Morgunblaðið - 23.03.2000, Síða 63

Morgunblaðið - 23.03.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS PIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 63 H Skemmtikraftar en ekki vændiskonur Frá Sigurjóni Helga Kristjánssyni: Siguijón Helgi Kristjánsson BRÉF frá Þráni Stefánssyni birtist 13. febrúar sl. í Morgunblaðinu, þar sem spurt var hvort kynlífsþrælkun væri að finna á íslandi. Mig langar að gefnu tilefni að varpa Ijósi á þetta mál og hrekja þessar órök- studdu dylgjur þessara kvenna í Kvennaathvarf- inu. Á áttunda og níunda áratugn- um færðist í auk- ana að menn færu til útlanda til að kvongast. Var þessi „nýja hefð“ afleiðing af kynningarefni sem var mikið auglýst í erlendum tímaritum. Kynningar- efnið var ekki pöntunarlistar, heldur skrá yfir aðila sem voru að leita að pennavinum eða nýjum kynnum og hugsanlega með hjónaband í huga, líkt og einkamáladálkarnir í dagblöð- um. Sjálfur hef ég kynnst mörgum pennavinum á þennan hátt, og einnig í gegnum sambærilega ókeypis þjón- ustu á Netinu, og get ég fullvissað landslýð að hér er ekki um neina sölustarfsemi að ræða. Margar stúlknanna telja sig enga framtíð eiga í sínu heimalandi, þar sem þær geta ekki fengið starf miðað við menntun, og vilja því freista gæf- unnar með að leita út fyrir landstein- ana. Til að verja sæmd sína vilja þær ganga í það heilaga áður en þær fara úr landi. Einnig vilja yfirvöldin þar ytra vernda orðstír lands síns, og setja fram þær kröfur, að báðir aðilar sýni fram á, að þeir séu ekki í hjónabandi (lögskilnaður hafi gengið í gegn ef um slíkt er að ræða) og að bréfa- skriftir hafi átt sér stað í a.m.k. eitt ár (sannað með bréfum og umslög- um með póststimplum). Ennfremur má ekkert fé, eða annað sem fémætt getur talist, ganga á milli foreldra brúðar og væntanlegs tengdasonar. Hvað varðar súludansarana svok- ölluðu, þá vil ég upplýsa landslýð að það eru þær sjálfar sem komið hafa til íslands, þar sem íslendingar sjálfir hafa auglýst eftir fólki í gegn- um umboðsaðila erlendis. Til að mynda er að finna fasta auglýsingu í „The Stage“ (Sviðið) frá fyrirtæki er nefnist Entertainment International, þar sem leitað er að „borðdönsurum" fyrir Bretland og erlendis. Upphafstími samnings: Strax. Lönd sem nefnd eru, eru: Is- land, Kanada, Austurríki, Þýska- land, Danmörk og fleiri. En ísland er haft efst á blaði í upptalningunni. Auglýsingar af þessum toga er einn- ig hægt að finna á fleiri slóðum á ver- aldarvefnum, s.s. www.thest- age.co.uk/jobs Til að gæta fyllsta réttlætis verður að taka hér fram að stúlkurnar eru ráðnar til íslands sem „skemmti- kraftar" en ekki sem vændiskonur (enda framboðið nóg fyrir). Hitt er svo annað mál, að sumar hafa boðið upp á að vera samkvæmisförunaut- ar, eftir vinnu, gegn þóknun. Þessu kynntist ég af eigin raun er ég var beðinn að sækja nokkra vini á skemmtistað í Reykjavík, er stúlka ein frá slavnesku ríki gaf sig á tal við mig og bauð fram slíka þjójustu, sem ég hafnaði og var hún frekar súr á svipinn. Ég skil ekki æsinginn í konum Kvennaathvarfsins nema ef þær eru sárar út í kynsystur sínar að stunda slíka „þjónustustarfsemi", en þær ættu að muna að til var staður í Klúbbnum, sem gekk undir nafninu 500-bekkurinn (nafnið breyttist síð- an með tilliti til verðbólgu). Hér í Bretlandi, þaðan sem þetta bréf er ritað, eru á boðstólum fylgd- arþjónustur, em bjóða fram fylgda- raðila af báðum kynjum og öllum kynhneigðum. Sumar eru heiðvirðar og bjóða eingöngu upp á fygld eða fylgd og/eða nudd, og hafa allir fylgdaraðilar sérstök skilríki sem fylgdaraðila ber að sýna