Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 -5----------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Að hafa áhrif \V Þegar auglýsingar ífjölmiðlum íþessari kosningabaráttu eru skoðaðar kemur í Ijós að fleiri jusu vatni á kosningamyll- ur en Öryrkjabandalagið, þótt ekki hafi verið til þess tekið á þingi. Eftir Karl Blöndal EINN dag á fjögurra ára fresti höfum við völdin. Völd okkar á þeim degi eru þó ekki meiri en svo að við fáum að velja milli nokkurra matseðla, sem settir eru fram, oftast undir heitinu stefnuskrá, af þeim stjórnmála- flokkum, sem í framboði eru. Stundum líkar okkur ekki allt sem er á matseðlinum hjá þeim, sem við ætlum að kjósa, og oft vitum við að matseðillinn á eftir að breytast þótt við séum búin að velja réttina á honum. Það hefur hins vegar ekki talist tiltökumál . að reyna að hafa áhrif á það rivernig matseðillinn er saman settur. Þar til nú. Undanfarna daga og vikur hafa spjótin beinst að Óryrkja- bandalaginu vegna auglýsinga- VIÐHORF sem'fSfram undir kjörorð- inu „Kjósum við óbreytt ástand?" síðustu dagana fyrir al- þingiskosningarnar í maí á liðnu ári. Því hefur verið haldið fram i öað með þessum auglýsingum hafi átt að ausa vatni á myllu Sam- fylkingarinnar í kosningabarátt- unni, þótt ekki sé augljóst að hún hafí sérstaklega notið góðs af henni í kosningunum og jafnvel megi færa rök að hinu gagn- stæða. I þessari gagnrýni hefur Öryrkjabandalaginu meðal ann- ars verið legið á hálsi fyrir að nota fé umbjóðenda sinna, sem hljóti að hafa margvíslegar stjórnmálaskoðanir, til að hygla ákveðnu stjórnmálaafli. Þegar auglýsingar í fjölmiðlum í þessari kosningabaráttu eru skoðaðar kemur í ljós að fleiri jusu vatni á kosningamyllur, þótt _£-ekki hafí verið til þess tekið á þingi. Þar var meðal annars um að ræða samtök þar sem einstak- ir félagar höfðu sennilega lítið um það að segja hvernig fé þeirra var varið í auglýsingar og hvað í þeim stóð, rétt eins og almennir kjósendur verða flestir að fylgj- ast með því utan frá þegar stjórnmálamenn taka ákvarðan- ir, sem snerta þeirra hagsmuni. Landssamband fatlaðra gerð- ist svo djarft að leggja spurning- ar fyrir alla stjórnmálaflokka í framboði. Spurningarnar báru því ekki vitni að fatlaðir kysu „óbreytt ástand“. Þar var meðal annars spurt hvort flokkarnir væru tilbúnir að styðja hug- '-‘r myndir á borð við að hækka ör- orkulífeyri um 20 þúsund krónur í tveimur áföngum 1999 og tengja hækkun bóta launavísitölu. Hægur leikur er að túlka slík- ar kröfur sem beinan áróður gegn þeim, sem hafa haft tæki- færi til að breyta hlutunum í samræmi við þessar kröfur, en hafa ekki gert það, það er vald- höfum. Ósennilegt er að allir fé- lagsmenn hafi verið spurðir áður en þessi auglýsing var sett í fjöl- miðla. 1. maí auglýsti Alþýðusam- * band íslands á heilli síðu í Morg- unblaðinu að leysa þurfi fjöl- skyldur með lágar tekjur og millitekjur úr þeirri kyrrstöðu- gildru jaðarskatta, sem torveldi þúsundum ungra fjölskyldna að koma undir sig fótunum. Aftur er verið að gagnrýna ríkjandi 1--------------------------------- ástand. Reyndar ber til þess að taka að auglýsingin birtist á degi verkalýðsins og hefði verið eftir því tekið hefði ASÍ ekki auglýst. A hinn bóginn var aðeins vika í kosningar og vissulega var ákveðinn tónn í boðskap þessara regnhlífarsamtaka, sem senni- lega eru þau fjölmennustu