Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 4^ UMRÆÐAN Vatn er líf - vatn er dýrmæt auðlind VATN ER verð- mætt. Það vita þeir best sem skortir vatn. Menn ætla að fjórar milljónir bama deyi á ári hverju vegna þess að þau fá ekki hreint ómengað vatn til drykkjar og hreinlætis. í tuttugu og sex lönd- um hafa íbúamir ekki nóg vatn til eigin nota og fyrirsjáanlegt er að innan fárra áratuga muni vatnsskortur hrjá íbúa í um sextíu þjóð- ríkjum. A alþjóðavett- Anna vangi hafa ýmsir aðilar Atladóttir viðrað áhyggjur sínar af því að vatnsskortur og átök um vatn kunni að verða tilefni ófriðar og átaka þegar fram líða stundir. Til em þau ríki sem hafa nægjan- legt vatn. Það á við um íslendinga og ýmsar aðrar þjóðir, svo sem Kanada- menn, en í Kanada er að finna fimmta hluta af öllu ferskvatni heimsins. En vatnið er lítils virði ef fólk hefur ekki að því aðgang, býr við traustar og góðar vatnsveitur sem veita vatninu inn á heimili og á þá staði aðra þar sem þess gerist þörf. í Kanada og á íslandi, svo við höldum okkur við þessi dæmi, búa menn við góðar og traustar vatnsveitur sem sinna þess- ari mikilvægu almannaþjónustu. Fjölþjóðafyrirtækin banka á dyrnar Athygli vekur að í málgögnum samtaka launafólks í almannaþjón- ustu í Kanada fer nú sífellt meira fyr- ir skrifum um mikilvægi þess að bæta vatnsveiturnar, þá þjónustu sem þær veita og að tryggja að þjón- ustan verði áfram á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Astæðan er sú að í Kanada sem víða annars staðar eru stórfyrirtæki sem sérhæfa sig í því að taka yfir einkavædda almannaþjón- ustu farin að banka á dymar um að vatnsveitur verði teknar undan al- mannastjóm. Þetta hefur gerst víða um heiminn, bæði í þróunarlöndum þar sem Alþjóðabankinn og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hafa stuðlað að einkavæðingu og í þróuðum iðnríkj- um. Og nægir þar að nefna Bretland en þar hófst einkavæðing vatns- veitna undh- lok níunda áratugarins. Alls staðar er sami háttur hafður á: byrjað er að búa til hlutafélög eða „sjálfstæðar rekstrareiningar“ úr vatnsveitunum, síðan em þau seld. Hver er reynslan af þessu fyrirkomu- lagi? Reynslan af einkavæðingn er hörmuleg Fyrir notandann og skattborg- arann hefur hún verið slæm. Um það bera vitni ótal dæmi þar sem vatns- veitukerfum er ekki haldið við, þjón- ustunni hefur hrakað og það sem verra er, markaðsvæðingin hefur leitt af sér félagslega mismunun. Þannig hefur það færst í vöxt að fyr- irtæki sem sinna vatnsveitumálum og líta á vatnið sem hverja aðra markaðsvöru hafa skrúfað fyrir rennslið hjá fátæku fólki sem ekki gat borgað vatnsreikningana. Um þetta er að finna mörg dæmi. Þannig var umfjöllun um það í breskum fjölmiðlum undir lok maímánaðar ár- ið 1992 þegar slíkar lokanir áttu sér stað í Staffordshire í Englandi svo dæmi sé tekið. Læknar lýstu áhyggj- um yfir smithættu þegar íbúar í fá- I hreinsunin Þuríður Einarsdóttir tækrahverfum voru sviptir vatni þannig að hvorki kom dropi í vask eða klósett. Hið athyglisverða í um- fjöllun Finacial Times frá þessum tíma er að vatnsfyrirtækin sýndu stóraukinn hagnað meðan þessu fór fram. Vatn Alls staðar er sami háttur hafður á, segja Anna Atladóttir og Þuríður Einarsdóttir: Byrjað er að búa til hlutafélög eða „sjálf- stæðar rekstrareining- ar“ úr vatnsveitunum, síðaneru þau seld. Þetta er mergurinn málsins. Þótt neytandinn blæði þá stórgræða fyrir- tækin. Það er athyglisvert þegar litið er yfir heiminn allan að þá eru það til- tölulega fá fyrirtæki sem eru að ná þessari starfsemi undir sig. Flest eru þau bresk eða frönsk að uppruna en löngu orðin fjölþjóðleg. Þar má nefna Lyonnaise des Eaux, Générale des