Morgunblaðið - 14.04.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 2000 45
ÚLFAR
MAGNÚSSON
+ Úlfar Magnús-
son fæddist að
Kambi í Holtum 23.
septeniber 1922.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítalans
5. aprí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Sigurveig
Jónsdóttir frá Nýja-
bæ, Grindavík og
Magnús Ólafsson,
bóndi, Kambi í Holt-
um.Úlfar var elstur
sjö barna þeirra
hjóna: Guðrún, f.
1923, d. 1993, maki
Gestur Finnsson (sk.); Guðmund-
ur, f. 1925, maki Gróa Þórðar-
dóttir, látin; Ólafur Þórarinn, f.
1927, d. 1976, maki Guðbjörg
Hannesdóttir; Rannveig, f. 1929,
maki Ragnar Georgsson; Jón, f.
1930, maki Lilja Þórðardóttir;
Sigurveig, f. 1930, d. 1931. Hálf-
bróðir Úlfars sammæðra var
Guðjón Sæmundsson, f. 1913, d.
1993, maki Kristín Jóhannes-
dóttir, d. 1999.
Eftirlifandi eiginkona Úlfars
er Bjarndís Kristrún Guðjóns-
dóttir, f. 20. nóvember 1926. Þau
gengu í hjónaband 4. mars 1948.
Foreldrar hennar voru hjónin
Guðrún Sveinsdóttir og Guðjón
Elsku afi minn.
Þá er þessi erfiða þrautarganga
loks á enda. Afi minn, þú sem varst
alltaf svo hress og kátur varst
búinn að vera sárþjáður sl. tvo
mánuði. Eg vonaði svo innilega að
þér myndi batna en það fór á ann-
an veg.
Ekki er hægt að neita því að ég
naut góðs af því að vera nafni þinn
og eini strákurinn í fjölskyldunni.
Þú tókst mig strax undir verndar-
væng þinn og varst alltaf boðinn
og búinn að þóknast Úlla yngri.
Það skipti litlu máli hvað það var.
Hvort sem það var að spila fótbolta
úti í Hlíðaskóla meðan amma var
að þrífa, hjálpa mér við kofasmíðar
eða skutla mér heim á kvöldin áður
en þú fórst að vinna og blikkaðir
svo taxaljósinu þegar þú keyrðir í
burtu.
Bfllinn þinn, sem þér þótti svo
vænt um, stóð alltaf við hliðina á
ömmu bfl úti á stæði, báðir stífbón-
aðir og hreinir. Ég veit þó hvaðan
ég hef þessa fullkomnunaráráttu í
sambandi við bflinn minn, hún
kemur frá þér, afi minn, og ég er
mjög ánægður með það.
Ég man eftir því að þú gerðir oft
grín að því þegar leigubílstjórinn í
Spaugstofunni sagði „Ég er nú
búinn að vera leigubílstjóri í 25
ár“, þá bættir þú við „Ég er nú að
verða búinn að vera leigubflstjóri í
50 ár“.
Ég er svo ánægður að hafa farið
í heimsókn til þín og ömmu þegar
þú komst heim af spítalanum þótt
það væri ekki nema í stutta stund.
Þá áttum þú, ég og amma notalega
stund inni í stofu þar sem við
spjölluðum saman og þið sögðuð
mér sögur frá liðinni tíð. En dag-
inn eftir versnaði þér aftur og þú
fórst aftur inn á sjúkrahús og
nokkrum dögum síðar var þessu
öllu lokið.
Elsku afi minn, ég á eftir að
sakna þín svo mikið. Það verður
tómlegt að koma í Blönduhlíðina
núna og sjá ekki afa frammi á klós-
etti að raka sig og greiða sér eða
inni í eldhúsi með ömmu. Einnig
verður tómlegt í Steinskoti, en þar
hafðir þú eytt miklu af tíma þínum
undanfarin sumur. Þar verður eng-
inn að gera við húsið og hjóla á
hjólinu hans Eyfa um þorpið, í úlp-
unni hans með húfuna hans á höfð-
inu, svo að konurnar í þorpinu
héldu að hann væri upprisinn. Þér
þótti svo fyndið að þær skyldu
halda það.
