Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 11
FRÉTTIR
Sjö dagar í verkfall 26 landsbyggðarfélaga Verkamannasambansins að öllu óbreyttu
Segja að samnmgi
Flóabandalagsins
hafí verið hafnað
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, Hervar Gunn-
arsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Arnar Sigurmundsson,
formaður Samtaka fískvinnslustöðva og fulltrúi SA í samninganefnd,
ræða málin í húsakynnum sáttasemjara í gær.
VERKFALL skellur á 30. mars nk.
hjá 26 landsbyggðarfélögum innan
Verkamannasambands Islands náist
ekki samningar fyrú- þann tíma. Til
greina kemur að endurtaka atkvæða-
greiðslu í Vestmannaeyjum og
Grindavík, þar sem felld var tillaga
um verkfall og formenn félaga á Vest-
fjörðum hittast á næstunni og taka af-
stöðu til verkfallsboðunar, en ákvörð-
un um slíkt hafði áður verið frestað.
Lítið þokaðist á fundi deiluaðila hjá
sáttasemjara í gær og er ljóst að enn
ber mjög mikið á milli í viðræðum um
launaþáttinn.
Niðurstaða í atkvæðagreiðslu um
verkfall lá að mestu leyti fyiir á
þriðjudagskvöld, en tölur frá Vík í
Mýrdal bættust þó við í gær. Þar var
verkfallsboðun samþykkt. Alls tóku
42% þátt í atkvæðagreiðslunni, eða
4.089 manns af alls 9.747 sem voru á
kjörskrá. 74% samþykktu verkfalls-
boðun, 24% felldu hana og 2% at-
kvæðaseðla voru auð eða ógild. At-
kvæði voru ekki greidd um
verkfallsboðun hjá Verkalýðsfélaginu
Herði í Hvalíirði, enda eru 9 af hverj-
um 10 í því félagi bundnir sérsamn-
ingum vegna jámblendiverksmiðj-
unnar og álversins á Grundartanga.
Ekki var heldur kosið í Hrútafirði eða
hjá Samherjum, Klaustri. Þau félög
eru meðal þeirra smæstu innan
VMSÍ og starfsemi í lágmarki.
Framar öllum væntingum
Aðalsteinn Baldursson, formaður
Verkalýðsfélags Húsavíkur og fisk-
vinnsludeildar VMSI, sagði í gær að
niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni
hefði verið framar öllum væntingum.
Aðeins niðurstaðan í Vestmannaeyj-
um hafi komið sér á óvart.
„Þegar við lögðum upp með at-
kvæðagreiðsluna hafði ég vissar
áhyggjur af hugsanlegri útkomu. A
það hefur bæst að töluvert var unnið
gegn okkur meðan á atkvæðagreiðsl-
unni stóð. Þess vegna kemur mér
þessi niðurstaða þægilega á óvart og
hún staðfestir rækilega að fólkið okk-
ar er að hafna þeim samningum sem
Flóabandalagið gerði við Samtök at-
vinnulífsins á dögunum. Þess vegna
þýðir ekkert fyrir atvinnurekendur
að bjóða okkur nú þann samning. Það
er alveg tilgangslaust," sagði Aðal-
steinn.
Hann sagði augljóst að ef ætti að
afstýra átökum á vinnumarkaði þyrfti
ný spil inn í viðræðumar - þeim
gömlu hefði verið hafnað á skýran
hátt.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, hélt á hinn
bóginn fast við fyrri yfirlýsingar sínar
í gær. „Eg held að allir geri sér grein
fyrir því að kröfur VMSÍ eru miklu
hærri en nokkur möguleiki er að fall-
ast á. I raun vekur það furðu að tals-
menn sambandsins skuli lýsa því yfir
að þeir hafi ekki lagt saman kröfú-
gerðina og hyggist ekki gera það til
að sjá áhrif hennar á hagstærðir og
þar með lífskjör þeirra sem þeir eru
að semja fyrir,“ sagði Ari.
