Morgunblaðið - 03.03.2000, Page 60

Morgunblaðið - 03.03.2000, Page 60
60 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Rándýrið í góðum gír á æfingu. Rokkið flæðir út úr okkur Rándýrsmeðlimir eru alla jafna prúðir en bregða stundum á leik. AÐ kannast allir við að vera í partíi og vilja heyra ákveðna tónlist, og fá að hlusta á hana í hálfa .rginútu þegar er búið að skipta um plötu. Við stofnuðum Þungarokks- klúbbinn Rándýrið til að geta feng- ið að hlusta á þungarokk alveg heilt kvöld,“ segir Arnar Eggert Thor- oddsen einn af nefndarmönnum klúbbsins. „Hann var stofnaður ár- ið 1994 og síðan þá höfum við komið saman nokkrum sinnum á ári, hlustað á þungarokk, fengið okkur í AMORGUN hefst undankeppni íslandsmótsins í backgammon. Það er Backgammonfélag Reykja- víkur sem stendur fyrir mótinu, en það var stofnað síðastliðið sumar. Ql'ímur Grímsson, formaður félags- ins, segir að virkir meðlimir séu nú um þrjátíu talsins og þeim fari ört fjölgandi. Grímur segir blaðamanni að leik- urinn backgammon sé í raun einfald- ur: „Það skemmtilega við það er að eftir svona klukkutíma kennslu á byrjandinn góða möguleika á að vinna heimsmeistarann í eitt og eitt skipti.“ Lukkan íleytir mönnum því eitt- glas og það er alltaf rosastuð á þessum fundum, einsog við köllum samkomurnar. Þeir hafa orðið margir í gegnum árin og stefnan er auðvitað að halda árshátíð.“ Með- fylgjandi myndir voru einmitt tekn- ar á seinustu árshátíð Rándýrsins sem haldin var í Stúdentakjallar- num, en andlitsmálningin er sér- stök „árshátíðarmúndering". „Seinasta árshátíð var einnig fimm ára afmælishátíð klúbbsins, svo við höfðum vídeósýningu og hvað áleiðis, en kænska og tölfræðik- unnátta er nauðsynleg til þess að hægt sé að ná fyrstur á leiðarenda. Fyrsta íslandsmótið Hann segir væntanlegt Islan- dsmót hið fyrsta sinnar tegundar á Islandi, eftir því sem hann best viti: „Þó hafa verið til önnur félög í gegn- um tíðina. Kotrufélag íslands var einhvern tímann starfandi og annað hét Gammarnir. En ég veit ekki til þess að þau hafi nokkurn tímann haldið formlegt íslandsmót." Grímur segist vona að meðlimir þessara eldri félaga láti sjá sig á und- anmótinu. Hann segir það nokkuð happdrætti sem reynar gleymdist í hita leiksins, og við létum langþráð- an draum rætast og stofnuðum hús- hljómsveit Rándýrsins sérstaklega fyrir þetta kvöld; Húsdýrið," segir Arnar Eggert. „Ég tók lagið Run to the Hill með Iron Maiden sem er frábært og mjög grípandi lag. Við reynum að halda okkur við hetju- metal þar sem söngvararnir syngja mjög hátt uppi. Erum ekki í dauð- arokki, án þess að fara út í Bon Jovi.“ Þetta er okkar fótbolti Arnar Eggert segir þetta mjög menntaðan félagsskap sem þau taki mjög alvarlega. „Það þarf að taka þetta alvarlega ef maður á að hafa gaman að þessu, einsog Sigtryggur Baldursson sagði einu sinni.“ En er ekki hálfbrjálað fólk í þess- um klúbbi? Myndi eðlileg mann- eskja þora að koma á fund hjá Rándýrinu? „Margir af þeim sem eru þarna eru reyndar gamlir dauðarokkarar. Ja... þó, þetta er allt fullorðið fólk útbreiddan misskilning hérlendis að backgammon sé það sama og kotra. og reyndar allt mjög venjulegt fólk. En á fundum leyfum við rokkinu að flæða út úr okkur og ég get vel ím- yndað mér að utanaðkomandi aðilar verði skelkaðir. Þetta er svona okk- ar fótbolti.“ Fyrir þá sem dreymir um að hlusta á þungarokk heilt kvöld, gætu það reynst sorgartíðindi að Rándýrið er lokaður klúbbur svo annaðhvort verða þeir að þekkja einhvern í klúbbnum, „eða vera svo miklir metalhundar að það verði að bjóða þeim. Það eru eldgamlir gæj- ar sem eru búnir að hlusta á þunga- rokk i tuttugu ár sem við bjóðum á fundi, en þá eru þeir líka búnir að grenja í okkur að fá að koma,“ segir Arnar Eggert. Og ætli stofnfélagarnir hafi alltaf búist við að þetta yrði jafnlanglífur félagsskapur? „Ég viðurkenni að mér fannst þetta bara grín í upphafi, en með einhverjum hætti hefur þetta geng- ið í þessi fimm ár, og mun ganga áfram,“ segir Arnar Eggert að lok- Þótt sama borð sé notað séu leikregl- urnar talsvert frábrugðnar. Margir hafi hinsvegar þýtt erlenda heitið „backgammon" sem „kotra“ og t.a.m. hafi Kotrufélagið jafnan spilað backgammon. Aðspurður um áhugann á back- gammon hér á landi segist Grímur alltaf vera að rekast á fólk sem kveðst spila af og til og að margir kunni leikinn: „Undankeppnin er öll- um opin, byrjendum sem lengra komnum. Hún verður í formi útslátt- areinvígja og miðar að því að sextán standi eftir. Þeir munu síðan etja kappi hver við annan á hinu eigin- lega íslandsmóti.