Morgunblaðið - 05.02.2000, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 6%,
GREINARGERÐ
listans í ákvarðanatöku í stórmálum
sem snertu heildarhagsmuni bæjar-
búa. Þannig að ef einn af fimm full-
trúum meirihlutans hefði aðra skoð-
un í slíkum málum en félagar hans
fjórir, þá myndi viðkomandi ein-
stakhngur ekki taka þátt í afgreiðslu
á málinu, til að riðla ekki samstöðu
meirihlutans.
Þetta bragð átti hins vegar eftir að
snúast upp í andstæðu sína og verða
vopn í höndum Sigurjóns og félaga.
Eftir áramótin kom Dagbjört Þyrí
Þorvarðardóttir, oddviti sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórn, fram með þá
spurningu hvort þama hefðu ekki
sveitarstjómarlög verið brotin,
vegna þess að umræddur bæjarfull-
trúi mætti ekld á fundinn án þess að
geta borið við lögboðnum forföllum
eins og þau em skilgreind í lögunum.
Sjálfstæðismenn höfðu nefnilega
fengið það vottað frá vinnuveitanda
bæjarfulltrúans, að hann hefði verið í
vinnunni á þeim tíma sem fundurinn
var haldinn.
Þarna var sem sé komin fram hót-
un um að leggja fram stjómsýslu-
kæra, sem orðið gæti til þess að
fresta þyrfti hluthafafundinum 19.
janúar uns hún hefði verið afgreidd.
Skömmu síðar, eða 10. janúar,
sendi Björn St. Haraldsson endur-
skoðandi FH, stjórn og hluthöfum
félagsins óvænt bréf, þar sem hann
greinir frá þeirri skoðun sinni, „að
komið hafi í ljós að skiptihlutföll í
samranaáætlun félaganna, sameig-
inlegri greinargerð félagsstjórna svo
og skýrslu matsmanna, sem undir-
ritaðar vora föstudaginn 26. nóv-
ember sl. af stjómum félaganna og
matsmönnum, séu ekki sanngjörn ...
(hann telji) því rétt að fallið verði frá
samrana félaganna á grandvelli
skiptihlutfalls sem fram kemur í
samranaáætlun dags. 26. nóvember
sl.“. Bréf þetta var í raun og vera
rothögg á samranaferlið. En hvað
bjó á bak við það? Hvers vegna hafði
endurskoðandi og matsmaður FH
allt í einu skipt um skoðun? Af
hverju gekk hann gegn vilja umbjóð-
anda síns, stjórnar FH? Hvað fékk
hann til að afneita allri fyrri vinnu
sinni við málið?
Svarið er einfalt:
Sigurjón Benediktsson hafði klag-
að Björn til Hlutafélagaskrár og
Verðbréfaþings íslands, og bent á að
þar sem Bjöm væri hluthafi í FH
væri hann vanhæfur samkvæmt lög-
um um endurskoðendur til að árita
reikninga félagsins, sem og til að
vera matsmaður þess.
Sigurjón vissi þetta auðvitað
manna best. Hann var stjómarfor-
maður FH árið 1997, þegar lögum
um endurskoðendur fyrirtækja var
breytt í þá vera sem gerði Bjöm þar
með vanhæfan til starfa fyrir FH
meðan hann ætti hlutabréf í félag-
inu. Rétt er að benda á að eignarhluti
Bjöms í FH hljóðar upp á 365 þús.
kr., eða afar lítinn hluta. Segir þessi
staðreynd okkur margt um siðferðis-
þroska Sigurjóns Benediktssonar.
En þetta er að sjálfsögðu alvarlegt
faglegt áfall fyrir Björn St. Haralds-
son, löggOtan endurskoðanda hjá
PricewaterhouseCoopers - og gæti
þýtt skaðabótakröfur á hendur fyrir-
tæki hans. Frá upphafi sameiningar-
ferlisins hafði Bjöm unnið sam-
kvæmt ákvörðun stjórnar FH um
það hvernig unnið skyldi að málinu
og taldi hann enga meinbugi á að-
komu sinni að því. Ákvörðun hans
um að ganga gegn fyrri niðurstöðu
sinni er óskiljanlegur faglegur
hringlandaháttur. Allir endurskoð-
endur sem við höfum síðan rætt við,
era sammála um að framgangur
Björns í þessu máli beri vitni um fá-
heyrt virðingarleysi við siðferðis-
reglur starfsins.
