Morgunblaðið - 03.03.2000, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nærri 100 heimasíður
um kannabis á Netinu
UPPLÝSINGAR um kannabisefni
eru aðgengilegar á Netinu og segir
Sigrún H. Magnúsdóttir félagsráð-
gjafi að nálega 100 heimasíður um
þessi efni sé þar að finna. Eru þar
kynntar upplýsingar um hvaða ríki
leyfa efnin, hvernig á að reykja og
hvernig nálgast megi þau. Karl
Steinar Valsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, ráðleggur
foreldrum að vera á varðbergi fyrir
því hvaða efni börnin skoða á Net-
inu og segir nokkuð um að for-
eldrar leiti ráða hjá lögreglunni í
þessum efnum.
Sigrún starfar sem félagsráð-
gjafi hjá Seltjamamesbæ og í For-
eldrahúsinu og kveðst vinna mikið
með foreldrum unglinga með fíkni-
efnavanda. í fyrirlestri í Réttar-
holtsskóla nýverið fjallaði hún
einkum um uppeldi og samskipti
foreldra við unglinga. „Ég sagði
líka frá því að ég vissi til þess að á
Netinu væri að finna 98 síður um
kannabisefni," segir Sigrún.
„Þarna er að finna alls konar upp-
lýsingar og leiðbeiningar um
hvernig má panta, um verð, hvern-
ig má rækta og hvernig neyslan á
Foreldrar fylgist
með hvað ungl-
ingar skoða
að vera,“ segir hún og kveðst efast
um að nokkurs staðar sé minnst á
að þessi efni séu hættuleg og vana-
bindandi. Segir hún nauðsynlegt að
setja upp heimasíður þar sem var-
að er við hættunum. Sigrún kveðst
hafa tekið eftir að unglingar sem
eru farnir að reykja ræði mikið um
þessi efni og telji þau skaðlaus og
þau vilji oft fá sig til að samþykkja
það. „Ég lendi oft í þessum um-
ræðum og segi bara nei takk við
unglingana." Segist hún einnig
verða vör við áhyggjur foreldra af
þessari afstöðu unglinganna.
Nauðsynlegt að ræða
við unglingana
Sigrún segir að samkvæmt rann-
sóknum Þórólfs Þórlindssonar hafi
um 20% unglinga í 10. bekk, sem
eru þá 15 ára, prófað hass. Segir
hún suma prófa einu sinni og síðan
ekki oftar en aðrir haldi áfram.
Sundlaug lokað
vegna öskufalls
Dalvik. Morgunblaðið.
HEKLUGOS hefur ýmsar afleið-
ingar. Á Dalvík varð vart ösku-
falls um 3 klukkustundum eftir að
gos hófst. Öskufallið var svo mik-
ið að starfsfólk Sundlaugar Dal-
víkur neyddist til að loka lauginni
í þrjá daga vegna þess, frá sunnu-
dagsmorgni til þriðjudags. Bjarni
Gunnarsson, forstöðumaður, er
með sýnishorn af öskunni á mynd-
inni. Hann segir að gengið hafi
frekar illa að hreinsa laugina.
Þau tæki sem venjulega eru notuð
við hreinsun Iaugarinnar þoldu
illa þetta fína ryk og gáfust upp
að lokum.
Hún segir nauðsynlegt að foreldr-
ar tali ákveðið um þessi mál við
unglinga sína.
„Það verður að benda á hversu
hættuleg þessi efni eru og hassið
er mjög lúmskt. Við finnum lykt af
unglingunum þegar þeir hafa verið
að drekka áfengi en ekki ef þeir
eru í hassneyslu og það er mikil
hætta á að unglingarnir ánetjist.
Þessi efni eru líka ólögleg og ungl-
ingarnir geta lent í alls kyns vanda
vegna þess.“
Þá segir Sigrún einna alvarleg-
ast hvernig þeir sem ánetjast hafa
hassreykingum missi áhuga á því
sem er að gerast í kringum þá,
gleði og sorg hverfi úr tilfinninga-
lífi þeirra. „Áhrifm eru þannig að
fólk kemst í ákveðna stemmningu
eða vímu og hrífst eða verður ást-
fangið og þar fram eftir götunum
en þegar áhrifunum sleppir eru
þessar tilfinningar ekki lengur fyr-
ir hendi. Menn hætta að hrífast og
finna fyrir sorg og hjá þeim verður
eins konar flatneskja og áhugaleysi
ríkjandi. Það finnst mér ömurlegt
og sorglegt við neyslu kannabis-
efna.“
Hægl að hefta leit á Netinu
Karl Steinar Valsson segir að
efni um kannabis sé eitt af mörgu
sem finna megi á Netinu og bendir
hann foreldrum á að fylgjast með
því hvað börn og unglingar skoði
þar. Hægt sé að kanna hvað hafi
verið skoðað og einnig séu til forrit
sem hefti leit á ákveðnum sviðum.
Hann bendir einnig á að foreldrar
geti kynnt sér efni um vímuefni og
skaðsemi þeirra sem finna megi á
heimasíðu lögreglunnar og slíkt
efni sé einnig á síðu SAA.
