Morgunblaðið - 26.03.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 26.03.2000, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hlutur fjarkennslu sífellt að aukast Hrein fjarkennsla með notkun Netsins hófst sem tilraunastarf í Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 1994 og farið var að nota Netið við kennslu í Kennaraháskóla Is- lands á svipuðum tíma,“ segir Jóna Pálsdóttir, sérfræðingur í þróunar- deild menntéimálaráðuneytisins og vefstjóri Óðinsskóla Norrænu ráð- herranefndarinnar. „Fyrir 3 árum var farið að nota vefinn sem „skólastofu" eða miðju námskeiða. Einnig voru vefráðstefn- ur teknar upp í auknum mæli. Þá fluttist talsvert af fjarkennslunni úr tölvupósti inn á önnur svæði Netsins og farið var að nota spjallrásir við fjarkennslu. Lifandi myndsendingar eru ennþá h'tið notaðar við kennsluna vegna þess hvað þær eru hægfara og almennt á fólk ekki búnaðinn sem til þarf. Netið hefur sem sé smám saman orðið mikilvægara tæki til fjar- kennslu og er notað í öllum háskól- um hér á landi. Netið hefur einnig stuðlað að nýj- um samvinnumöguleikum fram- haldsskóla sem nú bjóða sameigin- lega, sérhæfða áfanga í fjarkennslu með fjölbreyttri notkun Netsins. Verið er að vinna að því að byggja vefgátt á Netinu fyrir íslenskt skóla- samfélag með upplýsingum um menntatengt efni, námskrá, próf og kennsluefni. Þessi gátt er ætluð bæði nemendum og kennurum. Við sjáum fyrir okkur í framtíðinni að notkun tölvunnar og Netsins í allri almennri kennslu eigi eftir að aukast og kennsluhættir að bland- ast.“ Heimasíður heilbrigðisstéttanna Gera má ráð fyrir að heilbrigðis- þjónustan eigi eftir að færast að ein- hverju leyti yfir á Netið. Hér á landi er Netið þegar töluvert notað í heil- brigðisþjónustunni. Ymsir aðilar á þessu sviði hafa heimasíður svo sem heilbrigðisráðuneytið og Landlækn- isembættið, Landspítalinn, Lækna- félag íslands og svo mætti lengi telja. Einstaka læknir er með heimasíðu eins og Magnús Jóhannsson prófess- or og pistlahöfundur hér í Morgun- blaðinu um árabil, sem er frumkvöð- ull á þessu sviði og hefur marga tengla yfir í aðra heilbrigðisvefi, að sögn Matthíasar Halldórssonar að- stoðarlandlæknis. „Nýjasti vefurinn er netdoktor.is sem er einkafyrirtæki,“ segir Matt- hías „Þar birtast upplýsingar um sjúkdóma og heilbrigðismál. Lækn- ar bera ábyrgð á þessum upplýsing- um.“ Landlæknisembættið er að stækka sína heimsíðu. Þar verða upplýsingar um heilbrigðiskerfið, lýðheilsumál og heilbrigðistölfræði. Þar verða einnig birtar greinar um heilbrigðismál. Matthías segir að hægt sé að leita að upplýsingum um heilbrigðismál á erlendum vefsíðum bæði á vegum háskóla og opinberra stofnanna. „Upplýsingar á vegum þeirra síðast- nefndu eru öruggar en hinar síðum- ar eru margar vafasamar,“ segir hann. „Læknar héma geta haft aðgang að erlendum gagnabönkum gegn greiðslu eins og medline sem er á vegum National Library of Medicine í Bandaríkjunum. Þar eru birtar vís- indagreinar jafnvel í fullri lengd. En allir geta komist í útdrátt úr þessum greinum í gegnum PubMed. Sum þekkt læknatímarit svo sem breska læknablaðið birta greinar í fullri lengd á Netinu, aðgengilegar öllum. Við sjáum fyrir okkur að í framtíð- inni verði hægt að panta tíma og leita ráða hjá læknum í gegnum Netið. Það ber þó að varast að vera með við- kvæm einkamál og sjúkdómslýsing- ar á Netinu þar sem óvandaðir aðilar geta komist að þeim.