60% felldu verkfall í Eyjum
Tæplega 60% felldu verkfaflsboð-
unina í Vestmannaeyjum og hún féll á
þátttökuleysi í Grindavík, enda þótt
meirihluti hefði þar verið fylgjandi
verkfalli. Aðalsteinn segir að vissu-
lega væri óskastaðan sú að allir stæðu
saman. Slíku væri þó ekki að heilsa og
alltaf hefði mátt búast við að einhver
félög heltust úr lestinni. „Við reiknum
með Vestfii’ðingum þótt þeir hafi kos-
ið að bíða um sinn. Onóg þátttaka í
Grindavík varð til þess að fella málið,
en ég viðurkenni að útkoman í Vest-
mannaeyjum kom mér verulega á
óvart," segh' Aðalsteinn og bætir við:
„Þar hefur ávallt verið kraftmikið
fólk í fiskvinnslunni og við höfum ein-
mitt reynt í þessari baráttu að bæta
kjör fólks í þeirri grein. Því komu úr-
shtin mér á óvart - við þurfum svo
sannarlega á stuðningi þeirra að
halda.“
Guðný Óskarsdóttir, formaður
Verkakvennafélagsins Snótar í Vest-
mannaeyjum, túlkar niðurstöðu at-
kvæðagreiðslunnar í Eyjum þannig
að verkafólk hafi ekki fjárhagslega
burði til að fara í verkfall. „Ég sé
ekki aðra ástæðu fyrir þessu,“ segir
hún. „Það vantaði 28 atkvæði til að
tillagan yrði samþykkt og ég tel að
mikill flensufaraldur hér í Eyjum að
undanförnu hafi gert okkur erfitt
fyrir.“
Guðný telur alls ekki rétt að líta á
niðurstöðuna sem vantraust á forystu
verkafólks í Eyjum. „Ég hef rætt við
fjölda fólks um þetta mál og það seg-
ist hreinlega ekki treysta sér út í
átök, eins og nú stendur á. Sultariaun
þessa fólks bjóða ekki upp á áhættu,“
sagði Guðný. Hún bætti við að vel
kæmi til greina að efna til annarrar
atkvæðagreiðslu, nú þegar fyrir ligg-
ur verkfallsboðun hjá meirihluta fé-
laga innan Verkamannasambandsins.
Benóný Benediktsson, formaður
Verkalýðsfélags Grindavíkur, tók í
sama streng; vel gæti komið til þess
að efnt yrði til nýrrar atkvæða-
greiðslu um boðun verkfalls. Hann
vildi annars lítið tjá sig um ástæður
þess að verkfallsboðun hefði verið
felld í sínu félagi.
Vestfirðingar láta
ekki sitt eftir liggja
Pétui' Sigurðsson, formaður Bald-
urs á ísafirði og forseti Alþýðusam-
bands Vestfjarða, segir Ijóst að Vest-
firðingar muni ekki láta sitt eftir
liggja til að knýja á um betri samn-
inga. Hann segir ekkert launungar-
mál að rekja megi ástæður þess að
Vestfirðingar tóku ekki þátt í at-
kvæðagreiðslunni nú til þess að félög
innan Alþýðusambands Vestfjarða og
félagsmenn þeirra hefðu fært miklar
fómir í sjö vikna verkfalli árið 1997.
„Við vildum sjá hvemig landið lægi
eftir þessa atkvæðagreiðslu. Það hef-
ur verið boðað til formannafúndar og
þar verður ákvörðun tekin um fram-
haldið,“ segir hann og bætir við að
sérstaða Alþýðusambandsins flæki
mál nokkuð; þar séu fimmtán sjálf-
stæð félög sem öU verði að efna til at-
kvæðagreiðslu fyrir sig. „Þetta er
stijálbýlt hérað og veður hafa ekki
beinlínis verið hagstæð upp á síðkast-
ið og erfitt reynst að ná mönnum
saman,“ segir Pétur.
„Það yrði engin goðgá þótt við hæf-
um verkfall viku á eftir hinum. Verk-
falUð árið 1997 sýndi okkur að ekkert
vopn annað dugir í þessari baráttu.
Það mun ekki standa á okkur, fari svo
hörmulega að komi til vinnustöðvun-
ar,“ sagði Pétm'.
Verður verkfalli skotið á frest?
