Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 45
KIRKJUSTARF ~ *'
sem bjuggu að Bergþórshvoli. Þau
voru annáluð fyrir greiðvikni sína
og reistu m.a. gripahús til að geta
hýst hesta ferðamanna úr sveitum.
Bergþór var, auk þess að vera for-
maður til sjós, vefari og átti stóran
vefstól. Af Ingiríði fór gott orð og
var til þess tekið hversu orðvör hún
var. Guðjón var sonur hjónanna
Þórðar Þórðarsonar og Helgu Guð-
mundsdóttur, sem bjuggu að Vega-
mótum á Akranesi. Guðjón var á el-
lefta ári þegar hann var sendur til
Kanada til að létta á heimilinu og
búa þar hjá frændfólki sínu. Þegar
hann kom vestur um haf var enginn
til að taka á móti honum eins og lof-
að hafði verið. Hann slóst því í för
með öðrum og komst til Winnipeg.
Hann átti sér síðan eitt markmið, að
komast aftur heim til Islands. Það
tók hann rúm tólf ár að vinna sér
fyrir farareyri til heimferðar. Má
nærri geta hvaða eðliskostum hann
hefur verið gæddur að leggja ekki
árar í bát við þessar aðstæður. Með
ósérhlífni, dugnaði og óbilandi
kjarki náði hann markmiði sínu,
komst aftur heim og sameinaðist
fjölskyldu sinni á nýjan leik. Um
reynslu sína var hann alla tíð fámáll.
Úr þessum jarðvegi var Bergþór
sprottinn.
Bergþór var elstur sinna systk-
ina, næst er Ingileif, þá Jóhannes,
sem lést í mars á síðasta ári, næstur
kemur Þórður og yngst er Helga.
Systkinin bjuggu alla tíð í miklu ná-
býli. Bergþór og Þórður reistu sín
hús á lóð Bergþórshvols, Jóhannes
og Helga byggðu saman stórt hús
handan götunnar þar sem Akrar
stóðu og Ingileif bjó allan sinn bú-
skap að Hliði, steinsnar frá.
Bergþór gekk frá unga aldri til
verka með föður sínum, sem auk
þess að stunda sjóinn rak búskap.
Sjómennska og útgerð varð hans
starfsvettvangur, en fyrst fór hann
á vetrarvertíð 1929 á mb. Hrafni
Sveinbjarnarsyni. Arið eftir réðst
hann í skipsrúm til Þórðar Sigurðs-
sonar, frænda síns, á mb. Ver og var
með honum þar til hann hóf sinn
eigin skipstjóraferil 1934-35. Á
sumrin reri hann á trillu með föður
sínum, en Guðjón lét smíða 4 tn bát
árið 1930, Sæfara AK-55, hjá Teiti
Stefánssyni, skipasmið á Akranesi.
Bræðurnir tóku síðan við hver af
öði-um og stunduðu róðra með föður
sínum allt þar til hann lést 1941 á
besta aldri.
Bergþór hóf sinn skipstjóraferil
hjá Haraldi Böðvarssyni þegar
hann tók við Heimaey, sem síðar var
nefndur Víkingur. Fljótlega ákvað
Bergþór að fara sjálfur í útgerð og
árið 1939 lét hann í félagi við Sigurð
Þorvaldsson vélstjóra smíða Sigur-
fara AK-95 hjá Þorgeir & Ellert hf.
Var hann sjósettur í janúar 1940 og
nokkrum árum síðar létu þeir félag-
arnir smíða nýtt skip, Farsæl
AK-59 sem var tilbúið vorið 1945.
Bergþór var alla tíð mikill afla-
maður, bæði á þorskveiðum og síld-
veiðum og var eftirsótt að komast í
skipsrúm til hans. Nokkur ár voru
yngri bræður Bergþórs, Jóhannes
og Þórður, með honum til sjós bæði
á vetrarvertíðum og síldveiðum
norðanlands. Ekki munu foreldrar
þeirra hafa verið alveg sáttir að vita
af bræðrunum öllum á sama báti.