“ Sálgæslan á spjallrásum „Netið kemur þó aldrei í staðinn fyrir að tala við og skoða sjúkling- inn,“ segir Matthías. „Líkur eru á að seinna meir verði allir læknar tengdir í gegnum heil- brigðisnet sem yrði þá öruggara til gagnaflutninga og þanng mætti senda sjúkraskrár. Guðbjörg Hildur Kolbeins. Kjartan Guðbergsson. Elfa Ýr Gylfadóttir. Nettæknin hefur einnig gert það að verkum að ekki er þörf á að læknaritarinn sé í sama húsi og ekki einu sinni í sama landi. I Bandaríkj- unum nota læknar enskumælandi einkaritara í Asíulöndum til að vél- rita nótur sem síðan eru sendar til baka í gegnum Netið til að spara vinnuiaun. Til eru læknar og þar á meðal er íslenskur læknir sem er í ráðgjafa- starfi vegna berklavarna í þriðja heiminum. Stundum þarf hún að ferðast til landanna en getur þess á milli dvalið hér og unnið úr ýmsum málum í gegnum Netið,“ segir Matt- hías. Það má líka geta þess að erlendir sálfræðingar hafa sumir hverjir tek- ið Netið í sína þjónustu. Hægt er að kaupa tíma á spjallrás hjá þeim þar sem þeir ræða við skjólstæðinga sína. Menningin verður áfram marg- breytileg og óreiðukennd Það er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvaða afleiðingu netvæð- ingin eigi eftir að hafa á einstaklinga og þjóðir. Á fólk í heiminum eftir að hafa svipaða lífsskoðun vegna þess að það hefur aðgang að sömu upp- lýsingunum eða eiga einstaklingam- ir eftir að velja þær upplýsingar sem þeir kæra sig um og þannig auka sérstæði sitt eða sérhæfingu? Hvað með þjóðirnar, eiga þær eft- ir að renna saman í eina heild vegna þess hve menningaráhrifin sem þær verða fyrir eru svipuð eða eiga þær eftir að spyrna við fótum og leitast við að halda í það sem þær hafa skil- greint sem þjóðareinkenni sín? „Eg held að við þurfum ekki að óttast að allt verði steypt í eitt menn- ingarlegt mót eða að lífsskoðun allra eigi eftir að verða einsleit," segir Gísli. „Ég held þvert á móti að Netið bjóði upp á margbreytileika. Til dæmis grefur Netið undan miðstjórn og skoðanakúgun. Gott dæmi um það eru áhrif Netsins í einsflokkskerfum austantjalds og í þriðja heiminum. Á tímum kalda stríðsins voru landa- mæri lokuð og ákveðnar pólitískai- skoðanir fengu ekki að fara yfir þessi landamæri. Nú flæðir allt þvers og kruss og enginn fær rönd við reist. Eitthvert miðstjómarvald hvort sem það er menningarlegt eða pólitískt getur ekki lengur spornað gegn frjálsri skoðanamyndun. Auðvitað eru vissar hömlur á þessu, eins og skortur á gervihnattasambandi, lítil tölvueign og bágur fjárhagur fólks í þriðja heiminum. Að þessum höml- um undanskildum, þá er allt að opn- ast. Þrátt fyrir að heimsþorp Mars- hall McLuhans sé staðreynd þá verður menningin margbreytileg og óreiðukennd. Fjármagnið skapar reyndar stórar einingar samanber ægivald Microsoft í tölvuiðnaðinum og Amazon-bókavefsins en ég held að menn þurfi ekki að óttast menn- ingarlega heimsvaldastefnu," segir Gísli. Netið bjó til nýja þjóð „Netið gæti haft áhrif á það að allir fari að samsama sig sömu lífs- skoðun,“ segir Tryggvi. „Tökum dæmi af íslenska sjónvarpinu. Fyrir tíu árum byrjaði fréttatíminn á því að sagðar voru íréttir af fiskveiðum landsmanna. Nú byrja fréttatímarn- ir oftast á fjármálafréttum. Þetta er ameríska aðferðin, að mæla sig út í peningum.“ „Ég held frekar að fjölbreytileik- inn eigi eftir að aukast," segir Mar- grét Dóra, „því Netið gefur einstakl- ingnum möguleika á að skilgreina sig eftir því hvaða hópi hann vill til- heyra. Hægt er að finna sinn hóp á Netinu og eiga samskipti við hann. Tökum dæmi af íbúum Júgóslavíu. Meðan á stnðinu stóð fór fréttaflutn- ingur um gang mála fram á Netinu því fréttamenn fengu ekki að koma inn í landið. Þegar stríðinu lauk og stjórnmálamennirnir voru búnir að skipta landinu niður í landsvæði hef- ur sprottið upp hreyfing fólks á Net- inu sem vill kalla sig Júgóslavíu óháð þessari skiptingu. Þannig er til orðið óháð ríki á Netinu ef svo má segja.