húsavíkurkaupstaður ætti að
minnka veralega hlut sinn í félaginu.
Það er að verða liðin tíð að bæjar-
félög eigi ráðandi hlut í atvinnufyrir-
tækjum. Það gerir þau ótrygg að
vera háð duttlungum stjómmálanna
og þar af leiðandi þykja þau ekki
áhugaverður valkostur fyrir fjár-
festa á hlutabréfamarkaði.
Hins vegar var skilyrði fyrir þátt-
töku okkar í samrana fyrirtækjanna
að rækjukvóti þeirra yrði metinn út
frá langtíma sjónarmiðum, þar sem
verð á rækju um þessar mundir væri
í algjöra lágmarki.
Fulltrúar Húsavíkurkaupstaðar
vora sammála því að rétt væri að
minnka hlut bæjarins í FH, jafnvel
ætti að stefna að því seinna meir að
draga hann alfarið út úr rekstrinum.
Mestu skipti hins vegar að búa þann-
ig um hnútana, að aflaheimildir FH
færa ekki frá Húsavík, heldur nýtt-
ust til atvinnusköpunar á staðnum.
En það væri einmitt ein af jákvæð-
ustu hliðum sameiningar FH og
Ljósavíkur, að öll landvinnslan færi
fram á Húsavík.
Fulltrúum Húsavíkurkaupstaðar
þótti skilyrði okkar varðandi mat á
rækjukvótanum afar sanngjarnt og
eðlilegt. Sveiflukennt eðli rækju-
verðs væri alþekkt og sjálfsagt að
taka tillit til þess.
Niðurstöður þessa fyrsta fúndar
Ljósavíkurmanna og fulltrúa meiri-
hluta bæjarstjómar Húsavíkur má
síðan draga saman í eftirfarandi:
• Að Ljósavík keypti 20% hlut í
FH af Húsavíkurkaupstað og bær-
inn minnkaði þannig áhrif sín í félag-
inu. Gert yrði samkomulag hluthafa í
tengslum við þessi kaup.
• Að Ljósavík kæmi sem fyrst til
Húsavíkur með útgerð eins skips og
önnur skip félagsins lönduðu á
staðnum.
• Að unnar yrðu grannupplýs-
ingar um hugsanlega sameiningu
Ljósavíkur og FH, sem lægju fyrir á
næsta fundi er haldinn yrði mjög
fljótlega.
Samrunaferlið hafið
Og sá fúndur var haldinn aðeins
fjóram dögum síðar, 19. ágúst, á
Húsavík. A þessum fundi var gengið
frá eftirfarandi gögnum (sjá fylgi-
skjöl):
• Samkomulagi um hlutafjár-
kaup og samvinnu.
• Hluthafasamkomulagi.
• Samkomulagi um samræmt
mat á fyrirtækjunum og eignarhlut-
um í sameinuðu fyrirtæki. Grann-
hugsun matsins miðaðist við mats-
reglur hlutabréfamarkaðarins, að
teknu tilliti til árshlutauppgjörs fé-
laganna 31. ágúst 1999.
Hlutaðeigandi var gert Ijóst að
forræði málsins yrði þaðan í frá í
höndum stjóma félaganna og hlut-
hafafunda. Hvað varðaði hlut FH
átti Húsavíkurkaupstaður rétt á
þremur stjómarmönnum af fimm er
fylgdu málinu eftir. Til að tryggja
nægilegan stuðning í stjórn og eig-
endahópi FH yrði nú að kynna málið
fyrir ráðamönnum Olíufélagsins hf.
og eftir atvikum öðram stóram hlut-
höfum í félaginu. Var Reinhard
Reynissyni bæjarstjóra falin fram-
kvæmd mála er varðaði hlutabréfa-
sölu, samskipti við stjóm FH og aðra
hluthafa, en Guðmundi Baldurssyni
hjá Ljósavík gert að annast þau mál
er lytu að félagi okkar.
