Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 68

Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 68
Gg FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 FOLKI FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ 5. maí 1998 hljóp Per Hutter með Gúlpið á bakinu um London. Gallerí Gúlp! hættir í dag Litskrúðugt ferðagallerí GÚLP! átti sér margar merkar fyrirmyndir innan myndlistar- sögunnar en þegar Særún Stef- ánsdóttir og Hlín Gylfadóttir stofnuðu Gallerí Gúlp! í febrúar 1995 varjþað hið eina sinnar teg- undar á Islandi. Sú tala breyttist þó fljótt með tilkomu Gúlpsins og brátt bættust mörg litskrúð- ug ferða- og tækifærisgallerí í . íslensku myndlistarflóruna. Gúlp! skartar þó, eftir 5 ára streitulausa starfsemi, titlinum elsta starfandi ferðagallerí á ís- landi. Gallerí Gúlp! var ferðagallerí án húsnæðis. Það átti formlega heima ■ pappakassa sem lista- menn sýndu verk sín í. Ekki var þó um að ræða neinn scrstakan kassa því listamenn Gúlpsins hverju sinni völdu sér kassa eft- ir hentisemi ef þeir vildu nota kassa yfirhöfuð. Gallerí Gúlp! var því afar frjálslegt gallerí sem setti engar reglur varðandi sýningarhald Iistamanna sinna. Galleríið tók ekki þátt í að skil- greina hvað er list og hvað ekki t og var því öllum frjálst að sýna í Gúlp! sér að kostnaðarlausu. Ný Gúlp-sýning var opnuð í hverri viku og stóðu þær iðulega í u.þ.b. einn dag. Þeir listamenn sem sýndu í Gúlpinu skipulögðu sýningar sínar algjörlega sjálfir, völdu þeim stað og tíma og það form og yfirbragð sem þeim þótti henta. Það eina sem var skipulagt af galleríinu var dag- setningin. Þrátt fyrir mikinn fjölbreytileika lék aldrei nokkur vafi á því að um Gúlp-sýningar væri að ræða því allar voru þær unnar af listamönnunum í sam- vinnu við galleríið og voru haldnar undir formerkjum - Gúlps! Særún og Hlín héldu starf- scminni gangandi með mikilli fyrirhyggju hvor í sínu heims- horninu. Þær gerðu sér grein fyrir því frá upphafi að gesta- bækur Gúlpsins yrðu það sem eftir stæði af þessum fjölmörgu pappakassasýningum og lögðu sig í líma við að safna heimildum í bækurnar. Gestabækurnar hafa fylgt gallerfinu frá upphafi og hafa þær að geyma upplýs- ingar og myndir frá velflestum sýningum ferðakassans. Það > leikur enginn vafi á því að gestabækur Gúlpsins eru nú þegar orðnar mikilvægar heim- ildir í menningarsögu íslands, því þær geyma upplýsingar um oft óvanalegustu og í mörgum tilvikum fyrstu sýningar á ferli margra þjóðkunnra íslenskra myndlistarmanna. Galleríið spratt af mikilli þörf fyrir sýn- ingarrými sem ungir listamenn og listnemar hefðu greiðan að- gang að. Gúlp! var alltaf andvígt þeirri stefnu að listamenn þyrftu að leigja sal fyrir sýning- arhald sitt og var ferðagalleríið stofnað til að sporna við henni. A ferðum sinum með gallerfið rakst Gúlp-listamaðurinn oftar en ekki á fólk sem ekki vandi komur sínar í önnur gallerí og út frá þessu sköpuðust sífellt ný- ir fletir á listinni sem voru gagn- legir bæði fyrir listamanninn og áhorfandann. Gúlp-sýningar voru líka algjörlega unnar á for- sendum listamannanna sjálfra og þannig breytti Gúlpið um karakter í hverri viku. Nú er svo komið að yfir 300 listamenn hafa sýnt í galleríinu á þessum 260 Gúlp-vikum sem liðið hafa síðan gallerfið var stofnað. Sýningarnar hafa verið mjög fjölbreyttar eins og gefur að skilja og engin verið annarri lík. Gúlpið, sem byrjaði sem heimagangur á kaffihúsum og börum í