Morgunblaðið - 23.03.2000, Síða 56
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
B.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐMUNDA GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR,
Stigahlíð 43,
Reykjavík,
andaðist þriðjudaginn 21. mars sl.
Jarðarför auglýst síðar.
Þórir K. Valdimarsson,
Sveinn J. Valdimarsson, Guðrún Hafberg,
Magnús V. Valdimarsson, Linda Konráðsdóttir,
Jónína S. Valdimarsdóttir,
Þórunn Valdimarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÖRNINGÓLFSSON
prentsmiðjustjóri,
Merkurgötu 9a,
Hafnarfirði,
sem lést föstudaginn 17. mars, verður
jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn
24. mars kl. 15.00.
Hallgerður Jónsdóttir,
Jón Arnarson,
Ingólfur Arnarson, Friðrikka Sigfúsdóttir,
Anna Vala Arnardóttir, Sigurjón Friðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn,
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÁSLAUGUR BJARNASON
rafvirkjameistari,
Laugarnesvegi 94,
Reykjavík,
verður jarðsunginp frá Laugarneskirkju föstu-
daginn 24. mars kl. 13.30.
Margrét Steinunn Guðmundsdóttir,
Herdís Harðardóttir, Þorfinnur Guttormsson,
Kristbjörg Áslaugsdóttir,
Albert Örn Ásiaugsson, Björk Berglind Gylfadóttir,
Reynir Áslaugsson, Anna Kristín Sigurbjörnsdóttir,
Áslaug Rut Áslaugsdóttir, Þröstur B. Johnsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN ÁSBJÖRG FANNLAND
frá Sauðárkróki,
Faxabraut 13,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstu-
daginn 24. mars nk. kl. 14.00.
Ásta Pálsdóttir,
Haukur Pálsson, Sigurlaug Steingrímsdóttir,
Óskar Pálsson,
Hörður Pálsson, Inga Sigurðardóttir,
Kolbeinn Pálsson, Kolbrún Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Afe tí
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför eiginmanns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUNNARS WEDHOLM
STEINDÓRSSONAR,
Tjarnarbóli 6,
Seltjarnarnesi.
Jóna Jóhannesdóttir,
Bjarney W. Gunnarsdóttir, Gunnar Vilhelmsson,
Soffía Wedhoim, Helgi Björnsson,
Regína W. Gunnarsdóttir, Björn Gunnlaugsson,
barnabörn og langafabarn.
VILBORG ÁSA
VILMUNDARDÓTTIR
+ Vilborg Ása
fæddist á Vestur-
götu 50b í Reykjavík
31. ágúst 1930. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans að
morgni 15. mars síð-
astliðinn. Hún var
sjöunda barn Vil-
mundar Ásmunds-
sonar, f. 9. desember
1879, d. 15. desember
1959, og Valgerðar
Þorbjargar Jónsdótt-
ur, f. 31. júlí 1895, d.
28 desember 1944.
Systkini Vilborgar Ásu voru Þór-
unn, f. 19. júní 1917, d. 17. mars
1920; Þórunn, f. 22. október 1920;
Guðrún Lovísa, f. 4. september
1924; Jón Árni, f. 16. desember
1925; Valgerður Guðrún, f. 30.
nóvember 1927; Ragnheiður
Laufey, f. 31. júlí 1929, d. 6. janúar
1982, og óskírður, f. 11 nóvember
1934, d. 11. nóvember 1934.
Hinn 31. desember 1948 giftist
Vilborg Ása Einari Marinó Guð-
mundssyni, f. 3. desember 1925, d.
27. janúar 1998. Foreldrar hans
voru Guðmundur Július Jónsson,
f. 14. júlf 1894, d. 15. júlí 1931, og
Þorgerður Sigurbjörg Einars-
dóttir, f. 20. ágúst 1895, d. 23.
ágúst 1982. Börn Ein-
ars og Vilborgar eru:
1) Jón Árni, f. 9. júní
1948, kvæntur Auði
Friðriksdóttur. Dótt-
ir þeirra er María
Ósk. Sonur Maríu
Óskar er Daníel Þór
Jónsson. 2) Guð-
mundur Einarsson, f.
16. júlí 1951, kvæntur
Öldu S. Elíasdóttur.
Börn þeirra eru Elías
Einar og Ása. Sonur
Ásu og Jóns Inga Ör-
lygssonar er Óskar
Marinó. 3) Þorgerður, f. 15. febr-
úar 1953, gift Valdimar Valdi-
marssyni. Börn þeirra eru Val-
geir, Valdimar Þór og Sigrún
Svava. 4) Einar Lúðvík, f, 20. júní
1960, sambýliskona hans er Sig-
rún Ásgeirsdóttir. Dætur þeirra
eru Eydís og Katrín Björk.
Vilborg var húsmóðir en starf-
aði jafnframt sem matráðskona,
fyrst hjá Vöruflutningamiðstöð-
inni, síðar hjá Matstofu Miðfells
og síðast hjá Olíuverzlun íslands í
Laugarnesi.
Utför Vilborgar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
Vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margseraðminnast,
margter héraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Eg vil með þessum sálmi þakka
þér fyrir öll árin sem við fengum að
njóta saman. Eg bið algóðan Guð að
geyma þig um ókomna tíð. Sofðu nú
rótt, elsku Lilla mín.
Þín tengdadóttir
Alda.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn
og allt er orðið rótt.
Nú sællersigurunnin,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að stólja,
enþaðerGuðsaðvilja
og gott er allt sem Guði er frá.
