Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Alþingi samþykkir lög um hækkun
skattleysismarka
Enn frekari hækk-
un persónuafsláttar
á árinu 2003
Tekinn verði af allur vafí
um tengsl tannsmiða við
heilbrigðisstéttir
ALÞINGI samþykkti í gœr sem lög
frumvarp fj árm ál aráðh erra um
hækkun skattleysismarka og pers-
ónuafsláttar sem samið var í tengsl-
um við samningagerð Flóabandalag-
sins og Samtaka atvinnulífsins fyrr í
vetur. Gerð var breyting á frum-
varpinu við afgreiðslu þess í gær og
fól hún í sér enn frekari hækkun
persónuafsláttar á árinu 2003.
Sigríður Anna Þórðardóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, gerði grein
fyrir nefndaráliti efnahags- og við-
skiptanefndar er frumvarpið var
tekið til annarrar umræðu í gær.
Lagði nefndin til að frumvarpið yrði
samþykkt óbreytt. Geir H. Haarde
Qármálaráðherra steig hins vegar
næst í pontu og gerði grein fyrir
breytingartillögu sem hann sagði
ríkisstjómina hafa afráðið að leggja
Páskahlé
á Alþingi
PÁSKAHLÉ verður nú gert á störf-
um Alþingis og kemur þing næst sam-
an miðvikudaginn 26. apríl. Þingdög-
um fer nú óðum fækkandi og eru
aðeins sjö fundardagar eftir skv.
starfsáætlun en ekki er ólíklegt að
þeir verði fleiri og að áætluðum
nefndadögum fækki á móti. Gert er
ráð fyrir að eldhúsdagsumræður fari
fram miðvikudaginn 10. maí og að
frestun 125. löggjafarþings verði síð-
an daginn eftir, fimmtudaginn 11. maí.
fram í kjölfar kjarasamninga Verka-
mannasambandsins og SA sem tók-
ust í gærmorgun. Sagði Geir að
breytingin ætti að endurspegla þá
launabreytingu sem samningar
VMSI og SA gerðu ráð fyrir á árinu
2003 umfrarn það sem áður var fyr-
irséð í samningum Flóabanda-
lagsins.
Felur breytingin í sér að pers-
ónuafsláttur hækki á árinu 2003 um
2,75% í stað þess að hækka um
2,25%. Hækkar fjárhæð pers-
ónuafsláttar, þegar tekið hefur ver-
ið tillit til allra þeirra hækkana sem
fram eiga að koma í áföngum árin
2000-2003, því ekki úr 286.944 kr. í
319.056 kr. eins og upphaflegt
frumvarp gerir ráð fyrir heldur í
320.616 kr. Tók Geir fram að haft
hefði verið samráð við forseta Al-
þýðusambandsins vegna þessarar
breytingar.
Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylk-
ingu, og Ogmundur Jónasson,
vinstri grænum, lýstu bæði ánægju
sinni með breytinguna en þau skrifa
undir nefndarálit efnahags- og við-
skiptanefndar. Vildu þau þó halda til
haga þeirri afstöðu fulltrúa Ör-
yrkjabandalags íslands að pers-
ónuafsláttur ætti að fylgja launavísi-
tölu.
Frumvarp fj ánnálaráðh erra var
því næst afgreitt með fyrmefndri
breytingu til þriðju umræðu og at-
kvæðagreiðslu. Var frumvarpið þar
samþykkt sem lög með öllum
greiddum atkvæðum.
IÐNAÐARNEFND Alþingis mæl-
ir með samþykkt umdeilds laga-
frumvarps iðnaðarráðherra um
starfsréttindi tannsmiða en áliti
nefndarinnar var dreift á Alþingi í
gær. Nefndin leggur þó til þær
breytingar að sú krafa verði gerð
að viðskiptavinur tannsmiðs fram-
visi vottorði læknis um að munnhol
hans sé heilbrigt og ósýkt áður en
vinna tannsmiðs getur hafist og að
við smíði tannparta þurfi tannsmið-
ir að starfa í samvinnu við tann-
lækni. Loks vill nefndin að tekinn
verði af allur vafi um tengsl
tannsmiða við heilbrigðisstéttir þó
að hún líti jafnframt svo á að eðli-
legt sé að tannsmiðir teljist eftir
sem áður til iðnstétta.
