Morgunblaðið - 23.03.2000, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Lalo Schifrin stjórnar og leikur kvikmyndatónlist á Sinfóníutónleikum
N am hj á Olivier
Messiaen og
Dizzy Gillespie
Sinfóníuhljómsveit íslands leikur kvik-
myndatónlist á tónleikum í Háskólabíói í
kvöld og á laugardag. Margrét Svein-
björnsdóttir ræddi við Lalo Schifrin,
sem verður hljómsveitarstjóri og einleik-
ari á tónleikunum, en sjálfur hefur hann
einnig samið tónlist við fjölda kvik-
mynda, svo sem Mission Impossible,
The Fox, Bulitt og Dirty Harry.
Morgunblaðið/Golli
„Aðalatriðið er tónlistin,“ segir Lalo Schifrin, sem kveðst gera það sem
gera þarf hverju sinni þegar tónlistin er annars vegar. A sinfóníutón-
leikum í kvöld og á laugardag leikur hann á píanó og stjómar hljóm-
sveitinni - auk þess að vera höfundur nokkurra iaga sem þar má heyra.
LALO Schifrin er fjölhæf-
ur listamaður: píanó-
leikari, tónskáld, út-
setjari og hljómsveitar-
stjóri. Hann segist vera
tónlistarmaður í viðasta skilningi
þess orðs. „Það þýðir að ég skapa
tónlist og flyt hana á hvern þann
hátt sem ég get og þörf krefur
hverju sinni. Ef það þarf að semja
tónlist, þá sem ég tónlist, ef það
vantar píanóleikara, þá spila ég á
píanó - og ef þörf er á hljóm-
sveitarstjóra, þá stjórna ég. Aðal-
atriðið er tónlistin," segir hann.
„Að stjórna hljómsveit er ekki
eitthvert „egótripp" eins og
margir virðast álíta. Einhver
verður að stjórna - hljómsveit
verður að hafa stjórnanda og
stjórnandinn verður að hafa
hljómsveit. Svo einfalt er það,“
heldur Schifrin áfram.
Tvöfalt Iíf
í París
Hann er fæddur í Buenos Aires
í Argentínu og hlaut sína fyrstu
tónlistarmenntun í heimaborginni
hjá þekktum tónlistarmönnum,
þeirra á meðal föður sfnum, Luis
Schifrin, sem var einn af stofn-
endum Fílharmóníuhljómsveitar
Buenos Aires og konsertmeistari
hljómsveitarinnar í 35 ár.
Hann stundaði framhaldsnám i
París á fyrri hluta sjötta ára-
tugarins og lifði þar tvöföldu lífí í
tónlistarlegum skilningi. Hann
stundaði nám hjá hinu þekkta
tónskáldi Olivier Messiaen og
vann fyrir sér með því að spila í
djasshljómsveit. Sagan segir að
hann hafi aldrei sagt djasstónlist-
armönnunum sem hann „djamm-
aði“ með á Vinstri bakkanum á
laugardagskvöldum að hann færi
snemma á hverjum sunnudags-
morgni að hlusta á Messiaen leika
á orgel Þrenningarkirkjunnar.
Hann sagði lærimeistara sínum
heldur aldrei af djassspila-
mennskunni. Þetta staðfestir
Schifrin og ypptir öxlum: „Á ein-
hverju þurfti ég að lifa meðan ég
var að læra. Ég var ungur þá og
hafði næga orku - þurfti ekki að
sofa nema þrjá eða fjóra tíma á
nóttu. Og allt borgaði þetta sig
að Iokum,“ segir hann. Það hefur
sem sagt aldrei vafist fyrir hon-
um að standa með annan fótinn f
heimi hinnar klassfsku tónlistar
og hinn í djassinum. Frekar að
hann hafi brúað bilið þar á milli.
„Messiaen kenndi mér
að skynja nýjar víddir"
Um lærimeistara sinn frá Pa-
rísarárunum segir hann: „Messia-
en var ekki einungis stórkostlegt
tónskáld og stórkostlegur kenn-
ari, heldur einnig stórkostlegur
persónuleiki. Hann kenndi mér að
skynja nýjar víddir í hlustun á
tónlist, opnaði mér nýjan sjón-
deildarhring." Síðar kynntist
Schifrin öðrum listamanni sem
hafði mikil áhrif á hann og tónlist
hans. Maðurinn sá hét Dizzy
Gillespie. „í mínu lífi hef ég haft
tvo kennara, annar þeirra var
Messiaen og hinn Dizzy GiIIespie.
Og þótt ótrúlegt megi virðast, þá
áttu þeir býsnamargt sameigin-
legt,“ segir hann.
Schifrin flutti til Bandaríkjanna
árið 1958 og býr í Los Angeles.
Hann hefur samið tónlist við rúm-
lega 100 kvikmyndir, þeirra á
meðal Mission impossible, Mann-
ix, The Fox, Bullit og Dirty Har-
ry, auk fjölda sjónvarpsþátta.
