Morgunblaðið - 03.03.2000, Side 39

Morgunblaðið - 03.03.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 39 ---------------------- LISTIR Fortíð og nútíð í Kína ERLENDAR BÆKUR Spcimusaga „DEATH ON BLACK DRAGON RIVER“ eftir Christopher West. Berkley Prime Crime. 1999. 193 síður. CHRISTOPHER West heitir spennusagnahöfundur sem fundið hefur ákaflega áhugavert sögusvið fyrir glæpasögur sínar en það er Kína nútímans. Hann skrifar í bókum sín- um um lögreglufulltrúann Wang Anzhuang hjá rannsóknarlögregl- unni í Peking og þótt sögurnar gerist í nútímanum fjalla þær að talsverðu leyti um sögu Kína og fortíð. Ein af bókum hans heitir „Death on Black Dragon River“ en hún kom nýlega út í vasabroti hjá Berkley Prime Crime- útgáfunni og er mjög forvitnileg skoðun á sögu Kína síðustu sex ára- tugina eða svo og í leiðinni spennandi glæpasaga um leitina að morðingja. Minningar úr menningarbyltingunni Og ekki er nóg með að West hafi fundið þetta áhugaverða sögusvið, að- alpersóna hans, Wang fúlltrúi, er ekki síður spennandi karakter. Hann á sér að vísu fjölmargar fyrirmyndir í spennusagnabókmenntunum sem húmanískur og sífellt leitandi lög- reglumaður en hann hefur skemmti- leg sérkenni sem mótast af umhverf- inu sem hann er sprottinn úr og þeim breyttu tímum sem nú ríkja í Kína frá því sem var þegar Maó var við völd. Hann er ekki viss um ágæti breyt- inganna og hefur áhyggjur af því að saga og fortíð og menning og menn- ingararíúr Kínverja eigi á hættu að glatast með þeim breytingum sem Kína gengur í gegnum. Hann óttast hálfpartinn nútímann án þess þó að leggjast beint í fortíðardýrkun. Hann er hollur hinum allsráðandi Flokki en hefur efasemdir eigi að síður. Bróðir hans er ekki sama sinnis. Honum gæti ekki staðið meira á sama um sögu Kína og fortíð enda farið miklu mun verr út úr þeim átökum sem átt hafa sér stað í landinu á undanförnum ái-atugum. Og það er að hluta til það sem Wang lendir í að rannsaka þegar hann fer með eiginkonu sinni í stutt frí út á land til fæðingarbæjar síns, Nanping. Hann ætlar fyrst og fremst að taka það rólega og skoða fornar slóðir ásamt ástkærri eiginkonu sinni, Rosina, en áður en hann veit af er hann lentur í viðkvæmri morðrann- sókn sem tengir hann og aðra, sem að málinu koma, hi-yllilegum minningum úr menningarbyltingunni. Draugar fortíðar Wang Anzhuang hefur ekki dvalið lengi í bænum þegar æðsti opinberi embættismaðurinn á svæðinu, ritari flokksins í Nanping, finnst myrtur á heimili sínu. Frá honum hefur verið stolið talsverðu af verðmætum lista- verkum og svo virðist við íyi'stu sýn sem þjófur hafi verið að verki. Þegar Wang tekm' að athuga málið betur reynist það miklum mun flóknara en svo og hann kemst að því að það á rætur sínar í átakamikilli og oft skelfilegri fortíð, sem mjög hefur mótað lífið í litla bæjarfélaginu fram á þennan dag. West segir frá átökum fortíðarinn- ar og hvemig þau hafa áhrif inn í nú- tímann í formi mjög hefðbundinnar lögreglusögu þar sem Wang talar við eitt vitnið á fætur öðru og raðar smám saman púslinu í eina heild. Hins vegar tekst honum kannski best upp þegar hann lýsir því litla og bláfátæka samfélagi sem sagan gerist í og er mótað af áralangri kúgun og ofsóknum á hendur ákveðnum ein- staklingum sem „rétta“ fólkið, Flokk- m-inn, hefur dæmt allt að því réttlaust af minnsta tilefni. Úr því hefur hann íléttað saman góða sögu um þolraunir og missi og hefnd, sem óhætt er að mæla með. Arnaldur Indriðason Morgunblaðið/Silli Ingimundur Jónsson og Sigurður Hallmarsson á söngskemmtun í Safnahtísinu á Húsavík. Tónlistarkvöld á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. Á AFMÆLISDAGSKRÁ Húsavík- urbæjar í Safnahúsinu á dögunum fór fram fjölsótt tónlistarkvöld, en þetta var þriðja hátíðardagskrár- atriðið sem fram fer