Afi minn, ég veit að það tók mik-
ið á þig eins og okkur öll þegar
Ai-na okkar dó, en ég veit að hún
hefur tekið vel á móti þér. Ég sé
Bjarnason. Fóstur-
foreldrar hjónin
Ingileif Eyjólfsdótt-
ir og Agústínus
Daníelsson, Stein-
skoti, Eyrarbakka.
Dætur þeirra eru:
1) Ágústa, f. 10.
október 1946, maki
Gunnar Magnússon
(sk). Dóttir hennar
Ólöf Kristdís Gunn-
arsdóttir, f. 28.
marsl970, sambýl-
ismaður Patrick A.
E. Immler og búa
þau í Þýzkalandi. 2)
Sigurveig, f. 6. ágúst 1948, maki
Haraldur Á. Haraldsson og áttu
þau þrjú börn. Elfa Huld, f. 19.
september 1972, sambýlismaður
Matthías Helgi Júlfusson. Arna
Rún, f. 24. apríl 1975, d. 8.apríl
1997, sambýlismaður hennar var
Sigurður Oddur Einarsson. tílf-
ar Gauti, f. 2. ágúst 1981.
tílfar stundaði leigubifreiða-
akstur á Hreyfli 1947 til 1995.
Hann var mjög virkur í Knatt-
spyrnu- og íþróttafélagi Hreyfils
og einnig var hann í Karlakór
Hreyfils.
títfdr tílfars fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
bara fyrir mér fagnaðarfundina
þegar þið hittust aftur. Ég veit að
núna líður þér vel og þú hittir aft-
ur Eyfa og fleiri vini þína og kunn-
ingja. Við eigum líka eftir að hitt-
ast síðar, afi minn, og þá eigum við
eflaust eftir að bralla ýmislegt
saman.
Ástarfadir himinhæða,
Heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðar faðm mig tak.
(Steingn'mur Thorsteinsson)
Hvíl \ friði elsku afi minn.
tíjfar Gauti Haraldsson
(tílli yngri).
Elsku afi, mig langar að kveðja
þig og þakka fyrir samfylgdina í
þessu lífi. Þegar ég sat við rúm-
stokkinn hjá þér í erfiðum veikind-
um var margt sem leitaði á hugann
og margar góðar minningar rifjuð-
ust upp.
Þegar ég var lítil telpa fannst
mér að það hlyti að vera afskap-
lega spennandi starf að vera leigu-
bílstjóri og fá að vaka svona lengi.
Auk þess mátti alltaf finna eitt-
hvert góðgæti í bílnum að
ógleymdum „fjársjóðunum" sem
við systkinin fundum í aftursætinu
og á gólfinu. Þú taldir okkur trú
um að farþegarnir hefðu verið
svona klaufskir þegar þeir borguðu
bflinn en raunin var sú að þú settir
sjálfur klink hér og þar til að
gleðja okkur. Ég gleymi aldrei
hvað mér fannst þú alltaf glerfínn
þegar þú fórst í vinnuna í bláa
mittisjakkanum, hárið alltaf svo vel
greitt og nýrakaður.
Frá því að þú varst smágutti
hafðirðu óbilandi áhuga á íþróttum
og varst lengst á kafí bæði í hand-
bolta og fótbolta eða þar til fyrir
nokkrum árum. Ef þú hefðir verið
upp á þitt besta í dag hefðirðu
sjálfsagt endað í atvinnumennsku.
Ekki er hægt að segja um þig,
afi, að þú hafir verið nýjungagjarn,
því alltaf fannst þér það gamla
best. Yfirleitt tókst þúsundþjala-
smiðnum að tjasla aftur saman því
sem aflaga fór með hinum ýmsu
úrræðum. Oftar en ekki hafði það
eitthvað með lím eða snæri að
gera. Einnig var það ákveðin hefð
hjá þér að geyma öll ný föt í a.m.k.
tvö ár inni í skáp en oftar en ekki
vildi það brenna við að „vöðvarnir"
höfðu stækkað það mikið að flík-
urnar pössuðu ekki lengur.
Eftir að þú hættir að keyra
eydduð þið amma drýgstum hluta
sumarsins í Steinskoti. Þar hafð-
irðu nóg að sýsla enda var margt
sem þurfti að gera. Trjáræktin
stóð þó upp úr sem afrakstur síð-
astliðins sumars og gaman verður
að sjá hvernig til tókst. Ég er
nokkuð viss um að ef þú hefðir
ekki orðið bflstjóri hefðirðu endað
sem bóndi því þú heillaðist alltaf af
sveitinni og þar leið þér svo vel.