Hann hefur fjórum sinnum hlotið
Grammy-verðlaunin og nítján
sinnum fengið tilnefningu til
verðlaunanna, einu sinni hlotið
Cable ACE-verðlaunin og verið
tilnefndur sex sinnum til Óskars-
verðlaunanna.
Árið 1987 stofnuðu nokkrir af
fremstu tónlistarmönnum Frakk-
lands hljómsveitina Paris
Philharmonic Orchestra í þeim
tilgangi að hljóðrita
kvikmyndatónlist, halda tónleika
og leika fyrir sjónvarp. Þeir
völdu Lalo Schifrin sem tónlistar-
stjóra sinn á tónleikunum þegar
hljómsveitin var formlega stofnuð
í Theatre des Champs Elysees 26.
janúar 1988. Schifrin gegndi
þeirri stöðu þar til hann ákvað að
snúa sér alfarið að tónsmíðum
fimm árum síðar. Af frekari
hljómsveitarstjórastörfum hans
má nefna að hann hefur stjórnað
hljómsveitunum London Philhar-
monic, Los Angeles Philharmonic,
London Symphony, Mexico Phil-
harmonic, Vienna Symphony,
Israel Philharmonic, Houston
Symphony, Los Angeles Chamber
Orchestra, Mexico City Philhar-
monic, Atlanta Symphony, Saint
Luke Orchestra (New York City)
og Argentina National Symphony.
Hæfileikar Schifrins í því að
skipta algerlega um gír og leika
djasstónlist hafa skipað honum
sérstakan sess í tónlistarheimin-
um. Sem slíkur hefur hann leikið
með og hljóðritað tónlist með
Dizzy Gillespie, Söru Vaughan,
Ellu Fitzgerald, Stan Getz og
Count Basie.
Samið fyrir
tenórana þrjá
Eitt eftirminnilegasta verkið á
ferli Lalos Schifrins var þegar
tónverk hans, Cantos Aztecas,
fyrir kór, einsöngsraddir og
hljómsveit var frumflutt undir
hans stjórn við Teotihuacan pýra-
mídana í Mexíkó með Placido
Domingo meðal einsöngvara. At-
burðurinn var sýndur í sjónvarpi
um heim allan 1989 og hljóðritað-
ur á geisladisk ári seinna.
Lalo Schifrin var falið að semja
lokasönginn á hátfð sem fram fór
í Caracalla á ítalfu 7. júlí 1990 í
tilefni af lokum heimsmeistara-
keppninnar í knattspyrnu þar
sem tenórarnir þrír, Lucianno
Pavarotti, Placido Domingo og
Jose Carreras sungu saman í
fyrsta sinn. Hljómsveitir Rómar-
og Flórensóperuhúsanna léku
undir stjórn Zubins Mehta. Lalo
Schifrin var svo falið að útsetja
tónlistina fyrir samskonar hátíð í
júlí 1994 fyrir sömu listamennina
og enn á ný fyrir tónleika tenór-
anna þriggja í París í júlí 1998.
Lalo Schifrin hefur hlotið
margskonar viðurkenningar fyrir
langt og mikið starf á sviði tón-
listar. Israelsk stjórnvöld hafa
heiðrað hann fyrir „framlag hans
til aukins skilnings heimsbyggðar
í gegnum tónlist", verslunarráð
Hollywood sæmdi hann „Walk of
Fame“-stjörnunni, og Rhode Is-
land School of Design og háskól-
inn í La Plata í Argentínu hafa
báðir gert hann að heiðursdoktor.
Hann var sæmdur einni af æðstu
viðurkenningum menntamálaráðs
Frakklands „Chevalier de l’Ordre
des Arts et Lettres" og árið 1998
var honum veitt viðurkenningin
„Distinguished Artist Awards"
frá Los Angeles Music Center.
Sama ár tilnefndi ríkisstjórn Ar-
gentínu hann sem „ráðgjafa for-
setans í menningarmálum" með
setu í ráðuneytinu.
„Það var þegar til
alþjóðlegt tungumál“
Undir lok samtalsins er Schifr-
in spurður hvaða þýðingu tónlist-
in hafi í hans Iífi. „Þú tjáir þig
með tungumálinu - ég tjái mig í
tónlistinni. Hún er tjáningarmáti.
Ef við getum ekki á einhvern hátt
tjáð okkur, þá erum við mjög ein-
mana. Ég get talað við fólk um
allan heim með tónlistinni, hún er
mitt tungumál," segir Schifrin og
segir frá verkinu Esperanto sem
hann samdi nýverið og var flutt á
tónleikum í Köln. „Þú kannast við
esperanto, er það ekki? Hug-
myndin var sú að allir jarðarbúar
ættu að geta talað saman á einu
sameiginlegu tungumáli en út-
breiðsla þess hefur ekki orðið sú
sem menn vonuðust til í upphafi.
En hvers vegna tókst það ekki?