í Safnahúsinu af þessu tilefni. Áðalsteinn Isfjörð, harmónikku- leikari, hóf tónlistarflutninginn. Þá var samleikur þeirra Láru Sóleyjar Jóhannesdóttur fiðluleikara og Að- alheiðar Þorsteinsdóttur píanóleik- ara. Þá söng Baldur Baldvinsson við undirleik Aðalheiðar, Aldár Rácx lék einleik á píanó, Oddur Bjarni Þorkelsson og Sigurður 111- ugason, söngur og gítarleikur, Þor- valdur Guðmundsson gítarleikari og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari. Skemmtuninni lauk með samleik þeirra Ingimundar Jónssonar á gítar og Sigurðar Hallmarssonar á harmóniku, en Sigurður stjórnaði fagnaðinum. Sumir þessara listamanna hafa skemmt bæjarbúm allt frá stofnun bæjarfélagsins og þeir yngri munu meira láta til sín heyra og setja svip sinn á næstu hálfu öldina Ji Húsavík. Kúb- verskur Churchill KÚBVERSKI listamaðurinn Janio Nunez, leggur hér lokahönd á * skúlptúr af fyrrverandi for- sætisráðherra Breta, Winston Churchill. Skúlptúrinn er unninn úr tóbaks- laufum og verður til sýnis á vindla- kaupsýningu í borginni Havana á Kúbu sem stendur yfir þessa dag- ana. En Churchill var einmitt þekktur fyrir vindlareykingar sín- ar og sást sjaldan án þess að vera með vindil við hönd. Sannar hvunn- dagshetjur N áttúrlífsmyndir á hlemmur.is TONLIST Laugarásbíó MAGNOLIA ★ ★★% Leiksljórn og handrit: Paul Thom- as Anderson. Aðalhlutverk: Juli- anne Moore, Jason Robards, Tom Cruise, Philip Seymour Hoffman, John C. Reilly, William H. Macy, Philip Baker Hall, Jeremy Black- man og Melora Walters. New Line Cinema 1999. FYRIR nokkrum árum sagði ég leigubílstjóra í Marseille að ég væri að læra um bíómyndir í háskólanum, og brást hann sérlega glaður við; „Þvílík tilviljun. Ég líka!“ Ég hváði. „Á hverjum degi kynnist ég nýju fólki sem kemur inn í bílinn minn, allt með sín vandamál og sínar væntingar. Og þegar bíllinn er auður keyri ég um og skoða lífið sem umlykur mig. Það er besta bíómynd í heimi. Mín bíófræði í skóla lífsins." Ég hef alltaf geymt þessa skemmtilegu speki á bak við eyrað, en óneitanlega rifjaðist hún upp fyrir mér þegar ég sá kvikmynd- ina Magnolia. Hún segir á þremur klukkutímum sögu nokkurra persóna og fléttast leiðir þeiiTa saman að mismiklu leyti, og lýsir myndin örlögum fólksins á mjög einfaldan og áhrifaríkan hátt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, gæti verið það sem Anderson er að segja með þessari mynd, (hversu vel sem það nú hljómar í eyrum íslenskra harðnagla), og það á við hvemig mað- ur kemur fram við aðra, við sjálfan sig eða leyfir öðrum að koma fram við sig. Virtu sjálfan þig og aðra. Tveir eldri menn (Jason Robarts og Philip Baker Hall) era að berjast við krabbamein. Þetta eru vondu karlarnii' í myndinni; þeir hafa hagað sér illa í lífinu; verið sjálfselskir, svik- ið og komið illa fram við ástvini sína, sem flestir em illa farnir vegna þeirra. Ekki síst hafa þeir valdið hjartakvölum hjá börnunum sínum (Melora Walters og Tom Cruise) sem ná misjafnlega að vinna úr því; fara í eiturlyfjaneyslu eða búa sér tO nýjan veruleika. Ung kona (Julianne Moore) er gift öðram deyjandi mann- inum og er við það að fremja sjálfs- morð vegna samviskubits yfir að hafa ekki elskað hann og haldið framhjá honum. Fyi-rverandi barnastjai'na (William H. Macy) hefur alltaf látið aðra nota sig, og nafnið sitt, og gerir enn í vanmáttugri tilraun til að öðlast virðingu annaiTa og sjálfs síns. Og svo eru það lögregluþjónninn um- burðarlyndi og tilfinninganæma hjúkkan (John C. Reilly og Philip Seymour Hoffman), en þeir era þeir einu sem virðast í andlegu jafnvægi enda er hlutverk þeirra í lífinu að hugsa um velferð annarra. En það er von. Spurningaþátta- snillingurinn ungi, Stanley (Jeremy Blackman), sem lætur fóður sinn fé- gráðuga troða á sér, er nógu klár til að gera sér grein fyrir því, og reyna að spyma á móti. „Pabbi, þú verður að koma betur fram við mig.