Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fulltrúar Samtaka iðnaðarins funduðu í gær með þingmönnum um tvöföldun Reykjanesbrautar
Telja hægt að
flýta stækkun
um 5 ár
ÖLL RÖK hníga að tvöföldun
Reykjanesbrautar og að þeim fram-
kvæmdum verði flýtt eftir megni, var
niðurstaða fundar sem Samtök iðn-
aðarins héldu í gær með m.a. þing-
mönnum Reykjaneskjördæmis og
fulltrúa Vegagerðarinnar. Núgild-
andi vegaáætlun gerir ráð fyrir að
hægt verði að ljúka verkinu árið 2010
en ýmsir fundarmanna töldu raun-
hæft að ráðast mun fyrr í verkið og
hraða framkvæmdum þannig að því
ljúki mun fyrr, eða 2004-2005. Þá
komu fram hugmyndir um að fjár-
magn til framkvæmda verði m.a.
sóttt til einkaaðila og voru stofnana-
fjárfestar og tryggingafélögin nefnd
í því sambandi.
Á fundinum var leitast við að nálg-
ast umfjöllunarefnið út frá sjónar-
miðum verkfræði en ekki tilfmninga
og meta kalt og yfirvegað hvernig
standa ætti að framkvæmdum, hve-
nær væri best að hefjast handa og
hvaða kostir fylgdu auknum fram-
kvæmdahraða.
Framsögumenn á fundinum voru
Jónas Snæbjömsson, umdæmis-
verkfræðingur hjá Vegagerðinni,
Ámi Jóhannsson, viðskiptafræðing-
ur og starfsmaður Samtaka iðnaðar-
ins, og þingmennimir Gunnar
Birgisson, Einar K. Guðfinnsson,
fyrrverandi formaður samgöngun-
efndar Alþingis, og Hjálmar Ama-
son, varaformaður samgöngunefnd-
ar Alþingis.
30 km fyrir 2,5 milljarða
í máli Jónasar kom fram að fram-
kvæmdaráætlun til 2010 miðast við
um 30 kílómetra langan kafla
Reykjanesbrautar sunnar Hafnar-
fjarðar, frá Krísuvikurvegi suður að
Fitjum. Kostnaður við fjögurra ak-
greina veg er gróflega áætlaður um
80 milljónir króna á hvem kílómetra,
eða um 2.500 miHjónir króna íyrir
umræddan kafla. Samkvæmt núgild-
andi vegaáætlun á að verja 230 mil-
Ijónum króna í þetta verkefni á tíma-
bilinu 1999-2002, 782 miHjónum
króna á tímabilinu 2003-2006 og af-
ganginum, 1.467 milljónum, á tíma-
bilinu 2007-2010. „Hönnun vegarins
er alveg á fmmstigi," segir hann, „en
framkvæmdaáætlunin gerir ráð fyrir
að hafist verði handa við mat á um-
hverfisáhrifum tvöfóldunar Reykja-
nesbrautar á þessu ári, frá 2001-2
hefjist hönnun, haustið 2002 verði
ráðist í útboð á 4-5 kílómetra löngum
kafla. Það er ekki hagkvæmt að
vinna þetta verk í mörgum áföngum
og er miðað við um 5 kílómetra
áfanga, sem þýðir að áfangarnir
verði um sex talsins og kosti hver áf-
angi um 400 milljónir króna. Það má
búast við 10-12% arðsemi af fjárfest-
ingunni miðað við að umferðarhrað-
inn geti verið meiri og slysum fækki
á þessari leið,“ segir Jónas.
Samkvæmt mælingum fara um sjö
þúsund bílar um Reykjanesbraut á
sólarhring. Aðspurður kvaðst Jónas
persónulega telja hagkvæmast að
hefjast handa frá Reykjavík og beina
sjónum sérstaklega að kaflanum í
gegnum Hafnarfjörð, þar sem um-
ferðartafir eru mestar á leiðinni.
Ámi Jóhannsson viðskiptafræð-
ingur sagði, að samkvæmt mæling-
um á umferð um Reykjanesbraut,
miðað við svokallaða árdagsumferð,
fari um 18.600 bílar um Garðabæ á
sólarhring, 22.000 bílar um Hafnar-
fjörð og sunnan Straumsvíkur tæp-
lega sjö þúsund bifreiðar en tæplega
átta þúsund á sumrin. Miðað við spár
um umferðaraukningu megi gera ráð
íyrir að þessar tölur hækki um 40%
að meðaltali á næstu árum.