En í framhaldi af þessu bréfi var
ekki um annað að ræða en að senda
út fréttatilkynningu, 12. janúar, þar
sem sagði meðal annars: „Á fundum
stjóma Fiskiðjusamlags Húsavíkur
hf. og Ljósavíkur hf., sem haldnir
vora í gær, þriðjudaginn 11. janúar
2000, tóku þær hvor um sig sam-
hljóða ákvörðun um að falla frá til-
lögu um samrana félaganna, og af-
boðar stjórn Fiskiðjusamlags
Húsavíkur hf. hér með boðaðan hlut-
hafafund í tilefni af fyrirhuguðum
samrana.“
Og hvað svo?
Við Ljósavíkurmenn komum til
Húsavíkur í góðum tilgangi. Við vor-
um sannfærðir um að sameining fyr-
irtækis okkar og Fiskiðjusamlagsins
myndi skapa umtalsverða verð-
mætaaukningu fyrir báða aðila um
leið og hið nýja félag yrði almenn
lyftistöng fyrir atvinnulífið á Húsa-
vík. Við höfum komið fram af einurð
og heilindum, og lagt mikið á okkur
til að samranaferlið mætti ganga
sem greiðlegast fyrir sig.
Hvað höfum við borið
úr býtum?
Við höfum verið uppnefndir
„þurfalingar frá Þorlákshöfn". Við
höfum verið vændir um undirferli.
Við höfum þurft að sitja undir róg-
burði um að kunna ekki að reka fyr-
irtæki, vera stórskuldugir, eiginlega
gjaldþrota. Við höfum eytt miklum
tíma, peningum og orku til einskis.
Við höfum verið hlunnfarnir um þá
arðsemisaukningu er beið þeirra
sem áttu hlutabréf í hinu sameigin-
lega félagi.
Við höfum kynnst mörgu góðu
fólki á Húsavík. Við höfum skynjað
enn betur hvað starfsfólk okkar í
Ljósavík er traust og gott.
Ennþá eigum við okkar hlut í FH
og sitjum í stjórninni. Hvert fram-
haldið verður á þeim vettvangi er
ekki gott að segja til um á skrifandi
stund.
Versta reynslan af sameiningar-
ferli FH og Ljósavíkur er að upplifa
á sjálfum sér hvernig metorðablindir
stjómmálamenn geta komist upp
með gífurleg skemmdarverk og
valdið fólki margvíslegum skaða án
þess að bera nokkra raunveralega
ábyrgð á gerðum sínum.
Ljóst er að staða FH er talsvert
lakari eftir þessar hremmingar en
áður en þreifingar okkar hófust.
Raunar er ekki fjarri lagi að segja að
fyrirtækið sé í rúst og að fáir raun-
hæfir kostir séu í sjónmáli.
FH er stundum kallað Fjöregg'
Húsvíkinga, eða það fyrirtæki sem á
að bera uppi atvinnulíf bæjarfélags-
ins. Saga þess hefur löngum ein-
kennst af hatrömmum deilum vegna
meirihlutaeignar bæjarins. Eftir
nýjasta kaflann í þessari sögu ætti
öllum að skiljast að eigi fyrirtækið að
hafa einhverja framtíð fyrir sér er
nauðsynlegt að það losni undan af-
skiptum stjómmálamanna - annars
verður aldrei annað úr því en fúlegg.
Þorlákshöfn, 1. febrúar 2000,
f. h. Ljósavíkur,
Guðmundur Baldursson
og Unnþór Halldórsson."
Alfa 156. Akstursgleði fram í fingurgóma
Bæði þeir sem eiga hann, og þá sem
stöðugt dreymir um hann eru sammála
um að Alfa 156 sé frábær bíll.
Tilfinningin sem slíkur bíll gefur manni
kemur fyrst og fremst innanfrá, eins og
þekkt er. Og einmitt undir stýri er það
hönnunin sem gleður augað og æsir
fingurgóma. Jafnvel einfaldur og
hversdagslegur hlutur eins og bfllykill
er hannaður sem hluti af heildinni.
Þú setur í gang, og það fyrsta sem þú vilt
gera er að lækka í græjunum og njóta
vélarhljóðsins. Fáar bílvélar bjóða uppá
slíkan konsert úr vélarsal. Alfa 156 er
óvenjulegur bfll. Bílagagnrýnendur í
Evrópu hafa hlaðið hann lofi og kusu
hann m.a bíl ársins í Evrópu 1998.
Komdu til okkar í Garðabæinn og
upplifðu ánægju í akstri sem seint
gleymist.
Alfa 156 frá kr. 1.790.000
Istraktor
BÍLAR FYRIR ALLA
Opið á laugardögum 13-17