Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 26

Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Jóhannes Páll páfí messar í Bethlehem að viðstöddu fíölmenni Jóhannes Páll páfí II heilsar Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, við komu þess fyrrnefnda til borgarinnar Bethlehem í gær. Bcthlehem er á yfirráðasvæði Palestínumanna og mun verða hluti af Palestínu-ríki sem að líkindum verður stofnað á þessu ári. Kyssti krukku með palestínskri mold Bethlehem. AP, AFP, The Washington Post. JÓHANNES Páll páfi II kyssti gyllta krukku með jarðvegi af yfiiráðasvæð- um Palestínumanna við komu sína til borgarinnar Bethlehem á Vestur- bakka Jórdanar í gær. Kossinn og ræða páfa við komuna til Bethlehem þykja sæta tíðindum. Venjulega kyss- ir páfi einungis jörð fullvalda ríkja og eindregnar stuðningsyfirlýsingar hans við málstað Palestínumanna vöktu einnig athygli. Páfi kom til ísraels frá Jórdaníu á þriðjudag og mun á næstu dögum ferðast um sögu- slóðir Biblíunnar í Landinu helga. „Enginn getur lokað augunum fyr- ir hinum miklu þjáningum palest- ínsku þjóðarinnar á undanfomum áratugum. Allur heimurinn sér þá neyð sem þið hafið þurft að líða,“ sagði páfi í ræðu sem hann hélt við komuna til Bethlehem. Páfi sagði að Vatíkanið hefði ávallt viðurkennt að palestínska þjóðin hefði „náttúrulegan rétt“ til að eign- ast eigið land og einnig „rétt til að lifa í sátt og samlyndi við aðrar þjóðir á svæðinu". Hann minnti einnig á að hann og forverar hans á páfastóli hefðu ítrekað lýst því yfir að það væri engin von um að átökin í Landinu helga tækju enda fyrr en réttindi allra þjóða sem hlut eiga að máli yrðu við- urkennd á grundvelli alþjóðalaga og samþykkta Sameinuðu þjóðanna. Jerúsalem, eilíf höfiið- borg Palestínu Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, tók á móti páfa og bauð hann velkominn. „í nafni palestínsku þjóð- arinnar og nafni sjálfs mín, bíð ég þig velkominn til Palestínu og til Jerús- alem, hinnar eilífu höfuðborgar Pal- estínu, lands spámannanna, þessa heilaga og blessaða lands, og til borg- arinnar þar sem fæðing spámanns friðar og kærleika, Jesú Krists, átti sér stað,“ sagði Arafat. Palestínu- menn gera enn tilkall til austurhluta Jerúsalem sem ísraelar hernámu árið 1967 og neita að láta af hendi. Að móttökuathöfn lokinni var páfa ekið í skotheldri bifreið sinni að torgi í miðborg Bethlehem, skammt frá þeim stað þar sem sagt er að Jesús hafi fæðst. Þar söng páfi messu fyrir u.þ.b. 20.000 viðstadda. Hann hvatti kristna Palestínumenn, sem eru Reuters Fáni Palestínu blaktir á Manager-torgi í miðborg Bethlehem í þann mund sem páfi hefur messu sína á torginu í gær. minnihluti á yfirráðasvæðum Palest- ínumanna, til að halda kyrru fyrir í landinu. „Verið ekki hræddir við að varðveita hinn kristna arf ykkar á þeim stað þar sem frelsarinn var fæddur," sagði páfi. Athygli vakti að hlé var gert á tveggja klukkustunda langri messunni meðan kallað var til bæna úr kallaratumi nærliggjandi mosku. Síðar í gær heimsótti páfi flótta- mannabúðir Palestínumanna í Dheis- heh, þar sem 10.000 flóttamenn hafast við og einnig minnisvarða um palest- ínska flóttamenn sem látist hafa vegna stríðsátaka ísraela og araba. Alls eru um 3,6 milljónir flóttamanna skráðar hjá sérstakri stofnun á veg- um Sameinuðu Þjóðanna sem fer með málefni