“ Við neyðumst til að taka tillit hvort til annars í lífinu. Við getum ekki gert það sem okkur sýnist eða hentar okk- ur best þá stundina, því við við eram líf hvers annars. Það er drama hvers- dagsins. Það er bíómyndin sem við eram öll að leika í. Og í Magnolia kristallast það á svo yfirmáta falleg- an hátt í því mikla drama að lítill strákur þarf á klósettið, en kemst ekki. Anderson tekur á þessu efni af innsæi og dýpt, mikilli smekkvísi og án þess að dæma einn né neinn. Þótt ég sjái þennan ki'istilega boð- skap í myndinni, þá er hún engin venjuleg sunnudagsmessa. Myndin er mjög lifandi, frumleg, íúll af húm- or, súrrealisma og mannlegum átök- um. Persónurnar era allar mjög áhugaverðar, og rista djúpt, þótt sög- ur þeirra haldi misvel allan þennan tíma. Sjálfsagt er það misjafnt eftir áhorfendum hvaða persónur þeim finnst skemmtilegastar eða áhuga- verðastar, hvar hver sér sjálfan sig eða einhvern nákominn. Anderson ber augljóslega mikla virðingu fyrir fólki, og ég held að það sýni sig m.a. í frammistöðu leikar- anna, sem flestir unnu einnig með honum í seinustu mynd hans, Boogie Nights. Þeir era allii' hreint út sagt frábærir, og þá koma nýliðarnir í hópnum; Tom Craise og Jeremy Blackman ekki síst á óvart. Já, það er víst sama hvað gengur á í henni veröld, hversdagslegustu mannlegu athafnir og tilfinningar eru sannarlega bíó. Það vita leigubílstjóri í Marseille og Paul Thomas Ander- son. Hildur Loftsdóttir NÁTTÚRULÍFSMYNDIR heitir sýning Eirúnar Sigm'ðardóttiu’ sem opnuð verður á galleri@hlemmur.is á morgun, laugardag kl. 20. Eirún Sigurðardóttir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1996 og nam í 2 ár við Hochschule der Kúnste Berlín. Hún er búsett í Reykjavík og starfar sem 1/4 af Gjömingaklúbbnum/The Ice- landic Love Corporation. I fréttatilkynningu segir að Eirún hafi þetta um náttúralífsmyndir sín- ar að segja: „Eftir að hafa búið í Berl- ín innan um dýragarðsbörnin, vinnu- kranana o.s.frv. langaði mig að hverfa inn í mjög einfalt líf án alls tæknivesens eða vandamála. Þessar myndir sýna m.a. veikburða tilraunir Kyrjurnar syngja í Neskirkju KVENNAKÓRINN Kyrjurnar heldm- góu-tónleika í Neskirkju nk. sunnudag 5. mars kl.l7:00. Á efnisskránni er lagaval eftir ís- lenska og erlenda höfunda, m.a. Sig- fús Halldórsson. Einsöngvari með kórnum er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir, mezzó-sópran, sem er jafnframt stjórnandi kórsins. Undir- leikari er Helga Laufey Finnboga- dóttir. Aðgangseyrir er kr. 1.000, en frítt fyrir 12 ára og yngri. nútímamannskepnu til að komast nær upprunanum." Gallerí@hlemmur.is er rekið jafnt á Netinu sem í raunrými við Hlemm, Þverholti 5, Reykjavík. Þar er ungum listamönnum boðið að sýna og era kynntir á vefsíðunni www.hlemmur,- is. Sýningu Eirúnar lýkur 26. mars. -------------------- Ljósmynda- sýning Ljósálfa LJÓSMYNDASÝNING ljósmynda- félagsins Ljósálfa, verður opnuð í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum í dag, föstudag, kl. 16. Meðlimir Ljósálfa era Lars Björk, Vilmundur Kristjánsson, Svavar G. Jónsson, Einai' Óli Einarsson og Friðrik Þorsteinsson. Á sýningunni era myndir sem teknai' era á tveggja vikna tímabili í maí 1999, en þá gerðu Ljósálfar víð- reist um Færeyjar og tóku tæplega 200 filmur og yfir 6.000 myndir. Meðal staða sem heimsóttir vora Sandoy, Nolsoy, Vágar, Mykines, Kalsoy, Bordoy og fjölmargir staðtr á Eysturoy og Streymoy. Hver Ljós- álfur sýnir 15 myndir sem saman mynda 75 mynda sýningu. Eftir sýninguna í Færeyjum er ætlunin að fara með hana um hin Norðurlöndin og e.t.v. víðar um heiminn. Ljósálfar hafa einnig gefið myndirnar út á geisladiski. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.