Móðir þeirra lagði hart að þeim að
gera það ekki og varð það úr eftir
vetrarvertíð 1941 að Þórður færði
sig í annað skipsrúm.
Árið 1947 stofnuðu þeir Bergþór
og Sigurður í félagi við Þorvald
Ellert Ásmundsson, sem jafnan var
kenndur við Klett, fyrirtækið Fiski-
ver hf. og keyptu þeir fi-ystihús og
fiskverkun af Sigurði Hallbjarnar-
syni. Eftir það fór Bergþór að
mestu í land og sinnti útgerðinni, en
stundaði öðru hverju sjóinn. Fiski-
ver varð á sjötta áratugnum með
stærri útgerðarfyrirtækjum á
Akranesi og gerði að jafnaði út 5-6
báta, auk reksturs fiskverkunar,
hraðfrystingar og síldarsöltunar.
Fiskiver hf. starfaði til ársins 1965,
en það ár keypti Bergþór af fyrir-
tækinu Sigurfara, nýtt skip sem þá
var nýkomið til landsins og gerði
það síðan út í samvinnu við son sinn,
Guðjón, sem tók við skipstjórninni,
allt til ársins 1971 er skipið var selt
og útgerðinni hætt. Þó að Bergþór
væri þá komin fast að sextugu og
langur skipstjóra- og útgerðarferill
að baki fannst honum fráleitt að
hætta afskiptum af sjónum. Hann
keypti sér lítinn bát og stundaði sjó-
inn með Brynjari, syni sínum. Hélt
hann því áfram þar til hann var
komin fram yfir áttrætt.
Bergþór kvæntist árið 1937 Guð-
rúnu Brynjólfsdóttur og byggðu
þau sér hús það sama ár að Skóla-
braut 31. Þar bjuggu þau í rúm sext-
íu ár eða þar til þau fluttu að Dval-
arheimilinu Höfða fyrir tæpum
tveimur árum. Bergþór og Guðrún
eignuðust þrjú börn. Elstur er
Brynjar, sjómaður, þá Guðjón, skip-
stjóri og yngst er Ósk, sem er lærð-
ur loftskeytamaður. Guðjón féll frá í
blóma lífsins fyrir sex árum, tæp-
lega fimmtugur að aldri, mikill af-
laskipstjóri og dugnaðarforkur eins
og faðir hans. Þeir feðgar voru mjög
samrýmdir og tók Bergþór andlát
hans afar nærri sér.
Bergþór var mikill sportveiði-
maður. Ýmist var haldið til laxveiða
í Dölunum eða Húnavatnssýslu, sil-
ungsveiða á Arnarvatnsheiði eða
gengið til rjúpna á Holtavörðuheiði.
Hann byrjaði snemma að veiða í
Dölunum og var mikil aflakló, ekki
síður en á sjónum. Eina sögu man
ég um veiðiskap í Fáskrúð. Þar var
hann að veiða með Bjarna Guð-
mundssyni, sem lengi var hafnar-
vörður á Akranesi. Veiðin var svo
mikil og kæligeymslur lélegar að
Bergþór sendi Bjarna niður í Búð-
ardal til að selja lax þar á götum úti.
Margar veiðiferðirnar fórum við
fjölskyldurnar saman í Fáskrúð.
Góðar minningar tengjast þeim
ferðum, við krakkarnir í ýmsum
leikjum eða fylgjast með og fá að
taka þátt í veiðinni. En í hvíldinni
þegar veiðimennirnir lögðu sig varð
að vera hljóð og man ég að frændi
minni lagði alltaf derhúfuna yfir
andlitið og sofnaði.
í sambýli hlið við hlið til margra
ára er margs að minnast og margt
að þakka fyrir. Að leiðarlokum vil
ég þakka frænda mínum þann
stuðning sem ég átti jafnan vísan
hjá honum. Á sinn hljóðláta og
trausta hátt lét hann það í ljós
sterkar en með mörgum orðum. Eg
óska honum guðs blessunar á hinstu
siglingu til fjarlægari stranda. Þar
bíða hans örugglega traustar skip-
stjórahendur, sem stýra fleyi heilu í
höfn.
