Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 75

Morgunblaðið - 05.02.2000, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 75./ FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖND Forvitnilegar plötur Mafíósa- grín Sálgreindu þetta (Analyse This) gTmT¥my¥d ★★★ Leikstjóri: Harold Ramis. Handrit: Ken Lonergan og Peter Tolan. Að- alhlutverk: Robert De Niro, Billy Crystal, Lisa Kudrow. (103 mín.) Bandaríkin 1999. Warner-myndir. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. ÞAÐ er í'yrst og fremst fag- mennskan sem einkennir þessa frambærilegu gamanmynd. Valinn maður er í hverju rúmi og standa flestir ef ekki allir vel fyrir sínu. Hugmyndin er og frumleg. Maf- íósar, eins og þeir hafa verið dregnir upp í kvikmyndum Hollywood, eru hafðir að háði og spotti og klisjurnar undirstrikaðar. Snjallræði var enn- fremur að telja Robert De Niro á að leika mafíósa sem þarf á sál- fræðiaðstoð að halda því hann virðist njóta þess að fá tækifæri til þess að gera grín að sjálfum sér og eldri hlutverkum sín- um. Einnig er ánægjulegt að sjá hinn snjalla Crystal á ný í góðu formi og er samleikur þeirra félagi smellinn. Sem sagt prýðis mafíósagrín sem auðveldlega má mæla með. Skarphéðinn Guðmundsson „ÞÝSKIR stríðs- menn“ eða „Deutsche Krieger" er stór- magnaður diskur sem er ávöxtur samstarfs þýska tónlistarmann- sins PD. Einheit og leikritaskáldsins Mark Ammer. Ein- heit er þekktastur fyrir að hafa verið meðlimur þýsku framúrstefnuhlj óm- sveitarinnar Einzt- urzende Neubauten. PD. Einheit hætti f sveitinni fyrir tveimur áram til að einbeita sér að sólóverkefnum sínum. Þetta er þriðja verkefnið sem hann gerir í samstarfi við leikrita- skáldið Mark Ammer. Áður gerðu þeir saman verkin „Útvarp helvítis“ og „Heimsendir í beinni útsend- ingu“. Það nýjasta frá þeim félögum er þessi raf, sampl ópera sem nefnist „Þýskir stríðsmenn“. Hún fjallar um þrjár persónur sem ötuðu þýska sögu blóði á öldinni sem leið. Hún skiptist í þrjá þætti, sá fyrsti fjallar um Vilhjálm keisara sem atti Þjóð- verjum út í fyrri heimsstyrjöldina, annar er um Adolf Hitler og sá þriðji segir sögu Ulrike Meinhof, for- sprakka Bader Meinhof hryðju- verkasamtakanna frá 8. áratugnum. Þættimir fjalla um upphaf, ris, bar- áttu og loks ósigur og dauða „þýsku stríðsmannana“. Vilhjálmur, Hitler og Ulrica segja sögu sína sjálf á gömlum upptökum sem skeyttar era inn í tónlistina. Þau era eins og poppstjörnur sem syngja um raunir sínar meðan Ammer og Einheit sjá um undirspilið. Allir þættirnir hefjast á upphafs- stefí ö. sinfóníu Beethovens og síðan kemur elektrónísk geðveiki þar sem klipptir era saman ótal hljóðbútar. Einheit og Ammer vinna með gamlar grammofónplötur úr fyrri- heimsstyrjöldinni, útvarpsútsend- ingar úr seinni heimsstyrjöldinni og sjónvarpsupptökur frá áttunda ára- tugnum. Tónlistinn styðst síðan við „sömpl“ frá jafn ólíkum aðilum og Charlie Chaplin og Kraftwerk. Hún vísar til tíðarandans hverju sinni, til dæmis er fönkuð diskóstemning í Ul- riku Meinhof-þættinum og sveiflu ztónlist er áberandi hjá Hitler. Úr þessum sundurleitu bútum tekst Ammer og Einheit að mynda sterka dramatíska heild. „Þýskir stríðsmenn" er langt í frá rómantísk kertaljósatónlist, þetta er harka af hörðustu gerð sem segir sögu Þýskalands á nýmóðins og ögr- andi hátt. Ragnar Kjartansson. Þýskir stríðsmenn Ammer, Einheit. Deutsche Krieger Our choice records Huldufólk með kreditkort? SÍÐASTLIÐINN sunnudag flutti Egill Helgason þátt í ríkisjónvarp- ið um höfuðborg íslands aldamóta- árið 2000 og maður bjóst við ein- hverjum ósköpum í menningar- vera, sem yrði bæði andstutt og með magaverki. En ónei. Egill Helgason lét ekki menningaralvöra andartaksins ógna sér, hefur enda starfað sem rann- sóknarblaðamaður á pappír sem hét Helgarpósturinn