Morgunblaðið - 26.03.2000, Síða 58

Morgunblaðið - 26.03.2000, Síða 58
>58 SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÆTTU BARA! PAÐ ER ENGINN VANDI 22& « m Valgeir Skagfjörð Pétur Einarsson HRÍNGPU NÚNA! Símar: 899 4094 898 6034 Allen Carr's EASYWAY á Islandí. 663 9690 fxí qliirTiir.irtækiQyeisTur l^rérTpiJiQQveismr Ttif^Qveislur ' > Lótto oLLur sjó um veisluna fyrir þig! Við Lomum með ® koLka 09 ijfiSfc) kræsingar til þín Verðfrá850,- ámQnninn með heimLeijrslu á höfuðborgarsvæðinu FÓLK í FRÉTTUM Virginie Ledoyen og Guillaume Canet úr Ströndinni Að byggja sína eigin paradís Það eru fleiri stjörnur en Leonardo DiCaprio sem leika í Ströndinni. Pétur Blöndal spjallaði við Virginie Ledoyen og Guillaume Canet. ÞAU eru svo sæt, svo sæt að sólin er feimin, er það fyrsta sem blaðamanni dettur í hug þegar hann horfir á frönsku leikar- ana Virginie Ledoyen og Guillaume Canet. Pau eru brosmild og frökk, hún með brúnu augun og hann með hárið beint upp í loftið. Bæði hafa þau verið tilnefnd til sesarsins sem efni- legustu leikarar Frakklands, hún árið 1996 fyrir „La Fille seule“ leikstjór- ans Benoit Jacquot og hann árið 1999 fyrir „En Plein Coeur“ leikstjórans Pierre Jolivet, en í þeirri mynd lék hann á móti Ledoyen. Ledoyen er í stærra hlutverki í Ströndinni; hún leikur stúlkuna sem sjálfur Leonardo DiCaprio fellur fyrir. Pótt ekki sé hún jafnfræg DiCaprio á alþjóðavettvangi er hún afar þekkt í heimalandi sínu. Hún var aðeins tveggja ára þegar hún var fyrst ráðin til fyrirsætu- starfa, um þessar mundir er hún samningsbundin L’Oreal, og níu ára lék hún í sinni fyrstu kvikmynd. Hún var kjörin besta leikkona Kvik- myndahátíðarinnar í París árið 1998 fyrir frammistöðu sína í „Jeanne et le garcon formidable“, sem einnig var valin besta kvikmyndin. Næsta verk- efni hennar er Vesalingamir þar sem hún leikur á móti Gérard Depardieu og John Malkovich. Þótt Guillaume Canet sé ungur að árum hefur hann viðað að sér mikilli reynslu í leikhúsi, sjónvarpi og kvik- myndum og í næstu kvikmynd leikur hann á móti Sophie Marceau í „La Fidélité" undir leikstjóm Andrezj Zulawski. Frá bók til kvikmyndar Pað verður að teljast athyglisvert að í Ströndinni takast ástir með ferðalangnum Richard, sem leikinn er af DiCaprio, og Francoise, sem leikin er af Ledoyen. í bókinni er hún hins vegar alltaf trú kærasta sínum, Etienne, sem leikinn er af Canet. „Mér fannst þetta jákvæð breyt- ing,“ segir Canet. „Fyrir vikið hafði ég meiri efnivið í persónusköpunina. Etienne hefur siðferðisþrek til að standa gegn eyjarskeggjum í allri vitfirringunni. Hann er einn á báti og það að hann sé að missa kærastuna sína eykur á einsemdina.“ „Francoise hefur engin sérstök persónueinkenni í bókinni, hún er bara fantasía," bætir Ledoyen við. „í myndinni á hún í ástarsambandi við Richard og verður þar með meiri þátttakandi. Það skýrir líka löngun Richards til að fara til eyjarinnar; hann vill kynnast Francoise betur.“ Hvemig tilSnning var það þegar ykkur var tilkynnt að þið hefðuð fengið hlutverk í bandarískri stór- mynd? „Ég var í París þegar það gerðist og lét alveg eins og krakld, hoppaði og öskraði,“ segir Ledoyen. „Svo hringdi ég í Guillaume. Við fórum nefnilega saman í síðustu leikprufuna og mig langaði að vita hvort hann hefði einnig fengið hlutverk." „Þótt það væru hundruðir kfló- metra á milli okkar þá hoppuðum við á sama tíma,“ skýtur Canet inn í. „Mér leist vel á verkefnið í heild; að vinna aftur með Guillaume og svo var spennandi að kynnast Danny [Boyle].“ , j>að fannst mér líka,“ segir Canet. „Hann er einn af þeim leikstjómm sem geta náð bæði listrænum og Reuters „Hann [DiCaprio] verðskuldar svo innilega að hafa náð svona langt,“ segir Canet sem hér ræðir við DiCaprio. Ledoyen: „Mig Iangar ekki til að flylja til Hollywood. Mitt „heima“ er í Frakklandi, þar býr fjöl- skyldan mín og ég á enn eftir að vinna með fjölmörgum hæfileika- ríkum frönskum Ieikstjórum." tæknilegum tökum á viðfangsefninu, kvikmyndatakan í myndum hans er framúrskarandi og svo á hann auð- velt með að vinna náið með leikur- um.