Morgunblaðið - 03.03.2000, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
fi----------------------
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Dýraglens
Grettir
Ljóska
HVAOÆTLIOPIÖ
Aí> HAFA í
MATINN ?
PINNAMAJ, SALAD, {
HNETUR, AVEXTI, )
" PÚNS OS <
töKUR J
PAOER L
( SVOSEM
7 ^KKERT
(SERS^AKJ
Ferdinand
Smáfólk
THAT PHONE CALL L0A5 I TOLD THEM YOU LEAD
FOR YOU..I TOLD THEfA A 5ECLUDEP LIFE, AND
YOU PON'T TAKE PREFER NOT TO 5E PART
PER50NAL CALL5.. , OFTHE OUT5IDE WORLD..^
l
Vy * Nl »
12-51 /vý:\ ScJiJax-
Það var spurt eftir þér í
simanum og ég sagði að
þú vildir ckki svara.
Ég sagði þeim að þú kysir að
lifa kyrrlátu lífí og vildir ekki
taka þátt í hinu almenna lífi.
I VOLUNTEERED TO
BE THE ONE IN OUR
FAMILV TO TAKE ALL
THE PHONE CALLS
l'D SAV
S0METHIN6,
BUT I AM OUT
OF THIS WORLD.
A
Ég bauð mig fram til þess
að vera sú í fjölskyldunni
sem tæki öll simtöl.
Ég segði einhvað
ef ég væri hluti af
liinu almenna lifi.
Islenskt
Watergate-mál?
Frá Áslaugu Nikulásdóttur:
I frétt Morgunblaðsins 28. septem-
ber sl. var formaður kærunefndar
jafnréttismála, Sigurður Tómas
Magnússon hér-
aðsdómari, inntur
eftir þeirri gagn-
rýni sem ítrekað
hefur komið fram
á vinnubrögð
kæruefndar jafn-
réttismála og nú
síðast í tveimur
álitsgerðum um-
boðsmanns Al-
þingis. Það hefur
vakið athygli
margra með hve miklum hroka hér-
aðsdómarinn svaraði gagnrýninni,
taldi m.a. að hún væri á misskilningi
byggð og að hann hefði á allan hátt
rétt fyrir sér. Það sem ég einkum
hnaut um í þessu viðtali voru við-
brögð héraðsdómarans við ályktun
umboðsmanns Alþingis um að hann,
kærunefndin og framkvæmdastjóri
kærunefndar hefðu brotið gegn
lagafyrirmælum með því að eyða
hluta segulbandsupptöku af munn-
legum málflutningi fyrir nefndinni í
máli Hrefnu Kristmannsdóttur gegn
Orkustofnun. Enginn ágreiningur
ríkir um að umrætt atvik hafi átt sér
stað, en svo virðist sem héraðs-
dómarinn telji sig vera í fullum rétti
þrátt fyrir að um lögbrot sé að ræða.
Réttlæting hans varðandi umrætt
atriði var að á þeim hluta upptök-
unnar sem þurrkaður var út hefðu
verið umræður, sem hefðu „ekki
snert málið beint“. Ég spyr þá hver
er þess umkominn að dæma um það,
hvort viðkomandi ummæli vörðuðu
málið beint eða ekki, slíkt hlýtur allt-
af að vera matsatriði. Jafnframt ef
samþykkt er að taka umræður á
fundi upp á segulband hlýtur öll seg-
ulbandsupptakan að vera eitt skjal,
en ekki hluti hennar. I lögum um
Þjóðskjalasafn nr. 66/1985, 7. gr.
segir að óheimilt sé að eyða afhend-
ingarskyldum skjölum. Þessi gerð
kærunefndar er því tvímælalaust
lögbrot. í nefnd þar sem sitja þrír
lögfræðingar, þar af tveir dómarar
og hafa auk þess löglærðan aðstoðar-
mann sér til fulltingis (framkvæmda-
stjóra skrifstofu jafnréttismála, Elsu
Þorkelsdóttur), hlýtur það að hafa
legið ljóst fyrir að um lögbrot væri
að ræða. Jafnframt má álykta að
mikið hafi legið við að koma í veg fyr-
ir að þessar umræður yrðu opinber-
ar.