palestínskra flóttamanna. Pólitískur koss Forseti þings Palestínumanna, Ahmed Qureia, sagði að með því að kyssa palestínska jörð við komuna til Bethlehem hefði páfi viðurkennt rétt Palestínumanna til að stofna sjálf- stætt ríki. En fulltrúar Vatíkansins drógu úr mikilvægi atviksins og sögu að kossinn hefði verið af trúarlegum toga. „Hví skyldi hann ekki kyssa jörðina í því landi þar sem Jesús fæddist,“ er haft eftir einum þeirra í gær. Engu að síður hefur verið bent á að páfi hafi látið hjá líða að kyssa jörð Austur-Tímors þegar hann var í opin- berri heimsókn í Indónesíu árið 1989. ísraelar sögðu að yfirlýsingar páfa í Bethlehem fælu einungis í sér árétt- ingu á hefðbundinni afstöðu Vatí- kansins til málefna Palestínumanna. „Þetta er vel þekkt afstaða sem Vatí- kanið hefur haft í mörg ár og við bjuggumst ekki við því að páfi hefði breytt henni,“ sagði Shlomo Ban-Ami einn ráðherra í ríkisstjóm ísraels. Tilkynnt var í gær að ísraelsk lög- regla hefði handtekið heittrúaðan gyðing fyrir að hafa tekið þátt í athöfn með öðrum heittrúuðum gyðingum þar sem bölvun var lögð á páfa. At- höfnin, sem tekin var upp á mynd- band og hefur verið sýnd í sjónvarpi, er sögð hliðstæð þeirri sem heittrú- aðir gyðingar frömdu skömmu áður en Yitzhak Rabin, fyrrverandi for- sætisráðherra Israels, var myrtur árið 1995. Sala BMW á bflaverksmiðjum Rover vekur óánægju breskra verkalýðsfélaga Mótmælagöngur boðaðar Birmingham. AFP, Daily Telegraph. BREZK verkalýðsfélög hyggjast efna til fjölda- göngu hinn 1. apríl til að mótmæla áformum þýzka bílaframleiðandans BMW um að selja brezku Rover-bílaverksmiðjurnar. Að minnsta kosti 9.500 störf munu tapast ef af kaupum brezka áhættufjárfestingafyrirtækisins Alchemy Partners á Rover verður, að sögn Tony Woodley, aðalsamningamanns stærsta verkalýðsfélags verkamanna í brezkum bílaðiðnaði. Woodley hélt þessu fram áður en hann og fleiri brezkir verkalýðsfulltrúar gengu á fund forráða- manna BMW í Miinchen í gær. Sögðust full- trúarnir meðal annars myndu þrýsta á um það, að BMW íhugaði aðra kaupendur en Alchemy - Partners. Sagði Woodley að miðað við það sem frézt hefði af því hvemig Alchemy hygðist breyta rekstri Rover ættu Rover-bílar mjög skamma framtíð fyrir sér. Um 36.000 manns vinna hjá Rover, þar af um 9.000 í aðalverksmiðjunum í Longbridge á Mið-Englandi. Síðustu daga hafa ásakanir gengið á víxl milli forsvarsmanna BMW og brezku ríkisstjórnarinn- ar um málefni Rover. Ríkisstjórn Verkamanna- flokksins neitaði að verða við beiðni BMW um að fordæma áskoranir brezkra verkalýðsleiðtoga til brezkra bílakaupenda um að sniðganga BMW, til að refsa hinu þýzka fyrirtæki fyrir að sleppa hendinni af Rover. Gríðarlegt tap hefur verið á Rover frá því BMW tók yfir reksturinn fyrir sex árum, þrátt fyrir miklar fjárfestingar í honum. Stephen Byers, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Bretlands, heldur á fund forráðamanna BMW í Munchen í dag. BMW tilkynnti í lok síðustu viku að verið væri að ganga frá samningum við Alchemy Partners um yfirtöku á Rover. Land Rover-jeppaverk- smiðjurnar yrðu hins vegar seldar til Ford. For- svarsmenn Alchemy hafa þegar sagt, að margir starfsmenn Rover megi eiga von á að missa vinn- una við væntanlega uppstokkun rekstrarins. Tilraun gerð til annars tilboðs í Rover Brezkur kaupahéðinn, John Hemming, sem