Morgunblaðið - 05.02.2000, Blaðsíða 76
k76 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Kvikmyndahátíðin í Gautaborg
Island: Allt
önnur pláneta
Hann veltir fyrir sér áhrifum skammdegis
og sumarbirtu um leið og hann fangar um-
hverfí, samstarfsmenn og kvikmyndagerð-
armanninn sjálfan í heimildamynd um
Friðrik Þór. Sigrún Davíðsdóttir hitti
Alexander Bohr, þáttagerðarmann ZDF, á
kvikmyndahátíðinni í Gautaborg.
Eftir að ég kom fyrst til ís-
lands og kynntist þessum
töfrum, þessu yfirnátt-
úrulega sem þar er að
finna þá segi ég við þá, sem ekki hafa
komið til Islands, að þeir verði að
hugsa sér ísland eins og allt aðra
‘plánetu, ólíka öllu öðru, sem þeir
þekkja." Það er hrifningarglampi í
augum Alexanders Bohrs, þegar
hann rifjar upp kynnin við Island,
sem spruttu af kynnum hans af
Friðriki Þór Friðrikssyni kvik-
myndagerðarmanni á kvikmyndahá-
tíð í Loearno 1987. íslenska um-
hverfið setur svip sinn á myndir
Friðriks Þórs að mati Alexanders,
en þær bera líka vott um hvað kvik-
myndagerðarmanninum þykir vænt
um þennan uppruna sinn.
Myndmál, sem styrkist
„Það er erfitt að segja hvað ein-
kennir myndir Friðriks Þórs,“ segir
Alexander aðspurður. „Ef við tökum
myndir eins og Skytturnar og Engla
alheimsins þá eru þetta mjög ólíkar
myndir og engin skýr þráður á milli
þeirra. En það sem segja má um
þann sem gerði þessar tvær myndir
að þar er á ferðinni maður, sem
þekkir kvikmyndir og áhrifamátt
þeirra. Hann veit hvernig á að birta
hlutina í kvikmynd, þýða þá yfir á
myndmál."
Alexander bendir á að strax í ann-
arri mynd sinni, Börnum náttúrunn-
ar hafi Friðrik Þór skapað listaverk.
„Og því fleiri myndir sem hann gerir
því meir breiðir myndmál hans úr
sér.“
Annað sem Alexander nefnir sem
einkenni á myndum viðfangsefnis
síns eru hin sterku áhrif, sem stafa
frá tjaldinu. „Það er alvöru fólk á
tjaldinu, ekki leikarar klæddir í bún-
Friðrik Þór, kvikmyndagerðar-
maður, er viðfangsefni Alexan-
ders Bohr í heimildarmyndinni
sem sýnd var á Kvikmynda-
hátíðinni í Gautaborg.
inga. Alvöru fólk með alvöru sögu.
Það er kannski rauði þráðurinn í
myndum hans. Kraftur Friðriks
Þórs sem kvikmyndagerðarmanns
stafar af því að honum þykir einfald-
lega vænt um persónur sínar. Þessi
tilfinning hans fyrir persónunum
ljær myndum hans sérstaka útgeisl-
un. Það er erfitt að skýra áhrif
mynda hans, en þeirra er ekki síst að
leita í persónunum, held ég.“
Jafnvægi og ójafnvægi
birtunnar
Kynnin af íslandi eru Alexander
hugleikin. Hann segist aldrei hafa
verið á íslandi um vetur, svo hann
þekkir aðeins sumarlandið ísland.
Hann freistast til að álíta að birtu-
sveiflur árstíðanna hljóti að hafa
Úr mynd Friðriks Þórs, Börnum náttúrunnar. Sigríður Hagalin og Gísli Halldórsson í hlutverkum sínum.
Baltasar Kormákur í hlutverki mannsins sem samdi öll bítla-
lögin í nýjustu kvikmynd Friðriks Þórs, Englum alheimsins.