í frumvarpinu er lagt til að
tannsmiðum með meistararéttindi
verði veittur réttur til að vinna
sjálfstætt í iðngrein sinni án þess
að þurfa að treysta á úthlutun
verkefna frá tannlæknum. Verður
þeim þó gert skylt að sækja nám-
skeið til starfsréttinda fyrst, skv.
frumvarpinu. Segir í nefndaráliti
iðnaðarnefndar að fram hafi komið
við meðferð málsins að í iðnaðar-
ráðuneytinu sé fyrirhugað að tak-
marka rétt tannsmiða með reglum
þannig að ef einhverjar tennur eru
í munnholi viðskiptavinar verði
tannsmiður að hafa samráð við
tannlækni við smíði tanngóms eða
tannparts fyrir viðkomandi við-
skiptavin.
I frumvarpinu er það gert að
skilyrði fyrir því að tannsmiðir með
meistararéttindi geti starfað sjálf-
stætt að ekki séu sjúklegar breyt-
ingar eða meðfæddir gallar í munni
eða kjálka viðskiptavinar. Var mik-
ið rætt um þetta atriði í iðnaðar-
nefnd og um það hver ætti að meta
hvort þessi skilyrði væru fyrir
hendi. Varð niðurstaða nefndarinn-
ar sú að eðlilegt væri að gera þá
kröfu að viðskiptavinur tannsmiðs
framvísaði vottorði læknis um að
munnhol hans væri heilbrigt og
ósýkt áður en vinna tannsmiðsins
gæti hafíst.
Tannlæknar gerðu
verulegar athugasemdir
I frumvarpinu er ennfremur gert
ráð fyrir að tannsmiðir með
meistararéttindi geti á eigin ábyrgð
smíðað og gert við tanngóma og
tannparta. Segir í nefndaráliti iðn-
aðarnefndar að af hálfu Tann-
læknafélags Islands og tannlækna-
deildar Háskóla íslands hafi hins
vegar verið gerðar verulegar at-
hugasemdir við þetta. Segist nefnd-
in því gera það að tillögu sinni að 1.
gr. frumvarpsins verði breytt á
þann veg að við smíði tannparta
þurfi tannsmiðir að starfa í sam-
vinnu við tannlækni.
„Tannsmiðum verður þá ekki
heimilt að vinna sjálfstætt að
frumsmíði tannparta heldur verður
heimild þeirra til sjálfstæðrar
vinnu við tannparta takmörkuð við
viðgerð þeirra,“ segir í nefndarálit-
inu. „Nefndin telur hins vegar eðli-
legt að tannsmiðir geti sjálfir ann-
ast töku móta og mátun við smíði
heilgóma. Ef mótataka og mátun
ættu skilyrðislaust að heyra undir
tannlækni væri verulega vegið að
tannsmiðum og starfsgrundvelli
þeirra þar sem töluverðar líkur
væru á að viðkomandi tannlæknir
mundi þá bjóða upp á áframhald-
andi þjónustu, þ.e. smíði tann-
góms.“
Það er mat iðnaðamefndar að
eðlilegt sé að tannsmiðir teljist eft-
ir sem áður til iðnstétta, en um
þetta hafa staðið nokkrar deilur.
„Til þess að taka af allan vafa um
tengsl tannsmiða við heilbrigðis-
stéttir," segir síðan í álitinu, „gerir
nefndin breytingartillögu við frum-
varpið þess efnis að iðnaðarráð-
herra verði skylt að setja reglur um
að hluti af starfi tannsmiða skuli
unninn í samstarfi við tannlækni,
sem og reglur um skilyrði starf-
sleyfa tannsmiða, m.a. um eftirlit
landlæknis með tannsmiðum, og
hafa við það samráð við heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra."