(V. Briem)
Elsku amma, loksins hlaustu frið-
inn eftir hetjulega baráttu við illvíg-
an sjúkdóm. Það eru margar minn-
ingarnar um þig, allar svo
yndislegar, sem koma mér til að
brosa í hvert sinn er ég hugsa um
þig. Það var alveg sama í hversu fúlu
skapi ég var þegar ég kom í heim-
sókn til þín, þá komstu mér alltaf til
að brosa með öllum frábæru sögun-
um sem þú sagðir mér. Þú tókst allt-
af svo vel á móti öllum sem komu til
þín í heimsókn, alveg sama hvernig
stóð á. Því finnst mér sárt að hugsa
til þess að hann Oskar Marinó hafi
aðeins fengið að kynnast þér í átta
mánuði, en ég lofa þér því að ég mun
sjá til þess að hann fái að vita hversu
yndislega og góða langömmu hann
átti
Núleggégaugunaftur,
ó Guð, þinn náðarkraftur,
mínverivömínótt.
Ævirztmigaðþértaka,
méryfirláttuvaka
þinn engil svo ég sofi rótt
(S. Egilsson.)
Elsku amma, þú gafst öllum sem
þér kynntust mjög mikið, með þínum
jákvæðu lífsviðhorfum, góða skapinu
og yndislega brosinu. Nú bið ég al-
máttugan Guð að geyma þig, sofðu
rótt
Þitt hjartkæra barnabarn og
bamabarnabarn,
Ása og Óskar Marinó.
Nú er víst komið að því að kveðja
þig, amma Lilla mín. Það er sárt en
ég veit að þér líður vel núna, laus við
allar þjáningar og komin til afa. Eg
veit að Einar afi verður mjög ánægð-
ur að fá þig aftur til sín.
Minningarnar um þig eru svo
margar að engan veginn er hægt að
skrifa þær allar niður. Minningarnar
sem standa upp úr eru til dæmis þeg-
ar þú galdraðir fram coke-dósir í úti-
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður
Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt
verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar.
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri.
sími 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
HBaldur Bóbó
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
/
legunni á Þingvöllum. Það var nú
ekkert lítið merkilegt að eiga göldr-
ótta ömmu. Og svo þegar við fórum í
sumarbústaðinn í Dýrafirðinum og
við keyrðum alla Vestfirðina á 40
kflómetra hraða. Svo voru þau ófá
skiptin sem þú, ég og Valdi frændi
sátum við litla eldhúsborðið í Grund-
argerðinu og spiluðum rommý. Og
svo man maður að sjálfsögðu eftir
öllum sögunum sem þú varst alltaf
að segja af hinum og þessum.
Nú kveð ég þig með söknuð í
hjarta og bið að heilsa honum Einari
afa. Nú veit ég að þú og afi eruð sam-
einuð á ný og sitjið saman, englarnh-
tveir, og gætið okkar, eins og þið
gerðuð alltaf.
Þín sonardóttir,
María Ósk.
Bless, langamma mín.
Takk fyrir allar góðu stundimar.
Þinn,
Daníel Þór.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast elskulegrar fjölskylduvin-
konu.
„Einstakur" er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt
faðmlagi eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
meðbrosieðavinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjómast af rödd hjarta síns
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“áviðþá
sem em dáðir og dýrmætir
og skarð þeirra verður aldrei fyllt.
„Einstakur" er orðið sem best lýsir þér.
(Teri Femandez.)
Mér finnst þessi tilvísun eiga vel
við, því persónu eins og Lillu gleymh'
maður ekki. Hún var ekki hávaxin en
hún hafði mikla persónutöfra sem
löðuðu að sér unga sem aldna. Ég
verð ævinlega þakklát fyrir að hafa
notið þeirra forréttinda að hafa
kynnst henni en það eni forréttindi
að eiga hlutdeild í lífi annarra.
Þegar ég fiutti suður átti ég mitt
athvarf í Grundargerði hjá Lillu og
Einsa. Þau hjónin og mamma voru
góðh' vinir sem náði aftur til þess
þegar móðurbróðir minn giftist móð-
ur Einsa. Síðar á síldarárunum
dvaldist Einsi hjá foreldrum mínum
og þau tengsl sem þá mynduðust
héldust alla tíð.
I Grundargerðið var gott að leita
þar sem ég var ein í stórborginni,
þau tóku á móti mér þegar ég kom og
joað má segja að þau hjónin hafi tekið
„sveitastelpuna" undir sinn verndar-
væng. Tíminn leið, fjölskylda mín
stækkaði en alitaf var nóg pláss fyrir
okkur þótt fullt væri af fólki og þétt
setinn bekkurinn. Minningarnar eru
margar og góðar og þær sem ég á um
ferðirnar okkar til Glasgow og Dubl-
in skipa þar sérstakan sess.
Lilla flutti í Blikahóla, í fallegu
íbúðina sína, á síðasta ári en tíminn
sem hún átti þar var skammur. Eftir
að hún flutti var orðið stutt á milli
okkar (þó aldrei hafi verið langt til
Lillu) og ætluðum við með vorinu að
labba í „hringnum okkar“.
Ég talaði við þig daginn áður en þú
fórst á fund Einsa og annarra ást-
vina. Þú endaðir samtalið á orðunum
„við sjáumst" og það vona ég svo
sannarlega þegar þar að kemur.
Elsku Nonni, Gummi, Gerða,
Einsi og fjölskyldur, sem og aðrir
ástvinir, sorgin er sár og tómarúmið
sem myndast reynum við að fylla
með sjóði minninga en það verður
fjársjóður sem við munum varðveita.
Er sárasta sorg okkar mætir
og söknuður hug okkar grætir,
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(Hallgr. J. Hallgr.)
Elsku Lilla, takk fyrir allt og allt
og „við sjáumst"!
Fanney.
GAR.ÐH EIMAR
BLÓMABÚÐ • STLKKJ ARBAKKA 6
V SÍMI 540 3320