áhrif á íslendinga, hafa áhrif á lífs-
taktinn þar. „Annars staðar en nyrst
í Evrópu erum við vön nokkum veg-
inn jafnvægi í birtunni, en þetta
ójafnvægi norðursins hlýtur að hafa
áhrif á fólk,“ veltir hann fyrir sér og
hugleiðir einnig hvemig fólk afberi
myrkrið. „Það er ekki beint sam-
band skammdegisins og Engla al-
heimsins, en það má segja að í Engl-
unum sé hin myrka hlið könnuð."
Um önnur áhrif birtunnar á kvik-
myndir Friðriks Þórs segir Alex-
ander að hann taki eftir að Friðrik
myndi helst á sumrin og vinni þá líka
ótrúlega hratt. „Ég býst við að þetta
sé einhver endurspeglun umhverfs-
ins, en hin endanlegu áhrif er auð-
vitað ekki hægt að fullyrða um.“
Þegar Alexander segir öðmm út-
lendingum frá þeirri sérstöku upp-
lifun, sem það er að heimsækja Is-
land verður honum gjarnan rætt um
þann vott af brjálsemi og yfirnátt-
úrulegum íyrirbæram, sem honum
finnst einkenna Island og Islend-
inga.
„Þegar ég segi að það sé ekki
hægt að bera Island saman við neitt
annað land er það meðal annars
vegna þess hve náttúran og menn-
ingin era nátengdar yfirnáttúralegri
reynslu," segir Alexander, sem býst
þó ekki við að íslendingar sjálfir taki
eftir þessu. „Það sem í augum út-
lendings virðist yfimáttúralegt
verður náttúralegt í íslensku um-
hverfi."
Myndin um Friðrik Þór byi'jar á
því að Páll Guðmundsson heggur
drætti kvikmyndagerðarmannsins í
stein og myndin endar á því að full-
hoggið steinandlitið stendur á æsku-
stöðvum Friðriks Þórs. Fundurinn
við Pál er í huga Alexanders
skemmtilegt dæmi um undarlega til-
viljun, sem virðist svo eðlileg þegar
hún gerist.
Þeir Friðrik Þór fóru á eina bar-
inn í Skagafirði klukkan tvö um nótt
og hvern hitta þeir þá þar nema Pál,
sem er að fara að opna sýningu. Upp
úr þessum fundi sprettur sú hug-
mynd að Páll verði með í myndinni
og að myndinni séðri kemur í ljós
hvað það er snjöll hugmynd.
Alexander segist heillaður af
verkum Páls og persónu hans. „Páll
hefur til að bera þessa hógværð, sem
einkennir íslendinga svo oft, líka
Friðrik Þór. Eins og svo margir ís-
lendinga þá era ekkert að hafa mörg
orð um verk sín, gera bara hlutina án
þess að fjölyrða um það.“
Eftir spjallið við Alexander vakn-
ar sú hugmynd að hann sé kannski
örlítið íslenskur í aðra röndina. Þeg-
ar leiðir okkai- liggja saman seinna á
hátíðinni og viðmælandinn fítjar upp
á hve myndin af Friðriki Þór í mynd-
inni sé hlý og einlæg segir Alexand-
er feimnislega að það hafi kannski
eitthvað að segja að þeir Friðrik Þór
séu góðir vinir. En það þarf meira en
vináttu til að gera jafn góða mynd og
Alexander Bohr hefur gert um
Friðrik Þór. Alexander gerir bara
heillandi heimildamynd án þess að
vera neitt að fjölyrða um það og allur
bragurinn á mynd hans er hógvær
og látlaus, rétt eins og hann sjálfur.
Auglit víkingsins
HEIMILDAMYNDIN um Friðrik
Þór Friðriksson kvikmyndagerðar-
mann, sem sýnd var á kvikmynda-
hátíðinni í Gautaborg, gefur heill-
andi mynd af Friðriki Þór, uppruna
hans og umhverfi. í myndinni segir
Friðrik Þór frá sjálfum sér og
vangaveltum sínum um kvikmynda-
gerð og samstarfsfólk hans, vinir og
kunningjar segja frá kynnum af
honum og samstarfi við hann.
