Morgunblaðið - 03.03.2000, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 03.03.2000, Qupperneq 56
£6 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG VIIWIvAiVIH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Danska smur- brauðið stolt Nýkaups í VELVAKANDA sl. mið- vikudag er bréf frá Guð- nýju Jóhannsdóttur. Guð- ný kvartar yfír gæðum á smurbrauði, sem hún keypti í Nýkaupi í Kringl- unni. Þetta er fyrsta kvörtunin sem ég hef fengið vegna danska smurbrauðsins okkar. Danska smurbrauð- ið í Kringlunni er okkar stolt og ég fullyrði að gæði þess eru framúrskarandi. Nýkaup í Kringlunni hefur selt tugi þúsunda brauð- sneiða til einstaklinga og fyrirtækja, m.a. í ferming- arveislur, skírnarveislur og brúðkaup og fengið mikinn fjölda jákvæðra athuga- semda um gæði brauðsins og því kemur kvörtunin mér nokkuð á óvart. Ekki síst að fá hana í gegnum Morgunblaðið. Ég dreg þó ekki í efa að brauðið sem Guðný keypti stóðst ekki væntingar hennar, né held- ur að kvörtunin sé rétt- mæt. Samkvæmt upplýsingum mínum hringdi Guðný í verslunina og talaði við starfsmann, sem man vel eftir því samtali. Starfs- maðurinn bauð Guðnýju nýja vöru og vildi bæta úr vanda hennar. Því miður náði Nýkaup ekki að leysa þennan vanda með þeim hætti sem við teljum að sé ásættanlegur, þ.e. með því að viðskiptavinurinn sé ánægður með vöru og þjón- ustu okkar. Astæða þess er sú að samtalinu lauk með þeim hætti að Guðný lagði á. í Nýkaupi í Kringlunni starfar Björk Óskarsdóttir, sem er lærð smurbrauð- sjómfrú frá Danmörku. Eg þekki strörf hennar og hennar samstarfsfólks og get fullyrt að þau eru til fyrirmyndar. Sá fjöldi sem kaupir danskt smurbrauð í Nýkaupi í Kringlunni aftur og aftur ber vinnubrögðum og vörugæðum hennar glöggt vitni. Mér þykir leitt að danska smurbrauðið okkar skyldi ekki standast vænt- ingar Guðnýjar, en vil taka undir það sem Guðný segir, þ.e. að verðið á smurbrauð- inu í Kringlunni er gott, 249 kr. sneiðin. Finnur Árnason framkv.stj. Sátt við gagna- grunninn MIKIL umræða hefur ver- ið um úrsögn úr gagna- grunni á heilbrigðissviði. Svo langt hefur það gengið að menn eru farnir að fara fram á greiðslu fyrir að vera í gagnagrunninum. Eg og mín fjölskylda ætl- um að vera í grunninum og erum mjög sátt við umbun í þá veru að við og afkom- endur okkar eigum von á lækninguá ófyrirséðum sjúkdómum og einnig eig- um við von á því að búið verði að komast í veg fyrir suma sjúkdóma. Viðætlum að láta þá sem standa að dreifibréfí þar sem fólk er hvatt til að segja sigúr gagnagrunninum og krefj- ast gjalds fyrir að vera í honum vita af okkur með því að senda þeim til baka póstinn þeirra óundirritað- an. Guðmundur og fjölsk. Landsbyggða- flóttinn eða öfugt EG er búin að hugsa mikið um það hvað það sé sem Reykvíkingar óttast þegar talað er um landsbyggðina. Flestallir sem ég hef rætt við í Reykjavík geta ekki hugsað sér að búa úti á landi og koma með hin ýmsu rök fyrir því. Ég flutti út á land fyrir rúmum mánuði og hlakkaði ég mjög til þess áður en af því varð. Eins og sjálfsagt allir vita er mikill lands- byggðarflótti og við hjónin tókum þá ákvörðun að fara á móti straumnum og vera dálítið huguð. Þegar við til- kynntum fjölskyldunni og vinum þessa ákvörðun voru misjöfn viðbrögð, margir sögðu „frábært" meðan aðrir óskuðu þess heitast að geta sest fyrir framan útidyrahurðina okkar og bannað okkur að fara. En allir þeir sem við