Gæti lækkað slysa-
stuðul um 75%
„Þó svo að Vegagerðin hafi staðið
að mjög góðri talningu á fjölda bif-
reiða sem fara um Reykjanesbraut
er ekki til greining á umferðinni, en
samkvæmt eigin huglæga mati má
skipta umferðinni niður í nokkra
meginþætti. Þeir eru helstir umferð
vegna mikilla eldsneytisflutninga,
farþegaflutninga, flutninga fyrir
vamarliðið, fiskflutningar, flugfrakt
og almennir vöruflutningar auk mik-
illar almennrar umferðar. Sam-
kvæmt mati tryggingarfélaganna
nemur kostnaður þeirra vegna slysa
og óhappa á Reykjanesbrautinni um
1,3 milljarði króna á tíu ára tímabili,
en komi til tvöföldunar telja félögin
að slysastuðullinn lækki um 75%,“
sagði Ami.
Hann kvaðst einnig telja að með
hliðsjón af tekjum ríkissjóðs af um-
ferð um veginn, sé hægt að færa rök
fyrir hagkvæmni af tvöföldun. Miðað
við að árlega fari 2,5 milljónir bíla um
veginn, sé bensínnotkun þeirra á að
giska 10 milljónir lítra sem þýði að í
vasa ríkissjóðs renni 286 milljónir
króna á ári í bensíngjald. Ef 10% af
þeirri umferð em stórir bílar, fær
ríkissjóður um 400 milljónir króna í
þungaskatt á ári.
„Samtök iðnaðarins telja að stytta
megi hönnunar- og undirbúnings-
tíma við tvöfoldun Reykjanesbrautar
frá Krísuvík að Fitjum, t.d. með sam-
Aðgengilog uppflet (irit.
íjæða ndi. skenimli! ega i
og notadrjugar baíkur
VAKA- HELGAFELL
Síðumúla 6 • Sími 550 3000
Morgunblaðið/Jim Smart
Jónas Snæbjömsson, umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar, út-
skýrir áætlun um breikkun Reykjanesbrautar.
vinnu nokkurra verkfræðistofa,
þannig að verkið sé útboðshæft strax
á næsta ári,“ segir Árni. „Lágt verð á
jarðvinnu, eða að meðaltali 80% af
kostnaði, mikil umfram afkastageta í
greininni, fá stórverkefni í augsýn og
aðstæður á verktakamarkaði mæla
með að ráðist verði í framkvæmdir
tafarlaust. Öll rök hníga að því.“
Hann kvaðst telja einkaíjármögn-
un framkvæmdanna einfalda og auð-
velda leið og séu margvíslegir mögu-
leikar á samstarfi við fjár-
magnseigendur í þeim efnum, þar á
meðal við tryggingafélögin sem hafi
augljósra hagsmuna að gæta.
Tryggingafélögin taki
þátt í kostnaði
Gunnar Birgisson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi, tók í sama streng og
kvaðst telja tryggingafélögin tilbúin
til þátttöku, ekki síst þegar höfð eru í
huga hin mörgu kostnaðarsömu
dæmi um tjónabætur og slysabætur
vegna örkumla manna sem lent hafa í
slysum á veginum. Einnig komi ýms-
ar leiðir til greina við greiðslu kostn-
aðar, þar á meðal vegatollur. „Þetta
er ekkert mál, miðað við jarðganga-
áætlun ríkisstjórnarinnar og það
verður að hafa í huga að fjármunir
þurfa að koma inn á þetta svæði rétt
einsog til landsbyggðarinnar. Það er
mikil samstaða um málið á meðal
þingmanna Reykjaneskjördæmis og
ég fagna því að menn virðast vinna af
heilindum og án þess að reyna að
upphefja önnur sjónarmið en sjónar-
mið heildarinnar," sagði Gunnar.
Hann kvaðst telja rétt að bjóða verk-
ið út í um þremur áföngum og þá
gæti verkinu verið lokið 2004 til 2005.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, kvaðst hafa
ákveðnar efasemdir um ágæti arð-
semisútreikninga á umferðarmann-
virkjum og samkvæmt þeim væri t.d.
mun hagkvæmara að ráðast í fram-
kvæmdir í vegagerð í Reykjavík en
stækkun Reykjanesbrautar. Þá kallli
ýmis önnur svæði á framkvæmdir á
næstunni, þar á meðal Vesturlands-
vegur vegna aukinnar umferðar um
hann. „Vegaáætlun miðast við tólf
ára tímabil og það er sjálfsögð krafa
að mínu mati að hringvegurinn og
aðliggjandi vegur séu byggðir upp
með bundnu slitlagi á þeim tíma. Það
verður að skoða framkvæmdaáætl-
anir í ljósi hagsmuna þjóðarinnar
allrar. Það er örugglega hægt að
hraða framkvæmdum við stækkun
Reykjanesbrautar en stefnan í ríkis-
fjármálum nú um stundir byggist á
að auka ekki lántökur ríkissjóðs og
greiða fremur niður skuldir. Ef hægt
er að sjá af meira fjármagni fagna ég
því, en fé verður ekki tekið úr einni
framkvæmd og sett í aðra. Það er
hins vegar vel hægt að sætta sig við
aukna vegagerð á landinu öllu,“ sagði
Einar.