Fjölskylda mín og ég flytjum
Guðrúnu, Brynjari, Ósk, Ola Jóni og
Salóme og börnum þeirra hlýjar
samúðarkveðjur.
Inga Jóna Þórðardóttir.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinamar í símbréfi (5691115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvem látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blað-
inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar em
beðnm að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Safnaðarstarf
Alþjóðlegur
bænadagur
kvenna
ÁRLEGA koma saman konur í yfir
170 löndum um allan heim til bæna-
stunda fyrsta föstudag í mars. Þetta
er samkirkjulegt starf og undirbúið í
sjálfboðavinnu af konum á öllum al-
dri. Hér á landi standa 9 kristin trúfé-
lög innan og utan þjóðkirkju að bæna-
deginum, sem haldinn hefur verið á
íslandi í nærri fjöratíu ár. Þetta árið
bjóða konumar í kaþólsku kirkjunni
konum og körlum af höfuðborgar-
svæðinu að koma til samverastundar
í Dómkirkju Krists konungs, Landa-
koti, föstudagskvöldið 3. mars kl.
20.30. Víða um land verður einnig
boðað til bænastunda og auglýst á
hverjum stað.
Efni bænastundarinnar þetta árið
kemur frá Indónesíu og er yfirskrift
þess: „Unga stúlka, rís þú upp!“ Vilja
indónesísku konurnar hvetja til þátt-
töku ungra kvenna og verður svo á
samverustundinni í Reykjavík að
ungar stúlkur úr þemur trúfélögum
hefja dagskrána með helgigöngu,
tvær systur úr Aðventkirkjunni spila
á fiðlu og selló, stúlknakór Hall-
grímskirkju syngur indónesískt lag
og ung kona frá Krisdtilegu stúdenta-
félagi, Guðný Einarsdóttir, flytur
hugleiðingu. Þá er minnt á samskotin,
sem renna til Hins íslenska Biblíufé-
lags að vanda, en nú er safnað til
stuðnings Biblíufélögunum í Israel.
Allir eru hjartanlega velkomnir í
Landakotskirkju í kvöld kl. 20.30.
1 r\f
lv7\ /U KRISTIN TRÚ 1 bÚSUND ÁR ÁRIÐ 2000
Kirkjugöngur
Á laugardaginn kemur þann 4.
mars verður áttunda kirkjugangan.
Ferðin hófst frá Seltjamarneskirkju í
lok október og er komið við í nánast
öllum kirkjum á leiðinni, áð var yfir
jól og áramót í Laugarneskirkju, en
ferðimar hófust aftur þaðan nú um
miðjan febrúar. Síðan þá hefur verið
gengið um Laugarásinn inn í Lang-
holt og um Grensás að Bústaðakirkju.
Nú á laugardaginn kemur verður far-
ið frá Bústaðakirkju, komið við hjá ís-
lensku Kristskirkjunni, Bíldshöfða og
þaðan haldið í Grafarvogskirkju.
Framundan er ganga á öllum laugar-
dögum í mars og tvo fyrstu laugar-
dagana í aprfl, en leiðin liggur frá
Grafarvogi um Árbæ, Breiðholt og
Kópavog, endað verður í Kópavog-
skirlqu þann 8. apnl nk. Fólk er hvatt
til að kynna sér auglýsingar í kirkjun-
um og koma og taka þátt í gefandi og
fræðandi starfi.
í dag, laugardag, er ganga nr. 8.
Lagt verður af stað frá Umferðarmið-
stöðinni kl. 10.00 og hefst gangan við
Bústaðakirkju.
Gönguleiðin verður frá Bústaða-
kirkju að íslensku Kristskirkjunni og
þaðan verður haldið í Grafarvog-
skirkju. Hreyfing, fræðsla og bæna-
hald.
