Morgunblaðið - 03.03.2000, Side 25

Morgunblaðið - 03.03.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 25 ÚRVERINU Hrog’na- vinnsla hafin í Eyjum VINNSLA loðnuhrogna er nú hafin víða um land og er nú unn- ið á vöktum allan sólarhringinn við verkunina, enda stendur hún yfir í skamman tíma. Talið er að hægt verði að selja um 4.000 tonn af loðnuhrognum til Japans en íslendingar hafa nánast átt þann markað. 1997 keyptu Japanir um 4.400 tonn og þar af 4.378 tonn frá íslandi. Arið 1998 keyptu Japanir um 2.500 tonn og allt héðan en í fyrra keyptu þeir um 3.300 tonn og um 3.200 tonn frá íslandi. Hrognavinnsla hófst í Vinnslustöðinni hf. í Vest- mannaeyjum í þessari viku. Þrjú skip hafa til þessa landað loðnu til kreistingar hjá Vinnslustöðinni, Sighvatur Bjamason VE, Kap VE og Gull- berg VE. Að sögn Þorsteins Magnússonar, framleiðslu- stjóra, er vinnslan nú í fullum gangi, enda séu markaðshorfur nú ágætar í Japan og menn því í kapphlaupi við tímann. „Það er aldrei að vita hvenær botninn dettur úr þessu en vonandi get- um við unnið hrogn í viku til tíu daga til viðbótar. A síðasta ári var framleiðslan fremur lítil hjá okkur eða aðeins um 300 tonn en við stefnum á að framleiða 600 til 800 tonn á þessari ver- tíð,“ sagði Þorsteinn. Lítil veiði vegna brælu Loðnuskipin voru í gær und- an Þjórsá en aðhöfðust lítið vegna veðurs. Nokkur skip náðu að kasta í fyrrinótt og fengu þokkalegan afla. Þannig fékk Sunnutindur GK um 900 tonn í tveimur köstum og var loðnunni landað í kreistingu í Grindavík í gær. Að sögn skip- stjórnarmanna er loðnan nú komin mjög nálægt hrygningu og því gæti jafnvel farið að draga nokkuð úr veiði. Nái loðnan hinsvegar að ganga inn í Faxaflóa geti hinsvegar orðið veiði eftir að hún hrygnir. Samtals hafa nú borist nærri 510 þúsund tonn af loðnu að landi á vetrarvertíðinni og nærri 600 þúsund tonn að sumar- og haust- vertíð meðtalinni, samkvæmt töl- um Samtaka fiskvinnslustöðva. Því eru nú eftir um 300 þúsund tonn af loðnukvótanum. Fram til þessa hefur mest borist að loðnu til Hraðfrysti- stöðvar Eskifjarðar hf. eða um 60 þúsund tonn frá áramótum. Hjá SR mjöli hf. á Seyðisfirði hefur verið landað um 55 þús- und tonnum og rúmum 52 þús- und tonnum hjá Síldarvinnsl- unni hf. á Neskaupstað. Panasonic • Panasonic NVSD 240F Aðgerðir á skjá. • ShowView Barnalæsing • Scart tengi • Fjarstýring ofl. í Inneign viðskiptavina f ' ónafngreindri afmaelis- iveis'u! 3.409^ Theme Park WorldPC Byggðu þinn drauma- skemmtigarð í þessum frábæra leik. Þetta frábæra verð hefur staðið I stað IBT f rúman mánuð. Inneign viðskiptavina f ónafngreindri afmælis- veislu! a«AA ^44.990! 29" SONY »Sony KV29X5 29" sjónvarp • Super trinitron myndlampi »2*20 Watta Nicam Stereo. • Tengi fyrir heymatól. • AV, S-VHS og RCAtengi Inneign viðskiptavina f ónafngreindri afmælis- veislul 9.409,- ORÐIM* Þad er ekki nóg að segjast vera ódýrastur ...það verður að standa við það! BT Skeifunni - S: 550-4444 • BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Kringlunni - S: 550-4499 • BT Reykjanesbæ - S: 421-4040 • BT Akureyri - 5: 461-5500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.