“ „Ég sé fyrir mér að það gæti orðið fjölþjóðabragur á menningu þjóð- anna eins og við sjáum nú þegar,“ segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, lektor í hagnýtri fjölmiðlun við Há- skóla Islands. „Netið brýtur niður einangrun þjóða. í íran er unga fólk- ið farið að krefjast þjóðfélagsbreyt- inga. Talið er að það megi að hluta til rekja til Netvæðingarinnar. Kínveijar eru farnir að átta sig á áhrifamætti Netsins og ræða nú um að takmarka aðgang fólksins að ákveðnum netsvæðum. Kínveijar eru fyrsta þjóðin sem hefur í hyggju að takmarka aðgang að Netinu. Netið gerir mönnum líka kleift að lifa algjörlega einangruðum,“ segir Guðbjörg Hildur. „í Bandaríkjunum er ungur maður sem ætlar ekki að fara út úr húsi í eitt ár og með því ætlar hann að kanna hvort hann geti lifað af Netinu.“ Ýtir undir launabil íþjóðfélaginu Telja viðmælendur okkar að ís- lenskt þjóðfélag eða þjóðfélög al- mennt séu að breytast með tilkomu Netsins? „Það er fullsnemmt að kveða upp dóm um hvað sé að gerast," segir Gísli. „Mannfræðingar eru famir að skoða Netið, sem ég kalla stundum Sæból (Cyberspace), en það er of snemmt að kveða upp dóma um hvert við erum að fara á því sviði. Veröldin heldur áfram að koma okk- ur á óvart. Það sem hefur breyst er að menn eru sumir hverjir farnir að eyða miklum tíma, jafnvel nokkrum tímum á sólarhring, á Netinu. Við það hafa orðið til ný félagsleg tengsl sem eru óháð staðsetningu fólks og við það hefur orðið til ný hópvitund eins og á spjallrásunum," segir Gísli. „Ég held að merkjanlegustu áhrif- in verði ef öllum er ekki tryggður að- gangur að Netinu,“ segir Tryggvi. „Fólk sem ræður ekki yfir þeim eig- inleikum sem þarf til að nýta sér þessa tækni á eftir að hafa lægri laun og þar af leiðandi að búa við bágari kjör. Ég tel því að tæknin geti stuðl- að að launabili í þjóðfélaginu og að það muni aukast á þessari forsendu." „Ég hef ekki áhyggjur af því að Netið eigi eftir að auka stéttaskipt- ingu hér á landi eða á Norðurlöndun- um,“ segir Elfa Yr. „Bandaríkja- menn hafa hins vegar áhyggjur af þróuninni því stór hluti þjóðarinnar hefur ekki aðgang að Netinu. Það er líka misjaftit hve einstök ríki Banda- ríkjanna eru vel netvædd." Breytir skilningi okkar á tíma og rúmi „Netið hefur breytt skynjun okkar á tíma og rúmi. Allar fjarlægðir hafa fengið annað hugtak,“ segir Guð- björg Hildur. „Dæmi um þetta er þegar nemendur í hagnýtri fjölmiðl- Oun voru með háskólaútvai’p í eina viku á Netinu. Sendarnir sem við notuðum náðu aðeins til höfuðborg- arsvæðisins. Þar eð hægt var að hlusta á útvarpið á Netinu náðu út- sendingarnar um allan heim. Þolinmæði okkar eftir að fá svar hefur minnkað með tilkomu Netsins því við gerum ráð fyrir að fá svar innan sólarhrings.“ Aðgangur að stjórnmálamönnum er að aukast með tilkomu Netsins. Þeir eru flestir með netsíðu þar sem þeir birta skoðanir sínar og kjósend- ur geta haft samband við þá í gegn- um Netið. Á Netið eftir að hafa áhrif á lýðræðið? ,Að vissu leyti býður Netið upp á beinna og skilvirkara lýðræði," segir Gísli. „Menn geta þess vegna farið að kjósa fyrir tilverknað Netsins. Þann- ig að Alþingi götunnar getur orðið sí- virkt nánast eins og ein samfelld skoðanakönnun væri í gangi. Þjóð- aratkvæðagreiðslur gætu því orðið oftar. Það eru þó viss takmörk á þessu.