Bjöm Grétar Sveinsson, formaður
VMSÍ, segir að eins og staðan sé nú
stefni allt í verkfall. Hann bendir á að
möguleiki sé til þess að fresta verk-
falli um einhveija daga, geti það orðið
til þess að þétta raðirnar, eins og
hann orðar það. Einhliða réttur er til
þess að skjóta verkfalli á frest í allt að
28 daga. Slíkt verður að gera með
þriggja daga fyrirvara.
Engin ákvörðun hefur verið tekin
um frestun verkfalls. Heimildir
Morgunblaðsins herma að slíkt verði
aðeins gert, komi til þess að atkvæða-
greiðsla verði endurtekin í Grindavík
og Vestmannaeyjum og verkfall borið
undir atkvæði á Vestfjörðum. Þannig
sé unnt að hefja verkfall alls staðar á
sama tíma.
Aðalsteinn Baldursson segir að
verkfall muni fljótlega hafa mikil
áhrif, fyrst á landsbyggðinni en síðar
á höfuðborgarsvæðinu. „Við getum
lokað Austfjörðum og Norðm'landi
strax og víða mun þetta hafa mikil
áhrif,“ segir hann.
Líklegt má telja að úrvinnsla á
mjólkurafurðum muni fljótlega stöðv-
ast á landsbyggðinni komi til verk-
falls og líklegt er að truflun yrði fljót-
lega á samgöngum. Fyrst í stað
myndi áhrifa verkfalls þó helst gæta í
fiskvinnslunni. Þar eru miklir hags-
munir í húfi.
Opið bréf samninganefndar VMSÍ/LÍ til ríkisstj órnarinnar
Samningur RSI og SA
Lág laun hamla
viðhaldi byggðar
Ætti að nást
fyrir helgi
KRÖFUGERÐ Verkamannasam-
bandsins og Landssambands iðn-
verkafólks að því er varðar lækkun
lægstu launa felur í sér einarða
viljayfirlýsingu um viðhald búsetu á
landsbyggðinni og um leið að undir-
stöðuatvinnuvegirnir fái þrifist.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í opnu bréfi til ríkisstjórnar
íslands, sem samninganefnd VMSI
og LÍ sendi frá sér í gær undir yfir-
skriftinni ábendingar í tilefni kjara-
samninga.
Með bréfinu vill samninganefnd-
in koma á framfæri tveimur megin-
atriðum vegna vinnu við gerð kjara-
samninga. Segir að ríkisstjórnin
hafi gefið út yfirlýsingu vegna
kjarasamninga árið 2000 og nefndin
lýsi þungum áhyggjum vegna þeirr-
ar aðferðar sem valin hefur verið til
að leiðrétta kjör þess fólks sem fær
atvinnuleysisbætur og bætur frá al-
mannatryggingum.
Prósenturnar leggjast
á lágan grunn
„Þar er valin sú leið að bæta
prósentuhækkun ofan á bótagrunn-
inn. Þó svo prósentuhækkunin sé
e.t.v. sú sama og hjá öðrum og bet-
ur stæðum hópum, þá er hækkunin
umtalsvert minni í raun, því
prósenturnar leggjast á lágan
gi'unn. Þessi aðferð felur því í sér
að bilið milli þeirra sem hafa fram-
færi sitt af þessum bótum og lág-
markslauna í landinu breikkar enn.
Myndarleg krónutöluhækkun væri
vænlegri leið í þessu sambandi,"
segir í bréfinu.
Þar er ennfremur rifjað upp að sé
tekið mið af þeim kjarasamningum
sem hafa verið undirritaðir er gert
ráð fyrir að lægstu laun verði 91
þúsund kr. á mánuði í lok samn-
ingstímans. Miðað við yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar eigi hæstu bætur
almannatrygginga að nema 76.177
kr. á mánuði við lok samningstím-
ans. Segir svo að flóknar reglur í
bótakerfi almannatrygginga geri
hlut hjóna- og sambúðarfólks þar
sem báðir þurfti að lifa á bótum enn
lakari. í lok samningstímans verði
sameiginlegar tekjur þeirra tæpar
102 þúsund kr. á mánuði, eða aðeins
tæpum 11 þúsund kr. hærri en
lágmarkslaun einstaklings.
