Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 67

Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 63 FOLKI FRETTUM AtilO ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT: Hljóm- sveitin Sixtís fóstudags- og laugar- dagskvöld. Gamlir djassstandardar í flutningi Andrésar Þórs og Þóru Grétu sunnudagskvöld. Aðgangs- eyrir 500 kr. ■ ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Félagar úr Harmonikkufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi ásamt gestaspilur- um frá Félagi harmonikkuunnenda, Selfossi, laugardagskvöld kl. 22. ■ BROÁDWAY: Bee Gees-sýning. Kristinn Jónsson, Davíð Olgeirs- son, Krislján Gíslason, Kristbjörn Helgason og Svavar K. Kristinsson fóstudagskvöld. Þeirn til halds og trausts eru Guðrún Á. Karlsdóttir og Hjördís E. Lárusdóttir. Dans- sveit Gunnars Þórðarsonar og söngstjörnur Broadway í aðalsal. A laugardagskvöld verður Söng- skemmtun Karlakórsins Heimis. Thomas Higgerson leikur- einleik á píanó. Sérstakir gestir eru Hjálmar Jónsson og Jón Kristjánsson með gamanmál og Árni Johnsen stjómar fjöldasöng. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi í aðal- sal en Lúdó-sextett og Stefán skemmta í Ásbyrgi. ■ CAFÉ AMSTERDAM: Stórsveitin Hunang með Kalla Örvars í broddi fylkingar fóstudags- og laugardags- kvöld. ■ CAFÉ ROMANCE: Lifandi tónlist öll kvöld. Breski píanóleikarinn Sim- one Young leikur. Hann leikur einn- ig fyrir matargesti Café óperu. ■ CATALINA, Hamraborg: Hljóm- sveitin Þotuliðið fostudags- og laug- ardagskvöld. ■ EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Stúk- an Nes opin til kl. 3 fostudagskvöld. Gleðirokksveitin VAX laugardags- kvöld. ■ EINAR BEN: Djasskvartett Þóru Grétu, fímmtudagskvöld kl. 22. Kvartettinn skipa auk Þóru Grétu, sem syngur, Andrés Þór á gítai', Páll á bassa og Kári á trommur. ■ FJARAN, Vestmannaeyjum: Dansleikur með hljómsveitinni Skítamóral laugardagskvöld. ■ FJÖRUKRÁIN FJARAN: Nýja Víkingasveitin föstudags- og laug- ardagskvöld. Víkingasveitin leikur fyrir veislugesti. Jón Möller leikur rómantíska píanótónlist fyrir matar- gesti á Fjörunni. ■ GAUKUR Á STÖNG: Tónleikar með hljómsveitinni Skítamóral fimmtudagskvöld og dansleikur laugardagskvöld. ■ GRANDROKK: Tónleikar með hljómsveitinni Eik fimmtudagskvöld og dansleikur fóstudagskvöld. Hljómsveitin Villta vestrið laugar- dagskvöld. Hljómsveitin er skipuð Matta Stef., Olafi Kr., Helga Vík- ings og Arnari Frey. ■ GRANDROKK, AKRANESI: Radíusbræður skemmta föstudags- kvöld kl. 22. Hljómsveitin Eik laug- ardagskvöld. ■ GULLÖLDIN: Léttir sprettir sjá um fjörið fóstudags- og laugardags- kvöld. íþróttaviðburðir á risatjaldi og tilboð á stórum til kl. 23.30 öll kvöld vikunnar. ■ H-BARINN, AKRANESI: Diskó- tek og plötusnúðurinn Skugga- Baldur föstudagskvöld. Tónlist síð- ustu 50 ára. Aðgangseyrir 300 kr. eftir miðnætti. ■ HARD ROCK CAFÉ: Stórtónleik- ar Sítróna halda áfram og það er hljómsveitin Land & synir sem leik- ur fímmtudagskvöld. ■ HLÖÐUFELL, Húsavík: Hljóm- sveitin Færibandið fóstudagskvöld. Miði, skot eða bjór: 500 kr. ■ HÓTEL SELFOSS: Hljómsveitin Furstarnir laugardagskvöld, að- gangseyrir 1.000 kr. ■ HÖFÐINN, Vestmannaeyjum: Tónleikar með KK og Magnúsi Ei- ríkssyni föstudagskvöld kl. 21. ■ INGÓLFSKAFFI, Ölfusi: Hljóm- sveitin Sóldögg laugardagskvöld. ■ KAFFILEIKHÚSIÐ: Djasskvint- Rússíbanarnir kalla á vorið á dansleik í Kaffileikhúsinu annað kvöld, föstudagskvöld, með yfirskriftinni Ó! komdu nú vor! Imt' " ' ■T | ' \ ' 'flHÍ t. m Hljómsveitin Skítamórall verður á Gauknum og í Fjörunni í Vest- mannacyjum um helgina. ett Stefáns S. Stefánssonar tenór- saxófónleikara