Morgunblaðið - 23.03.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 23.03.2000, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kári Stefánsson hjá Bresk-íslenska verslunarráðinu Tryggingafélög fái ekki að nota erfðapróf London. Morgunblaöiö KARI Stefánsson er þeirrar skoðun- ar að tryggingafélögum eigi ekki að leyfast að nota erfðapróf til ákvörð- unar um tryggingarhæfi einstakl- inga. Þá fagnar hann yfirlýsingu Clintons Bandaríkjaforseta og Tonys Blairs, forsætisráðherra Bret- lands, um að aðgangur að grunnupp- lýsingum um gen manna skuli ekki takmarkaður með einkaleyfum. Kári Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagreiningar, flutti er- indi á fundi Bresk-íslenska verslun- arráðsins í London í gær. Hann tók fram í upphafi máls síns að hann væri í þagnarbindindi um málefni fyrir- tækisins á meðan umsókn þess um skráningu á verðbréfamarkaði vest- anhafs væri til athugunar. Meðan á henni stendur leyfa lög hónum ekki að ræða málefni fyrirtækisins opin- berlega. Vill skörp skil á milli upp- götvana og þekkingarnotkunar I erindi sínu ræddi Kári almennt um íslenzka menningu, ættfræði og erfðafræði og lýsti m.a. hvernig nið- urstöður um uppruna íslendinga, sem kynntar voru fyrr í mánuðinum, staðfesta frásögn fomsagnanna svo ekki verður um villzt. Að erindinu loknu svaraði Kári m.a. spurningum um einkaleyfi í erfðarannsóknum og notkun á upp- lýsingum úr þeim og tók hann þá fram að svörin væru hans persónu- legu skoðanir en hann talaði ekki sem talsmaður íslenskrar erfða- greiningar. Hann sagðist ekki vera fylgjandi einkaleyfum. Þó þyrftu menn þeirra við til að vernda starfs- árangur sinn og fjárfestingar en hitt væri óraunhæft að menn gætu fengið einkaleyfi á einhverjum genum sem þeir hefðu ekkert í höndunum um. Þess vegna kvaðst hann fagna yfir- lýsingu þjóðarleiðtoganna tveggja. Kári sagði að menn yrðu að hafa skörp skil á milli uppgötvana og þekkingarnotkunar. Notkunin færi eftir pólitískum ákvörðunum hverju sinni. Hann lýsti sinni sýn þannig að erfðagreining yrði fyrst og fremst notuð til þess að finna ráð við sjúkdómum en ekki til þess að tryggingafélög fengju að nota hana í sína þágu eins og um- ræða hefði spunnist um hér í Bret- landi. Morgunblaðið/Hjálmar Heimisson Andrés Bragason, skipveiji á Akurey SF, er hér með stórlaxinn, 25 punda, skömmu eftir að laxinn kom úr djúpinu. Fyrsti laxinn kominn á þurrt FYRSTI laxinn er kominn á land, heldur fyrr en oftast áður. Þótt fýrstu laxveiðiárnar verði ekki opn- aðar fyrr en 1. júní veiða grá- sleppukarlar oftast fyrstu laxana undir mánaðamót mars/apríl. Sá fyrsti þetta árið veiddist hins vegar sunnudaginn 19. mars. Laxinn, sem var 25 punda hæng- ur, veiddist í netaróðri Akureyjar SF á Mýrarbugt. Laxinn var 25 pund og 104 sentí- metrar að lengd. Hann hefur verið gefinn veitingahúsinu Ósnum á Hornafirði þar sem ætlunin er að stoppa hann upp. Engum fært nema fuglinum fljúgandi LANDIÐ tekur ekki vel á móti far- fuglunum sem fyrir nokkru fóru að tfnast til landsins. Þessi álftahópur hélt kyrru fyrir í gær í snjókomu og skafrenningi við Uxafótalæk í Mýrdal en fugl- arnir eru sjálfsagt nýkomnir til landsins frá íriandi þar sem flest- ar íslensku áftirnar hafa vetur- setu. Eflaust hefðu álftirnar eitt- hvað frestað för sinni hingað til Frónsins kalda ef þær hefðu inn- byggðan veðurvara sem varaði þær við vályndum veðrum. En slfkum búnaði búa svanir vist ekki yfir - ekki svo mannfólkinu sé kunnug^ um. Veðrið var svo slæmt að loka varð Mýrdalssandi og engum fært nema fuglinum fljúgandi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson 75% eru andvíg kvótakerfínu NÆRRI 75% landsmanna eru andvíg núverandi fyrirkomulagi á stjórnun fiskveiða samkvæmt nið- urstöðum könnunar Pricewater- houseCoopers