Elsku afi, ég veit að þú ert á
góðum stað umvafinn hlýju, öryggi
og ástvinum. Guð geymi þig.
Hér áttu blómsveig
bundinn af elsku
Blíðri þökk
og blikandi tárum.
Hann fólnar ei
en fagur geymist
í hjörtum allra
ástvina þinna.
Látinn er Úlfar Magnússon eftir
stranga og erfiða sjúkdómsbaráttu.
Hann var einn af þessum traustu
mönnum sem alltaf voru tilbúnir að
hjájpa vinum sínum.
Ég kynntist honum fyrir tæpri
hálfri öld er ég fór að vera með 01-
afi, fyrri manni mínum, sem var
bróðir Úlfars. Það var mikið og
gott samband milli þeirra bræðra
og réttu þeir hvor öðrum hjálpar-
hönd en oftar var það _ nú tílfar
sem lagði á sig erfiðið. Ólafur lést
fyi-ir 24 árum og voru Úlfar og eig-
inkona hans þá og ætíð síðar sér-
staklega hjálpsöm og vinveitt mér
sem ég mun ávallt muna.
Úlfar var alveg sérstakt prúð-
og snyrtimenni. Bílar hans báru
þess merki. Þeir voru alltaf eins og
þeir væru nýkomnir úr kassanum
og ófá skipti bónaði Úlfar minn bíl
líka.
Úlfar fæddist að Kambi í Holt-
um, Rangárvallasýslu, en fluttist
til Reykjavíkur þriggja ára og ólst
þar upp, en kynntist sveitinni á
sumrin, er hann dvaldi að Herríð-
arhóli í Holtum. Magnús faðir hans
var ávallt með kindur eftir að hann
fluttist til Reykjavíkur og var Úlf-
ar hjálplegur við hann og hafði
mikla ánægju af að umgangast
skepnurnar. Upp úr 1950 var farið
með kindurnar til sumarbeitar út í
Viðey á smábátum og þurftu þá all-
ir að hjálpast að. Síðar voru kind-
urnar hér fyrir austan Reykjavík
og Úlfar hjálpaði til við smölun og
réttir.
Úlfar kvæntist ungur góðri
konu, Bjarndísi (Dúnu) Guðjóns-
dóttur frá Eyi-arbakka, og var það
hans mesta gæfuspor. Þau eignuð-
ust tvær mannvænlegar dætur,
sem hann bar mikla umhyggju fyr-
ir, og hafa þær reynst foreldrum
sínum stoð og stytta. Fjölskyldan
dvaldist mikið á Eyrarbakka gegn-
um árin hjá fjölskyldu Dúnu. Eftir
að Eyjólfur bróðir hennar var einn
eftir þar sinntu þau honum mjög
vel og var Úlfar alveg einstaklega
góður og hjálpsamur við hann.
Úlfar keyrði leigubifreið á
Hreyfli frá 1947 til 1995. Hann
hafði mikinn áhuga fyrir hand- og
fótbolta. Þeir voru nokkrir ungir
menn á Hreyfli sem keyptu sér fót-
bolta og fóru að sparka á Háskóla-
vellinum. 1949 var stofnað Knatt-
spyrnufélag Hreyfils og keppt við
ýms fyrirtæki, en 1966 var nafninu
breytt í íþróttafélag Hreyfils. Þá
var farið að æfa handbolta af krafti
og var Úlfar með þeim beztu í lið-
inu og stundaði hann handbolta
fram á síðustu ár. Einnig var hann
í Karlakór Hreyfils.
Úlfar ók leigubifreið hér í bæn-
um eins lengi og hann mátti vegna
aldurs og var mikil raun fyrir hann
að þurfa að hætta akstri. Þá áttu
þau hjónin sinn sælureit á Eyrar-
bakka, æskuheimili Dúnu. Þar
voru næg verkefni og var hann
duglegur þar bæði við smíðar og
ræktun og var að koma sér upp
trjágarði. Líka átti hann mörg
handtök á lóðinni við heimili sitt,
og naut hann þessara starfa því
hann þurfti að hafa eitthvað fyrir
stafni.
Við Guðmundur sendum Bjarn-
dísi, dætrum, tengdasyni, barna-
börnum og allri fjölskyldu Úlfars
innilegar samúðarkveðjur.