sunnudagskvöld kl. 21. Kraftmikill djass eftir Horace Silver, Freddie Hubbard, Sonny Rollins og Stefán S. Kvintettinn skipa auk Stefáns: Birkir Freyr Matthiasson trompetleikari, Birgir Baldursson trommuleikari, Þórður Högnason bassaleikari og Kjartan Valdemarsson píanóleikari. ■ KRINGLUKRÁIN: Dúettinn Gull- ið í ruslinu fimmtudagskvöld. Hljómsveitin Dans á rósum föstu- dagskvöld. Hljómsveitin er skipuð Eyvindi Steinarssyni, Sigfúsi Hösk- uldssyni, Vigfúsi Ragnarssyni og Þórarni Ólafssyni. Sunnudags- kvöld: GR Lúðvíksson. ■ KRISTJÁN IX, Grundarfirði: Tónleikar með KK og Magnúsi Ei- ríkssyni laugardagskvöld kl. 22. ■ LIONSSALURINN, Kópavogi, Auðbrekku 25: Áhugahópur um línudans verður með dansæfmgu. Elsa sér um tónlistina fimmtudags- kvöld kl. 21. ■ LUNDINN, Vestmannaeyjum: Hljómsveitin Hafrót föstudags- og laugardagskvöld. ■ MÚLINN, Sölvasal, Sóloni Island- usi: Jazzkvartett 29 - 2000 sunnu- dagskvöld kl. 21. Kvartettinn skipa Guðmundur Steingrímsson trommuleikari, Ástvaldur Trausta- son píanóleikari, Birgir Bragason bassaleikari og Björn Thoroddsen gítarleikari. Sérstakur gestur er Sveinn Eyþórsson. ■ NAUSTIÐ: Illjómsveit Geirmun- dar Valtýssonar föstudagskvöld. Hljómsveitin Vírus laugardags- kvöld. Reykjavíkurstofa: Söngkon- an og píanóleikarinn Liz Gammon frá Englandi. ■ NJÁLSSTOFA, Smiðjuvegi 6: Jón Kaaber föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ NÆSTI BAR: EUen Krisljáns- dóttir söngkona, Þórður Högnason kontrabassaleikari og Eðvarð Lár- usson gítarleikari fimmtudagskvöld kl. 22. Okeypis aðgangur. ■ NÆTURGALINN: Danssveitin Cantabile frá Akureyri föstudags- kvöld og laugardagskvöld, (borða- pantanir). A fóstudagskvöld er ókeypis aðgangur fram til miðnætt- is. ■ ODD-VITINN, Akureyri: Abba- kvöld föstudags- og laugardags- kvöld. Hljómsveitin Jósi & synir Dóra, eistlenski fiðluleikarinn Valmar Vajoits ásamt fjórum söng- systrum (Abbasystrum). Karlakór- inn Hreimur frá Húsavík verður með söngskemmtun laugardags- kvöldkl. 21. ■ PÉTURSPÖBB: Rúnar Júlíusson °g Tryggvi Hiibner. Boltinn í beinni og ódýri bjórinn á 350 kr. föstudags- kvöld. ■ SKUGGABARINN: Tískusýning frá Motor og dansatriði. Plötusnúð- ar verða Nökkvi og Áki föstudags- kvöld kl. 22. 22ja ára aldurstakmark eftir kl. 24. ■ SPOTLIGHT: Gaykvöld, dj. Droppy D spilar fimmtudagskvöld. Þema óákveðið fóstudags- og laug- ardagsk\kild. ■ TÓNABÆR: Músiktilraunakvöld Tónabæjar og ÍTR 2000 fimmtu- dagskvöld kl. 20. Hljómsveitimar sem koma fram eru Rottweiler hundar, Snafu, Einelti og Super Model frá Reykjavík. Búdrýgindi og Ritalin frá Kópavogi, Epídót frá Garðabæ, VIDE - 066 frá Hafnar- firði og Hyldýpi frá Selfossi. Gesta- hljómsveitir kvöldins eru Ensími og Stjörnukisi. ■ VARÐSKIPIÐ THOR, Hafnar- fjarðarhöfn: Hljómsveitin Heiðurs- menn og Kolbrún laugardagskvöld. ■ VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljómsveitin Einn & sjötiu föstu- dags- og laugardagskvöld. í stærri og nýrri skemmtistað. (9 Utvarpsþátturinn Islenskar ræmur hefur göngu sína á Rás 1 í dag Glöggt er gests augað „í ÞÁTTUNUM leitast ég við að greina sögu íslenskra bíómynda með augum hins almenna áhorfanda fremur en að kafa djúpt ofan í hana á fræðilegum nótum. Eg legg fram mínar hug- myndir, bæði nýjar og þær sem ég hef áður reifað og flétta saman við rannsóknir annarra ú þessu sviði,“ segir Olafur H. Torfason rit- höfundur og kvik- myndagagnrýnandi um n.