Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 29

Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 28 Sendifull- trúa Kína boðið til Taívans Taipei. AFP, AP. CHEN Shui-bian, sem var kjörinn forseti Taívans í for- setakosningum á eyjunni sl. laugardag, bauð í gær Wang Daohan, aðalsendifulltrúa Kína í málefnum Taívans, að vera viðstaddur innsetningu sína í embætti 20. maí nk. En flokkur Chen, Lýðræðislegi framfara- flokkurinn, veltir nú fyrir sér hvernig breyta megi afstöðu flokksins til sjálfstæðis Taivans til að bæta samskipti við Kín- verja. „Við viljum gjarnan bjóða Wang Daohan að vera við- staddur innsetningu Chen Shui-bian og varaforsetans Annette Lu í embætti, ef tím- inn leyfir og hægt verður að koma því við,“ sagði Chen við fréttamenn og kvað heimsókn Wangs bæta samskipti Taívans og Kína. Kínverjar hafa ekki tjáð sig um boðið, en þetta yrði íyrsta heimsókn Wangs til Taívans. Að sögn sérfræðinga er hins vegar talið ólíklegt að kín- verska kommúnistastjórnin þiggi boðið. „Enn sem komið er vitum við ekki hvernig Chen skilgreinir afstöðu Kínverja til „eins Kína“. Pað er stór hluti vandans...og hvað heimboðið varðar, þá verður það að fylgja vissum reglum og vera byggt á einlægni," sagði Xin Qi, sér- fræðingur við Taívan-stofnun- ina í Peking. Taívanskir sérfræðingar voru sama sinnis og töldu til- raunir til að friðmælast stranda á kröfu Kínverja um „eitt Kína“. Lítil von væri því til þess að Wang myndi heimsækja Taívan. Flokkur Chen hafi hug á að sjá eyjuna verða sjálfstæða á meðan Kínverjar krefjist þess hún verði að fullu hluti Kín- verska alþýðulýðveldisins á ný. Lýðræðislegi framfaraflokk- urinn veltir nú fyrir sér hvernig hann geti breytt stefnu sinni til sjálfstæðis Taívans. Slíkt kann að auðvelda Chen að hefja við- ræður við kínversku kommún- istastjórnina, sem ítrekaði á þriðjudag að hún muni ræði aldrei málefni Taívans við sjálf- stæðissinna. Allt I einni töflu Apftiekið Smóratoigi • Apótekið Spönginni Apótekið Kringíunni • Apótekið Smiöjuyegi Apótakið Suðurströnd • Apótekiá Iðufoili ApóHskið Haykuup Skeifunni Apótekið Hsgknup Akureyrí Hafnarfjarðar Apótek Apótekió Nýkaupttm Mosfeiiabro Schussel vonast eftir þíðu LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) koma saman til fundar í Lissabon í dag í þeim yfirlýsta til- gangi að ýta Evrópu með markvissari hætti inn í hina netvæddu tölvuöld, í þeirri von að það geti orð- ið til að draga úr atvinnuleysi, auka hagvöxt og bæta samkeppnisstöðu Evrópuríkjanna gagnvart Bandaríkjunum. Einnig stendur til að ræða leiðir til varanlegs friðar í Kosovo-héraði, réttu ári eftir að hemaðaraðgerðir Atlantshafsbandalagsins hóf- ust þar. Fyrir fundinn kallaði Romano Prodi, for- seti framkvæmdastjómar ESB, eftir „róttækum nýjum áætlunum“ um það hvemig koma skuli á stöðugleika og friði á öllum Balkanskaga. Leiðtogarnir standa ennfremur frammi fyrir því að þurfa að finna lausn á misklíð í eigin ranni. Wolfgang Schússel, kanzlari Austurríkis, hefur lýst því yfir að hann muni skora á aðra „fjölskyldumeð- limi“ að láta af pólitískum einangmnaraðgerðum, sem hin ESB-ríkin 14 hafa beitt Austurríki frá því þar var í byrjun febrúar mynduð samsteypustjóm hins íhaldssama Þjóðarflokks og hins umdeilda Frelsisflokks, lýðskrumsflokks á hægri vængnum. Antonio Guterres, forsætisráðherra Portúgals, sem þetta misserið gegnir formennsku í ESB, er í mun að forðast neyðarlegar uppákomur á leiðtoga- fundinum vegna deilunnar um austurrísku ríkis- stjómina og bað leiðtogana bréflega um að mæta allir til hinnar hefðbundnu „fjölskyldumyndatöku". Leiðtogar Frakklands og Belgíu höfðu boðað að þeir myndu ekki vilja láta sjá sig á mynd með Schussel. í viðtali við austum'ska vikublaðið News sagði Schússel að hann vonaðist til að á þessum leiðtoga- fundi yrði stigið fyrsta skrefið í átt að því að koma samskiptunum í lag. Fordæmdi Schússel „refsiaðgerðir" ESB. „Að skella refsiaðgerðum [á aðildarríki] á grundvelli gmnsemda á sér enga hliðstæðu í réttarsögunni," sagði hann. Grunsemdir þær sem Schússel vísar hér til eru þeir fyrirvarar sem ráðamenn ESB-ríkjanna 14 hafa lýst gegn stefnu Frelsisflokksins í málefnum innflytjenda og varðandi stækkun ESB og gegn ummælum sem Jörg Haider - sem nýlega lét af for- mennsku í flokknum - hefur verið gagnrýndur fyr- ir á stjórnmálaferli sínum og hafa m.a. verið túlkuð þannig að hann hafi mælt vissum þáttum nazista- tímans bót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.