á landinu þegar félagar allra aðild- arsambandanna eru taldir. Ef einhver spurning er um samhljóm má benda á að í stefnu- skrá Samfylkingarinnar segir að það sé vilji hennar „að dregið verði verulega úr jaðarskatta- áhrifum". Eldri borgarar og öryrkjar héldu baráttufund á Ingólfstorgi og auglýstu með heilsíðu í nafni Félags eldri borgara í Reykjavík, Landssambands eldri borgara, Öryrkjabandalags íslands og Sjálfsbjargar. Sá baráttufundur var ekki haldinn til að kjósa „óbreytt ástand". A sama tíma tóku Samtök iðn- aðarins og Samtök íslenskra hug- búnaðarframleiðenda sig saman og birtu heilsíðuauglýsingar þar sem skattumhverfi fyrirtækja í upplýsingatækni var sett á odd- inn. I einni af mörgum auglýsing- um er talað um að skattalegt um- hverfi megi ekki setja greininni þrengri skorður en gengur og gerist í samkeppnislöndunum. Ekki er að sjá að þessar auglýsingar beinist beinlínis gegn einum eða neinum. Hins vegar má benda á að á verkefna- lista Samfylkingarinnar var að „lögum um fjármagnstekjuskatt [yrði] breytt“ og „sett [] frítekju- mark á vaxtatekjur, en vaxta- tekjur umfram það [] meðhöndl- aðar eins og atvinnutekjur". Hvaða áhrif ætli Samtök iðn- aðarins og Samtök íslenskra hug- búnaðarframleiðenda telji að slíkar fyrirætlanir hafi á sam- keppnisstöðu fyrirtækja í upp- lýsingatækniiðnaði? Þessi dæmi sýna að það er auð- velt að leggja út af auglýsingum hagsmunasamtaka og sjá í þeim stuðningvið ákveðin stjómmála- öfl. Þegar öllu er á botninn hvolft getur hins vegar ekkert verið eðlilegra en að hagsmunasamtök gangi sinna erinda. Hið gagn- stæða væri í raun óeðlilegt og kannski vekur mesta furðu hversu lítið er um auglýsingar og áróður hagsmunasamtaka rétt fyrir kosningar. Baráttu hagsmunasamtaka er oft ekki síst ætlað að þrýsta á um að viðkomandi aðilar skipti um skoðun og setji nýja rétti á mat- seðilinn eða i það minnsta breyti uppskriftinni. Þrýstingurinn á stjórnmálaöflin felst ekki síst í því að áróðrinum er ætlað að hafa áhrif á kjósendur og hvernig þeir beita valdi sínu í kjörklefanum. Þess vegna er einmitt rökrétt að halda hagsmunum þrýstihópsins á lofti rétt fyrir kosningar. En að saka hagsmunasamtök á borð við Öryrkjabandalagið um annarleg markmið þegar þau reyna að bæta kjör umbjóðenda sinna er líkt því að væna ferða- skrifstofurnar, sem auglýstu síð- ustu vikurnar fyrir kosningar, um að grafa undan lýðræðinu með því að hvetja fólk til að vera í útlöndum á kjördag. Heimaslys algeng hérlendis Landlæknisembættið hefur vakið athygli á þeirri heilsuvá, sem slys í heimahúsum eru. Is- lendingar eru svo lán- samir að búa almennt í rúmgóðu húsnæði og opinbert eftirlit sér til þess að híbýli okkar verða sífellt öruggari og þægilegri að dveljast í. En við erum mikið inn- an veggja heimilisins af veðurfarsástæðum og eru slys í heimahúsum algeng hjá fólki á öllum aldri. Byltur Byltur eru algeng orsök áverka sem verða inni á heimilinu eða á lóð- inni. Lítil börn detta í stigum, ofan af húsgögnum og svo framvegis. Á und- anförnum árum hafa teppi verið á undanhaldi sem gólfefni, en flísar, dúkar og parket komið í staðinn. Þessi breyting hefur örugglega ein- hverja kosti, en áverkinn verður meiri ef lent er á hörðu gólfi. Ef ekki eru teppi á gólfum er rétt að huga að því að hafa lausar mottur (með hálkuneti undir) á stöðum, þar sem hætta er á að bömin detti. Sérstök