New York Times skrifar um
Louisu Matthíasdottur
Fersk og óhamin
hreinskilni -
verkin einstæð
NEW YORK Times birti grein í
minningu Louisu Matthíasdóttur í
gær eftir Robertu Smith, mynd-
listargagnrýnanda
blaðsins. Smith segir
að Louisa hafi verið
hljóðlát, sjálfstæð
kona sem hafi veitt fá
viðtöl og hvorki kennt
málun né skrifað um
verk sín; „þegar kem-
ur að því að mála
byrja ég bara og ekk-
ert meira með það,“
hefur Smith eftir
listakonunni.
„Þessi fáu orð,“
segir Smith, „lýsa í
hnotskum stíl sem
var að jöfnu dularfull-
ur og beinskeyttur
um leið og hann sýndi
Louisa
Matthíasdóttir
inbera viðurkenning verið enda-
slepp. Hún hafi til dæmis aðeins
einu sinni tekið þátt í Whitney-
tvíæringnum, árið
1973, og verk eftir
hana séu ekki til í
neinu af fjórum megin
listasöfnum borgar-
inriar. „Hún var einn
af fjölmörgum eftir-
stríðsmálurum sem,
þrátt íyrir ótvíræðan
sigur afstraktsins,
töldu að það og hin
hlutbundna list þyrftu
ekki að útiloka hvort
annað, að það væri
hægt að mála veru-
leikann á þann hátt að
form, litir og málning
öðluðust sjálfstætt
líf.“
heiminn í einföldum þéttum form-
um og flötum með skýrum og
skærum litum, allt sett fram af
ferskri og óhaminni hreinskilni
sem gerði veridn einstæð."
Smith segir að þessi stfll hafi
verið hófstilltur en þekktur og
Louisa hafi útfært hann af nær-
fæmi.
Smith segir að verk Louisu hafi
verið dæmi um hið hlutbundna
málverk sem tíðkast hefur í banda-
rískri list eftir stríð. En þrátt fyrir
að hún hafi átt velgengni að fagna í
New York, einkum eftir 1970 en
þangað flutti hún 1942, hafi hin op-
Á meðal þeirra listamanna sem
voru sömu skoðunar á síðari helm-
ingi fimmta áratugarins og þeim
sjötta voru Robert de Niro eldri og
kona hans, Catherine Admiral,
Nicholas Carone, Fairfield Porter,
Alex Katz og síðar Nell Blaine,
auk nokkurra listamanna frá San
Francisco svo sem David Park.
Smith bendir á að stfll Louisu
hafi þó átt rætur sínar á íslandi.
Segir hún að Louisa hafi þróað stfl
sem sameinaði síðimpressionisma
Edvards Munchs og fauvisma sem
og áhrif frá öðrum minna þekktum
módernistum frá Skandinavíu.
Þriggja ára áætlun rædd í borgarstjórn
Skuldir borgar-
sjóðs greiddar
niður um milljarð
GERT er ráð fyrir því að skuldir
borgarsjóðs verði greiddar niður um
einn milljarð á árunum 2001 til 2003.
Ekki er gert ráð fyrir að ný lán verði
tekin á tímabilinu. Þetta kemur fram
í þriggja ára áætlun um rekstur,
framkvæmdir og fjármál borgar-
sjóðs sem var til fyrri umræðu í
borgarstjórn í gærkvöldi. Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, segir áætlunina
bera metnaðarleysi meirihluta borg-
arstjómar við að greiða niður skuld-
ir borgarinnar vitni.
Sveitarstjórnum er lögum sam-
kvæmt skylt að leggja árlega fram
þriggja ára áætlun og fjalla um hana
á tveimur fundum sveitarstjórnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri fylgdi áætlun Reykjavflcur úr
hlaði á borgarstjórnarfundi í gær-
kvöld. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
sagðist vekja athygli á að miðað við
allt það fjármagn sem komið hafi í
borgarsjóð að undanförnu og ríkj-
andi góðæri hyggist R-listinn ekki
gera sérstakt átak til að lækka
skuldir hans.
Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi
R-listans, gagnrýndi málflutning
Vilhjálms og benti á að sjálfstæðis-
menn í borgarstjórn færðu engar
breytingartillögur fram við áætlun-
ina, hvað þá eigin stefnu. Þá sagði
hann tillöguflutning sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn hafa verið með
þeim hætti að hann fæli í sér gríðar-
leg útgjöld og stefna þeirra, ef hún
yrði sett á blað svart á hvítu, þyldi
ekki dagsins ljós.
Morgunblaðið/RAX
Litlar breyting-
ar á Heklugosi
ENN gýs í Heklu, en litlar fréttir
bárust af umfangi gossins í gær
vegna slæmra veðurskilyrða.
Oróri greindist á jarðskjálftamæl-
um í gær og var talið að gosið hefði
verið óbreytt eða minnkað örlítið. Á
sögulegum tíma er vitað til þess að
Heklugos hafi varað allt frá þremur
dögum upp í tvö ár, en síðustu gos í
Heklu hafa yfirleitt staðið yfir í
nokkrar vikur.
Sérblöð í dag
JliovsnmþUibiíi
BÍÓBLAÐIÐ
ÁFÖSTUDÖGUM
Arnar Gunnlaugsson til liðs
viðStoke/Bl
Gústaf og Patrekur gefa ekki
kost á sér í landsliðið / B1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is