yfir- gáfum í Reykjavík hafa óskaplega miklar áhyggjur af okkur, ég fæ ítrekaðar spurningar frá konu einni hvort sé hitaveita á Egils- stöðum! sem sýnir kannski hvað Reykvikingar hafa kynnt sér landið h'tið. Ég held samt að ég sé búin að koma í veg fyrir að hún spyrji mig aftur, því ég sagði síðast við hana þegar hún spurði, að það væri ol- íukynding og í bílskúmum væri einhver gámur sem ég hefði ekki hundsvit á, og hann tæki 20 fm af bíl- skúrnum. Kom á konuna í símanum og áhyggjutónn- inn endurkastaðist í eyrað á mér. Spurði hún mig hvað ég myndi gera þegar olían væri búin ásamt fleiri spurningum sem ég gat ekki svarað vegna þekking- arskorts. Þegar hún var búin að muldra í smátima sagði hún „en þú sagðir alltaf að það væri hita- veita“. Til hvers var hún að spyrja örugglega í sjöunda skiptið ef hún vissi svarið? Það er ein önnur spuming sem ég fæ oft í viku og er hún svohljóðandi: „Leiðist þér ekki þarna?“ Nei, mér leiðist ekki! Af hverju ætti mér að leiðast? Leiðist fólki ekki í Reykjavík? Mér leiddist þar oft! í Reykja- vík em ótalmargir val- möguleikar í boði til þess að manni leiðist ekki. Bíó, keila, matsölustaðir, skemmtanalíf í blóma og fleira og fleira, en hve oft nýtir maður sér þessa möguleika ? Enda ekki oft- ast kvöldin á því að að leigja sér spólu og Iiggja fyrir framan sjónvarpið með pizzu og kók? Hver er þá munurinn að búa úti á landi eða £ stórborginni Reykjavík? Munurinn er kannski ekki svo mikill. Uti á landi er fólk alveg eins og í Reykjavík sem hlær og hefur allar þær tilfinningar sem Reykvíkingar bera. Það getur vel verið að „úti á landi liðið“ hafi meiri innri frið og tengdara við náttúr- una, en ég er sannfærð um að margir Reykvíkingar séu það einnig. Nú hugsar margir, en launin, pening- arnir? Þeir skipta einnig máli! Já, svo sannarlega, en hver getur notið þeirra þegar allt stressið og álagið í vinnunni er svo mikið að höfuðið er að springa og axlirnar em upp við eyru vegna spennings. Tíminn til að vera með fjölskyld- unni er enginn, því það þarf að borga raðgreiðsluna á bílnum og loksins þegar kemur tími til að slappa af, þá erum við með samvisku- bit yfir því að vera ekki að vinna. Reikar þá hugurinn oft upp í sveit þar sem bæj- arerillinn er ekki eins mik- ill og í stórborginni. Já, hún Reykjavík, eins lítil og hún er, er ekki eini staðurinn á landinu sem hægt er að búa á, hægt að verða hamingjusamur á og hægt að gera eitthvað úr sér. Málið er að miðdepill heimsins ert þú, hvernig þér líður og hvemig þitt líf er. Hættu að þóknast öðr- um, gerðu það sem þú vilt, hlutstaðu á þitt sjálf. Þetta er þitt líf, Njóttu þess!! Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir. Öryggistæki í heimahúsum ÞÓRUNN hafði samband við Velvakanda vegna greinar sem birtist í Morg- unblaðinu 29. febrúar sl. og heitir “Slysagildrur í þínu boði“. Þar er fjallað um slys í heimahúsum og öryggis- tæki fyrir heimili. I grein- inni er eingöngu vísað á vefslóð til þess að nálgast þessi tæki, en hún vildi benda greinarhöfundi á að það eru ekki allir með að- gang að tölvum. Finnst henni að það hefði líka mátt koma fram, hvar er hægt að kaupa þessi öryggis- tæki. Pokinn er fundinn SNYRTISTOFAN Paradís hafði samband við Velvak- anda og vildi láta hjónin vita, sem áttu pokann með ullarskónum og lopasokk- unum, að hann væri fund- inn. Þau geta haft samband í síma 553-1330. Mánagull á hrós skilið ÞAÐ er