Morgunblaðið - 23.03.2000, Síða 47
r
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
og búferlaflutningar sem eiga sér
enga hliðstæðu í Islandssögunni, að
því ástandi undanskildu þegar nátt-
úruhamfarír eða drepsóttir hafa
herjað á þjóðina. Eins og málum er
nú háttað er hlutverk kvótakerfisins
tvenns konar, það er eignatilfærslan
annars vegar og hins vegar byggða-
eyðingin. Pað er vísvitandi aðgerð að
eyða byggð og búsetu á stöðum þar
sem hagfræðiútreikningar sýna að
byggð sé fjárhagslega óhagkvæm
samkvæmt stöðlum sem ríkisstjórnin
hefur gefið sér.
Það dylst engum sem íhugar þessa
hluti af fullri alvöru að það hlýtur að
vera vísvitandi ákvörðun ríkisstjóm-
arinnar að byggð skuli leggjast af á
hinum minni stöðum víðsvegar um
landið. Með því að svipta fólk lífs-
björginni, eins og gert er með núver-
andi kvótakerfi, er verið að neyða
íbúana til þess að flytjast til fjöl-
mennari byggðakjama, í leiðinni er
svo kvótakerfið notað til þess að færa
ógrynni auðs á hendur þeirra sem
mestan auðinn hafa og stjórna í raun
hagkerfi þessarar þjóðar.
I bók sinni Steinamir tala, segir
Þórbergur Þórðarson að græðgin sé
það hungur sem ekki sé hægt að
seðja. Hvergi sér maður þessari full-
yrðingu meistarans betri stað en í
þeim darraðardansi sem kvótaprang-
ið er orðið.
Þessa óláns- og slysastefnu hafa
kjósendur Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokksins illu heilli kosið yfir
íbúa þessa lands í síðustu alþingis-
kosningum. Viðhald þessa ástands
reyna forkólfar þessara flokka með
öllum tiltækum ráðum að tryggja.
Markmið þeirra er að eyða byggð í
hinum minni sjávarplássum víðsveg-
ar um landið og til þess að sú áætlun
nái fram að ganga er ekkert hjálpar-
tæki jafn mikilvirkt og árangursríkt
og núverandi kvótakerfi.
Ég þekki virtan útgerðarmann í
Noregi, hann sagði: „Ef við Norð-
menn tækjum upp svona kerfi hér í
Noregi myndi allur Norður-Noregur
fara í eyði á fjóram til fimm árum.“ í
sama streng tók danskur útgerðar-
maður sem gerir út skip í Grænlandi.
Samkvæmt þeirra áliti er þetta kerfi
ekki það besta í heiminum, að
minnsta kosti ekki til þess að vernda
fisk, þótt það sé mjög árangursríkt til
stórfellds arðráns og siðlausrar
eignatilfærslu.
Það er sorglegt að heyra ágæta ís-
lendinga mæla þessu kerfi bót og
bera það á borð útlendra stjómmála-
manna sem besta fiskveiðistjómun-
arkerfi í heimi. Helst er þó á að skilja
að það falli í góðan jarðveg hjá þeim
þjóðhöfðingjum sem era hvað dug-
legastir við að arðræna þegna sína.
Við verðum að trúa því að boðberana
bresti þekkingu á hinum hrikalegu
afleiðingum þess.
Hér verður að koma á fót sóknar-
stýringu í stað aflamarkskerfisins,
öðravísi er ekki hægt að laga þessi
ósköp.
Höfundur er skipstjóri.
-
I
Mrm
■
Elizabeth Arden
kynning í Hygea,
Laugavegi,
fimmtudag (í dag) og
föstudag. Kynntur verður
nýi varaliturinn
LIP LIP HOORAY.
Ath. Þessi glæsilegi
kaupauki fylgir ef þú
kaupir Arden-vörur
fyrir 3.500 kr.
trnxa.
8kr.
á hvern lítra
miðað við iistaverð gömlu olíufélaganna
O
bensín
ÞAÐ MUNAR UM MINNA
við öll tækifæri.
3 mismunandi gerðir bakka, fylltir girhilegum samlokum
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
Pöntunarsími er 5656000, alla virka daga milli kl. 8 - 16
__ __
Breytt útlit með nýju vor- og
sumarlitunum frá Helena Rubinstein
— Glœsilegir kaupaukar —
Kynningar á eftirtöldum stöðum:
Fimmtudag, föstudag og laugardag: Föstudag og laugardag:
(SNVRTIVÖRUVERSLUNIN
GiÆsm
Álfheimum 74 - slmi 568 5170
Rönglabakka, Mjódd - sími 587 0203
24*1* C0KPM
Tæknival
__ -
H§ l mk
m '
1 f 1 ímt