“ Grímur telur undankeppnina til- valinn vettvang fyrir baekgammon- unnendur að hittast og bindast bönd- um. Félagsmönnum í Back- gammonfélagi Reykjavíkur ætti því að fjölga í kjölfarið og starfsemin að eflast. Undankeppnin verður haldin í tvö skipti. Fyrri undankeppnis- dagurinn er á morgun og mun keppnin hefjast klukkan tvö á Sirk- us við Klapparstíg. Síðari undan- keppnisdagur verður síðan að viku liðinni, laugardaginn 11. mars, en þá verður kappvöllurinn Grand Rokk. MYNDBOND Kynórar unga fólksins AMERICAN PIE GAMANMYNI) ★★★ Leikstjóri: Paul Weitz. Handrit: Adam Herz. Aðalhlutverk: Jason Briggs, Chris Klein, Natasha Lyonne. Bandaríkin 1999. (95 mín.) Sam- myndbönd. Bönnuð innan 12 ára. MYNDIR um unga stráka með kynlíf á heilanum era ekki nýjar af nálinni. Þær skjóta upp kollinum öðru hverju og virðast koma í bylgjum en nú flæðir ein slík yfir. Ekkert að því. Ein slík bylgja skall á fyrir miðbik níunda áratugarins og ein af þeim myndum sem tröllriðu öllu var „Porky’s“. Ég man vel eftii- að hafa séð hana í Bíóhöllinni á sínum tíma og haft í bamslegri heimskunni gam- an af. Þegar ég hins vegar ber hana saman við „American Pie“ kemur fram regin munur. Þrátt fyrir að myndirnar fjalli um viðlíka efni þá nálgast „American Pie“ það á svo miklum mun þroskaðri máta að það hálfa væri nóg. Á meðan „Porky’s" og reyndar flestar unglingamyndir þein'a tíma veltu sér fram og aftur upp úr aulalegum kynfærahúmor þá er í „American Pie“ komið fram við unga áhorfendur eins og fólk og þeim sýnd viðeigandi virðing. Húm- orinn er líka mun beittari og betri þótt subbulegur sé á stundum. Eina sem dregur myndina niður eni dæmigerðar unglingamyndaklisjur sem seint ætla virðast ætla að hverfa, þrátt fyrir framfarir á flest- um öðrum sviðum. -----*-H------ Spaðatromp TAPAÐ/FUNDIÐ (Lost & Found) GAMAJVMYJVI) ★★ Leikstjóri: Jeff Pollack. Handrit: J.B. Cook, Marc Meeks og David Spade. Aðalhlutverk: David Spade, Sophie Marceau, Patrick Bruel og Joe Lovitz. Bandaríkin 1999. (99 mín.) Warner-myndir. Ollum leyfð. í STAÐ aldurstakmarks ætti að standa aftan á kápu myndbandsins: „Aðeins íyrir unnendur Davids Spades". Málið er svo einfalt; ef þú kannt að meta þenn- an fyrrverandi „Sat- urday Night Live“ meðlim þá ertu í góðum málum með þessa mynd í tæk- inu. Ég hef lúmskt gaman af sérstökum grínstíl kappans og því höfðar myndin kannski frekar til mín en ella. Allt grínið í myndinni snýst í kringum Spade eða spretta af vörum hans enda á hann þátt í hand- ritinu. Talandi um handritið þá er það svo sem ekki upp á marga fiska og sag- an er bæði veik og væmin eins og oft í bandarískum gamanmyndum. Maður bíður bara eftir að vemmilegustu kafl- amir líði hjá og „Spaðinn" vindi sér að því sem hann kann best; að segja kyn- lega aulabrandara með sinni muldr- andi og óskýru röddu. Fyrstu skrefin á hvíta tjaldinu steig Spade sem hægri hönd Chris heitins Farley. Eflaust töldu flestir að með fráfalli F arleys væri frægðarsól Spades að kvöldi komin. Sérstæður stíll hans á þó eflaust eftir að tryggja að hann muni rétta úr kútnum þótt það hafi kannski ekki gerst með þessari mynd. Skarphéðinn Guðmundsson Bjúgmyndun nánast horfin ! „Ég er buin að taka IMaten 1 2 3 í 4 mánuði. Ég var mjög slæm af bjúg í 25 ár, en síðan ég fór að taka Naten 12 3 hef ég ekki þurft að nota bjúgtöflur að ráði. Ég þjáðist af slæmum meltingartruflunum sem stórlöguðust strax á 2 mánuðum og eru nú úr sögunni. Ég er búin að vera sjúklingur í 9 ár og prófað ýmíslegt en þetta er það ■eina sem hefur gert mér gott. Ég er mikið hraustari og hef alveg sloppið við flensur þennan vetur og læknar hafa sagt mér að þetta geri mér ekkert nema gott." , Fæst í sérverslunum og apótekum um land allt. 2 mm Fædubótarefnið sem fólk talar um! um. Undankeppni fslandsmótsins í backgammon hefst um helgina „Ba,ckgammon“ á vaxandi vin- sældum að fagna Morgunblaðið/Ásdís Grímur Grímsson formaður Backgammonfélags Reykjavíkur tekur í spil með ritara félagsins Krístínu Sigurðardóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.