Kjör aldraðra og öryrkja
ákvörðuð einhliða
„Undirstöðuatvinnuvegir þjóðar-
búsins þarfnast þess að byggð sé
við haldið úti um land. Laun í þess-
um atvinnugreinum eru aftur á
móti það lág að þau beinlínis hamla
viðhaldi byggðar," segir í bréfinu
og sett fram það álit að lykillinn að
farsælli niðurstöðu þeirra samn-
ingaviðræðna sem nú standi yfir sé
umtalsverð leiðrétting lægstu launa
í frumatvinnugreinunum og sýni-
legt átak í að bæta kjör þeirra sem
verst eru settir í þjóðfélaginu, aldr-
aðra, öryrkja og atvinnulausra.
„Samninganefnd VMSÍ/LÍ bend-
ir að lokum á þá staðreynd, að
verkalýðshreyfingin fer ekki með
samningsumboð fyrir aldraða og
öryi'kja. Kjör þeirra eru ákvörðuð
einhliða af ríkisstjórninni og hún
ein ber ábyrgð á þeim. Þróun kjara
þessara hópa á undanförnum árum
og það að þau munu enn dragast
aftur úr ef svo fer sem horfir gerir
það að verkum að nauðsynlegt er að
bregðast við. Samninganefndin tel-
ur að nú sé svigrúm til að gera það
með myndarlegum hætti og skorar
á ríkisstjórnina að standa undir
pólitískri og siðferðilegri ábyrgð
sinni á kjörum þeirra sem minnst
mega sín. Undan því getur ríkis-
stjórnin ekki vikið sér,“ segir enn-
fremur í bréfinu.
EKKI reyndist unnt að ganga frá
kjarasamningi á milli Rafiðnaðai'-
sambandsins og Samtaka iðnaðarins í
gær, eins og stefnt hafði verið að fýrir
helgi. Góður gangur var þó í viðræð-
um aðila og er stefnt að því að ganga
frá samningi síðdegis á föstudag.
Foi-mlegur fundur samningsaðila
er ekki á dagskrá í dag, en fufltrúar
beggja aðila munu þó hittast til að
vinna að texta samningsins. Sam-
ræming þeirrar vinnu er svo áætluð á
föstudag og gangi hún vel gæti orðið
af undirritun samnings síðdegis.
Guðmundur Gunnarsson, formað-
AÐALSTEINN Baldursson, for-
maður Vlf. Húsavíkur, segir að frá
því samþykkt var að boða til verk-
falls hafi síminn ekki stoppað hjá
sér. Atvinnurekendur á hans fé-
lagssvæði vilji setjast að samn-
ingaborðinu, náist ekki almennir
sampingar við SA.
„Á Húsavík var mjög góð þátt-
taka í atkvæðagreiðslunni og úr-
slitin mjög afgerandi," segir Aðal-
ur RSÍ, segir að fundurinn í gær hafi
gengið rólega, en svo hafi komið kipp-
ur í viðræðurnar um kvöldmatarleyt-
ið. Hann staðfesti að nokkur bjai-t-
sýni ríkti um framhaldið, en enn
væru nokkur mál óleyst.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
SA, sagði að menn væru enn
bjartsýnir á að unnt væri að sigla,
málum í höfn, enda þótt það hefði tek-
ið lengri tíma en ætlað hefði verið.
„Þetta er ílókin og viðamikil vinna
sem tekur sinn tíma. Það er engu
hægt að lofa um niðurstöðuna fyrr en
hún liggur fyrir,“ sagði Ari.
steinn. „Þessi viðbrögð segja mér
að komnir séu verulegir brestir í
raðir atvinnurekenda og sumir
þeirra séu tilbúnir að gera mun
meira en aðrir. Ég er meira að
segja með óformlegt tilboð frá ein-
um aðila upp á 15% hækkun á einu
ári í tveimur þrepum. Á sama tíma
erum við að þrefa við atvinnu-
rekendur fyrir sunnan um 3,9%
hækkun,“ segir Aðalsteinn.
„Bi’estir í röðum
atvmmirekenda“