Veitingar í boði sóknamefndar
Grafarvogskirkju. Þátttökugjald kr.
500,- Frítt fyrir böm undir 15 ára í
fylgd með fullorðnum.
Bænastund
í Dómkirkju
Krists konungs
í DAG er alþjóðlegur bænadagur
kvenna. Af því tilefni verður sam-
kirkjuleg bænastund í Dómkirkju
Krists konungs, Landakoti, í kvöld kl.
20.30. Ungar stúlkur úr fimm kristn-
um kirkjudeildum flytja boðskap og
bænir í látbragði, tali og tónum. Tekið
verður á móti framlögum til Hins ís-
lenska biblíufélags. Allir velkomnir.
Kynning
á kristilegri
tónlist
AÐ venju verður vaka í húsi
KFUM og K við Holtaveg á vegum
Kristniboðssambandsins í kvöld kl.
20. Hrönn Svansdóttir kynnfr tónlist-
armenn sem leika kristflega nútíma-
tónlist og spilar tónlist þeirra. Plötu-
klúbburinn Hljómar verður einnig
kynntur og diskar verða boðnir á til-
boðsverði. Lofgjörð og mikill söngur.
Bænastund kl. 19.30. Allir velkomnir.
Langholtskirlqa. Opið hús fýrir
alla aldurshópa kl.11-13. Létt hreyf-
ing, slökun og kristin íhugun. Kyrrð-
ar- og bænastund í kirkjunni kl. 12.
Orgelleikur, sálmasöngur. Fyrir-
bænaefnum má koma til sóknar-
presta og djákna. Kærleiksmáltíð,
súpa, salat og brauð eftir helgistund-
ina. Lestur passíusálma kl. 18.
Laugameskirkja. Morgunbænir
kl. 6.45. Mömmumorgunn kl. 10.
Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun
fyrirböm.
Hafnarfjarð;irkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna. Tní
og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar-
stund.
Keflavíkurkirkja. Bæna- og
söngstund í kirkjunni kl. 20-21. Þor-
valdur Halldórsson leiðir söng.
Stundin er helguð alþjóðlegum bæna-
degi kvenna.
Ffladelfía. Unglingasamkoma kl.
20.30. Mikill og hress söngur. Allir
hjartanlega velkomnir.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11 og á
sunnudögum kl. 17 er námskeið í
Daníelsbók. Allir hjartanlega vej-
komnir. Á morgun er Steinþór Þórð-
arson með prédikun en Þórdís
Malmquist er með biblíufræðslu.
Samkomunum er útvarpað á FM 107.
Barna- og unglingadeildir á laugar-
dögum. Súpa og brauð eftir samkom-
una.
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Kl. 12.30 Litlir lærisveinar, eldri
deild. Mikilvæg æfing fyrir kvöldið.
Kl. 13.15 Litlir lærisveinar, yngri
deild. Æfing fyrir næstu bamaguðs-
þjónustu. Kl. 20 alþjóðlegur bæna-
dagur kvenna. Samkirkjuleg helgi-
stund fyrir konur á öllum aldri.
Bænarefni sent frá konum í Indónes-
íu.
Hofskirkja á Skaga. Kirkjuskóli id.
14.
Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju-
skólinn í Mýrdal er meðsamverur á
laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Vík-
urskóla.
Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna-
stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld
fyrir unga fólkið kl. 21.
Sjöundadags aðventistar á fslandi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti:
Biblíufræðsla ki. 10.15. Guðsþjónusta
kl. 11.15. Ræðumaður Jón Hjörleifur
Jónsson.
Safhaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl.
10.15. Biblíurannsókn að guðsþjón-
ustu lokinni.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. ll.Ræðumaður
Iin-Peter Matchett.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17,
Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl.
11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður
Eric Guðmundsson.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn-
arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíuf-
ræðsla að guðsþjónustu lokinni.
Ræðumaður Björgvin Snorrason.
ALVORU SKIÐAVERSLUN
Skíðakennarar aðstoða við val á skíðum