Eftir að þessum málum hafði verið
komið í kring var 25. ágúst send til-
kynning til Verðbréfaþings íslands
(sjá fylgigögn) og svohljóðandi sam-
eiginleg fréttatilkynning til fjölmiðl-
anna: „Bæjarráð Húsavíkur hefur
samþykkt að selja Ljósavík hf. í Þor-
lákshöfn 20% hlut í Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur hf. Aðilar era sammála
um að leggja fram tillögu til stjóma
beggja félaganna um að strax verði
komið á nánu samstarfi Fiskiðju-
samlagsins og Ljósavíkur með það
fyrir augum að fyrirtækin verði sam-
einuð miðað við 1. september næst-
komandi.
Meginmarkmið þessara aðila er að
til verði öflugt sjávarútvegsfyrirtæki
á Húsavík, sem sótt geti fram á kom-
andi áram. Sameinað fyrirtæki ræð-
ur yfir um 7.500 þorskígildistonnum
(m.v. fiskverð árin 1998/99). Það hef-
ur sterka stöðu í vinnslu á rækju og
bolfiski.
Fiskiðjusamlagið og Ljósavík era
fyrirtæki sem við samrana mynda
sterka heild. Ljósavík er útgerðar-
fyrirtæki rækjuskipa, en Fiskiðju-
samlagið á vel búna rækju- og
bolfiskvinnslu.
Bæði fyrirtækin hafa yfir að ráða
góðu og hæfu starfsfólki til sjós og
lands, sem er ein af meginauðlindum
sameinaðs fyrirtækis.“ Það vakti eft-
irtekt, að í bæjarstjóm Húsavíkur
urðu ekki miklar umræður um málið,
hvað þá að minnihlutinn legðist gegn
því. Hið almenna viðhorf til samein-
ingar FH og Ljósavíkur var afar já-
kvætt. Menn virtust sammála bæjar-
stjómarmeirihlutanum um að þetta
væri langbesti kosturinn fyrir Hús-
víkinga, og til dæmis var haft eftir
Sigurjóni Benediktssyni, helsta tals-
manni bæjarstjómarminnihlutans, í
Víkurblaði Dags 15. september, að
hann væri ánægður með þetta sam-
komulag og vonaði að það yrði
lukkuspor og öllum til hagsbóta.
Hann ítrekaði svo ánægju sína í
grein í sama blaði 27. október og er
hann hitti Guðmund Baldursson á
fömum vegi um þessar mundir heils-
aði hann honum með þéttu handtaki
og bauð Ljósavíkurmenn sérstak-
lega velkomna til atvinnurekstrar á
Húsavík.
Fór nú í hönd tímabil enn ná-
kvæmari undirbúningsvinnu. Ræða
þurfti við aðra hluthafa í FH um
framkvæmdina, ganga frá mati á
eignum og öðram verðmætum fyrir-
tækjanna og semja áætlun fyrir end-
anlegan samrana þeirra. Ekki er
ástæða til að tíunda hér alla þá
vinnu, en henni lauk upp úr miðjum
nóvember.
Á stjómarfundi í FH 26. nóv-
ember var síðan samþykkt að leggja
til við hluthafa félagsins að Ljósavík
hf. yrði sameinuð Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur hf. frá og með 1. sept-
ember 1999. Skiptihlutföll við sam-
eininguna yrðu þannig að hlutur
hluthafa FH væri 62,5% og hlutur
hluthafa í Ljósavík 37,5%.
Gert var ráð fyrir að næsti hlut-
hafafundur yrði haldinn í janúar árið
2000, en öll gögn vegna fyrirhugaðs
samrana, þ.e. samranaáætlun, sam-
eiginleg greinargerð félagsstjóma,
skýrsla matsmanna, yfirlýsing lög-
giltra endurskoðenda ásamt stofn-
efnahagsreikningi vora lögð fram á
skrifstofu félagsins (sjá fylgigögn).
Mönnum þótti nú sem málið væri í
höfn, einungis væri eftir að ganga frá
formsatriðum. Mikil bjartsýni ríkti á
fundinum og var ákveðið, til þess að
greiða enn betur fyrir gangi málsins,
að kjósa nýja stjórn er tæki mið af
skiptingu hlutabréfa eftir að sam-
raninn væri um garð genginn.
í hina nýju stjóm vora kjömir:
Guðmundur Baldursson og Unnþór
Halldórsson frá Ljósavík, Ingólfur
Friðjónsson lögmaður, sem ekki er
fulltrúi sérstaks hluthafahóps,
Bjami Bjamason aðstoðarforstjóri
Olíufélagsins og Reinhard Reynis-
son bæjarstjóri á Húsavík.
