Morgunblaðið - 03.03.2000, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 03.03.2000, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ I DAG PÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 57 FRÉTTIR BRIDS Dnisjón (iuðmuiidur l'áll Arnarson BANDARÍSKI meistarinn Billy Eisenberg var meðal þátttakenda í Forbo Inter- national-mótinu í Hollandi um síðustu helgi. Hann var hér í austur í vörn gegn fjór- um hjörtum og lagði upp i miðju spili: Norður * A2 v K62 * 10874 * Á97 Vestur Austur * D10 * G8763 * G ¥ D943 * KG653 ♦ D9 +106543 * K8 Suður * K954 ¥ A10875 ♦ A2 *D2 Útspil vesturs var tígull og sagnhafl tók drottningu Eis- enbergs með ás og svínaði laufdrottningu. Einsenberg átti slaginn og spilaði tígli yf- ir á gosa makkers. Vestur kom með lauf til baka, sem sagnhafl tók með ás í borði og lagði niður hjartaás og kóng. Síðan spilaði hann laufgosa. Eisenberg fór yfir stöð- una. Ef hann hendir spaða gerir suður það líka, trompar tígul, tekur tvo efstu í spaða, stingur spaða í borði og nær trompbragði á austur í lokin! Blindur ætti þá út í tveggja spila endastöðu, þar sem austur ætti D9 i hjarta, en sagnhafi 108. Eisenberg sá þetta fyrir og kom með mótleik: Hann trompaði laufgosann með drottningu og spilaði hjarta- níunni. Lagði svo upp með þeim orðum að vörnin fengi alltaf slag á spaða. „Bíddu stund,“ svaraði sagnhafi og sýndi Eisenberg spilin sín. „Ég tek trompin..." Norður * A2 ¥ — ♦ 108 + 9 Vestur Austur ♦ D10 * G8763 ¥- ¥ - ♦ K6 ♦ - *10 *- Suður * K95 ¥87 ♦ - *- „Allt í lagi, þá,“ svarði Eis- enberg. „Ég legg þá upp fyr- ir hönd sagnhafa - þú færð tíu slagi með haldþvingun.“ Við sjáum hvað gerist þeg- ar suður spilar hjörtunum. Vestur hendir fyrst tígli, en í síðasta trompið verður hann að kasta spaða, sem þýðir að sagnhafi getur fellt drottn- inguna með ás og svínað fyr- ir gosa austurs. E.S. Hvað gerist ef austur trompar laufgosann með níu? Suður yfirtrompar, fer inn í borð á spaðaás, trompar tígui, tekur spaðakóng, stingur spaða og fær tíunda slaginn á tromp með fram- hjáhlaupi. Merkilegt spil. Ást er... að horfa á björtu hliðarnar. TM ftefl. U.8. P«t. Ofl. — afl rights resarved O 2000 Loa Angdes Time* Syndicate Arnað heilla OZ\ ÁRA afmæli. í dag, Ov/ föstudaginn 3. mars, verður áttræð frú Hrefna Magnúsdóttir, Fremri- Hundadal, Dalasýslu. Hrefna dvelst á afmælisdag- inn á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Esju- grund 30, Kjalarnesi. O A ÁRA afmæli. Á övl morgun, laugardag- inn 4. mars, verður áttræð Svanfríður Ornólfsdóttir, Blesugróf 8, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Óskar Þórðarson frá Haga, taka á móti ættingjum og vinum í safnaðarheimili Bústaðakirkju á afmælis- daginn frá kl. 16-20. A ÁRA afmæli. Nk. UU sunnudag 5. mars verður sextugur Pálmi Pét- ursson, bifreiðastjóri, Keilufelli 30, Reykjavfk. Eiginkona hans er Birna Björgvinsdóttir. Þau taka á móti vinum og vandamönn- um í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13A, laugar- dagskvöldið 4. mars frá kl. 20-23. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara íyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj@mbl.- is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík SKAK llmsjón Helgi Áss Grétarsson Þessi staða kom upp á milli rússneska stór- meistarans Konstantin Aseev (2517) og franska alþjóðlega meistarans Luc Bergez frá Frakklandi á opna alþjóðlega mótinu í Cappelle la Grande sem lauk fyrir stuttu. 26.Hxd7! Hxd7 27.Rc6 Svarti hrókurinn á a5 er nú dæmdur til að falla og þar með verður hvítur manni yfir. Framhaldið varð 27...Hb5 28.axb5 axb5 29.Bfl Hd2 30.Bxb5 Rg5 31.Kg2 Re4 32.Hfl Hb2 33.Bc4 Rd2 34.Hel f5 35.Re5 Rxb3 36.Bxb3 og svartur gafst upp. UOÐABROT FJARRI Nú sit ég einn í svölum aftankalda og silfurhvítum horfi eftir linda, sem bungar fyrir blástri sunnan vinda, þar blá og dimm sig reisir fjarðar alda. Heill sértu, blær, og vonarljósið valda, sem veit ég af að baki dökkra tinda, og heil sértu, þú hreinust allra mynda, sem hylst mér nú á bak við jökulfalda. I>ig skal ég, mey, í mínum huga geyma, og aldrei muntu mér úr minni líða, þú munarskæra, sem ég unni lengi. Um þig mig skal á dimmri nóttu dreyma, og þegar ljómar fagrahvelið fríða, þá fyrir þig ég hreyfi gígju-strengi. Benedikt Gröndal. STJORNUSPA eftir Franees llrake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert einbeittur og ákveð- inn og nærð því yhrleitt takmarki þínu, hvað sem hversegir. Hrútur (21. mars -19. apríl) Vilji er allt sem þarf. Láttu ekki aðra draga úr þér kjark- inn, þvi oft er það bara öfund þeirra, sem þora ekki að láta til skarar skríða. Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu ekki grípa þig glóðvolg- an í bólinu. Vertu viðbúinn að fara með skömmum fyrirvara hvert sem er og hvort sem kallið kemur á nóttu eða degi. Tvíburar . ^ (21.maí-20.júní) Aa Farðu þér hægt, þegar við ókunnan er að eiga, sérstak- lega ef ekki er á hreinu, hvað fyi’ir honum vakir. Leyfðu innsæi þínu að ráða ferðinni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það getur alltaf verið hætta á misskilningi, svo þú akalt um- fram allt haga orðum þínum þannig, að enginn þurfi að efst um, hvað fyrir þér vakir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Það er sjálfsagt að hlaupa undir bagga með öðrum, þeg- ar tóm er til. En mundu að þú hefur líka skyldum að gegna við sjálfan þig og umfrarn aðra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) ffil Margar hendur vinna létt verk. Það getur verið gott að fá hjálp, þegar þannig stend- ur á. En mundu að vera reiðu- búinn til að gjalda í sömu mynt. Vog rrx (23. sept. - 22. október) A 4* Láttu ekki einhverja drauga úr fortíðinni byrgja þér sýn til framtíðar. Það sem er gert, er gert og breytist ekkert, þótt um það sé hugsað. Horfðu fram. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Nú er rétti tíminn til þess að láta reyna á þær hugmyndir, sem þú hefur gengið með í maganum að undanförnu. Drífðu þær í framkvæmd. Þinn er heiðurinn. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) MtTf Þú þarft að læra að takmarka umsvif þín, þannig a þú hafir yfirsýn yfir það, sem þú ert að gera. Að öðrum kosti kann allt að fara i handaskolum. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) ttSÍ Þá er komið að því að orð þín sannast. Varastu samt að of- metnast. Vertu lítillátur, ljúf- ur og kátur og þú munt hljóta enn meira hrós fyrir. Vatnsberi r . (20. jan. -18. febr.) CénI Stundum er ekki hægt að út- skýra alla hluti. Við verðum þá bara a beygja okkur fyrir staðreyndunum og vona að allt fari vel, þótt tvísýnt sé. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það eru margar spurningar sem leita á þig. Vertu óhræddur við að leita svara, jafnvel þótt þú haldir, að ein- hver þeirra séu erfið viður- eignar. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Dorg*veiði- keppni á Vatns- hlíðarvatni Laugardaginn 4. mars heldur Ferðamálabraut Hólaskóla dorg- veiðikeppni á Vatnshlíðarvatni í Vatnsskarði laugardaginn 4. mars. Keppnin hefst kl. 12.30 og stendur til 16. Þátttökugjald er 500 kr. en innifalið í verðinu er vök og beita. Á staðnum verða veiðarfæri til leigu og sælgæti og heitir drykkir til sölu. Veitt verða verðlaun fyrir stærstu fiskana og mestu afla- brögðin ásamt ýmsum öðrum verð- launum. „Rannsóknir hafa sýnt að þétt- leiki bleikjunnar í Vatnshlíðarvatni sé sá mesti á landinu þannig að búast má við mikilli veiði. Vatnið er sérstakt fyrir þær sakir að þar eru tvö aðskilin afbrigði af bleikju, brúna afbrigðið og silfraða afbrigð- ið,“ segir í fréttatilkynningu. Ferðamálabrautin í Hólaskóla hefur staðið að dorgveiðikeppnum síðustu ár, þótt sum árin hafi hún fallið niður vegna veðurs. Núna munu nemendur Fiskeldisbrautar aðstoða á keppnisdaginn sjálfan við að bora vakir, hjálpa fólki og veita fróðleik til þeirra sem þess óska. Fundur um nýjar leiðir í sjávarútvegi KJÖRDÆMISFÉLAG Samfylk- ingarinnar í Reykjavík verður með laugardagskaffi 4. mars nk. á Sóloni íslandusi yið Ingólfsstræti. Þar mun Jóhann Ársælsson alþingismaður kynna nýjar hugmyndir sem þing- flokkur Samfylkingarinnar hefuif verið að vinna að til lausnar á þeim deilum sem verið hafa um stjórn fiskveiða. Tillögurnar miða m.a. að því að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnai’ verði nýttar á skilvirkan hátt og að réttlæti ríki við úthlutun afiaheim- ilda, öllum landsmönnum til heilla, segh’ í fréttatilkynningu. Fundurinn er öllum opinn. S J ALFSST YRKIN G MEÐ SJÁLFSDÁLEIÐSLU Námskeið/einkatímar sími 694 5494 Ný námskeið hei'jast 8. og 21. mars Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Hringdu núna Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. ^þrnr “2 § Nettoic^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR VI SOLUSYNING Éh VM HELCINA IAUCARDAG 10-18 SUNNUDAG 13-17 AÐRADAGA 9-18 Trifomn HÁTÚNI 6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.