Morgunblaðið - 26.03.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.03.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 73. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÆTLUM AÐ BUA TIL FLEIRI HESTAMENN ■ijRtfik , *r,r _ OU Þrýst á Breta vegna Sellafíeld Auknar líkur taldar á lokun Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SVEN AUKEN, umhverfisráðherra Dana, kynnti á fostudaginn breskum stjórnvöldum sameiginlega tillögu norrænu umhverfisráðherranna um að endurvinnslu kjarnorkuúrgangs í Sellafield-kjarnorkuverinu í Skot- landi yrði hætt. Tillagan verður lögð fyrir á fundi ríkja við Norðursjó um umhverfismál sem haldinn verður í júní næstkomandi. í breskum blöðum í gær er sagt frá mótmælum Norðurlandanna vegna stöðvarinnar, sem ásamt miklum mótmælum nokkurra við- skiptavina hennar eru af breskum fjölmiðlum talin auka líkur á að henni verði lokað. Auken verður í Dyflinni á mánu- dag þar sem hann mun ræða við Noel Dempsey, umhverfisráðherra írlands, og Joe Jacob, orkuráðherra Málverkin kæra sig ekki sjálf landsins. írar eru mjög áhyggjufull- ir vegna mengunar frá Sellafield- stöðinni. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Hans Christian Karsten, blaðafulltrúi Aukens, að Jacob hefði sérstaklega farið fram á að stöðin yrði rædd á fundi ráðherranna. í breska blaðinu The Independent í gær er sagt frá vaxandi mótmælum gegn Sellafield frá ýmsum þeim, sem hafa átt viðskipti við verið. Jap- önsk yfirvöld hafa í hyggju að skipta ekki frekar við fyrirtækið sem rekur endurvinnslustöðina nema það taki aftur sendingu geislavirks eldsneyt- is í kjarnorkuver sem Japanir segja gallaða. Sviss hefur nú bæst í hóp Þýska- lands, Japans og Svíþjóðar og hætt öllum viðskiptum með kjarnorku- eldsneyti við Bretland. Formannskjör í Sambandsflokki Ulsters Staða Trim- bles sögð hafa veikst Bclfast. AP. DAVID TRIMBLE vann nauman sigur á Martin Smyth í formanns- kjöri sem fram fór innan Sambands- flokks Ulsters (UUP) á Norður-ír- landi í gær. Talið er að úrslitin hafi veikt stöðu Trimbles innan flokksins og geti haft áhrif á framhald friðar- umleitana á Norður-írlandi. Er ótt- ast að úrslitin dragi úr líkum á því að flokkurinn muni kjósa að starfa með Sinn Fein, pólitískum armi Irska lýðveldishersins (IRA), í héraðs- stjóm Norður-írlands. Héraðs- stjómin var leyst frá völdum í síð- asta mánuði og er enn óstarfhæf vegna ágreinings um afvopnun IRA. Trimble fékk 57% 860 manna miðstjóm flokksins kom saman til fundar og kaus milli frambjóðendanna og var fyrirfram búist við sigri Trimbles. Urslit at- kvæðagreiðslunnar urðu þau að David Trimble Trimble fékk 457 atkvæði, eða tæp- lega 57%, en Smyth 348 atkvæði, eða um 41%. Smyth hefur gagnrýnt hvernig Trimble hefur haldið á málum í tengslum við friðarferlið og er talinn hafa sótt fylgi sitt til andstæðinga friðarsamkomulagsins frá 1998 inn- an flokksins. Pútín nær ör- uggur um sigur Moskva. AP, AFP. VLADIMIR PUTIN, starfandi for- seti Rússlands, hvatti á laugardag rússneska kjósendur til að fjöl- menna á kjörstaði í landinu og greiða atkvæði í forsetakosningum sem þar fara fram á sunnudag. Pútín er talinn nær ömggur um sigur í kosningunum. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum mun hann hljóta rúmlega helming atkvæða. Sá fram- bjóðandi sem næstur kemur, Genn ady Zyuganov, leiðtogi kommúnista, mælist aðins með 25% fylgi. Sá þriðji í röðinni miðað við kannanir er Grig- ory Yavlinsky, frambjóðandi frjáls- lyndra, sem mælist með um 6% fylgi. Um það bil 108 milljónir Rússa em á kjörskrá og fer kjörfundur fram á mjög mismunandi tímum þar sem landið teygir sig yfir 11 tíma- belti. Kosningabarátta er sögð hafa verið einkar litlaus og lágstemmd og er talið að það geti komið niður á kjörsókn. Helmingur kjósenda þarf að greiða atkvæði til að kosningam- ar teljist gildar. Fái enginn fram- bjóðandi meirihluta atkvæða á sunnudag verður að kjósa á milli tveggja efstu manna í seinni umferð um miðjan apríl. ■ Rússar þreyttir/6 MORGUNBLAÐIÐ 26. MARS 2000 690900 090000 Netið hefur rofið einangrun landsins Forsögu- legur dýra- garður VISINDAMENN, sem verið hafa að störfum í Síberíu, telja sig hafa fundið heilan „dýra- garð“ af löngu útdauðum dýrategundum að því er fram kemur í The Sunday Times. Þeir segjast hafa vitneskju um það að m.a. mammútar, loðnir nashymingar, sléttuljón og allt að 20.000 ára gamlir hest- ar hafi varðveist djúpfrystir á um 18 stöðum undir heim- skautaisnum. Vitneslqu um dýrin segjast þeir hafa fengið hjá innfæddum'hirðingjum. Uppgötvunin hefur eflt von- ir um að senn verði mögulegt að endurskapa einhverjar þessara tegunda með einrækt- un. Bandarískir vísindamenn fullyrða að enginn megin- munur sé á þvi að endurskapa forsöguleg dýr og því að ein- rækta núlifandi tegundir. Vís- indamenn í Japan em svo viss- ir um að þeim muni takast að einrækta mammúta á næstu tveimur áratugum að þeir eru famir að svipast um eftir stað til að hýsa þá og önnur endur- lífguð forsöguleg dýr. / Avarpaði pakistönsku þjóðina Islamabad. AFP. BILL CLINTON Bandaríkjaforseti hvatti til þess í sjónvarpsávarpi til pakistönsku þjóðarinnar á laugar- dag að lýðræði yrði endurreist í landinu. I ávarpi sínu, sem sjónvarp- að var um allt Pakistan, hvatti for- setinn einnig landsmenn til þess að undirrita sáttmálann um bann við tilraunum með lqarnorkuvopn. Clinton er í heimsókn í Pakistan og sést hér heilsa Rafiq Tarar, forseta Pakistans, við komunaþangað. AP Bráðnar hratt HÆKKANDI hitastig á jörð- inni veldur því að jöklar og heimskautaís bráðna mjög hratt, að því er segir í nýrri skýrslu sem er unnin af stofn- uninni Worldwatch Institute í Bandaríkjunum. I henni kemur meðal annars fram að fimmt- ungur jökla í Himalajafjöllum hafi þegar bráðnað og stórir hlutar íss á suðurskautinu. Samkvæmt skýrslunni er bráðnunin þó hröðust á norður- heimskautinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.