á sæti í borgarstjórn Birmingham, greindi frá því í gær að hann væri að vinna að því að fá með sér fjársterka aðila til að gera tilboð í Rover. Hann sagði þó að erfitt yrði að bjóða betur en Alchemy. Umboðsbílasölur Rover í Bretlandi, sem eru 294 talsins, hafa farið fram á skaðabætur frá BMW vegna söluáformanna. Þeir hafi á sl. tveim- ur árum fjárfest mikið í rekstrinnum og standi nú frammi fyrir tekjutapi vegna fyrirsjáanlegs sam- dráttar í sölu á Rover-bílum vegna óvissu um framtíð framleiðslu þeirra. Hafa samtök umboðs- bflasalanna farið þess á leit við iðnaðarráðherrann Byers að hann beri erindi þeirra upp við forráða- menn BMW. Forkosn- ingar í Illinois Þriðjung- urinn kaus ekki Bush Chicago. AP. GEORGE W. Bush, rfldsstjóri Texas, og A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, fengu mikinn meirihluta atkvæða í forkosn- ingum repúblikana og demó- krata í Illinois í fyrradag eins og búist var við, þar sem helstu keppinautar þeirra höfðu dreg- ið sig í hlé. Athygli vakti hins vegar að þriðjungur repúblik- ana kaus ekki Bush og þykir það benda tfl þess að honum kunni að reynast erfitt að tryggja sér stuðning þeirra sem kusu John McCain, öldunga- defldarþingmann frá Arizona, áður en hann dró sig út úr kosn- ingabaráttunni. Bush fékk 67% atkvæðanna í forkosningum repúblikana, Mc- Cain 22% og Alan Keyes, fyrr- verandi sendiherra, 9%. Vildu láta óánægju sínaíljós Stjómmálaskýrendur töldu að nokkrir kjósendanna hefðu viljað láta í Ijósi óánægju sína með Bush með því að kjósa McCain og Keyes þótt öruggt væri að hann yrði tilnefndur forsetaefni repúblikana í sumar. Nokkrir þeirra töldu að Bush myndi takast að vinna stuðn- ingsmenn McCains á sitt band fyrir forsetakosningamar í nóv- ember, en aðrir sögðu hugsan- legt að þeir kysu íhaldsmanninn Patrick Buchanan sem líklegt er að verði í framboði fyrir Um- bótaflokkinn. í forkosningum demókrata fékk Gore 84% atkvæða, en Bfll Bradley, fyrrverandi öldunga- defldarþingmaður frá New Jersey, 14%. Rúmenía > ------------ Aframhald umbóta nauðsyn Búkarest. AP. MUGUR Isarescu, forsætisráðherra Rúmeníu, hefur varað rúmenska stjórnmálamenn við því að landið geti tapað efnahagsaðstoð erlendra ríkja ef það heldur ekki ótrautt áfram á braut efnahagsumbóta, þótt nú styttist í þingkosningar. „Við verðum meira og meira varir við að aðgangur okkar að erlendum efnahagsstuðningi verður ekki opinn nema við fæmm sönnur á að við séum færir um að framfylgja umbót- um, jafnvel á kosningaári," sagði Is- arescu í viðtali við dagblaðið Eveni- mentul Zilei. í þessu fyrsta viðtali sem birtist við Isarescu eftir að hann tók við for- sætisráðherraembættinu í desember sl., hvatti hann þingið til að sam- þykkja fjárlagafrumvarpið fyrir þetta ár þar sem Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn, IMF, bíður eftir því að það sé gert. Að þing landsins samþykki fjárlög þar sem gert er ráð fyrir 3% rekstr- arhalla á ríkissjóði að hámarki er ein lykilforsendan fyrir lánasamningi IMF við Rúmeníu. í síðasta mánuði tilkynnti IMF að sjóðurinn væri reiðubúinn að íhuga að standa við ell- efu mánaða framlengingu á gildandi samningi við Rúmeníu, að uppfylltu þessu skilyrði. Samningurinn, sem hljóðar upp á 547 milljóna dollara lán til Rúmeníu, rennur annars út í þess- um mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.