Svona mál sýna að á íslandi eru
réttindi hins almenna borgara gagn-
vart yfirvöldum ákaflega illa varin. I
flestum vestrænum réttarríkjum
væri óhugsandi að opinbert yfu-vald
gæti leyft sér að þurrka út, stroka
yfir eða eyða gögnum, sem þeim eru
ekki þóknanleg. Ef atvik sem þetta
gerðist á Norðurlöndum eða í
Bandaríkjunum er næsta víst að allir
viðkomandi yrðu að segja af sér og
sæta opinberri rannsókn. I þessu
samhengi er skammt að minnast
Watergate-málsins og útþurrkunum
á segulbandsupptöku, sem varð Nix-
on forseta að falli. Á íslandi virðist
hins vegar enginn kippa sér upp við
það að opinber starfsmaður og það
dómari skuli lýsa því yfir opinber-
lega að hann hafi eytt gögnum í
miðri málsmeðferð þar sem hann
hafi talið að þau „snertu málið ekki
beint“. Samkvæmt íslenskum lögum
er þó óleyfilegt að eyða slíkum gögn-
um og jafnframt ósiðlegt að flestra
mati að eyða hluta upptöku scm tek-
in er með samþykki tveggja máls-
aðila án samþykkis hins. Ennfremur
má ætla að slíkt atferli geti heyrt
undir mannréttindaákvæði stjórnar-
skrárinnar. Það hlýtur að vekja
nokkurn óhug að fólk með slíka sið-
ferðisvitund skuli sitja í dómarastóli
yfir borgurum landsins.
Af þessu tilefni vil ég leyfa mér að
ítreka það sem fram hefur komið í
umfjöllun ýmissa aðila um þessi mál-
efni að ákaflega óheppilegt er að
skrifstofa jafnréttismála, sem þjónar
kærunefndinni og Jafnréttisráði, sé
ríkisstofnun sem heyrir undir félags-
málaráðuneytið. Tengsl við pólitískt
ráðuneyti geiir nefndina og einkum
skrifstofu jafnréttismála ekki eins
óháða og sjálfstæða og æskilegt
væri, einkum í málum þar sem ríkis-
valdið sjálft er annar aðilinn. Stofn-
un embættis umboðsmanns jafnrétt-
ismála gæti því orðið til mikilla bóta
fyrir þennan málaflokk.
ÁSLAUG NIKULÁSDÓTTIR,
Laugarnesvegi 37, Rvk.
„A fyrsta
aldursarinu...“
Frá Carli J. Eiríkssyni:
ALVEG er það stórfurðulegt að
sumt fólk sem virðist að mörgu leyti
skynsamt og sem kemur með hár-
réttar athugasemdir skuli samt
koma með niðurstöðu sem er þveröf-
ug við þær og röng. Helga R. Ingi-
bjargardóttir skrifar í Mbl. 6. febr-
úar sl. að böm sem séu svo og svo
margra daga, vikna eða mánaða
gömul séu á fyrsta aldursárinu. Hár-
rétt! Allir vita að það sem er fyrst er
númer eitt eins og fyrsti dagur árs-
ins er númer eitt, þ.e. fyrsti janúar.
Næst á eftir kemur síðan númer tvö.
Á hvaða aldursári em börnin þá þeg-
ar þau eru nýorðin tólf mánaða göm-
ul? Á öðm aldursári að sjálfsögðu,
það er ár númer tvö. Þá era börnin
nýorðin eins árs. Á þriðja aldursári
era þau tveggja ára, á fjórða aldurs-
ári era þau þriggja ára o.s.frv. Alltaf
er aldur barnanna táknaður með tölu
sem er einum lægri en það sem við
köllum aldursár barnsins. Á tvöþús-
undasta aldursári er Jesús á sama
hátt 1999 ára. Það er ár númer 2000,
við köllum það árið 2000. I byrjun
ársins 2001 á tvöþúsundasta og
fyrsta aldursári Jesú er hann 2000
ára, þá fyrst eru aldamót og þá fyrst
er Jesús orðinn 20 alda gamall.
Þetta segir brjóstvitið án þess að
leitað sé til tryggingastærðfræðinga.
Það kemur ekkert málinu við þótt
Rómverja vantaði tákn íyrir núll. Við
höfum tákn fyrir núll en köllum samt
fyrsta dag ársins númer eitt en ekki
„númer núll“. Tímabil eru nefnilega
talin alveg eins og fingur eða kartöfl-
ur upp úr poka. Það fyrsta er nr. 1.
CARL J. EIRÍKSSON,
Skólagerði 47,
Kópavogi.