Segist nefndin líta svo á að það
muni leiða til aukinnar samkeppni
milli tannlækna og tannsmiða verði
tannsmiðum veitt aukin starfsrétt-
indi, samkeppni sem muni hafa í för
með sér aukið hagræði og töluverð-
an sparnað fyrir ríkissjóð jafnt sem
einstaklinga, og þá einkum aldraða
sem þurfi oft og tíðum að bera háan
tannsmíðakostnað. Lítur nefndin
svo á að aukinni ábyrgð hljóti að
fylgja vönduð vinnubrögð og telur
hún æskilegt að meistarar í tann-
smíði geti að mestu leyti starfað
sjálfstætt og á eigin ábyrgð að
starfsgrein sinni.
Yfírlitsskýrsla utanríkisráðherra um alþjóðamál
til umræðu á Alþingi
Búið að tilkynna
um framboð Islands
til öryggisráðs SÞ
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra gerði Alþingi í gær grein
fyrir helstu tíðindum í utanríkisþjón-
ustunni íslensku og stöðu alþjóða-
mála. Margir þingmenn kvöddu sér
hljóðs við umræðu um utanríkismál-
in og var m.a. sérstaklega rætt um
stofnun sendiráðs í Austurríki, við-
skiptabann Sameinuðu þjóðanna á
írak, varnarsamstarf á Evrópuvett-
vangi og um framboð Islands til ör-
yggisráðs SÞ.
I ræðu sinni stiklaði Halldór á
stóru um efni yfirlitsskýrslu sinnar
um alþjóðamál og lagði hann áherslu
á að halda yrði áfram að efla íslenska
utanríkisþjónustu. Erlend samskipti
og alþjóðamál væru sívaxandi þáttur
í starfsemi ráðuneyta, Alþingis, ým-
issa stofnana, sveitarfélaga, fyrir-
tækja og fiestir íslendingar fyndu
meiri samkennd og nálægð með öðr-
um þjóðum en nokkru sinni fyrr.
„Á breyttum tímum í alþjóðamál-
um þarf nýja hugsun," sagði Halldór.
„Við þurfum að skilgreina stöðu okk-
ar af vandvirkni og framsýni. Fyrir
litla þjóð er mikilvægt að leggja
rækt við þá vináttu og þann velvilja
sem við njótum í samfélagi þjóð-
anna.“
Halldór rifjaði upp að ákveðið
hefði verið að opna tvö ný sendiráð á
næsta ári, í Japan og Kanada. Þá
væri stefnt að því að opnuð yrði á
næsta ári íslensk sendiskrifstofa í
ALÞINGI
húsnæði sendiráða Danmerkur og
Noregs í Mósambík, í því skyni m.a.
að sinna þróunarmálum og efla póli-
tísk samskipti við samstarfsríki í
Afríku.
Hann gerði Evrópusamstarf í ör-
yggis- og varnarmálum að sérstöku
umtalsefni. Sagði hann íslensk
stjórnvöld standa heilshugar að baki
Evrópusamstarfi í öryggis- og varn-
armálum en með þeim fyrirvara að
þróunin yrði ekki skilgreind á þröng-
um grunni ESB-aðildar og að tryggt
yrði að þessi þróun veikti ekki með
nokkrum hætti Atlantshafsbanda-
lagið (NATO) og tengslin yfir
Atlantshafið.
Ennfremur að þeim sex evrópsku
aðildarríkjum NATO, sem stæðu ut-
an ESB, og tóku þátt í að móta hug-
myndir um aukna Evrópusamvinnu
á sviði öryggis- og varnarmála á leið-
togafundi NATO fyrir tæpu ári, yrði
gert kleift að taka fullan þátt í mótun
ákvarðana og að þau yrðu reglulegir
þátttakendur innan stofnana ESB á
sviði öryggis- og vamarmála. Sagði
Halldór að ríkisstjórnin hefði mark-
visst beitt sér í þessu máli gagnvart
aðildarríkjum ESB innan NATO.
