Morgunblaðið - 03.03.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 03.03.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 5^ Oruggur sigur Sævars á meistaramóti Hellis SKAK Hellisheimilið MEISTARAMÓT HELLIS 14. feb. - 1. mars 2000 SÆVAR Bjarnason sýndi mikið ör- yggi á meistaramóti Taflfélagsins Hellis sem lauk á miðvikudagskvöld. Tefldar voru sjö umferðir og Sæv- ar vann alla and- stæðinga sína og varð IV2 vinningi á undan næsta manni. Davíð Kjartansson varð í öðru sæti og þar sem Sævar er ekki í Helli hlaut Davíð titilinn skák- Sævar meistari Hellis árið lijarnason 2000. Þetta er í fyrsta sinn sem Dav- íð nær titlinum og bindur þar með enda á þriggja ára tímabil þar sem Björn Þorfinnsson hefur borið þenn- an titil. Björn fylgdi reyndar fast á hæla Davíðs, var hálfum vinningi á eftir honum og hlaut fimm vinninga ásamt þeim Sigurbirni Björnssyni, Pétri Atla Lárussyni og Baldri Möll- er. Sérstaka athygli vekur góð frammistaða Baldurs Möller (1.730), sem er langstigalægstur þeirra sem náðu efstu sætunum. Lokaröð kepp- enda varð sem hér segir: 1. Sævar Bjamason 7 v. 2. Davíð Kjartansson 5(4 v. 3. -6. Sigurbjörn Björnsson 5 v. Pétur Atli Lárusson 5 v. Björn Þorfinnsson 5 v. Baldur Möller 5 v. 7.-12. Róbert Harðarson 4 v. Stefán Arnalds 4 v. Jónas Jónasson 4 v. Jóhann H. Ragnarsson 4 v. Vigfús Ó. Vigfússon 4 v. Páll Sigurðsson 4 v. 13.-16. Jón Árni Halldórsson 3‘á v. Þorvarður F. Ólafss. 3'/2 v. Sigurður Ingason 3(4 v. Guðjón H. Valgarðss. 3(4 v. 17.-21. Kristján Örn Elíass. 3 v. Ingólfur Gíslason 3 v. Ólafur í. Hannesson 3 v. Andrés Kolbeinsson 3 v. Sveinbjörn Jónsson 3 v. o.s.frv. Alls tóku 28 skákmenn þátt í mót- inu og hafa aldrei verið jafnmargir. Skákstjórar voru Gunnar Björnsson, Þorfinnur Björnsson og Daði Örn Jónsson. Undankeppni fyrir Heimsmótið í skák Undankeppni um sæti á Heims- mótinu í skák verður haldin sunnu- daginn 5. mars á ICC-skákþjóninum. Undankeppnin er í boði oz.com og chessclub.com. Allir skákmenn með alþjóðleg skákstig geta tekið þátt í mótinu. Nú þegar eru skráðir 139 keppendur, þar á meðal 29 stór- meistarar. í þeim hópi má finna nöfn eins og Short og Svidler. íslenskir skákmenn eru hvattir til að taka þátt í mótinu, þvi það er ekki oft sem slíkt tækifæri gefst. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.chess- club.com/oz.html. Kramnik og Kasparov efstir Helstu tíðindin i þriðju umferð Linares-skákmótsins voru þau, að Shirov sigraði Anand með svörtu. Þetta mun vera fyrsta tap Anands í 11 mánuði. Úrslit í þriðju umferð: Anand - Shirov 0-1 Kasparov - Kramnik (4—(4 Leko - Khalifman (4—(4 Staðan á mótinu: 1.-2. Kasparov, Kramnik 2 v. 3.-4. Leko, Shirov 1(4 v. 5.-6. Anand, Khalifman 1 v. Mátnetsmót Samkvæmt upplýsingum frá Val- garð Ingibergssyni verða haldin skákmót á Mátnetinu flest kvöld, en þó ekki á fimmtudögum. Hann mun vakta Mátnetið og koma á mótum þegar þátttakendafjöldi leyfii'. Klúbbakeppni Hellis í kvöld Klúbbakeppni Hellis verður nú haldin í fjórða sinn í kvöld, föstudag- inn 3. mars, klukkan 20. Keppt verð- ur í fjögurra manna sveitum. Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna um- hugsunartíma. Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir hverja sveit. Öllum er heimil þátttaka. Teflt verður í Hellis- heimilinu, Þönglabakka 1. Skákkeppni stofnana og fyrirtækja Skákkeppni stofnana og fyrir- tækja hefst þriðjudaginn 7. mars kl. 20. Keppnisfyrirkomulag ræðst af þátttöku, en stefnt er því að tefla níu umferðir eftir Monradkerfi. Hver sveit skal skipuð þremur skákmönn- um auk varamanna sem eru starfs- menn viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar. Tefldar verða atskákir, 30 mín. á skák. Umferðir verða sem hér segir: 1.-3. umf. þriðjud 7.3. kl. 20-23 4.-6. umf. þriðjud. 14.3. kl. 20-23 7.-9. umf. þriðjud. 21.3. kl. 20-23 Hraðskák þriðjud. 28.3. kl. 20-23 Skákmót á næstunni 3.3. Hellir. Klúbbakeppni kl. 20 3.3. SA. 7 mínútna mót 4.3. SI. Islandsm. barnask.sv. 5.3. SA. 15 mínútna mót 5.3. Síminn-Internet. Mátnet 6.3. Hellir. Atkvöld 7.3. TR. Stofnanir og fyrirt. 9.3. TG. Skákþing Garðabæjar Daði Örn Jónsson Einfaldara og þægilegra! usVo* lónýjw m Skiptu yfir í nútímalegra greiðsluform! Frá og með mánaðamótunum mars-apríl hætta blaðberarað innheimta áskriftargjöld. Þess í stað geta áskrifendur valið um að greiða áskriftina að Morgunblaðinu með greiðslukorti eða beingreiðslu. Þannig verður innheimtan einfaldari og þægilegri fyrir áskrifendur. Hafðu samband við okkur í síma 800 6122. i Við hlökkum til að heyra í þér. i vrrnmin uuorid HMRALLY INSPIRED" Milk Free Addophilus IA BILLION LlVt CELLS PtR CAPSULE 50« MORf UVE CLLLS S&aiy Suppiemeot 90 VECETARIAN CAPSULES Fyrir meltingarfærin Apótekiö SrnÁrutorði • Apótekið Spöneinni Apótokið Kringlunni* Apótekíð Siniðjuvogí Apótekið Suðurströnd ♦ Apótokió tðufelii Apótekið Hegksup Skoilunni Apótekið Hagkaup Akuroyri Hofnerfjafðai Apótak Apótokið Nýkaupum Movfeilsbæ Askriftardeild Sími: 569 1122 • Bréfasími: 569 1115 • Netfang: askrift@mbl.is Áskriftardeildin er opin kl. 8-20 mánudaga, 6-20 aðra virka daga, 6-21 á laugardögum og 8 -14 á sunnudögum. \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.