í upphafi kvöldsins til að tryggja öryggi við- skiptavinarins. Aðrar eru ekki eins vandar að virðingu sinni og eru á boðstólum aðilar er sinna öllum þörf- um viðskiptavinarins, gegn þakklæt- isvotti. Eftir því sem ég best veit bjóða bæði kynin á íslandi upp á sambæri- lega þjónustu, þó svo að ekki sé endi- lega um neinn umboðsaðila að ræða. Ég vona að bréf þetta hafi komið í veg fyrir frekari útbreiðslu á þessum sögusögnum/rógbm-ði og vil ég að lokum óska Kvennaathvarfinu vel- farnaðar í starfi þeiiTa, sem þær vinna vel. SIGURJÓN HELGI KRISTJÁNSSON, 61F Logie Place, Aberdeen AB17 /UP Skotlandi. Af ferðamönnum o g kjúklingarækt í Taflandi Frá Baldri Hannessyni: MARGIR þekkja hina kínversku að- ferð, að rækta saman kjúklinga og fisk, sem mikið er notuð hér í Taí landi. Hún byggist á þvi að kjúkl- ingabúrunum er komið fyiir ofan við fiskatjörnina og fiskarnir fóðraðir á því sem hænsnin skila af sér reglu- lega. Þannig næst hámarksnýting, bæði á fóðri og landi. Þessi ræktun skilar af sér vel vöxnu'm gripum (kjúklingum og fiskum) á diska ferðamanna og Taílendinga. En nú hefur Peace Resort Hotel á Pattaya ákveðið að ryðja nýjar brautir á sviði ferðamennsku og ákveðið að ala saman kjúklinga og hótelgesti. Sett hefur verið upp kjúklingarækt við sundlaugina og þrífast kjúkling- arnir einstaklega vel. Óvíst er hvað kjúklingarnir éta en eitt er víst að hótelgestir borða kjúklingana að lokum. Gaman væri að fá nánari út- skýringar hjá hótelinu hvert er raunverulegt markmið þessarar til- raunar og hvort setja eigi t.d. fiska í sundlaugina líka. Sem hótelgestur komst ég því miður að því að kjúklingarnir gengu fyrir gestunum því sá ókostur fylgir þvi miður kjúklingarækt að þeim fylgja flær sem virðast sólgnar í suma hótelgesti, eins og t.d. mig. Einnig byrja hanarnir að gala eld- snemma á morgnana (kl. fjögur) og hindruðu eðlilegan svefn hjá undir- rituðum. Þegar ég pantaði herberg- ið bað ég sérstaklega um hljóðlátt herbergi en morgunsöngur hananna var greinilega ekki talinn til hávaða á þessu hóteli þar sem stærsta hanabúrið var beint fyrir aftan her- bergið mitt. Undirritaður kvartaði og var mjög reiður af svefnleysi og flóabiti en enginn gat gert neitt þar sem framkvæmdastjórinn var í fríi. Þegar hann kom svo að lokum var enginn vilji til að gera neitt og ég beðinn lengstra orða að bóka mig út og yfirgefa þetta hótel þar sem ég passaði ekki inn í rekstur hótelsins eða kjúklingaræktarinnar. Ég hafði borgað fyrirfram einn mánuð og fékk mismuninn endurgreiddan en verð herbergisins var hækkað um 100 bath á dag, líklega vegna hinnar óumbeðnu morgunhljómlistar og flóabita, sem fæst (sem betur fer) ekki á öllum hótelum. Ég hef oft áður dvalið á sama hót- eli, fyrir tíma kjúklingaræktarinnar, stundum í langan tíma í senn og lík- að vel, sérstaklega við starfsfólkið sem er frábært í alla staði. Ég ræddi við kunningja minn um hugsanlega smithættu af völdum salmonellu og fleiri skjúkdóma sem eru fylgifiskar kjúklingaræktar og þá sérstaklega vegna nálægðar kjúklinganna við sundlaugina. Hann taldi að kjúklingarnir væru nánast ónæmir fyrir salmonellu og um- ræddum sjúkdómum þótt þeir dræpu suma ferðamenn. Einnig kynnu kjúklingarnir ekki að synda og færu því ekkert í laugina og væri þess vegna alveg óhætt. Ef túristar væru hins vegar að sulla í lauginni Peysurnarfást í Glugganum Glugginn Laugavegi 60. Sími 551 2854 og yrði á það slys að súpa á þá gætu þeir bara sjálfum sér um kennt fyrir óvarkárnina og tekið afleiðingunum. Ekki veit ég hvort nokkurt heil- brigðiseftirlit er til í Taílandi en ég trúi