Reykjavík, hefur nú ferðast á milli velflestra Evr- ópulanda ásamt viðkomu í fjöl- mörgum fylkjum Bandaríkj- anna, Suður-Ameríku, Afríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Sýn- ingar hafa farið fram í þjóð- vegasjoppum á Islandi, á Net- inu, á götuhorni í Los Angeles, í aldamótapartíi í Hamborg, í 30.000 feta hæð á miðju Atlants- hafi milli London og New York, í neðanjarðarlest í Glasgow, á baki úlfalda í Afríku, á hrað- braut í Ástralíu, undir sjávar- máli í Hvalfirðinum, í sjúkra- rúmi á Spáni, við jólatréð á Austurvelli og á um 260 öðrum stöðum í hciminum. Nú þegar 5 ár eru liðin frá stofnun gallerisins er ekki seinna vænna en að hætta starf- seminni. Gúlp! hefur unnið ötul- lega að því að breiða út hug- myndir um frjálsa og óháða myndlist fyrir alla. Segja má að gallerfið hafi lifað mjög langa ævi þegar talið er í Gúlp-árum, sem hljóta að vera þrisvar sinn- um lengri en ár venjulegs gall- erís ef miðað er við sýningar- fjölda. Gallerí Gúlp! hefur því starfað í 15 Gúlp-ár og verður því að teljast með elstu galler- íum landsins. Hlín og Særún tilkynna því hér með stoitar að frá deginum í dag hættir Gallerí Gúlp! störfum og þær þakka kærlega fyrir frá- bærar viðtökur. Lifi Gúlp! Húrra, húrra, húrra! Sænsk-geimveru- legar stálhjúkkur STÁLHJÚKKURNAR Helga Þórsdóttir og María Pét- ursdóttir sýna á samsýningu í sýningarsalnum Glassbox í Oberkampf hverfinu í París sem var opnuð um seinustu helgi. Þar sýna þær myndbandið „Candle Ear“sem gert er í samvinnu við Bjargeyju Ólafsdóttur sem einnig sýnir þar stuttmyndina sýna Fólstíð. Af hverju fólk er veikt Helga kom fyrst til Parísar árið 1990 og dvaldi þar í þijú ár við nám áður en hún fór aftur heim og kláraði Mynd- lista- og handíðaskólann. I vor klárar hún svo framhalds- nám í listaskólanum Beaux Arts de Cergy. „Yfirskrift sýningarinnar í Glassbox er Mars með tilvís- un í plánetuna Mars, mánuðinn mars, súkkulaðið Mars og tenginguna þar á milli í „hypermars" sem er risamarkað- ur,“ segir Helga í símaviðtali við Morgunblaðið. „Allt sem er þama er skrítið eða geimverulegt eða ein- hvem veginn á skjön við flest annað.“ Þær María hafa verið að performera Stálhjúkkm'nar síðan 1996, og fannst það eðlilegt framhald að setja þær á myndband. „Verkið er í rauninni myndbandsinnsetning á þremur skermum, og fjallar um heym eða hlustun eins og nafnið ber með sér. Gjörningurinn er á miðskerminum og til hlið- ar eru brjóstmyndir af mér og Maríu þar sem við tölum við áhorfendur, þvi við byggjum gjömingana okkar upp á gagnvirkni við áhorfendur. Við ætlumst til að áhorfandinn samsami sig þessum sjúklingi sem sést í myndbandinu okkar ogvið segjum fólki af hverju það er veikt.“ - Hvernig hafa viðbrögðin verið? „Eg er að byija að fá viðbrögð en það er svo ofboðslega margt fólk á þessum opnunum og það er mjög erfitt að segja. Fyrir Frökkum er verkið svolítið framandi, líka fag- urfræðilega séð, kannski svolítið skandinaviskt, enda leggjum við mikið upp úr því að vera sænsk-geimveruleg- ar. Fólk vill sjá eitthvað nýtt „Reyndar er útgáfan sem við sýnum í Glassbox gerð fyrir einn skerm af því að þetta er samsýning, en í maí tök- um við þátt í sýningu í Gallerie Shinichiro Arakawa, þar sem við setjum upp alla innsetninguna með þremur skjám.