Fram kom einnig í máli Halldórs
að nýbúið væri að tilkynna um fram-
boð íslands til öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna fyrir tímabilið 2009-
2010 en kosningar fara fram árið
2008. Sagði hann þetta í fyrsta skipt-
ið sem ísland sæktist eftir setu í ráð-
inu og að framboðið endurspeglaði
þá stefnu stjórnvalda að láta meira
að sér kveða á alþjóðavettvangi.
Óeðlilegt að opna sendiráð í
Vínarborg eins og stendur?
Umræður um skýrslu utanríkis-
ráðherra um alþjóðamál stóðu í allan
gærdag og tóku margir þingmenn til
máls. Sighvatur Björgvinsson, þing-
maður Samfylkingar, gerði m.a. að
umtalsefni það markmið stjórnvalda,
sem greint er frá í yfirlitsskýrslunni,
að breyta skrifstofu fastanefndar ís-
lands í Vín, sem einkum sinnir Or-
yggis- og samvinnustofnun Evrópu
(OSE), þannig að hún verði jafn-
framt sendiráð íslands í Austurríki.
Sagði Sighvatur að það skyti
skökku við að ísland stefndi að því að
stofna nýtt sendiráð í Austurríki nú
þegar flokkur öfgamannsins Jörgs
Morgunblaðið/Jim Smart
Halldúr Ásgrímsson utanríkisráðherra stóð í ströngu í þingsal Alþingis.
Haiders væri við völd þar í landi.
Halldór svaraði því hins vegar til
að sú ákvörðun, að breyta sendiskrif-
stofunni í sendiráð, væri ekki nýtil-
komin. Rökin væru þau að nýta
skrifstofuna betur, Vínarborg væri
vel staðsett, t.a.m. vegna aukinna
hagsmuna Islands í Mið-Evrópu.
Spurði Halldór hvort menn hefðu
virkilega átt að fara að hætta við
þessi áform vegna stjórnarþátttöku
öfgamanna í Austurríki og sagði að
þó að hann fordæmdi stefnu og skoð-
anir Haiders og flokksbræðra hans
bæri að dæma austurrísk stjómvöld
af verkum þeirra.
Tómas Ingi Olrich, formaður ut-
anríkismálanefndar og þingmaður
Sjálfstæðisflokks, tók í sama streng.
Sagði hann það koma á óvart ef
menn settu sig upp á móti því að opn-
að væri sendiráð í Austurríki. Tómas
sagði ennfremur að opnun sendiráðs
í Japan væri orðin tímabær vegna
viðskiptahagsmuna í Austurlöndum
fjær og ekki síður væri það mikil-
vægt skref að opna sendiráð í Kan-
ada.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, gerði viðskiptabann SÞ á
írak að sérstöku umtalsefni og sagði
tímabært að íslendingar beittu sér
fyrir afnámi þess. Á aðra milljón
manns hefði dáið af völdum við-
skiptabannsins og alþjóðasamfélagið
gæti einfaldlega ekki lengur borið
ábyrgð á þessum hörmungum.
Viðræður vegna nýrrar bókun-
ar við varnarsamning í haust
Evrópumálin komu ekki til um-
ræðu í gær en ákveðið hefur verið að
sérstök umræða fari fram um
skýrslu utanríkisráðherra um stöðu
íslands í Evrópusamstarfi eftu
páska. Halldór sagði þó í gær að
stjórnvöld þyrftu að vera viðbúin þvi
að forsendur EES-samstarfsins
breyttust. Vandasamar ákvarðanir
kynnu að vera framundan í þessum
efnum.
Ennfremur sagði utanríkisráð-
herra í svari við spurningu
Guðmundar Árna Stefánssonar,
þingmanns Samfylkingar, að pf
snemmt væri að segja til um hvernig
viðræður vegna nýrrar bókunar við
varnarsamning íslands og Banda-
ríkjanna þróuðust, en skv. gildandi
bókun getur hvor þjóð um sig óskað
eftir því að hún verði endurskoðuð
frá og með 9. aprfl síðastliðnum.
Kvaðst Halldór gera ráð fyrir að
formlegar viðræður hæfust í haust
og hann sæi ekki fyrir sér að stór-
kostlegar breytingar yrðu gerðar á
bókuninni.