eða eitthvað þvíumlíkt, raddmikill og hress og branaði fram með pistil sinn um höfuðborgina svo hún hresstist að mun og er í dag töluvert meira en andapollur og pissúar í miðborg- inni. Egill bjargaði borginni sem sagt út í alvörana, þótt hann leyfði sér að álíta að huldufólkið í bænum hefði krítarkort. Heimsborgarhlutverk Reykja- víkur er næsta sérkennilegt, þótt ekki skuli gert lítið úr því. Heims- borgardagskráin hófst með því að afhjúpa ítalskan vita á Sandskeiði, þar sem margur Sunnlendingur mætti norðanhríðum á suðurgöngu á tímum fiskiþorps á hinu gamla Seltjarnarnesi. Einnig var hátíðin hafin með þvi að rasla í dótakassa Erlendar heitins í Unuhúsi, þar sem m.a. vora geymd bréf frá Halldóri Lax- ness, Þórbergi Þórð- arsyni og Stefáni frá Hvítadal. Innihald dótakassans hefur síðan verið til sýnis almenningi. Maður býður þess dags að hvolft verði úr ösku- tunnu við hús vestast á Vesturgöt- unni í menningarskyni á þessum tímum post modernismans. Svo vikið sé eftur að Agli Helga- syni og prýðisgóðu erindi hans um Reykjavík, þá var flutningur hans í sérflokki. Það er nú orðið svo í út- varpi þjóðarinnar, þessu sem við verðum að borga fyrir, að það er oft undir hælinn lagt hvort hægt er að heyra eða skilja nokkurt orð sem sagt er. Þetta stafar af þrálátri kennslu í lestri, þar sem ein af dauðasyndunum er að lesa upp- hátt. Síðan kemst þetta ólæsa fólk í þá aðstöðu að tala í útvarp og hafa eins og kunnugt er próf í himin- tunglafræðum, þótt varla skiljist orð af því sem það segir í viðtölum o.s.frv. Ríkiskassinn virðist vera að hressast undir nýjum dagskrár- stjóra og er það gleðiefni. Þetta er auðvitað bara spuming um að skilja starfið rétt hvað snertir gam- an og alvöra og hina hæfilegu blöndu. 2. febrúar var fluttur annar þáttur breska gamanþáttarins, Mötuneytið (Dinnerladies) um kon- ur sem vinna í mötuneyti í Ma- nchester. Það var jafnvel látið að því liggja, að svona mötuneyti gæti fyrirfundist á íslandi - jafnvel við Laugaveginn. En sleppum því. Fleiri athyglisverðar sýningar vora á döfinni hjá ríkiskassanum og verður vonandi svo í framtíðinni. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARP A LAUGARDEGI Vorvörurnar streyma inn Verðdæmi: Jakkar frá 4.900 Pils; frá 2.900 Buxur frá 2.900 BolÍr frá 1.500 Alltaf sama góða verðið! Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433 Norrœna húslð kynnlr f samvlnnu vlð Bergens IntemcrHonella i m * Teater (BIT) það besta frá yngrl kynslóð llstamanna f Bergen. Laugardagur 5. febrúar 15:00 Sýningaropnun á verkum Gisle Froysland. Innsetningar og videólist. 20:30 Baktruppen - VERY GOOD. Nýstárlegur leikhópur sem fer ekki troðnar slóðir í sýningum sínum. Sýningin fer fram á ensku .Aðgartgur 1000 kr Sunnudagur 6. febrúar 15:00 Listamaðurinn Robert Sot fremur gjöming í anddyrinu. 20:30 Baktruppen - VERY GOOD. Sýningin fer fram á ensku. Aðgangur 1000 kr Sýnlngar: Utandyra Innsetning við Norræna húsið. Elsebet Rahlff 29. janúar - 6. febrúar FÁNAR HEIMS - hnattrænt verkefni á ferð. í anddyri Robert Sot 21. janúar - 20. febrúar. Innsetningar og gjömingur í sýnlngarsal Gisle Froysland 5. febrúar - 12. mars. Innsetningar og videólist Nánar upplýsingar í símum 551 70 30 og 551 29 35, fax 552 64 76 eða http:llwivw.nordice.is Nœturgalinn í kvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms. Sími 587 6080. Mikið úrval af fallegtim rúmfatnaði Skólavördustíg 21, Reykjavík, sírai 551 4050 Yfir 1.500 notendur KERFISÞROUN HF. Fákaleni11 • Simi 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ LOKADAGAR RYMINGARSOLUNNAR Mikil verðlækkun Nýjar vörur beint á rýmingarsöluna Opið lau. 10-18, sun. 12-18 SPOBTVORUVERSLUNIN SPARTA Lauyavegt 49 -101 Reykjavlk - slmt 551 2024

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.