Svarið er einfalt: Það var þegar
til alþjóðlegt tungumál - tónlist-
in.“
Efnisskrá tónleikanna er fjöl-
breytt. Auk verka eftir Schifrin
sjálfan verður leikin tónlist eftir
heimsþekkt tónskáld á borð við
Bernstein, Williams og Manchini.
Mcðal þeirra sígildu kvikmynda
sem heyra má tónlist úr á tónleik-
unum eru Casablanca, Dr. Zívagó
og Grikkinn Zorba. Einnig má
nefna Guðföðurinn, Galdrakarlinn
frá Oz, The Good, the Bad and
the Ugly og Star Wars.
Tónleikarnir verða f Háskóla-
bíói í kvöld kl. 20 og á laugardag
kl. 16.
Barátta við fíkn
BÆKUR
Trúmál
TÓLF SPORIN
Andlegt ferðalag. Vinnubók til að
lækna skaddaðar tilfinningar. Höf-
undar: Ýmsir en nafna er ekki get-
ið. Þýðandi: Margrét Eggertsdóttir.
títgefandi:Vinir í bata á íslandi.
Stærð: 216 blaðsíður.
í HVERRI viku safnast mörg
þúsund íslendingar saman í kirkjum
landsins undir merkjum AA-samtak-
anna og fleiri skyldum félögum í
glímu sinni við alkóhólisma og aðra
fíkn. Grundvöllur þessa starfs er hið
svokallaða tólf spora-kerfi sem varð
til á fjórða áratug aldarinnar í
Bandaríkjunum. Samkvæmt bókinni
átti það rætur að rekja til hins svo-
kallaða Oxfordhóps, trúarlegrar
hreyfingar er varð til á meðal kirkju-
fólks í Bretlandi og síðar Bandaríkj-
unum. Upphafsmenn AA-samtak-
anna, W.G. Wilson og R.H. Smith,
tóku nokkrar af helstu kenningum
þessa hóps er þeir settu fram tólf
spora-kerfið og á það sér því trúar-
legar rætur.
Fyrsta sporinu í tólf spora-kerfi
AA-samtakanna hefur verið breytt í
þessari bók, með leyfi alheimssam-
takanna, en hin eru óbreytt. Því hef-
ur verið breytt þannig að í stað: „Við
viðurkennum vanmátt okkar gegn
áfengi...“ stendur: „Við viðurkenn-
um vanmátt okkar vegna aðskilnað-
ar frá Guði og að okkur var orðið um
megn að stjóma eigin lífi.“ Þetta er
gert til að tólf spora-kerfið falli betur
að efni bókarinnar, en höfundar eru
sannfærðir um að grundvöllur bata-
ferils fólks sé að það eigi trúarsamfé-
lag við Guð.
Höfundar segjast vera „kristið
fólk í bata“, bæði leikmenn og lærðir,
sem hafa fengið hjálp af tólf spora-
kerfinu. Þeir ganga út frá því að tólf-
sporin og Biblían séu mikilvæg tæki
til lækningar og telja að með því að
nota þau reglulega geti fólk opnað
sig fyrir og tekið á móti læknandi
kærleika og náð Guðs. Bati er mögu-
legur. Allir geta losnað að einhveiju
leyti undan eyðileggjandi áhrifum í
umhverfi sínu og orðið virkir í samfé-
laginu.
Bókin skiptist í fjölmarga kafla.
Þeir fyrstu gera grein fyrir meðferð-
arferli bókarinnar og hvað væntan-
legur þátttakandi þarf að leggja á sig
og hafa í huga þegar vinnan hefst.
Síðan er hvert hinna tólf spora kynnt
ítarlega. í hverjum kafla era verk-
efni fyrir lesandann til umhugsunar
og heimavinnu. Víða eru vers úr
Biblíunni í samræmi við efnið sem
fjallað er um hverju sinni. Hvarvetna
er talað um Guð og trúna á hann sem
eðlilegan og mikilvægan þátt í með-
ferðinni. Traust á honum og íhugun á
kærleika hans og góðum vilja gefur
styrk í glímunni við vandann. f bók-
arlok eru leiðbeiningar fyrir leið-
beinendur, tillögur að fundaformi og
notkun efnis bókarinnar fyrir mis-
langt meðferðarferli. Þar er einnig
að finna æðruleysisbænina, friðar-
bæn Heilags Frans frá Assisí og
Biblíuvers sem passa við hvert hinna
tólf spora og fleira.
Tólf sporin, andlegt ferðalag, er
unnin af vandvirkni og alúð. Um-
hyggja fyrir þeim sem glíma við ým-
iss konar fikn skín hvarvetna í gegn-
um textann. Það er ánægjulegt að
sjá hvernig kristin trú er hagnýtt
markvisst til hjálpar fólki í vanda.
Hér er dæmi um kristna trú sem er
meira en orð. Þessi bók á án efa eftir
að verða mörgum til hjálpar. Bókin
er gormuð.
Kjartan Jónsson