Pdlitiska moldviðrið
En nú er það sem hið pólitíska
moldviðri upphefst. Sigurjón Bene-
diktsson, aðalsprauta sjálfstæðis-
manna í minnihluta bæjarstjómar,
virðist sjá sér leik á borði til að hefja
stórátak í helsta áhugamáli sínu, að
vinna meirihlutanum allt til miska og
það án tillits til hvaða áhrif það hefði
á viðleitni manna til að efla atvinnulíf
staðarins. Sigurjón taldi sig væntan-
lega einnig eiga harma að hefna á
meirihlutanum vegna fyrri viðskipta
um málefni Fiskiðjusamlagsins, eða
frá þeim tíma er hann var þar sjálfur
stjómarformaður. Þótt ekki verði
það gert hér væri ærin ástæða til að
rifja upp fjölmörg glappaskot Sigur-
jóns á þeim vettvangi, en Húsvíking-
ar era enn að súpa seyðið af þeim
ósköpum.
Sigurjón skrifaði grein í Víkurblað
Dags 1. desember þar sem hann fer
mikinn og slær um sig með gífuryrð-
um og dónaskap í garð okkar Ljósa-
vQomnanna. Hlýlegt handtakið
nokkra áður hafði sem sé snúist upp
í rýting í bakið! Efnislega snýst árás
hans um að við hefðum sölsað undir
okkur meirihlutann í fyrirhugaðri
sameiningu og notið við það aðstoðar
bæjarstjórans.
Sigurjón fær þetta út með því að
leggja saman 37,5% hlut okkar í
sameiningunni og þau 20% sem við
áttum fyrir í FH og skráð vora á
dótturfyrirtæki okkar Jökulvík hf -
en þetta gerir hlut okkar 57,5% að
því er hann telur. En dæmið er rangt
sett upp, því eldri 20% hlutur okkar í
FH nemur 12,5% í sameinuðu félagi.
Þannig hefði hlutur okkar í raun orð-
ið 50% og það aðeins tímabundið. Við
höfðum í upphafi gert samkomulag
um að færi hlutur okkar yfir 47% í
hinu sameinaða félagi yrðu gerðar
ráðstafanir sem leiddu til þess að
hann yrði ekki hærri en það. Þær
ráðstafanir átti að gera í samráði við
Húsavíkurkaupstað yrði samrani fé-
laganna samþykktur á hluthafafund-
inum í janúar - sem aldrei varð. Auð-
vitað vissi Siguijón hvemig þessu
var háttað þótt hann fullyrði annað
gegn betri vitund.
Siguijón hélt því einnig fram í
þessari blaðagrein að samsetning
nýju stjórnarinnar, sem kosin var 26.
nóvember, væri óeðlileg vegna eign-
arhlutfalla í félaginu. Hann vildi
meina að við Ljósavíkurmenn réðum
meirihlutanum og myndum misnota
aðstöðu okkar í væntanlegri samein-
ingu.
Þetta var ekkert annað en tilraun
til að gera okkur tortryggilega og
skemma fyrir málinu. Öll atriði sam-
einingarinnar höfðu verið afgreidd
af fráfarandi stjóm, nýja stjómin
hafði ekkert annað hlutverk í því
sambandi en að boða til hluthafa-
fundarins - sem aldrei varð - þar
sem taka átti afstöðu til fyrirliggj-
andi samranaáætlunar. Rökin fyrir
því að skipa stjóm út frá „væntan-
legum“ eignarhlutfóllum lutu að
nauðsyn þess að huga þegar að
rekstri hins sameiginlega félags
fyrsta rekstrarárið, enda kosin út frá
þeirri sannfæringu að einungis
formsatriði væra eftir af samrana-
ferlinu.
í framhaldi af þessum fáránlegu
árásum Sigurjóns kom nú hrina af
allskyns enn fáránlegri ásökunum
sem gengu út á að mat á eignum og
öðram verðmætum fyrirtækjanna
væri rangt, þannig að hlutur Ljósa-
víkur væri metinn of hátt en hlutur
FH of lágt. Þessar aðdróttanir sner-
ust um atriði eins og verðmæti afla-
heimilda hvors fyrirtækis um sig,
verðmæti skipastóls okkar og verð-
mæti ónýtts rekstrartaps FH, svo
nokkuð sé nefnt.