Kostnaður vegna slysa
3 milljarðar á tíu árum?
Hjálmar Ámason, þingmaður
Framsóknarflokksins í Reykjanes-
kjördæmi, sagði ekki hægt að undan-
skilja tilfinningaþáttinn þegar rætt
er um tvöföldun Reykjanesbrautar,
hin hörmulegu slys sem orðið hafi a
veginum kyndi undir kröfum þeirra
sem á svæðinu búi að vegurinn verði
stækkaður. „Slysastuðullinn mun
lækka á Reykjanesbraut samkvæmt
mati tryggingafélaga úr 0,36 í 0,09 og
þó svo að ekki liggi fyrir nákvæmar
rannsóknir á heildarkostnaði trygg-
ingafélaga og ríkissjóðs, leyfi ég mér
að slá því fram að samanlagður
kostnaður á tíu ára tímabili nálgist 3
milljarða króna. Það er talsvert meiri
kostnaður en áætlað er að tvöföldun
kosti. Ég tel raunhæft markmið að
verkið verði boðið út strax á næsta
ári,“ sagði Hjálmar.
Ljósmynd/Ingþór Bjamason
Haraldur Örn Ólafsson pdlfari.
vert oft um nóttina en alltaf sofn-
að fljótt aftur. Hann sagðist við
hestaheilsu og að dagurinn legð-
ist vel í sig. „Það er gott veður í
dag [í gær, fimmtudag] og fram-
undan er nokkuð mikið af háum
íshryggjum til beggja handa. Ég
stefni á að komast á 86. breiddar-
gráðuna í dag. Það er alltaf viss
áfangi að ná að komast hverja
gráðuna.
Ég finn mikinn mun á því hvað
margt breytist þegar hlýnar í
veðri en nú er frostið um 30 stig
og sólar nýtur lengur við en áður.
Nú er ég farinn að geta snert
málmhluti með berum höndum án
þess að brenna mig, en það gat óg
ekki áður,“ sagði hann.
Um einveruna á ísnum sagði
hann: „Það er auðvitað mikil
breyting að vera einn eftir að Ing-
þór fór en það er eins og ég sé
ekki einn hér. Þegar ég er að
velja mér leið á ísnum tala ég allt-
af við sjálfan mig í fleirtölu. Eins
þegar ég er að bylta mér í tjald-
inu á nóttinni er ég að alltaf að
reyna að passa að vekja ekki sam-
ferðamenn mína!“
Stór vök
og íshröngl
töfðu
Harald
AÐSTÆÐUR á heimskautaisnum
reyndust fremur erfiðar fyrir
Harald Örn Ólafsson pólfara í
fyrradag. Hann gekk fram á stóra
vök, um 5 km
langa og 5
metra breiða,
og þurfti að
krækja fyrir
hana sem
tafði för hans
töluvert.
Hann komst
engu að síður
18,8 km áfram sem er einn allra
besti árangur sem hann hefur náð
á einum degi síðan leiðangurinn
hófst fyrir 34 dögum.
Töluvert var um íshröngl á leið
Haraldar í fyrradag og þurfti
hann að eyða talsverðum tfma í að
finna greiða og slétta leið fram
hjá ófærum. Hann sagðist fullviss
um að ef ekki hefðu komið til
þessar tafir hefði hann gengið yf-
ir 20 km en hann hefur lengst far-
ið 19,6 km á einum degi.
Stefndi á 86. breiddar-
gráðu í gær
„Ég þurfti að fara yfir eina
vök.sem var frosin, en það var
ekki mjög þykkur ís,“ sagði Hara-
ldur í gær við bakvarðasveitina.
„Það voru töluverðir brestir í ísn-
um þegar ég gekk yfir. Sfðan kom
ég að ófrosinni vök sem var um
fimm metra breið og lá í norða-
ustur og hentaði það ágætlega að
ganga meðfram henni. Eftir
klukkutfma göngu fann ég greiða
leið yfir vökina á eins konar ísbrú
og nýtti mér það. Eftir það gat ég
haldið góðri stefnu."
Hann sagðist hafa sofíð ágæt-
lega í fyrrinótt, þó vaknað tölu-