ástæða er til að vara við notkun göngugrinda fyrir ungbörn. Geysimörg slys verða vegna þeirra, oft þegar barnið dettur niður stiga í grindinni. Göngugrind flýtir ekki því að bam fari að ganga, getur satt að segja tafið þroska að þessu leyti. Uttekt iðjuþjálfa/sjúkraþjálfa á ör- yggisatriðum heimilisins er dýrmæt- ur liður í því að aldraðir geti dvalist sem lengst heima hjá sér. I þessu sambandi langar mig til gamans að skýra frá atviki á alþjóðlegum slysa- vamafundi, sem ég tók þátt í fýrir rúmum áratug í Svíþjóð. Þar höfðu menn farið mikinn í að lýsa vitjunum sínum til aldraðra og hvemig þeir út- veguðu peninga til úrbóta á ýmsum öryggisþáttum heimilanna. Þá stóð upp kanadískur kollegi minn, sem lengi hafði starfað á Papúa Nýju-Gíneu, og stakk upp á því að menn hættu þessu, en notuðu peningana í staðinn í sjúkraþjálfun og íþróttakennslu fyrir gamla fólkið. Slíkt myndi auka vöðvastyrk, efla jafnvægisskynið og þannig draga úr bylt- um. Aumingja læknir- inn var hrópaður niður, en mér fannst hann hafa mikið til síns máls. Með þessari sögu er ég ekki að draga úr því að lagfærðar séu augljósar slysagildrur á heimilun- um, heldur benda á mikilvægi þjálf- unar, t.d. leikfimi og dans, fyrir eldri borgarana. Byltur verða ekki síst inni á lóðum fólks. Einmitt núna er víða hált á gangstígum. Munið að vera ekki á hálum skóm þegar þið skjótist með raslið út í tunnu! Gott er að eiga sand í pokaskjatta til að strá yfir hálkubletti. Bruna- og rafmagnsslys Reykskynjarar hafa bjargað mörg- um mannslífum og ættu að vera á hverju heimili. Hins vegar gera þeir ekki gagn nema þeir séu í lagi. Reynsla erlendis frá bendir til þess, að þörf sé á reglubundnu eftirliti með þessum öryggistækjum, þar sem oft vill brenna við að raflilöður séu tómar. Gætið þess að böm geti ekki skað- að sig á rafmagnsinnstungum og haf- ið sem minnst af framlengingarsnúr- um á heimilinu. Lekastraumsrofar ættu að vera í öllum húsum. I eldhúsinu verða flest slysin og sjálfsagt er að hafa þetta hugfast í önn dagsins. Mikið sakna ég öryggis- grindanna sem ég sá á eldavélum í Svíþjóð þegar ég var þar fyiir aldar- fjórðungi. Þær komu í veg fyrir að óvitar gætu fiktað í tökkum og náð í sjóðandi heita potta uppi á eldavél- inni. Þar held ég að það hafi verið skylda að selja þessar grindur með Slysavarnir Við erum mikið innan veggja heimilisins af veðurfarsástæðum, segir Ólafur Hergill Oddsson, og eru slys í heimahúsum algeng hjá fólki á öllum aldri. öllum eldavélum, en á íslandi íylgja þessi öryggistæki ekki með, því mið- ur. Skotvopn í Bandaríkjunum ógna byssur á heimilum öryggi fjölskyldna. Sem betur fer era skammbyssur ekkd leyfðar hérlendis, en full ástæða er til að hvetja veiðimenn til þess að geyma vopn sín og skotfæri í læstum, að- skildum hirslum. Eitranir Sem betur fer hefur slysum af völd- um eitrana stórfækkað á síðastliðnum áratugum. Öragglega má þakka þetta fræðsluátaki Slysavamafélags Is- lands og Landlæknisembættisins, en einnig bættum umbúðum og um- gengni, t.d. um lyf. Komist bara eða fullorðinn í tæri við hættuleg efni, eitraðar plöntur eða lyf ber strax að hafa samband við Eitrunarmiðstöðina á Landspítala-Fossvogi í síma 525- 1111, en hún er opin allan sólarhring- inn og þjónar landsmönnum öllum. Að lokum vil ég hvetja foreldra til þess að skálja böm sín aldrei eftir ein heima og minna á einfalda