Morgunblaðið - 03.03.2000, Page 21

Morgunblaðið - 03.03.2000, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 21 VIDSKIPTI Afkomu- viðvörun fráSH TAP SH-samstæðunnar mun auk- ast nokkuð frá sex mánaða uppgjöri en þá nam tap af starfseminni í heild 154 milljónum króna, að því er fram kemur í afkomuviðvörun fé- lagsins til Verðbréfaþings íslands í gær. í árshlutauppgjöri SH-samstæð- unnar fyrstu sex mánuði ársins 1999 kom fram að hagnaður af reglulegri starfsemi eftir skatta nam 72 milljónum króna. Tap af starfseminni í heild nam 154 millj- ónum króna eftir að tillit hafði verið tekið til óreglulegra tekna og gjalda sem lækkuðu þannig hagnað af reglulegri starfsemi eftir skatta um 225 milljónir króna fyrstu sex mán- uði ársins. I fréttatilkynningu dagsettri 27. ágúst 1999 sagði að horfur væru á að afkoma félagsins af reglulegri starfsemi á síðari hluta ársins yrði svipuð eða betri en á fyrri hlutan- um, þ.e. að hún tvöfaldaðist fyrir árið í heild. Ekki eru horfur á öðru en þetta muni ganga eftir. Hins vegar varð afkoma hlut- deildarfélags SH hf. í Rússlandi (Navenor) enn verri en búist var við. Starfseminni hefur nú verið hætt að mestu og er leitað eftir sölu eigna eftir því sem aðstæður leyfa. Vegna mikils taps á rekstri Naven- or og óvissu um verðmæti fasta- fjármuna þess við sölu ákvað stjórn SH á fundi sínum í gær að færa eignarhlutann að fullu niður í bók- um félagsins. Hlutdeildarfélag SH í Rússlandi mun því ekki hafa frekari áhrif á rekstur samstæðunnar nema til komi beinar greiðslur frá SH svo sem vegna kostnaðar á þessu ári við að leggja niður starfsemina. Af þessum ástæðum mun tap SH- samstæðunnar fyrir allt árið 1999 aukast nokkuð frá sex mánaða upp- gjöri. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. mun birta afkomutölur ársins 1999 21. mars nk. ------6-4-4---- Umboðið fyrir Kia fer í Hafnarfjörð SAMNINGAR hafa náðst um að Suzuki-umboðið ehf. taki að sér umboð fyrir Kia-bíla. Suzuki-um- boðið gerist með þessu bílaumboð. Fyrirtækið hefur komið sér upp sýningaraðstöðu og varahlutalager og getur byrjað að veita Kia-eig- endum þjónustu næstu daga. Suzuki-umboðið ehf. er í eigu Stefáns Tómassonar og Kolbeins Pálssonar. Það hefur haft með höndum sölu á mótorhjólum, raf- stöðvum og utanborðsmótorum frá Suzuki, en ekki bílum. Fyrirtækið stækkaði við sig húsnæði á dögun- um og flutti í rúmgott húsnæði á Flatahrauni 31 í Hafnarfirði. Stefán segir að um svipað leyti haíí verið að losna um Kia-umboð- ið vegna erfiðleika hjá Jöfri. Fyrir um það bil tveimur mánuðum gerðu fyrirtækin samkomulag um að Suzuki-umboðið tæki yfir Kia- umboðið. Síðan hefur verið unnið að samningum við bílaframleiða- ndann. Að sögn Stefáns voru fram- leiðendur Kia í viðræðum við fleiri bílaumboð en nú hafa þeir sam- þykkt Suzuki-umboðið sem um- boðsmann fyrir bílana hér. Búnað- arbankinn hafði leyst til sín alla óselda bíla hjá Jöfri og nú hefur Suzuki-umboðið samið um kaup á þeim. Verið er að setja upp vara- hlutalager og bflarnir koma í hús á næstu dögum. Stefán segir að búið sé að ráða Sigurð Pálmar Sigfússon sem sölu- stjóra fyrir Kia-bílana en hann gegndi því starfi áður hjá Jöfri. Einnig verði ráðinn varahlutamað- ur. Stefnt sé að því að eigendur Kia-bíla fái góða þjónustu hjá nýju umboði. öl til útlanda! í**' L v-. v>. L L'L L L/\,j L ». L v_ V. V*. L«. L Vj I V. L V». L L v_ V_.. Vi. L V.V - L« V .. L. *. V ^ V- ■ uuL' ír Gerið verð og gæðasamanburð: Landsíminn Landsíminn Land: Landsnet Net-síminn** Dagtaxti Kvöld- helgart. Svíþjóð 16,20 17,23 30 27 Þýskaland .. 16,72 19,28 30 27 Kolland 16,61 19,28 36 33 Frakkland .. 16,84 19,28 36 33 Japan 18,89 21,61 66 60 Ítalía 20,36 20,46 42 38 *Landsnet ehf. (1080) er frjálst og óháð fyrirtæki, stofnað 1995. **Netsiminn (1100) er f eigu Landsímans. Skráningargjald kr. 374.- Argjald kr. 187.- *og** Verð án viðbótargjalds pr. mínútu fyrir innanbæjarsímtal. 1.56 kr á dagtaxta en 0,78 kr. á kvöld- og helgartaxta. Verð pr. mínútu. Skráðu þig á netinu eða í 562 5050 og byrjaðu ftfSX að spara! Að lokinni skráningu getur þú hringt úr hvaða síma sem er! ,„!080., síðan erlenda símanúmerið! Landsnet http://www.landsnet.is Hafnarstræti 15 Reykjavík Sími 562 5050 Fax 562 5066 ERFiTT EN | SÞROSKANDi 1 Kolbrún grasalæknir lenti í andlegum þrengingum i HJÁLPSEMiJ AFSKfPTASeJ ERTU ALDR BRUÐAR BLAÐ FYLGIP 1 SMASAGA - STJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.