Minning um góðan dreng mun
lifa. Blessuð sé minning hans.
Hvíl þú í friði.
Guðbjörg Hannesdóttir.
Að leiðarlokum langar mig að
minnast Úlfars Magnússonar, fyrr-
um vinnufélaga míns í tvo áratugi,
með fáeinum orðum. Kynni okkar
hófust fyrir nær hálfri öld þegar
við unnum saman á Hreyfli. Starfs-
ævi hans var bundin þeim vinnu-
stað að mestu til loka. Minningarn-
ar tengjast mest samstarfi okkar í
íþróttafélagi Hreyfils þar sem Úlf-
ar var ætíð hinn trausti og góði fé-
lagi sem aldrei brást. Lengi áttum .
við athvarf til æfinga hjá Knatt-
spyrnufélaginu Val á Hlíðarenda
og það voru ekki margar æfingarn-
ar, hvort sem var í knattspyrnu
eða handbolta, þar sem Úlfar vant-
aði. En eins og allir vita sem komið
hafa nálægt hópíþróttum eru góðar
mætingar lykilatriði árangurs og
ánægju. Fyrsti kappleikur Úlfars
fyrir Hreyfil, sem sögur fara af,
var knattspyrnuleikur í heimsókn
að Hvanneyri 13. nóvember 1949
þar sem Hreyfilsmenn unnu
Hvanneyi’inga með þremur mörk-
um gegn tveimur. Vel getur verið
að hann hafi keppt fyrir Hreyfil
áður, en margir urðu leikir hans
eftir þetta fyrir Hreyfil. Ég hef >
haft spurnir af því að eftir að ég
hætti störfum á Hreyfli hafi Úlfar
stundað íþróttir í um það bil ald-
arfjórðung, þó að mæting á æfing-
ar hafi verið minni en þegar við
vorum þar samtíða. Ég hygg að
lengri íþróttaferill sé ekki algengur
hjá áhugamönnum á því sviði og
alls ekki í stétt leigubifreiðastjóra.
Að endingu vil ég láta í ljósi þakk-
læti fyrir liðnar samverustundir og
ég veit að miklu fleiri en ég minn-
ast þeirra með ánægju, hvort sem
þær voru á snævi þöktum túnum á
Hvanneyri, Valsvellinum eða ann-
arsstaðar á lífsleiðinni.
Sigpirður Flosason.
+ Bjarni Guð-
mundsson, bif-
reiðarstjóri fæddist í
Túni í Flóa 26. janúar
1908. Hann lést á
Landakoti 4. aprfl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Guðmund-
ur Bjarnason, f. 26.3.
1875, d. 8.6. 1953 og
Ragnheiður Jónsdótt-
ir, f. 12.5.1878, d. 4.3.
1931 og bjuggu þau í
Túni, Hraun-
gerðishreppi. Systk-
ini Bjarna voru sex: 1)
Guðrún, f. 28.12.1911
d. 27. 4 1996 var gift Sigmundi
Ámundasyni, f. 12. 3.1906, d. 8.10.
1976 og eignuðust þau fjögur
böm. 2) Guðfinna, f. 3.9. 1912, gift
Stefáni Jasonarsyni, f. 19.9. 1914
og eiga þau fimm böm. 3) Jón, f.
7.3. 1914, d. 4.3. 2000 var kvæntur
Rut Margrét Jansen, f. 10.8. 1934
Okkur systkinin langar að minn-
ast Bjarna frænda okkar með
nokkrum orðum. Við eigum marg-
ar góðar minningar um þennan líf-
lega og glaðværa mann, sem afrek-
að hefur margt á sinni löngu ævi.
Það var ekki lítill bílaflotinn sem
stóð við BSÍ, allir bílarnir hans;
flestir rauðir og hvítir á lit. I
barnsaugum okkar voru bílarnir
þeir flottustu sem til voru. Þessir
bílar fóru ófáar ferðir austur í
Flóa, þar sem ýmist Bjarni, Nonni,
bróðir hans, eða Alli, góður vinur
hans, sátu undir stýri. Þeir voru
heldur ekki fáir pokarnir af méli
eða áburði sem fluttir voru austur
og hent af bílunum á bæina. Bjarni
og félagar voru eins miklir sumar-
boðar og farfuglarnir er þeir komu
með áburðinn austur á vorin.