og ódýra slysatryggingu: Setjið kross í reitinn „Slysatrygging við heimilisstörf" á skattframtalinu ykkar. Höfundur er hcniöslæknir Norðurlands. Ólafur Hergill Oddsson Haf- og fískirannsóknir á Islandsmiðum í Morgunblaðinu, „Ur verinu“ þann 9. febrúar sl. birtist fróð- leg grein eftir Svend Aage Malmberg, haf- fræðing, _ um sjórann- sóknir á íslandsmiðum. Þai- segir höfundur m.a.: „Upphaf þessara rannsókna má rekja til hafísáranna á síðari hluta sjöunda áratugar- ins (1965-71). Áður, eða allt frá 1949 var farið í vorleiðangra til rann- sókna á norður- og austurmiðum með áherslu á vistfræði sjáv- arins...þessar ferðir voru famar á varðskipinu Ægi eða „Grána gamla" eins og varðskipið var tíðum nefnt.“ Vegna þessara skrifa um rann- sóknarferðir Ægis er rétt að benda á eftirfarandi: Varð- og björgunarskip- ið María Júlía, stundum nefnd björg- unarskúta Vestfjarða, kom til Reykjavíkur þann 20. apríl árið 1950, nýsmíðuð frá Danmörku. Skipið var hannað, auk þess að vera björgunar- og varðskip, til haf- og fiskirann- sókna með togvindu fyrir botnvörpu- veiðar vegna fiskirannsókna, sér- hannaða olíuknúna vindu (spil) til notkunar sjómæla (Nansen-mæla) og útbúnað til að draga háfa af ýmsum gerðum til að ná svifi, átu o.fl. úr sjón- um. Einnig vora íbúðir í skipinu, ætl- aðar vísindamönnum, og í þilfarshúsi (keisnum) skipsins var rannsóknarstofa, þar sem vísindamennirnir söfnuðu ýmisskonar gögnum og sýnishorn- um til frekari rann- sókna. Skömmu eftir að María Júlía kom til landsins var skipið út- búið til fiski- og sjó- rannsókna (sjómæl- inga). Hinn 16. maí 1950 fór skipið frá Reykjavík til rannsókna við suð- vesturströndina, þaðan var svo haldið til Vest- fjarða og síðan norður fyrir land. Sigld vora snið í vestur og norður út frá landi, langt norður í haf, allt að ísströndinni og gerðar ýmsar rannsóknir (sjómæl- ingar). I þessari ferð var síðasta snið- ið siglt í NA frá Langanesi. Vorið og sumarið 1951 var María Júlía aftur við fiskirannsóknir og sjó- mælingar, m.a. má nefna, að skipið kom til Jan Mayen sunnudaginn 19. ágústþaðsumar. Aftur fór María Júlía í rannsóknar- ferðir vorið og sumarið 1952 og var farið yíir sama hafsvæðið og árið áð- ur. I þessum rannsóknarferðum vora ýmsir vísindamenn frá atvinnudeild Háskóla íslands, fiskideild, eins og það var nefnt í þá daga, með sína að- stoðarmenn. Minnisstæðir era þeir dr. Her- Sjórannsóknir Rétt þykir að fram komi, segir Árni Valdimarsson, að þáttur Maríu Júlíu var talsverður við haf- og fiskirannsóknir á þessum þrem árum. mann Einarsson, dr. Unnsteinn Stef- ánsson, Svend Aage Malmberg haf- fræðingur, Jón Jónsson fiskifræð- ingur og Þór Guðjónsson síðar veiði- málastjóri. Minnisstætt er einnig, þegar Svend Aage Malmberg var um borð í Maríu Júlíu, við straumrann- sóknir í Faxaflóa, auk annarra rann- sókna. Til fróðleiks má geta þess, að þeir Þórarinn Bjömsson, Magnús Bjömsson (eldri), Jón Jónsson og Haraldur Bjömsson voru til skiptis skipherrar á Maríu Júlíu í ofan- greindum ferðum. Þetta er skrifað vegna þess að rétt þykir, vegna áðurnefndrar greinar, að fram komi að þáttur Maríu Júlíu var talsverður við haf- og fiskirann- sóknir á þessum þrem áram, þegar undimtaður var II. og síðar I. stýri- maður á varðskipinu Man'u Júlíu. Höfundur er fv. skiphcrru. Árni Valdimarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.