sem fram fór í febr- úar. Hringt var í slembiúrtak 1.100 íslendinga á aldrinum 18-75 ára um land allt og var svarhlut- fall um 64%. Spurt var: ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) núverandi fyrirkomu- lagi á stjórnun fiskveiða eða kvótakerfinu svokallaða? Rúm- lega 17% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara spumingunni. Af þeim sem tóku afstöðu eru 74,5% mjög eða frekar andvíg kvótakerf- inu og er andstaðan meiri meðal kvenna eða 78% en 71% karla er mjög eða frekar andvígt því. And- staðan er svipuð í öllum aldurs- hópum og sömuleiðis sé hópurinn skoðaður út frá tekjum. Alls eru 3,8% af hópnum mjög hlynnt kvótakerfinu, 9,9% eru hlynnt því, 25,8% eru frekar and- víg kerfinu og 48,7% mjög andvíg því. Fundur um takmörkun og bann við þrávirkum lífrænum efnum Erfíð og viðkvæm um- fjöllun um peninga eftir CKALEGA hefur gengið að fjalla fleiri. „Frá upphafi þessarar umræðu Vesturlöndum væri notkun og fram- í stað þess að stofna nýjan sjóð af tæknilegar hliðar samnings sem hafa íslendingar lagt mikla áherslu á leiðsla þessara efna þegar bönnuð, en þessu tilefni hafa menn litið til þess llir 9 nm QrS tQIrmQr*LrQ nrr Kanno qA q 1 Viqimccor-nr-iinrroy* noaAncif nm fnl/_ mnnnr KmiinQwíln'QrmQ Koaríi from oA v>nfn --C _ 1 ÞOKKALEGA hefur gengið að fjalla um tæknilegar hliðar samnings sem kveður á um að takmarka og banna notkun þrávirkra lífrænna efna á fundi Umhverfisstofnunar Samein- uðu þjóðanna í Bonn. Fundurinn stendur þessa viku en um þessar mundir eru að hefjast umræður um mál sem eru bæði erfið og viðkvæm, þ.e.a.s. peningahliðina, að sögn Magnúsar Jóhannessonar, ráðuneyt- isstjóra í umhverfisráðuneytinu. Magnús sagði að í samningnum væru tiltekin tólf efni af því tagi sem um ræðir, m.a. díoxín, PCB, DDT og fleiri. „Frá upphafi þessarar umræðu hafa Islendingar lagt mikla áherslu á að alheimssamningar næðust um tak- mörkun og bann við notkun þessara efna enda berast þau langar leiðir og eru lengi að brotna niður. Sum þeirra hafa borist hingað til lands, í litlum mæli enn sem komið er, en þeim mun brýnna er að draga úr hættunni," sagði Magnús í samtali við Morgun- blaðið. Magnús sagði enn fremur að mál- efnin sem nú yrði rætt um og væru erfið sneru að þróunarríkjunum. Þannig væri málið vaxið að víða á Vesturlöndum væri notkun og fram- leiðsla þessara efna þegar bönnuð, en mörg þróunarríkjanna bæði fram- leiddu og notuðu efnin og því yrði að koma til bæði tæknileg og fjárhags- leg aðstoð til þeirra ríkja til að skipta yfir í þau efni sem komið hefðu í stað- inn og væru skaðlítil, en þau væru dýrari í framleiðslu. Samkomulag yrði að nást um hvemig ætti að fjár- magna slíka aðstoð. „Þetta er hliðstætt því þegar samn- ingur náðist um varnir gegn ósoneyð- andi efnum. Þá var stofnaður sér- stakur sjóður sem iðnríkin greiddu í. í stað þess að stofna nýjan sjóð af þessu tilefni hafa menn litið til þess að nota sjóð sem þegar er íyrir hendi og var stofnaður á Ríó-ráðstefnunni. Hlutverk þess sjóðs er að fjármagna margs konar verkefni sem lúta að umhverfisvernd," bætti Magnús við. Fundurinn sem nú stendur yfir í Bonn er sá næstsíðasti, en að sögn Magnúsar verður síðasti fundurinn í desember og ef allt gengur að óskum gæti undirritun samningsins verið á dagskrá í maí á næsta ári. Fulltrúi ís- lenskra stjómvalda á fundinum er Halldór Þorgeirsson. Sérblöð í dag IS »« u I Sérblað um viðskipti/atvinnulíf J; * Morgunblaðinu í dag fylgir tímaritið 24-7. Útgefandi: Alltafehf. Ábyrgðar- maður Snorri Jónsson Morgun- blaðinu í dagfylgir tímarit íþrótta- og Olympiu- sambands íslands, „íþrótta- blaðið" Guðjón og lærisveinar hjá Stoke eru komnir á Wembley/Bl Ragnar Óskarsson kominn heim frá Spáni/B3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.