Alexander Bohr hefur áður gert
margar heimildamyndir um kvik-
myndagerðarmenn og gengur
markvisst til verks. Það er kvik-
myndagerðarmaðurinn og tengsl
hans við umhverfi sitt og uppruna,
sem hefur fangað athygli Bohrs.
Með því að tala við Friðrik Þór á
æskustöðvum hans í Skagafírði úti í
sumarnóttinni, ef marka má birtuna
í viðtalsköflunum við Friðrik Þór,
nær Bohr að tengja saman manninn
og umhverfi hans. Eins og fleiri
landar á kvikmyndagerðarmaður-
inn það til að slá hlutunum upp í
hálfkæring og gaman, en það er
ekki sú hlið sem Bohr dregur fram.
Það er þvert á móti einlægni og
hlýja sem einkennir bæði frásögn
Friðriks Þórs sjálfs og andann í
myndinni. Á móti viðtalsköflum úti í
náttúrunni eru svo kaflar þar sem
Friðrik Þór les upp stuttar frásagn-
ir, sitjandi í gömlum bfósal. Þessi
samsetning bæði brýtur upp frá-
sögnina á skemmtilegan hátt. Hún
ljær kvikmyndagerðarmanninum
yfirbragð sagnamanns, sem bæði
kann að segja frá á innilegan hátt
og með ákveðinni Qarlægð og minn-
ir okkur á upprunann annars vegar
og starfsvettvanginn hins vegar.
Einkenni, sem koma fram í mynd-
um hans.
Hið íslenska undir
erlendu sjdnarhorni
Á meðan viðtölin við Friðrik eru
tekin úti eða í bíósal er rætt við
samstarfsmenn hans á heimilum
þeirra eða skrifstofum, sem verður
til þess að það skapast skemmtileg
andstaða milli söguhetjunnar og
aukapersónanna. í hópi viðmæl-
enda er það ekki síst Ari Kristins-
son, sem nær að bregða upp
skemmtilegri mynd af samstarfi
þeirra tveggja, líka af því að fram-
koma Ara er svo sniðuglega óhátíð-
leg og hann þvf mjög nálægur.
Sem útlendingur lítur Bohr ís-
land og íslenska kvikmyndagerðar-
manninn vísast öðrum augum en
landar hans gera. Myndin um Frið-
rik Þór er þó á engan hátt haldin
Sieim annmörkum að líta á ísland og
slendinga sem einhver furðufyrir-
bæri, eins og stundum gerist. Þvert,
á móti er gestsaugað svo glöggt að
það hlýtur að opna innfæddum nýja
sýn, bæði á Friðrik Þór og á um-
hverfi hans og viðfangsefni.
Og svo er það þessi gegnumgang-
andi hlýja og virðing fyrir við-
fangsefninu, sem einkenna hana.
Bohr hefur sagt að hlýjar tilfinning-
ar Friðriks Þórs til sögupersóna
sinna geri myndir hans svo áhrifa-
miklar. Á sama hátt má segja að
hlýjar tilfinningar Bohrs til við-
fangsefnis síns ljái mynd hans dýpt
og innileika, sem gera hana svo
hrífandi.
Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir
Þýski sjónvarpsmaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Alexander
Bohr: „Kraftur Friðriks Þórs sem kvikmyndagerðarmanns stafar frá
því að honum þykir einfaldlega vænt um persónur sínar.“
Myndin hefur þegar verið sýnd á ur lýst áhuga á að sýna hana og það
ZDF og Arte-sjónvarsstöðinni, sem væri sannarlega undarlegt er ís-
sjónvarpar bæði til Þýskalands og lenska sjónvarpið hefði ekki áhuga
Frakklands. Norska sjónvarpið hef- á að sýna hana.