Alltof langt mál yrði að fjalla um
þær reikningskúnstir sem beitt hef-
ur verið í sambandi við þessa þætti. I
sumum tilfellum er um bein ósann-
indi að ræða, í öðram era hlutirnir
slitnir úr réttu samhengi eða verið að
velta upp atriðum sem koma megin-
málinu ekkert við.
Það eina sem við getum gert er að
vísa á útreikninga matsmanna og
endurskoðenda við undirbúning
sameiningarinnar, en þeir vora
Bjöm St.
Haraldsson frá Pricewaterhouse-
Coopers hf. fyrir FH og Biridr Leós-
son frá Deloitte & Touche hf. fyrir
Ljósavík. Þeir gáfu 19. nóvember út
sameiginlega yfirlýsingu um að
„skiptihlutfall það sem gert er ráð
fyrir í samranaáætlun félaganna sé
eðlilegt og sanngjamt". Hér má rifja
upp að við gerðum viðsemjendum
okkar þegar í upphafi fulla grein fyr-
ir að grandvöllur samkomulags af
okkar hálfu væri að rækjukvóti
Ljósavíkur yrði metinn út frá meðal-
talsverði liðinna ára, en ekki miðað
við verð dagsins, sem væri í lág-
marki. Þeir skildu það mætavel og
samþykktu. Svo þegar Siguijón
Benediktsson pantaði matsgerð
Verðbréfastofunnar hf. á skiptihlut-
fallinu og fékk það miðað við verð
dagsins á rækju, var að sjálfsögðu
ekki verið að vinna á forsendum
samkomulags okkar og FH - heldur
verið að þjóna pólitískum markmið-
um Siguijóns. Þetta verður að
teljast ansi aumkunnarverður
vitnisburður um þekkingu
Verðbréfastofunnar hf. á íslenskum
sjávarútvegi.
Þegar gagnrýni Siguijóns Bene-
diktssonar á samranaáætlun FH og
Ljósavíkur er skoðuð er auðsætt að
hann hefur engan áhuga haft á efnis-
legu innihaldi hennar. Hann hefur
aldrei rætt við okkur Ljósavíkur-
menn um einstaka þætti hennar né
heldur þá sérfræðinga sem unnu að
undirbúningi hennar. Allur málflutn-
ingur hans frá 1. desember miðaðist
einungis við að sá fræjum tortryggni
og ótta meðal Húsvíkinga um að
„vondir menn“ að sunnan ætluðu sér
að hlunnfara þá - og það með aðstoð
meirihluta bæjarstjómar og bæjar-
stjórans! Við Ljósavíkurmenn höfð-
um talsverðar áhyggjur af því að
Siguijóni tækist að skemma sam-
ranaáætlunina með óhróðri sínum,
en viðsemjendur okkar í meirihluta
bæjarstjómar töldu slíkt af og frá.
Sameining fyrirtækjanna hefði verið
samþykkt af meirihluta hluthafa og
einungis var eftir að staðfesta hana
formlega á næsta fundi þeirra, sem
ákveðið hafði verið að halda 19. jan-
úar.
Tvennt gerðist hins vegar á enda-
sprettinum, ef svo má að orði kom-
ast, sepi kollvarpaði áætlunum okk-
ar.
í fyrsta lagi fréttist er líða tók að
jólum að einn bæjarfulltrúi meiri-
hlutans hefði snúist á sveif með Sig-
urjóni eða vildi að minnsta kosti að
nýtt mat yrði lagt til grandvallar
sameiningunni. Minnihlutinn ætlaði
að bera upp tillögu um slíkt á bæjar-
stjórnarfundi 21. desember og hún
yrði líklega samþykkt ef þessi
ákveðni bæjarfulltrúi mætti á hann.
Meirihlutinn gat hins vegar fengið
manninn til að boða forföll sín á
fundinum með því að vísa til sam-
komulags við stofnun H-listans er
miðaði að því að viðhalda einingu