“ „I háskólanum í Wisconsin er vef- svæði þar sem allir geta komið fram með skoðanir sínar en tilgangurinn með því er að ýta undir lýðræðið," segir Guðbjörg Hildur. Vill geta síað upplýsingarnar Á vegum nokkurra sveitarfélaga , fer fram starfsemi sem beinist að því að opna almenningi aðgang að opin- | berum skjalasöfnum á Netinu sem I geri fólki kleift að afla upplýsinga um opinber málefni án milligöngu starfsmanna viðkomandi stofnanna. Gera má ráð fyrir að meira og minna allir opinberir aðilar veiti slíkan að- gang að upplýsingum sem hver ein- asti borgari á rétt á að fá. Þá má geta þess að verið er að vinna að sérstökum Eyjavef sem mun tengjast Vestmannaeyjum, þá einkum Byggðasafninu og Rann- I sóknarsetri Háskólans í Eyjum. Hveijir eru helstu ókostir Netsins? „Ég held að það sem eigi eftir að angra okkur mest við Netið er að það verði of mikið af samskiptum í kring- um okkur. Þó við viljum vera í kall- færi þá viljum við geta haft stjóm á þessum samskiptum og það er spuming með hvaða hætti hægt er j aðtiyggjaþað,“segirMargrétDóra. ' „Eg vil líka getað síað þær upp- lýsingar sem ég fæ á Netinu. Þegar upplýsingarnar em orðnar mjög yf- irgripsmiklar þá viljum við geta not- að tól og tæki til að greina þær upp- lýsingar frá sem við höfum ekki áhuga á. Þannig að við getum ein- beitt okkrn- að ákveðnum atriðum en þurfum ekki að innbyrða allt. Ég hef líka áhyggjur af því hver á að halda utan um hvaða upplýsingar um mig. Reiknistofa bankanna veit | til dæmis hvar einstaklingurinn I verslar, hvað hann kaupir og fyrir * hve mikið.“ Friðhelgi einkalífsins í hættu Elfa Ýr Gylfadóttir hefur einnig áhyggjur af friðhelgi einkalífsins. „Þegar einstaklingurinn er á Netinu er hægt að komast að því með hjálp forrita hver hann er og hvaðan hann kemur og á hvaða netsíðum hann hefur verið. Ég hlustaði á fyrirlestur starfsmanns sem sér um vefsíðu Discovery.com. Hann getur með hjálp lftils forrits fylgst með hvað fólk er að skoða á síðunni þeirra og hvaða síður em vinsælastar, en einn- ig getur hann séð af hvaða vefsíðu fólkið var að koma. Þeir komust að því að stór hluti þeirra sem vom að skoða síðumar á Discovery.com vom að koma af klámsíðum. Þeir skildu í fyrstu ekkert í þessu. Þegar þeir fóm að athuga þetta betur komust i þeir að því að þetta vom ungir drengir sem skiptu frá klámi yfir á ' Discovery þegar foreldrarnir bönk- uðu upp á. Það era líka ýmsar síður sem fólk kærir sig ekki um að aðrir viti að það er að fara inn á. Til dæmis síður þar sem verið er að fjalla um ákveðna sjúkdóma. Það gæti verið slæmt ef þessar upplýsingar kæmust í rangar hendur. Eg tel að það þurfi að setja strangari reglur um friðhelgi einka- lífsins á Netinu," segir Elfa Yr. Koma þarf í veg fyrir misnotkun upplýsinga „Þegar verið er að tala um ókosti Netsins geta þeir falist í fleim eins og þegar maður með fyrirspum sinni fer inn á vafasamar síður sem eiga ekki heima í því umhverfi þar sem þær em,“ segir Elfa Ýr. „Það getur líka farið mikill tími í að vinsa úr þeim upplýsingum sem maður fær á Netinu. Leitarvélamar em að mínu | mati sumar alveg ónothæfar. Þær ná ekki nema litlum hluta af þeim heimasíðum sem eru á Netinu og em ónákvæmar. Það þarf að þróa þessar leitarvélar betur.“ „Vissulega er hætta á ferðum hvað varðar friðhelgi einkalífsins," segir Gísli. „Eftir því sem meiri upplýsing- ar em dregnar saman um borgarana á einum stað, því meiri hætta er á stórkostlegri misnotkun upplýsing- anna. Menn verða að finna leiðir til I að koma í veg fyrir það og refsa þeim sem það gera. Ég held að fulltrúar almennings eigi eftir að setja strang- ari samskiptareglur og siðanefndir geta einnig leyst vandann. Ein stærsta prófraunin á ágæti þessarar tækni er spurningin um hvort hún hjálpar fólki að leysa brýnustu vandamál heimsþorpsins og þar á ég við vanda á borð við gróð- j urhúsaáhrif, þynningu ósonlagsins, | mengun, fátækt og skort á auðlind- um,“ segir Gísli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.