ekki öðru en að umræddu hóteli yrði lokað samdægurs á íslandi og forsvarsmenn dregnir til ábyrgðar fyrir margs konar brot á heilbrigðis- löggjöfinni og ekki leyft að opna hótelið aftur fyrr en búið væri að skipta um allan hugsanlega sýktan jarðveg á svæðinu. Ég svaf reyndar eins og engill næstu nótt, í kyrrðinni á Weekender Hóteli (sem margir íslendingar þekkja), þrátt fyrir flóabitin. Að lokum vil ég bara leggja til við eigendur umrædds hótels að nafni þess verði breyt tí „Peace Resort for Chickens" og nafni kaffistofunn- ar, sem nú heitir „Parrot Coffee Shop“ verði breytt í „Chicken Cof- fee Shop“. Svo mætti líka setja upp flóasirkus fyrir gestina. BALDUR HANNESSON, ferðamaður í Taílandi. Bflastæ ðavanda- mál við Mennta- skólann í Kópavogi Frá Helgu Kolbrúnu Magnúsdótt- ur og Hallfríði Gunnsteinsdóttur: BÍLASTÆÐASKORTUR er mildll við opinberar byggingar, tökum sem dæmi framhaldsskóla. Við Mennta- skólann í Reykjavík eru nánast eng- in stæði og við Verslunarskólann eru alltof fá stæði, sérstaklega eftir að Viðskiptaháskólinn var stofnaður. Eftir stækkun Menntaskólans í Kópavogi fyrir rúmum þremur árum varð bílastæðavandinn mikill. MK er einnig ferðamálaskóli og hótel- og matvælaskóli. Nemendurnir eru um 1.000 í heildina og af þeim eru um 260 á fyrsta ári og því flestir ekki með bílpróf. Stæðin sem eru ætluð nemendum eru um 150 talsins. Fyrir 20 árum var mjög sjaldgæft að krakkar fengju bíl í 17 ára afmæl- isgjöf og ættu GSM síma 11 ára en núna eru breyttir tímar. Núna telst það sjaldgæft að menntskælingar eigi ekki GSM og hafi ekki aðgang að bíl. Hvemig ætli ástandið verði eftir 20 ár? Staðreyndin er sú að á hverjum degi leggja margir bílar við MK upp á gangstéttir og út um allt vegna skorts á stæðum. Samkvæmt bygg- ingarreglugerð, 64. grein, segir að við framhaldsskóla skulu vera a.m.k. 5 bílastæði á hverja skólastofu, auk bílastæða fyrir starfsfólk. Miðað við stofufjöldann í skólanum ættu að vera a.m.k. 220 stæði fyrir nemend- ur. Starfsfólk skólans er um 125 og hefur það um 50 sérmerkt stæði. Má til gamans geta að húsvörður skól- ans lætur draga burtu bíla sem ekki em merktir starfsfólki og oftar en einu sinni hafa það verið bílar starfs- fólks sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið merktir. Með þessum tölum er hægt að áætla að 5 nemend- ur hafa eitt stæði og 2 kennarar með eitt sérmerkt stæði. Einnig má geta þess að sumir kennarar leggja ekki alltaf í sérmerktu stæðin heldur nota þeir stæði nemenda. Hvort sem er vegna þess að kennarastæðin eru þá orðin full eða gefa þeim kennurunt sem koma seinna en klukkan átta í skólann möguleika á að fá stæði. Samkvæmt lauslegri könnun Lög- reglunnar í Kópavogi hafa ökumenn 80-90 bifreiða verið áminntir eða sektaðir fyrir að hafa lagt ólöglega við MK síðan í september í fyrra. Sektin er 4.000 krónur og gerir þetta allt í allt um 340.000 kr. Sektirnar gætu verið mun fleiri ef lögreglan legði sig fram við að sekta. Við skólann er grasflöt sem er ónýtt, sem auðvelt og ódýrt væri að breyta í bílastæði. Samkvæmt skól- astjórn er ekki á áætlun að fjölga bílastæðum nema skólinn verði stækkaður. Þetta er vandamál bæði fyris1 kennara og nemendur og mætti ætla að það væri næg ástæða til breyt- inga, þar sem þær eru ekki kostnað- arsamar. Af hverju ekki að laga þetta vandamál núna, hvort sem stækkun skólans yrði framfylgt eða ekki? HELGA KOLBRÚN MAGNÚSDÓTTIR, HALLFRÍÐUR GUNN- STEINSDÓTTIR, nemendur við Menntaskólann í Kópavogi. Lipur bútsög • 250mm blað •1500w • 45790° 16.995 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.