mjög notalegt að koma í hannyrðaverslun í Glæsibæ sem heitir Mána- gull, hvort sem maður er að skoða eða versla. Stúlkan þar sýnir svo mikla þjón- ustulund, að unun er að. Það mættu fleiri taka hana sér til fyrirmyndar, því þar fær maður persónulega þjónustu. Hulda Karen og Helga. HöTEL FLÚÐIR * : Góðar stundir Hótel Flúðir er glæsilegt hótel ífallegu og rólegu umhverfi. Frábærkosturfyrireinstaklinga og hópa allan ársins hring. /h Uppl ý s í n ga r o g p an t a n í r í s írn a 4 H & 6 6 'i 0 Víkveiji skrifar... VÍKVERJI, sem búinn var að panta ferð í apríl á vegum Ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýn- ar, hugði sér gott til glóðarinnar og ætlaði að notfæra sér þá punktasöfn- un, sem hann hafði staðið fyrir með svokölluðu Fríkorti, sem hann hélt að nafninu til að ætti eitthvað skylt við frjálsræði í viðskiptum. Hann tók því upp veskið sitt og af- henti gjaldkeranum hjá Úrval Útsýn Fríkortið sitt og sagðist ætla að greiða hluta staðfestingarinnar með fríkortspunktum eins og auglýst hafi verið í bæklingi ferðaskrifstofunnar. „Því miður,“ sagði afgreiðslustúlkan, „þú verður að fara upp í Vegmúla 3 og fá ávísun, sem við tökum síðan frá Fríkortinu.“ XXX ELDUR fannst Víkverja súrt í broti að vera vísað úr einu hús- inu í annað út af einhverjum frí- punktum, en hann lét sig hafa það og ók inn í Vegmúla 3. Þegar að útidyr- unum hjá Fríkortinu var komið, stóð á dyrunum: „Erum flutt í Síðumúla 34, 2. hæð.“ Þegar þangað var komið var hvergi merkt hvar Fríkortið væri til húsa, en eftir að hafa spurzt fyrir á jarðhæðinni í einhvers konar snyrti- vörubúð, var sagt að Víkverji skyldi ganga inn um gafl hússins, sem veit út að Fellsmúla og fara þar upp á aðra hæð. Jú og mikið rétt, merki Fríklúbbsins var þar á hurð. xxx YÍKVERJI bar upp erindið inni á skrifstofu Fríklúbbsins og þar fékk hann aðeins ávísun upp á 10.000 frípunkta og gilti hún sem 7.500 króna innlegg inn á ferðina góðu. Hins vegar átti Víkverji rúmlega 14.000 frípunkta, en hann fékk ekki ávísun nema á 10 þúsund af því, sam- kvæmt upplýsingum Fríkortsins, að Úrval-Útsýn tekur bara við 10, 15, eða 20 þúsund punkta ávísunum og ekki öðru. Þar sem Víkverji vantaði nokkra punkta upp á 15 þúsund, gat hann aðeins fengið ávísun upp á 10 þúsund punkta. xxx ETTA gerðist hinn 1. marz árið 2000, þegar frjáls viðskipti eiga að heita komin í gagnið fyrir nokkr- um áratugum. Hvar er samkeppnin á ferðamarkaðinum? Hvernig er unnt að snatta kúnnanum fram og til baka eftir einni lítilli frípunktaávísun og setja jafnframt skilyrði fyrir því hve marga frípunkta má nota? Er það of flókið reikningsdæmi fyrir starfsfólk ferðaskrifstofunnar að einn frípun- ktur sé 75 aura virði, að ekki megi taka við frípunktaávísunum nema þær standi á heilum eða hálfum tug þúsunda? Það er greinilega einhver maðkur í mysunni í þessum ferðaskrifstofu- viðskiptum og frípunktaverzlun. Hver á frípunktana? Víkverji hefði haldið að viðskiptavinurinn ætti þá, en samt er svokölluðu frípunktaávís- un, sem Víkverji fékk, ekki stíluð á hann, heldur á Úrval-Útsýn. A tím- um rafrænna viðskipta er þessi reynsla Víkverja móðgun við við- skiptavininn. Menn með rafrænt Fríkort eiga ekki að þurfa að fara hús úr húsi til þess að fá réttmæta eign sína til þess að greiða fyrir þjón- ustu sem er aulýst jafnrækilega og þessi lélega þjónusta Fríkortsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.