“ - Hvernig gallerí er Glassbox? Lj'ósmynd/Bjargey Ólafsdóttir Helga Þórsdóttir sinnir sjúklingi sínum. „Glassbox er staður opnaður af listamönnum því gallerí- kerfið héma er orðið svolítið þreytt og stjórnsamt. Hann er svipaður því sem Nýlistasafnið var í byrjun; opnaður af hópi fólks sem vildi sjá einhverja nýja hluti. Þetta eru tveir sýningai-stjórar og fjórir listamenn, allt fólk um þrítugt, sem byrjuðu á þessu saman því þau vildu sjá eitthvað nýtt gerast, og síðan hefur verið að bætast í hópinn. Af því að þau eru mörg og eru klár hefur þeim tek- ist að láta taka mark á sér, það koma mjög margir á opn- anir hjá þeim og Glassbox er mjög þekkt.“ - En hvemig er stemmningin hjá ungu listafólki íParís? „Mér finnst París og ungt listafólk vera að taka við sér um þessar mundir og meira vera í gangi undanfarið. Frakkamir em að taka við sér eins og Islendingar hafa alltaf gert af því að það em engir styrkir á Islandi, og þeir em byrjaður að sjá um þetta meira sjálfir, en bara list- fræðingarnir. Þeir bíða eftir því að ríkið geri eitthvað. Það er fullt af listamönnum sem heimta að láta taka mark á sér á öðmm forsendum en listfræðilegum, og það skapar kröftugt andrúmsloft," segii’ Helga Þórsdóttir stálhjúkka að lokum. hljóðverk? Á FÖSTUDAGINN kl. 21 í Tökuhús- inu á homi Lindargötu og Frakka- stígs munu myndlistarmennimir Bibbi, Darri Lorenzen og Ozy halda kynningu á listforminu sem kallað hef- ur verið „Turntable Art“ í útlöndum. „Við notum plötuspilara sem skap- andi verkfæri í stað þess að spila ein- ungis lög eins og vanalega er gert, og nálgumst þannig plötuspilarann sem sérstakan listmiðil," segir Bibbi og út- skýrir að útkoman sé á mörkum tón- listar og hljóðverks, það verði hver og einn að gera upp við sig, en mest af þessu sé ekki dansvænt. Utkoman gæti því frekar flokkast undir til- raunakennda raftónlist því stundum nota þeir einnig hljóðbrenglunartæki og hljóðsmala við að fremja verkin, eins og raftónlistarmanna er siður. Darri, Bibbi og Ozy hafa allir verið að þreifa sig úfram í þessu listformi um nokkum tíma, en dagskráin verð- ur um þrír tímar. Sérstakur heiðurs- gestur kvöldsins verður Ingólfur Amarson myndlistarmaður en hann mun leggja fyrir þá félaga leiðbein- ingar að plötuspilaraverki til að leysa þetta kvöld. Þetta verk heitir Barátta heimanna og er eftir Jiri Geller - fót- boltaspil með tæknibrellum. Leikmenn stjórna ekki einir heldur fylgist tölva með gangi Ieiksins. Þegar annað hvort liðið skorar blikka Ijósin, áhorfendur fagna og dýrleg tónlist stígur til himins! Trú á tækni í nýju ljósi Á LAUGARDAGINN verður opnuð í Norræna húsinu sýningin Terror 2000 sem finnski lista- mannahópurinn ROR Productions (Revolu- tions on Request) stendur að. Sýning- unni var hleypt af stokkunum í janúar sem hluta af dagskrá Hels- inki - menningarborgar Evrópu 2000, og verður nú einnig hluti af dagskrá Reykja- víkur - menningarborgar 2000. I hópnum eru tólf ungir listamenn og sýna þeir mjög fjölbreytt verk; málverk, ljós- myndir, vídeóverk, skúlptúra og skrautmuni, og verður tón- verkið Op.l Bastards flutt og sýnt á myndbandi á meðan á sýningunni stendur. Hugmyndin að baki sýn- ingunni Terror 2000 er gagnrýni á upplýs- ingatæknina og notkun hennar. Fjall- að er kaldhæðnislega um ríkj- andi trú á tækni og þróun og önnur nútímafyrirbrigði. Segir í fréttatilkynningu að verkin þröngvi engum sannleika upp á áhorfendur heldur gefi þeim frekar tækifæri til að sjá hlut- ina í nýju Ijósi. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga, frá kl. 12-17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.