“ Nú eruð þið á þröskuldi Holly- wood. Ætlið þið að ganga inn fyrir og getið þið hugsað ykkur að búa annars staðar en í Frakklandi? „Nei, það get ég ekki hugsað mér,“ segir Canet fljótur til svars. „Ég myndi aldrei flytja til Bandaríkjanna. Samt gæti ég ekki hafnað tækifæmm á borð við þetta, að vinna með Danny Boyle. Ef það væri tál að vinna með leikstjórum á hans mælikvarða myndi ég slá til en ef það væri bara til að gera kvikmynd á ensku, bara af því hún væri á ensku, þá myndi ég ekki gera það.“ „Ég tek undir með síðasta ræðu- manni,“ segir Ledoyen og brosir. „Mig langar ekki til að flytja til Holly- wood. Mitt „heima“ er í Frakklandi, þar býr fjölskyldan mín og ég á enn eftir að vinna með fjölmörgum hæfi- leikaríkum frönskum leikstjórum. Hins vegar langar mig sem leikkonu að kynnast ólíkum menningarheim- um. En ég held að það sé alltaf erfitt fyrir leikara að ná fótfestu í framandi landi.“ Boðskapur myndarinnar Hvaða boðskap hefurmyndin að ykkar dómi? „Hún lýsir fólki sem er að leita að paradís," svarar Canet. „Sú paradís sem það finnur í myndinni reynist vera tálsýn sem breytist í maríröð. Það rímar við mína lífssýn; að mínum dómi þarf ekki að leita langt til að finna paradís. íbúamir hafa sólina, hafið og sandinn en em ekki endilega sérlega hamingjusamir. Það er gott að ferðast og skoða sig um, því þegar maður snýr aftur þá veit maður hvemig heimurinn lítur út handan við sjóndeildarhringinn og þá getur mað- ur byggt sína eigin paradís. Það em ein af skilaboðum myndarinnar. Mér fannst það líka vera kaldhæðnislegt að þegar einn eyjarskeggja slasast er honum komið fyrir í skóginum svo aðrir þurfi ekki að horfa upp á hann kveljast á hverjum degi. Það er ná- kvæmlega það sem er að gerast í heiminúm. Við lokum augunum, reynum að hugsa ekki um þjáningar annarra, heldur einbeitum okkur að því að fagna árþúsundamótunum og vera hamingjusöm. Með þetta í huga finnst mér þessi mynd ekíd aðeins höfða til ungs fólks. Hún á einnig er- indi við hina sem eldri eru; það þarf að opna þeirra augu líka.“ „Eigingimi og mannúð em einnig umfjöliunarefni myndarinnar," segir Ledoyen. „Þetta unga fólk kynnist sjálfu sér og eigin breyskleika. Það er helst Etienne sem kemst heill frá þvL“ „Ég er sá sem reynist vera full- kominn," segir Canet blákalt. Sumir eru á því að þetta sé bara enn ein bandaríska unglingamyndin, sem haS engu að miðla og sé ein klisja út ígegn, - sumsé lýsandi fyrír unga fólkið á okkar tímum. „Guð minn góður,“ segir Ledoyen og hváir. „Lífið er ansi alvarlegt núna, meira en á sjöunda áratugnum. Þá var svo margt sem hægt var að berjast fyrir, borðleggjandi hugsjónir eins og mannréttindi. Allt var svo nýtt og spennandi. Núna er eins og við búum öll í einu og sama landinu með tilkomu Netsins og það sé búið að vinna alla stóru sigrana fyrir mannkynið. í stað þess að stíga upp í flugvél til að kynnast framandi stöð- um, sláum við inn slóðina á Netinu. Vissuiega er það tímaspamaður og greiðir fyrir samskiptum á milli fólks. En það dregur líka úr samskiptum á milli fólks. Ef tii vill er það þess vegna sem sagt er að ungt fólk hafi frá engu að segja. Og þegar allt kemur til alls, hefur eldra fólk ekki alltaf haft for- dóma gagnvart ungu kynslóðinni?" Eylífið óspennandi Gætuð þið hugsað ykkur að búa í samfélagi eins ogí myndinni? „Alls ekki,“ svarar hann. „Ég þoli ekki reglur og vil hafa eitthvað um það að segja hvaða fólk er í kringum mig. Til þess að elska einhvem þarf maður stundum að skilja við hann og leika lausum hala. Það myndi aldrei gerast á eyju. Þá sæi maður sömu andlitin á hverjum degi og það yrði leiðinlegt til lengdar." Hann hugsar sig um og bætir við einstrengings- lega: „Svo finnst mér fiskur ekki góð- ur.“ Að síðustu, hvernig lynti ykkur við Leonardo DiCaprio? „Hann er hærri en ég bjóst við,“ svarar Ledoyen. „Ég hafði svo sem engar væntingar, nema að hann væri góður leikari. Hann reyndist vera indæll náungi, vinalegur og frábær leikari." „Hann verðskuldar svo innilega að hafa náð svona langt,“ segir Canet. „Hann stóð sig einstaklega vel í myndum á borð við Gilbert Grape. Mér fannst það ósanngjamt að um leið og Titanic var frumsýnd varð hann skyndilega kvikmyndastjama og alit gleymdist sem hann lék í áður. Hann reyndist okkur afar vel á töku- stað og hagaði sér aldrei eins og hann væri yfir aðra hafinn.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.