Eaux, SAUR, Angilan Water, North West Water, Severn Trent, Thames Water og Aguas de Barcelona. Mala gull á kostnað notandans Flest þessi fyrirtæki sinna öðrum verkefnum einnig, vegagerð, síma- þjónustu eða annarri starfsemi. Þeg- ar rekstrarreikningar þeirra eru kannaðir kemur á daginn að fjárfest- ingar í vatnsveitum eru iðulega hlut- fallslega litlar miðað við arðinn sem frá vatninu kemur. Þetta á til dæmis við bæði um „franska" fyrirtækið Lyonnaise des Eaux og „bresku" fyr- irtækin sem fyrr eru nefnd. Vatnið er lítill hluti af fjárfestingum og sölu en í arðsemisuppgjöri vegur vatnið þungt. Vatnið er þannig dýrmæt auðlind. Sérhæfing fyrirtækja á þessu sviði og samruni þeirra á heimsvísu hefur fært okkur heim sanninn um að yfir- lýst markmið um að einkavæðing stuðli að samkeppni standast engan veginn. Annað er að reynslan sýnir að þegar fyrirtæki hefur komið sér fyrir á þessum „markaði" er erfitt að losna við það einfaldlega vegna þess að á markaði er ekki að finna burð- uga aðila aðra en fjölþjóðlegu risana sem hirða upp hvem molann á fætur öðrum. Og gullmolar eru þetta. gSm897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. NetM^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Innréttingar teiknivlnna og tilbobsgerb Priferm | HÁTÚNI6A (i húsn. Fðnix) SÍMI: 552 4420 Nú hefur það heyrst að svipaðar hugmyndir séu uppi hér á landi og víða annars staðar þar sem einka- væðingin hefur rutt sér til rúms. Byrjað er að tala um mikilvægi þess að búa til hlutafélög og „sjálfstæðar rekstrareiningar“ úr veitufyrirtækj- um. Auðvitað er byrjað á því að full- yrða að ekki standi til að selja, eins og gert var þegar Póstur og sími var gerður að hlutafélagi. Allir þekkja á hvaða stigi sú umræða er nú. Þannig mun það einnig verða með veitukerf- in ef almenningur heldur ekki vöku sinni. Það gera samtök launafólks í almannaþjónustu um heim allan. Þið eigið gullmola Þessa dagana fer fram alþjóðleg ráðstefna um vatn í Hollandi. Public services intemational sem BSRB á aðild að hafa hvatt til þess að af þessu tilefni sé vakin athygli á þeirri auð- lind sem vatnið er mannkyninu og mikilvægi þess að allir hafi að því jafnan aðgang. A Islandi getum við stært okkur af frábæmm vatnsveit- um. Undir lok síðasta árs kom til ís- lands í boði BSRB Brendan Martin, en hann hefur sérhæft sig í afleiðing- um alþjóðavæðingai- fyrirtækja og fjármagns. Hann flutti athyglisverð- an fyrirlestur þar sem meðal annars vom tekin dæmi af einkavæddri vatnsveitu í Buenos Aires í Argen- tínu og vatnsveitunum í Stokkhólmi sem reknar em á vegum hins opin- bera. Samanburðurinn var hinum síðamefndu mjög í hag. Meðan á dvöl Brendans Martins stóð hér á landi skoðaði hann vatnsveitur og kynnti sér rekstur þeirra. Okkur er minnis- stætt hve vel honum þótti hafa tekist til hjá íslendingum. Kvaðst hann full- ur aðdáunar en bætti við: Þið eigið hér gullmola og ég er án efa ekki einn um að sjá hve verðmætur hann er. Höfundar eiga sæti ístjóm BSRB og eru í alþjóðahópi samtakanna. Gólfefna dai ar 10-50% afsláttur af öllum gólfeínum HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Parket í miklu úrvali Verádæmi Eik stuttstafa 2.395 kr./m2 C HjjlSUSSi'S'*1' Ígusett Yfir 1.500 notendur CPI KERFISÞRÓUN HF. ICI I Fákafeni 11 • Sími 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ Grensásvegi 16 Sprenghlægilegt verð! Skart og klutar kr. 150 - Töskur kr. 500 - Regnhlífar og sölgleraugu kr. 200 - Hófur og hattar kr. 500-1000 - Buxur kr. 1000 - Pils fra kr. 800-1.500 - Kjölar fra 1.250-3.000 - Stutterma jakkar kr. 2.000 - Síðerma jakkar kr. 2.500 Opið alla daga frá kl. 12-18 <7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.