Bjarni var léttur og skemmtileg-
og eignuðust þau
þrjú börn og átti Rut
tvö áður. 4) Einar, f.
17.9. 1915, d. 15.5.
1994. 5) Stefán, f.
14.6. 1919, kvæntur
Jóruimi Jóhanns-
dóttur, f. 1.12. 1920
og eiga þau sjö börn.
6) Unnur, f. 30.7.
1921, gift Herði Þor-
geirssyni f. 15. 7.
1917.
Bjarni hóf ungur
að starfa við akstur
og var atvinnubfl-
sljóri í tæp 60 ár.
Hann ók rútubfl frá árinu 1933 og
var sérleyfishafi í Gaulvetjabæjar-
og Hraungerðishreppi allt til árs-
ins 1980. Samhliða sérleyfísferð-
unum fór hann í fjalla- og öræfa-
ferðir og tók að sér vöruflutninga.
títför Bjama fór fram í Foss-
vogskrikju 12. apríl.
ur og ekki var langt í stríðnina og
skopið þar sem hann var. Það vita
þeir krakkar sem þekktu hann.
Það var því léttur spenningur í
okkur krökkunum er sást til ein-
hvers af bflunum hans beyja heim
að Túni. Hvaða brandara fengjum
við að heyra eða hvaða stríðnisskot
myndum við fá núna. Sérlega
spennandi var það líka ef Bjarni
hafði fengið derhúfur frá fóður-
stöðvunum og gefið okkur en þær
komu sér vel í sveitinni.
Þegar við fórum í árlega heim-
sóknarferð til Reykjavíkur rétt
fyrir jólin var ekki um annað að
ræða en að heimsækja Bjarna á
Skarphéðinsgötuna. Hann fékk að
heyra allt sem var að gerast fyrir
austan, í sveitinni, í skólanum og
um litlu jólin sem voru oftast fram-
undan. Við bárum ómælda virðingu
fyrir þessum hressa frænda okkar.
Alltaf laumaði hann að okkur poka
fullum af gotteríi, súkkulaði og
brjóstsykri sem geymdur var til
jólanna. Okkur er einnig sérlega
minnisstæð kvöldstund ein í kring-
um 90 ára afmælið hans er við átt-
um með honum og Stefáni afa okk-
ar. Þar rifjuðuð þeir upp margt
sem drifið hafði á daga þeirra. Það
var gaman að heyra hvernig lífið
var er þeir voru á okkar aldri og
ótrúlegt að heyra um þær miklu ,,
breytingar sem þeir og kynslóð
þeirra upplifði.
Bjarni var heilsuhraustur maður
og bar aldur sinn sérlega vel. Síð-
ustu áburðarferðina austur í Tún
fór hann 84 ára gamall og dró pok-
ana af bílnum eins og í hinum ferð-
unum. Hann fylgdist ávallt vel með
öllu og þá sérstaklega því sem var
að gerast á hans æskustöðvum.
Hann fór oft þangað austur á góð-
um dögum eftir að hann hætti
flutningunum. Sumar voru ferðirn-
ar í Flóann en aðrar voru að Geysi
en þaðan er góður vinur hans og
nafni. Þeir félagar hafa brallað
margt saman og ekki fækkaði nú
bröndurunum eða minnkaði grínið
er þeir voru báðir saman komnir.
Vinátta þeirra var sérsök og sterk
sem sást vel þennan síðasta mán-
uð.
I vetur fór heilsu Bjarna að
hraka. Hann lagðist á spítala fyrir
rúmum mánuði og var það hans
fyrsta sjúkrahúsdvöl. Hún varð
líka hans síðasta. Þetta umhverfi
átti ekki við hann og honum fannst
vera nóg komið. Við þökkum
Bjarna þær góðu stundir sem hann
gaf okkur systkinunum. Minningar
um þær munu fylgja okkur alla tíð.
Mikið skarð er höggið í systkina- ,
hópinn frá Túni. Tveir bræður
farnir með mánaðar millibili,
Nonni 4. mars og nú Bjarni 4. apr-
fl. Veturinn hefur þvi verið langur
og erfiður þeim sem eftir eru.
Blessuð sé minning þeirra bræðra.
Jórunn Edda, Kristján
Helgi og Ivar Freyr
Hafsteinsbörn. v
BJARNI
GUÐMUNDSSON