ýja útvarpsþætti fímm hlutum sem hann hefur veg og vanda af. Tilefnið er að nú eru lið- in um tuttugu ár síðan samfelld kvikmynda- gerð hófst hér á landi, fí'á því að hið svokallaða „kvikmyndavor“ gekk í garð. Olafur ætlar að fara ofan í saumana á þeim myndum sem gerðar hafa verið ú þessu tímabili með því að varpa Ijósi á nokkur sameiginleg einkenni þeirra eða stefnur og munu þættimir skiptast samkvæmt því. Þannig fjall- ar fyrsti þátturinn um upphaf vorsins °g þjóðrækniviðleitni íslenskra kvik- myndagerðarmanna. Annar þáttur tekur á algengasta viðfangsefni ís- lenskra bíómynda, að mati Olafs, þrá islenskra kvikmyndapersóna eftir einstaklingsbundnu frelsi. Þriðji þátturinn fjallar um umfjöllunarefni nær helmings allra íslenskra mynda, fogstreituna milli þéttbýlis og dreif- býlis, sá fjórði um muninn á ritmenn- mgu og myndmenningu og í fimmta °g síðasta þættinum mun Ólafur ijalla um tilhneigingu íslenskra kvik- myndahöfunda til að bregða upp ýkt- um og sérkennilegum persónum og aðstæðum. Erlendir sérfræðingar heillaðir Ólafur segir það á vissan hátt vera markmið sitt að velta upp nýjum flöt- um, kalla fram nýja sýn á íslenskar kvikmyndir. Það gerir hann m.a. með því að ræða við nokkra af virtustu kvikmyndasérfræðingum Norður- Evrópu sem fylgst hafa grannt með íslenskri kvikmyndagerð um árabil. Viðtölin tók hann á kvikmyndahá- tíðinni í Gautaborg sem haldin var á dögunum en þar var einmitt sér- stök áhersla lögð á ís- lenska kvikmyndagerð í tilefni af tuttugu ára afmælinu. Fjöldi ís- lenskra mynda var sýndur á hátíðinni og málþing haldið um efn- ið þar sem Ólafur var meðal mælenda. Hann segir innlegg hinna er- lendu sérfræðinga gefa breiðari og skemmti- legri sýn á kvikmynda- gerð okkar: „Aðalgallinn er kannski sá hvað þeir eru yfirmáta jákvæðir, hreint með stjörnur í augunum yfir íslenskum bíómyndum. Það þótti mér fróðlegt að heyra, sérstaklega í ljósi þess hversu gagnrýnir höfundar greina í bókinni „Heimur kvikmynd- anna“ eru og taka stórt upp í sig er ís- lenskar myndir ber á góma.“ Ólafur hjó eftir því hversu oft hinir erlendu sérfræðingar gátu þess hversu séríslenskar myndir okkar væru, hvað íslenskum kvikmynda- gerðai-mönnum væri mikið í mun að vera þeir sjálfir og lausir við að herma eftir því sem verið er að gera úti í heimi. „Ef menn eru að leita eftir viðurkenningu og athygli í öði-um löndum virðist það því vera rétta leið- in en ekki að framleiða einhvern al- þjóðagraut eða eftfrhennu.“ Útlend- ingar virðast þar að auki vera sérlega heillaðir af myndum sem hér teljast til utangarðsmynda eða jaðarsins. Derek Malcolm forseti FIPRESCI, alþjóðasamtaka kvikmyndagagnrýn- enda og gagnrýnandi The Guardian, er einn viðmælenda Ólafs. Hann tjáði honum m.a. að ein eftÚTninnilegasta mynd sem hann hefði séð væri Rokk í Reykjavík, aðallega fyrir það hversu íslensk hún væri. Fróðlegt verðm' að heyra hvað Malcolm og aðrir erlendir kvik- myndaspekúlantar höfðu til málanna að leggja. Þátturinn „íslenskar ræm- ur“ fer í loftið eftir þrjúfréttfr á Rás 1 í dag og næstu fimmtudaga og verður endurfluttur á þriðjudögum kl. 19.40. alsa með Carlos á föstudags- | ^ i kvoldum Byrjenclur og framhald, ^ C a I' I 0 S hefSt 24‘marS' sími 551 5103 Ólafur H. Torfason, stjórnandi þáttanna Islenskar ræmur. maxFactor kynninsar) Nýr andlitsfarði Nýir Gold-varalitir Madonnu- varalitir Spennandi kaupauki Kvikmyndir sem Max Fartor hefur séí um förðun eru m.a.: Notling Hill, lilonic, The English Patient, Evito, Ever After, Bugsy Malone, Alien, Inlerview with o Vompire, Midnight Express, Anno ond the King.... Hóholti 14, Mosfellsbæ, í dag, fimmtudag, og ó morgun, föstudag, kl. 14-18. Morgunblaðið/Ólafur H. Torfason Það fór vel á með þeim Derek Malcolm forseta FIPRESCI og Friðriki Þór Friðrikssyni á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.